Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 35
kurteis, hvað sem á gengi? Til að svara spurning- unni: Ég þoli ekki Glennister og því síður þessa uppskafningslegu vini hans. — Mér er óskiljanlegt, hvernig þú getur dregið ályktanir um fólk á skömmum tíma. Hún hugsaði um slappleg handabönd Kettrings-hjónanna og óákveðnar samræður, en ekki einu sinni mannýgt naut gæti fengið hana til að samsinna þessu með orðum. — Þú segir að þig vanti sambönd til að byrja og þegar þú svo færð tækifæri, vísarðu því viljandi f rá þér. Hann ræskti sig og hún leit á hann. — Hvað er svona skemmtilegt? — Er það sjálft dyggðablóðið, sem talar núna? Eða er það hin ágjarna f rú Allen í Brook Street? Ég hélt að þú værir búin að yf irstíga þess háttar veik- leika. Sagðirðu ekki einmitt um daginn, að ef raun- verulegir hæf ileikar væru til, fyndu þeir tækifæri til útrásar án aðstoðar annarra? Hann sá, að henni leið illa. — Leiðist þér ég? — Þúgerir mig ruglaða. Svolítil heiðarleg aðstoð hefur aldrei skaðað neinn. Ef þú hefur efni á að láta góð viðskiptatækifæri lönd og leið, er það þitt rnál, en komdu ekki og kvartaðu yfir að hafa ekki fengiðtækifæri til að sýna, hvað í þér býr. — Ég hélt ekki að þú aðhylltist þá kenningu, að öllu máli skipti hverja maður þekkir, en ekki hvað rnaður er nú á tímum. — Ég geri það ekki, en því miður er það þannig í þessum heimi, að hæfileikar og dugnaður skiptir niinna máli en þjóðfélagsleg staða. Kalþhæðnin nninnkar ekki þegar maður hugsar til þess að það fólk sem hef ur mest í aðra hönd af þessu snobbiríi, einmitt það sem rak mestan áróður fyrir afnámi stéttaskiptingar. — Stórkostlegt! Greiðið Allen atkvæði og vísið öll- om launamismun á bug. Ég skal vera við ræðukass- an út i Hyde Park fyrir þig á sunnudaginn. Hann lyfti hattinum. — Geturðu ekki tekið nokkurn hlut alvarlega? ~ Jú það get ég,ef ég fær einhverntíma tækifæri til þess. ~ Þú hafðir tækifæri áðan á hótelinu, en vildir heldur sleppa því. Hvað er að þér? Er eigingirnin farin að kvelja þig? Hún gaut á hann augunum, en andIit hans var stífnað í óræðum svip. Hún gat ekki sagt, hvort skot hennar hafði hitt í mark eða ekki. — h’egar þú birtist í Brook Street, fullvissaðirðu mig orn að þetta væri tilviljun og eingöngu viðskiptalegs ^lis. Síðan þá er ekki útlit fyrir að þú hafir gert neitt og ég hef enn ekki hugmynd um, hvort þú ert góður arkitekt. — Jú, ég er góður, svaraði hann hægt. — Sannaðu það þá. Hún lyfti höndinni af stýrinu og sveiflaði henni að honum. — Ég var búin að hugsa mér, að gera fyrir þig það sem ég gæti, en dónaskapurinn í kvöld verður líklega til þess að ég hætti við það. — Það hlýtur að vera þér ótakmörkuð ánægja, sagði hann hæðnislega. — Þvert á móti, mér f innst leitt að þú skulir sýna slíkan skort á ábyrgðartilfinningu. — Ég vel viðskiptavini mína sjálfur, þakka þér fyrir, án aðstoðar þessa íburðarmikla kærasta þíns. Stanzaðu þarna. Mig vantar sígarettur. Hún lézt ekki heyra þetta og ók f ramhjá veitinga- húsinu með fótinn fast á benzíngjöfinni. Aftur hló hann, lágum stríðnislegum hlátri. — Vertu ekki svona smámunasöm. Þú þarft ekki að setja upp neinn ,,ég er betri en þú"-svip bara af því mér geðj- ast ekki að vinum þínum. Það er sígarettusjálfsali á næsta horni. Hún stanzaði við gangstéttina og beið. Hann kom aftur og settist, fitlandi við sellófanpappírinn, tók upp sígarettu, kveikti í og rétti henni. — Nei, takk, ég vil ekki. — Er þetta ekki það sem maður kallar reynslu- augnablik? — Ekki frekar en mörg önnur. Hann hallaði sér fram og drap á bílnum, fleygði sigarettunni út um gluggann og greip Gaybrielle snöggt og fast í faðm sér. í fyrstu gerði hún ekki einu sinni tilraun til að víkja sér undan og varir hennar voru kaldar og samanbitnar undir hans, en svo tók gamli straumurinn að gera vart við sig. Þetta var eitthvað annað en f yrstu faðmlögin i eld- húsinu á Peldar's Fair. Hún brast í lágt kjökur, þeg- ar hún fann ástríðuna ná tökum á sér og iyfta lík- amanum, eins og falið af I og hún hataði þessi svik. Veikleiki mannlegs líkama hafði brotið á bak aftur allar hennar háleitu hugsjónir. Hann lyfti höfðinu og horfði niður í andlit hennar. Afar blíðlega snerti hann vanga hennar, votan af þöglum tárum sem glitruðu á augnahárunum. Hann kyssti hana aftur og hendur hennar gripu um axlir hans og líkaminn þrýstist að hans. Gróf t ef nið í jakkanum hans stakk hana í kinnarnar. Loks sleppti hún takinu og hall- aði sér aftur í sætinu. — Af hverju gerðirðu þetta? — Er það ekki nokkuð Ijóst? — Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú elskir mig ennþá? Fyrirlitning, efi og eitthvað meira gerði 35

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.