Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 28
eld ° i húskrókur* Indælis páskamatur Ef fólk er heima um páskana, er ættingjum gjarnan boðið í mat. Hér höfum við alla veizlumáltíðina, dætlaða handa 8 manns og auk þess kjúklingarétt til einhvers hinna hátíðisdaganna MATSEÐILLINN: Hækjukokteill Roastbeef með sykurhúðuðum lauk, Bearnaisessósu og Waldorfsalati Ávextir i hlauprönd Rækjukokkteili 400 gr rækjur, 1/2 msk. rifinn sitrónubörkur safi úr 1/2 sítrónu, 1 saliathöfuð 100 gr majones Salatið er rifið i fina strimla og öllu er blandað saman i skálarnar. Geymt á köldum stað, þangað til borið er fram. Hengið sitrónusneið yfir brún hverrar skálar. Roastbeef með sykurhúðuðum lauk 1 1/2 kg nautakjöt 3 msk. smjör 1/2 tsk salt | 1/2 tsk pipar 8-9 meðalstórir laukar Himnur eru hreinsaðar vel úr kjötinu og það mótað eins og þykk pylsa, bindiö bómullargarn um það, svo það haldi lagi Brúnið smjör i viðum potti og siðan kjötið um ailt yfirborðið, en gætið þess að stinga ekki i það, svo safinn renni ekki út. Þegar það er fallegta brúnt, er kryddinu stráð yfir og svolitlu sjóðandi vatni hellt i pott- inn, ásamt niðursneiddum lauk. Látið kjötið malla undir loki i 30 til 35 minútur og bætið vatni i ef þarf. Hinir laukarnir eru hreinsaðir, lagðir heilir i sjóðandi vatn og látnir sjóða viö hægan hita i 10 minútur. Takið þá upp með gataspaða og leggið á eldhúspappir, þar til vatnið er sigið vel úr þeim. Brúnið 1 1/2 msk af smjöri á pönnum, veltið laukunum upp úr þvi, stráið sykri yfir og veltið laukunum stöðugt til, þangað til þeir eru sykurhúðaðir og fallega brún- gljáandi. Bearnaisesósa Til er Bearnaisesósa bæði i pökkum og dósum, en vilji maður hafa hana alveg heimatilbúna, er hér auðveld uppskrift: 20 gr (1 1/2 msk) smjör 20 gr (2 msk) hveiti 4 dl soð af súputeningi 2 eggjarauður Bearnaise-essens Búið til hvita sósu úr smjöri, hveiti og soði og látið hana sjóða i 5 minútur. Kælið hana dálitið og hrærið eggjarauðurnar út i. Bragðbætið með essensinum. Sósunni er haldið heitri i vatnsbaði, þvi hún má alis ekki sjóöa eftir að rauðurnar eru komnar i hana. Waldorfsalat 2 epli 10 gr rifin sellerirót, eða finsaxaðir selleristilkar hálfar valhnetur hálf vinber 1 dl majones 1 1/2 dl. þeyttur rjómi Stifþeytið rjómann og jafnið majonesinu i hann. Brytjið eplin smátt og blandið öllú saman i glerskái. Skreytið meö eplabátum, valhnetum og vinberjum’ Þetta er mjög gott salat, sem á vel við bæði heita og kalda kjötrétti. 28

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.