NT - 25.09.1985, Blaðsíða 7

NT - 25.09.1985, Blaðsíða 7
r a? Miðvikudagur 25. september 1985 7 L út B önd Frakkland: Kjöftugir leyniþjón- ustumenn handteknir - sögðu blöðum frá árásinni á Rainbow Warrior París-Reuter ■ Tveir yfirmenn í frönsku leyniþjónustunni, DGSE, og einn annar starfsmaður franska hersins, voru handteknir í gær. Þeir eru grunaðir um að hafa látið blöðum í té upplýsingar um nöfn leyniþjónustumann- anna sem gerðu sprengjuárásina á skip grænfriðunga, Rainbow Warrior, á Nýja Sjálandi. Franska stjórnin viðurkenndi Thatcher- brúða í hönd- um glæpona London-Reuter ■ Breski þáttagerðarmaður- inn, John Lloyd, sem vinnur að gerð sjónvarpsþáttanna „Spitt- ing image“ (Spýtuímynd), segir að innbrotsþjófar hafi stolið brúðu af Margréti Thatcher sem er notuð í þáttunum. Hann segist ekki hafa hug- mynd um það hvers vegna brúð- unni hafi verið stolið en það fari hrollur um sig þegar hann hugsi til þess hvernig hún kunni að vera notuð núna. Sovéskt herskip ígegnumtyrkneskt Ankarar-Reuter ■ Sovéskt herflutningaskip og tyrkneskt herskip rákust saman í gærmorgun í Hellusundi með þeim afleiðingum að tyrkneska skipið brotnaði í tvennt. Tyrkir segjast hafa bjargað sex yfirmönnum og átta sjó- mönnum af skipinu. Ekki er vitað hvað sovéska skipið lask- aðist mikið. Þoka og slæmt skyggni var þegar áreksturinn átti ser stað í um þriggja mílna fjarlægð frá Istanbul. um síðustu helgi að leyniþjón- ustumenn hefðu sökkt skipinu. Laurent Fabius forsætisráð- herra neitaði að gefa upplýsing- ar um nöfn mannanna, sem hefðu framkvæmt árásina, og sagði að þeir hefðu aðeins verið að framfylgja skipunum. Áður höfðu frönsk stjórnvöld sagt að mennirnir, sem sökktu skipinu, yrðu dregnir fyrir rétt ef þeir fyndust í Frakklandi. Jacques Verges lögfræðingur, sem mun verja Klaus Barbie nasista og stríðsglæpamann við réttarhöid í Frakklandi á næsta ári, sendi Fabiusi forsætisráð- herra skeyti í gær þar sem hann benti á að skjólstæðingur sinn hefði einnig fylgt fyrirmælum ekki síður en frönsku njósnar- arnir. Þess vegna ætti að láta hann lausan. Annar frönsku leyniþjón- ustumannanna, sem voru hand- teknir í gær, Boras höfuðsmað- ur, hefur viðurkennt að hafa skýrt blöðum frá nöfnum mann- anna, sem framkvæmdu árás- ina. Franska sjónvarpið hefur eftir áreiðanlegum heimildum að hinn maðurinn, sem var handtekinn, sé ennþá hærra settur. Stöðugt fleiri frönsk blöð telja sig hafa heimildir fyrir því að Charles Hernu, sem neyddist landi, þar sem fólk af þjóðar- broti sikha er í miklum meiri- hluta, ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa stjórn sem vonast er til að geti bundið enda á þjóðernisátök í fylkinu í eitt skipti fyrir öil. Hryðjuverkahópar, sem krefjast sambandsslita við aðra hluta Indlands, komu fyrir sprengjum, sem voru dulbúnar til að segja af sér sem varnar- málaráðherra vegna þessa máls, hafi gefið leyniþjónustunni fyrirmæli sem leyniþjónustu- menn hafi túlkað sem svo að þeir skyldu granda skipinu. sem matarbox, víðs vegar í fylkinu. En lögregluyfirvöldum tókst í flestum tilvikum að finna sprengjurnar áður en þær sprungu. Stjórnvöld í Indlandi sendu 150.000 lögreglumenn og her- menn til Punjab-fylkis fyrir kosningarnar til að halda uppi lögum og reglu og koma í veg fyrir árásir hryðjuverkamanna. Lögreglan handtók um þrjú hundruð grunaða stuðnings- ■ Rajiv Gandhi leggur mikla áherslu á að kosningarnar í Punjab-fylki takist vel. Hann hefur sent 150.000 lögreglu- menn og hermenn til fylkisins til að tryggja frambjóðendur og kjósendur fyrir morðárásum hryðjuverkamanna. menn hryðjuverkamanna í gær. En að sögn lögregluyfirvalda er nær ómögulegt að hafa hendur í hári allra hryðjuverkamann- anna, þótt þeir séu fámennir. Þeir hafa skipulagt sig í litla hryðjuverkahópa sem hafa ekk- ert samband sín í milli svipað og borgarskæruliðar í Evrópu. Aðeins ein skoðanakönnun var gerð fyrir kosningarnar og benti hún til þess að Kongress- flokkurinn, sem stjórnar ind- verska sambandsríkinu, fái 37% atkvæða og Akali Dal-flokkur- inn, sem er helsti stjórnmála- flokkur sikha, fái um 30% at- kvæða. Kongressflokkurinn sigraði í seinustu kosningum, sem haldn- ar voru árið 1980, En Indira Gandhi fyrrverandi forsætisráð- herra Indverja, leysti upp stjórn eigin flokks í fylkinu og setti það undir beina stjórn sam- bandsstjórnarinnar fyrir tveim- ur árum vegna þjóðernisátak- anna. Rajiv Gandhi forsætisráð- herra gerði fyrir skömmu sam- komulag við leiðtoga Akali Dal- flokksins um friðsama lausn á þjóðernisdeilum í fylkinu sem m.a. felur í sér aukna sjálfstjórn þess. Hann segist líta svo á að taki fleiri en 50% kjósenda þátt í kosningunum sé það sigur fyrir sáttastefnuna þótt í kosningun- um 1980 hafi 64% kjósenda greitt atkvæði. ■ Þjóðemisóeiröir í Punjab-fylki á seinasta ári. Nú hefur Gandhi gert samkomulag við leiðtoga sikha um friðsamlega lausn á vandamálum fylkisins. En ekki eru allir sikhar fúsir til að leggja niður vopnin gegn sambandsstjórninni í Nýju Delhi. Indland: Kosningar í Punjab Hryðjuverkamenn dreifa sprengjum í matarboxum Amritsar-Reuter ■ íbúar í Punjab-fylki í Ind- Indónesía: Fíll í hverjum garði landnema? Jakarta-Reuter: ■ Stjórnvöld í Indónes- íu hafa ákveðið að hvetja bændur til að temja fíla og hafa þá í garðinum hjá' sér. Þau vonast til þess að þetta verði til að koma á friði milli manna og fíla sem hafa eldað grátt silfur saman í frumskógum Su- mötru. Villtar fílahjarðir á Sumötru hafa valdið land- nemum frá Jövu miklu tjóni á undanförnum árum og þeir hafa jafnvel drepið fólk þegar þær hafa ætt stefnulaust í gegnum þorp landnem- anna. Bændur hafa reynt að reka fílana burt með hávaða og látum. En það er sama hvað þeir hafa verið reknir langt í burtu þeir hafa alltaf komið aft- ur til heimahaganna. Stjórnvöld fengu fíla- temjara frá Burma og Thailandi á seinasta ári til að aðstoða við að hemja fílana. Og nú hefur verið ákveðið að veita bændum leyfi til að halda tamda fíla. Rubini Atmawidjaya aðalframkvæmdastjóri frumskógarverndar ríkis- ins segir að úr því að buffalar gætu búið með mönnum í friði og spekt ættu fílar einnig að geta það. ítalskur risasamn- ingur um Sovétrör Moskva-Reutcr: ■ Fulltrúar ítalska fyrirtækis- ins Italimianit undirrituðu í gær samning við Sovétmenn um framleiðslu á vörur fyrir gas- og olíuleiðslur í Sovétríkjunum. Samningurinn er metinn á einn milljarð Bandaríkjadala og er hann sagður stærsti samningur sinnar tegundar. Italska fyrirtækið hefur með samningnum tekið að sér að reisa röraverksmiðju í Volz- hosky sem er nálægt Volgograd sunnarlega í Rússlandi. Að sögn Tass-fréttastofunnar er stefnt að því að taka verksmiðjuna í notkun árið 1988 og munu Sov- étmenn og ítalir reka hana í sameiningu. Umsjón Ragnar Baldursson og Sturla Sigurjónsson ~NEWS IN BRIEF I September 24 Reuter ■UNITED NATIONS - | Soviet Foreign Minister Eduard Shevardnadze I told the U.N. General Assembly his country $ looked for a successful Œ outcome to the Gorbac- 6Q hev-Reagan November ^ summit but he attacked ^ the Star Wars programme as a bid to enable the U.S. Ul to launch a nuclear attack ^ while being immune to retaliation. ' • | KAMPALA - Hundreds of Ugandan rebels attack- I ed government troops on j parade near the capital Kampala, with heavy loss- I es on both sides. Other I clashes were reported in the country as peace talks I due to have resumed in i neighbouring Kenya were postponed. I • ^ MEXICO CITY - Two s babies less than a month 5 old were dug out from the CQ ruins of a Mexico City ^ Hospital as rescuers cont- inued to tunnel under ru- S >ns of apartment blocks, lg hospitals and schools bro- ^ ught down in the quake which killed at least 6.000 I people. I • ATHENS, Tennessee - I President Reagan told a I rally in the Tennessee town of Athens that his I tax reform plan could cre- , ate four million new jobs and add 600 dollars a year | to average household in- . come. I • | BEIRUT - Syrian troops j. took up positions at the g entrance to the north Le- ^ banese city of Tripoli in CQ the fírst step towards end- ^ ing 10 days of fíghting between two rival Moslem S militias, which have left y 150 dead. ANKARA - A Turkish naval assault ship •vas slic- ed in two in a collision with a Soviet naval supp- ort ship in the Bosphor- ous. No casualties were reported. MADRID - Spain's Soc- ialist government appro- ved an austerity budget for 1986 in the face of protests from militant trade unions and cmploy- ers. The budget provides j, for a 19 per cent cutback Qj in public spending. CQ ^ MOSCOW - Italy’s ital- (fj impianti company signed ^ a one-billion-dollar deal U| with the Soviet Union to ^ build a plant for producing pipes for Soviet oil and gas installations. MOSCOW - Eight thous- and Danish soccer fans have descended on Moscow for tomorrow's World Cup match, the fírst time so many supporters from one country have been allowed into the Soviet Union. MOSCOW - Game eight of the World Chess title match between Karpov and Kasparov was adjo- urned. NEWSINBRIEFJ

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.