Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 34
að þiggja það, sem að þvi er rétt. ,,Þá tökum við því, þegar þar að kemur,” sagði maðurinn. „Heldurðu, að þér þætti jafnvænt um strák- inn og stelpuna?” itrekaði konan. „Ég vildi helzt fá bæði,” sagði maðurinn, ,,en hvað um það. Fáum við strák núna fáum við stelpu seinna og öfugt.” „Það væri indælt að eignast stelpu fyrst. Hún gæti hjálpað mér að passa strákinn sem kæmi næst,” sagði konan hugsandi. „Já,” sagði maðurinn aðeins og svo fóru þau að sofa. Leigjendurnir voru fluttir. Þau fengu íbúð í Breiðholti og þau áttu tvibura. Ekki bara eina steipu eða einn strák heldur tvo stráka. Að hugsa sér! Mikið var sumt fólk heppið.. Loks var „lukkukúlan” svo stór, að konan gat ekki lengur verið i hvita sloppnum i mjólk- urbúðinni. Hún varð að hætta að vinna enda átti litla barnið alveg að fara að koma. Hún var þvi heima allan liðlangan daginn og prjónaði og heklaði. Hún þvoði bleyjur, hún þvoði treyj- ur, hún þvoði peysur, sokkabuxur, naflabindi, bleyjubuxur og allt það, sem litlum börnum kemur bezt. Hún faldaði handklæði handa litla barninu og á þvi handklæði voru myndir af filum úti i frumskóginum stóra. Hún saumaði litla náttkjóla með blúndum og milliverkum og saumaði i falleg litil sængurver og koddaver handa litla barninu. Loksins bjó hún upp vöggu handa barninu. Þar stóð vaggan inni í barna- herberginu við hliðina á hjónarúminu, þegar maðurinn kom heim. „Nú, nú,” sagði maðurinn. „Er það svona, ja-ha og já. Eigum við ekki að flytja inn i svefnherbergið í kvöld?” Konan kinkaði aðeins kolli og svo fór maður- inn að skilja stóra hjónarúmið i sundur. Fyrst tók hann dýnurnar úr rúminu, þvi að konan var að virða sængurnar og koddana og átti eftir að skipta á rúmum. Siðan tók hann botninn og bar hann inn i svefnherbergið, sem hjónin, sem eignuðust tviburana höfðu átt heima i. Gafi- arnir voru næstir og loks rúmstokkarnir. En þá var eftir að setja rúmið saman. „Kona! Kona!” kallaði hann. „Komdu!” Konan hafði verið að taka inn sængurnar á svölunum, sem voru út af borðstofunni (sem raunar var engin borðstofa heldur aðeins stór og breiður gangur) og hún hélt, að eitthvað hefði komið fyrir manninn. Hún þaut inn. „Hvaðn er að?” spurði hún. „Þú verður að hjálpa mér, elskan mín,” sagði maðurinn. „Ég get alls ekki komið rúm- inu okkar upp einn.” Það gat hann heldur ekki. Þau átti fullt í færi með það tvö, þvi að maginn á konunni var orð- inn svo stór, að hún átti erfitt með að styðja við gaflinn meðan hann kom stokknum i raufina. En loksins gekk það. „Þá er það bara botninn og dýnurnar,” sagði maðurinn og rétti úr bakinu og dæsti. „Og lökin og sængurverin,” sagði konan og rétti úr sér og kveinkaði sér. „Meiddirðuþig, elskan min?” spurði maður- inn áhyggjufullur. „Nei, nei,” sagði konan.” Ég fann dálitið til andartak.” Maðurinn setti dýnurnar ofan á botninn og konan setti lök á dýnurnar. Æ, þessi ótætis, leiðindaverkir! Ætluðu þeir aldrei að taka enda? Sængurver á sængurnar. Koddaver á kodd- ana. Svæfilsver á svæflana. Vögguna inn. Loksins leit allt út eins og á að lita út i svefn- herbergi. Uppbúið rúm og litil vagga við hlið þess. „Þá er eftir að taka barnaherbergið i gegn,” sagði maðurinn. „Eigum við ekki að gera það núna? Illu er bezt aflokið.” „Ég held, að þú ættir heldur að hringja á bil fyrir mig,” sagði kona. „Svona, þegar þú ert búinn að láta vita af því upp á spitala, að ég sé að koma.” „Ha?” sagði maðurinn. „Já, ég var búin að segja þeim frá þvi, að min væri von, hvað úr hverju, þegar þiú komst,” sagði konan ósköp róleg, en maðurinn var ekki aldeilis á þeim buxunum að láta hana komast upp með þetta. „Varstu búin að því?” spurði hann. „Og hér hefurðu verið að setja á lök og sængurver og koddaver og guð má vita hvað og ekkert sagt! Skammastu þin ekki?” Konan leit niður fyrir sig og skammaðist sín svolitið, en ekki alltof mikið. Litil börn eru svo lengi að koma og hún vissi, að það er gott að hafa hreint á rúm og uppbúna vöggu, þegar farið er á spítalann til að eignast barn. „Ju-ú,” sagði hún bara, en maðurinn faðm- aði hana að sér og sagði svo skelfing bliðlega: „Elsku litla kerlingin min!” „Segðu bara elsku litiu kerlingarnar minar,” sagði konan og hló yfir öxlina á honum. „Held- urðu að henni dóttur þinni liði eitthvað betur en mér núna?” Framhald 34

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.