Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 33
Loksins rann upp sá langþráði dagur, að þau fengu ibúðina. Þetta var stór ibúð. Stærri ibúð, en þau höfðu eiginlega ætlað sér, en fyrst svona ibúð kom upp i hendurnar á þeim var nú annað hvort að nota sér hana! Þrjú herbergi og eld- hús! Og bað! Flisalagt frá gólfi og upp að lofti! Hvilik dýrð! <.Þetta er barnaherbergið”, sagði konan, þegar þau komu inn i- minnsta herbergið. '.Hérna höfum við börnin okkar. Ég ætla að veggfóðra það með veggfóðri, sem á eru barnamyndir og bangsamyndir og brúðu- •wyndir og blóm og....” Hún gat ekki sagt meira, því að hún sá fyrir sér tvö eða fleiri litil l'úm, þó að fleiri hefðu nú raunar ekki komist tyrir i herberginu. ,,Ef þau verða mörg höfum við kojur”, sagði hún svo hugsandi, þvi að hún sé fyrir sér litla glókolla, sem allir héngu i pils- faldinum hennar mömmu sinnar svona bros- andi og hlý. <<Ég var nú að hugsa um að leigja það svona fyrst um sinn”, sagði maðurinn. En þá varð konan reið við hann í fyrsta skipti frá þvi, að þau kynntust. -,Þú skalt rétt ráða þvi, hvort þú leigir út herbei gi barnanna minna!” sagði hún og næst- um hvæsti á manninn. Að þetta skyldi vera konan, sem alltaf var svo blið og gæf. ,,Hér yeröur aldrei neinn, fyrr en börnin okkar koma ■ heiminn!” Einn góðan veðurdag gerðist kraftaverk að þvi er konunni fannst. Hún ætlaði að eignast lit- ið barn. Hún átti að eignast litið barn. Þau áttu að fá lítið barn. Ekki strax, en bráðum, ef guð gæfi eins og konan hugsaði alltaf. ,,Við bjuggum barnið til með aðstoð guðs,” sagði hún við sjáifa sig,” en það er guðs að sjá um að það verði hraust. Ég geri mitt og svo gerir guð sitt.” Það mátti nú segja, að konan gerði sitt. Hún borðaði gulrætur og appelsinur, vitamin og epli. Hún hætti að drekka kaffi og drakk mjólk. Hún fór snemma að sofa á kvöldin og gætti þess vandlega að lyfta aldrei neinu þungu. Svona langaði hana mikið til að verða mamma. Maðurinn var lika góður við hana. Hann klappaði á hverjum morgni á magann á henni, en maginn var raunar orðinn eins og litil kúla. ,,Lukkukúlan min”, sagði maðurinn um leið og konan fór i vinnuna. ,,Nú verðurðu að hugsa um litlu lúsina, þegar þú burðast með þungu m jólkur grindurnar. ’ ’ Konan reyndi og reyndi, en það er dálitið erf- itt aðlyfta þungum mjólkurgrindum og eiga að gera það varlega. Loks komst hún að þeirri niðurstöðu, að réttast væri að halda áfram eins og áður og Iyfta, en hún beygði ekki bakið held- ur lét sig siga niður á hælana um leið og hún tók i grindurnar og rétti sig svo upp. Henni fannst það betra. ,,Hvað eigum við að láta barnið heita?” spurði konan manninn eitt kvöldið, þegar þau sátu i stofunni sinni og voru að hlusta á útvarp- ið. „Lúsindu, ef það verður stelpa,” svaraði maðurinn. „Hvers vegna?” spurði konan. ,,Þá getum við kallað hana Lindu, ef við vilj- um,” sagði maðurinn. ,,Af hverju?” spurði konan. ,,Ég ætla að kalla barnið lús, hvað sem raul- ar og tautar,” sagði maðurinn. ,,Ég vissi einu sinni um stelpu, sem hét Bergljót og hún var aldrei kölluð annað en Litla Ljóts. Ég ætla að kalla barnið Litlu Lús.” ,,Ef það verður strákur?” spurði konan dreymandi. „Það verður stelpa,” sagði maðurinn ákveð- inn. „Ég vil fá stelpu, sem er alveg eins og þú, elskan min.” „En ef það verður strákur samt?” spurði konan eilitið áhyggjufull, þvi að enginn veit, hvort hann fær strák eða stelpu og fólk verður 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.