Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 37
— Ég het sagt þér það áður. Hún er dóttir mín líka. Hann tók hönd hennar frá augunum og lagði varirnar blíðlega að vanga hennar. — Hugsaðu þig vel um, Gay. Líf okkar allra þriggja getur breytst við ákvörðun þína. Hún þurrkaði sér um augun.— Ég held, að best sé að þú takir við akstrinum. Þau skiptu þegjandi um sæti og sátu hvort með sinar hugsanir, án þess að finna samræðuhvöt, meðan bíllinn lagði kílómetrana að baki. Þau komu að vegamótum, þar sem brött brekka endaði í einu horninu. Nicholas leit til vinstri, hrökk við, steig fast á bensínið og sneri stýrinu af öllum kröftum. Bíllinn slengdisttil, mikið högg kom á hann aftan til og hann hentist út af og á limgerðið við vegarbrún- ina. Þau köstuðust fram. Gaybrielle bar ósjálfrátt fyrir sig hendurnar, en Nick gat það ekki og höfuð hans rakst í framrúðuna. Hann strauk sér gremju- lega um enniðog sneri sér að Gaybrielle. — Er allt í lagi með þig? spurði hann áhyggjuf ullur. Hún hafði ekki gef ið f rá sér eitteinasta hljóð, en starði í skelf- ingu á brotna framrúðuna. Á síðustu tíu sekúndun- um hafði hún séð allt líf sitt fram að þessu þjóta fyrir augum sínum og ein hugsun hafði yfirgnæft allar aðrar: Ef við Nick deyjum saman núna, hef ég í rauninni ekkert á móti því. Ef áhyggjum henn- ar af framtíð Melissu var sleppt, hafði hún tekið þessu rólega og talið það vilja örlaganna. En örlög- in virtust vilja annað, það átti hún eftir að sjá. Hún reyndi að kæfa ógleðina, sem sótti á hana. — Þú ert meiddur á höfðinu, sagði hún. — Það er ekkert. Hann þreif upp hurðina, þegar hann kom auga á tvo menn, sem nálguðust. Annar þeirra var greinilega bilstjóri f lutningabílsins, sem komið hafði niður brekkuna. Hinn var lítill, með gleraugu og harðan hatt. — Það blæðir. Lof aðu mér að líta á það. — Hugsaðu ekki um það. Það er bara skráma. í rauninni fannst honum eins og hálft höf uðið væri að rifna af. Hann strauk vasaklútnum yfir ennið, og varð hissa á að sjá það verða rautt. Það blæddi- greinilega mikið úr sárinu, jakkinn og skyrtan var þegar orðið rautt. — Þú verður að láta búa um þetta strax. Gaybri- elle elti hann eftir veginum. — Bíddu aðeins, ég ætla að vita, hvað þessi bölvaður asni hefur sér til málsbóta fyrst. Hann rétti úr sér og sneri sér að mönnunum tveimur. 11. kafli. Bílstjórinn, heljarmenni á vöxt, á að giska fertugur, var með hræðslusvip í augunum, en þegar hann sá, að þau voru ekki alvarlega slösuð, taldi hann sig geta komist úr klípunni með brögðum. Hann leit á beyglað afturbrettið. — Þú ert hepp- inn, maður minn. Þú og stúlkan hefðuð geta farið verr. Voruð það annars ekki þið, sem ég sá koma út úr Toby Jug, þegar ég fór með vörur þangað? Hann blés f yrirlitlega.— Það eru þessir ölvuðu ökumenn, sem valda öllum vandræðunum á vegunum nú orðið. — Sammála kvakaði sá með hattinn. — Þetta er niátulegt á svoleiðis menn. Nicholas horfði á hann köldum augum. — Voruð þér sjónarvottur að árekstrinum? — Nei, ekki alveg, en ég heyrði.. — Þá skaltu heldur ekki segja neitt. Ég hef ekki áhuga á skoðunum þínum. Nicholas ýtti honum til hliðar, þegar hópur fólks frá strætisvagnabiðstöð skammt frá kom að. — Þarna kemur lögreglubíll, sagði einhver. — Þeir eru svei mér snöggir. Nicholas lét fallast niður í grasið og lagði höf uðið fram á handleggina. Það var eins og hvert æðaslag ætlaði að sprengja höfuð hans. Gaybrielle gekk til hans. — Við verðum að ná í lækni strax. Hún var föl, en tók eftir því, að sem betur fór sáust ekki á henni nein merki um móður- sýki. Hann leit upp og horf ði á bílinn — Þetta f íf I ætlar ekki að viðurkenna minnstu óvarkárni. Ef við get- um ekki f undið sjónarvott, verður staðhæfing gegn staðhæfingu, en hann gerir það sem hann getur til að láta dæma mig fyrir ölvun við akstur. — Þú ert ekki hið minnsta drukkinn. Gaybrielle fylgdi augnaráði hans og tók eftir að flutningabíll- inn hafði staðnæmst um þrjá metra frá fram- hurðunum. Hefði hann rekist á hlið bílsins hennar, sem tvímælalaust hefði orðið, ef Nich hefði ekki verið svona snar í snúningum, hefði hún kramist undir þessum geysilegu hjólum. — Hann getur ekki talað sig út úr kæruleysinu, sagði hún og hækkaði eilítið röddina. — Það þarf ekki annað en líta á hvernig bílarnir standa til að sjá, að hann hefur verið á minnst áttatíu niður brekkuna og þess vegna ekki geta numið staðar á vegamótunum. Hemlaför- in ættu að vera sönnun þess. — Ekki endilega. Hann getur sagzt hafa runnið til, þegar hann reyndi að forðast að lenda á okkur. Hann brosti svolítið. — Það versta er að ekki voru önnur ökutæki á veginum og þetta er á þjóðvegi klukkan tíu á sunnudagskvöldi í góðu veðri. Hann benti á fólkið. — Ekki ein einasta manneskja getur sannað, að ég hafi verið í rétti. — Eruð það þér sem ókuð sportbílnum? Lögreglu- þjónninn gnæfði yf ir hann og augnaráðið var fyrir- litningarf ullt.. — Já, ég heiti Courtney. Nicholas Gobham Courtney. — Get ég fengið ökuskírteinið? — Því miður, ég er ekki með það. Nicholas hélt f ast um handlegg Gaybrielle meðan lögregluþjónninn spyrði spurninga og skrifaði niður. — Ég skal láta hringja á lögreglulækninn, sagði hann kallaði á samstarfsmann sinn og tók síðan að yfirheyra bílstjóra flutningabílsins. — Hvað hafið þér svo að segja? Risinn dró andann djúpt. — Ég kem niður Lecey Hill og áður en ég kom að þjóðveginum, hemlaði ég og sá þessa eldf laug þjóta áfram og áður en ég gat talið upp að tíu, rann hún til að beint á trén. Hann var áreiðanlega á meira en hundrað. — Bill yðar rakst á afturbretti hans. — Já hann kom beint á móti mér. Ég hefði farið þvert í gegn um þetta leikfang, ef ég hefði ekki ver- ið svona snöggur að hemla og beygja til hliðar. En Framhald. 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.