NT - 25.09.1985, Blaðsíða 9

NT - 25.09.1985, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 25. september 1985 9 í göngum skiptast á skin og skúrir lega að halda könnun sinni og tilraunum áfram og nýtur til þess stuðnings bændasamtak- anna. Seinna kemur svo vænt- anlega til álita hvernig fjár- magna skuli þá auglýsingaher- ferð sem nauðsynleg er við að brjótast inn á markaðinn. Þeg- ar búið er að sannfæra eigend- ur amerískra veitingahúsa um að hér sé lúxusvara í boði er kannske hálfur sigur unninn. „Geymslugjaldið og sölu- launin voru alltaf gulltrygg", segir blaðið. Að þeim atriðum komum við síðar. Sunnudagsleiðarinn segir að á Hvanneyrarfundinum hafi mjög verið rætt um hvernig lækka mætti kostnað innan Iands. „Meðal annars var upp- lýst að sláturkostnaður hjá Kaupfélagi Þingeyinga, Húsa- vík haustið 1983 hefði verið kr. 22,5 milljónir, þar af voru 5,5 millj. króna vinnulaun og 0,5 milljónir umbúðir". Þetta var hroðalegt rugl. Rangt er farið með tölur. Vinnulaunin voru 7,5 milljónir og umbúðir 810 þús. kr. Hitt er þó stórkostlegra að höfundur leiðarans hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala um. Hann segir að slátur- kostnaður hjá K.Þ. hafi numið 22,5 millj. kr. 1983. í þessum sláturkostnaði telur hann allan kostnað við sölu afurðanna, frysti og geymslugjöld sem nema 4,5 millj. kr. og vaxta- kostnað 3,5 millj. kr. Flutningskostnað á kjöti t.d. frá Húsavík á aðra sölustaði kallar hann siáturkostnað. Vaxtakostnaður vegna þess að bændum er borguð varan áður en hún er seld kallast slátur- kostnaður á rnáli þessa leið- beinanda. Þegar höfundur hefur dregið þær röngu tölur sem hann notar um vinnulaun og umbúð- ir frá 22,5 millj. segir hann. „Eftir standa 16,5 millj. kr. sem eitthvað var óljóst hvernig til væru komnar. Hvar var eitthvað óljóst? Hvers lags dylgjur eru þetta? Það var margt óljóst í því vesala höfði sem sat á leiðara- höfundi Alþýðublaðsins. Ekki lánaðist að fara rétt með tölur og skilningur á því sem til umræðu var tekið nánast enginn. Það hittir því höfund sjálfan að eitthvað var óljóst. Kaupfélag Þingeyinga gekkst fyrir fundi um sölu landbúnaðarafurða að Ýdöl- um í Aðaldal 27. apríl 1985. Þar voru lagðar fram „nokkrar tölulegar upplýsingar" um afurðasöluna frá haustinu 1983. Naumast verður öðru trúað en bændur á Hvanneyr- arfundinum hafi lagt þær stað- reyndir sem þar komu fram til grundvallar máli sínu. Hitt ættu allir að skilja að það ieiðir aldrei til réttrar niðurstöðu að fara rangt með tölur og staðreyndir. Umræð- an er auðvitað jafn ómerk og gagnslaus hvort sem vitleys- unni veldur ókærni eða eitt- hvað annað. Um sölulaun, geymslugjald og sjálfstæði búvörudeildar ræðum við í annarri grein. H.Kr. ■ Þegar ég set þessar línur á blað eru fyrstu gangnamenn farnir .á fjöll á þessu hausti. Framundan er annatími í sveit- um landsins. Þegar þetta skrif birtist á prenti eru réttir af- staðnar og sláturtíð stendur yfir. Samtímis fara fram eftir- leitir um öll öræfi þar sem fjárvon er. Eru þær ferðir oft slarksamar, en bændur leggja á það áherslu að leita vel til þess að skepnur verði ekki úti þá vetur leggst að. Mikill rnunur er á aðbúnaði gangnamanna nú eða á árum áður. Ég minnist þess að hafa með mínum félögum heilan dag vegna stórhríðar en hinn næsta dag var veðrinu slotað. Þá var gaman að ríða yfir Stórasand og koma niður í Fljótsdrög í glampandi sól- skini. Ég hef einnig komist í það að liggja um kyrrt í skála vegqa þess að þokan var svo dimm að ekkert smalaveður var. Þann dag spiluðu menn lomber og höfðu það gott, en hinn næsta dag var snemma risið úr rekkju því fé hafði runniðfram þokudaginn. Varð því að ríða vel á til þess að ná því öllu. Svona skiptrtst á skin og skúrir en það er jafnvel það sem gerir göngurnar svona eftirsóknarverðar og marga fýsir aftur og aftur að fara í göngur. Ég hef orðið þess var að þeir innisetumenn úr þéttbýlinu, sem hafa komist á það að fara í göngur, sækja mjög í það ár eftir ár. Þar finna þeir til mikilla tengsla við náttúruna, þeir takast á við hluti, sem þeir eru ekki í snertingu við dags daglega og úr göngum koma þeir endurnýjaðir menn og lifa á minningunum langt fram á vetur. Þegar ég sit hér og festi þessar línur á blað eru undan- reiðarmenn úr Þingi og Vatnsdal að smala Fljótsdrög. Þeir hafa í dag bjart veður en hvasst. Hætt er við að erfitt sé að leita upp á mestu öræfun- um, því té vill liggja niðri þegar svo hvasst er. A Sandi er nú gráflekkótt og skyggni því ekki upp á það besta. Mér til gamans flaug ég yfir þá félaga skömntu fyrir hádegi. Raunar var svo hvasst í nánd við jökulinn að ég fór suður fyrir Krák. En á hásandi ogþar suöur af voru þeir félagar komnir á sínar göngur og stefndu vestur Sandinn og í kvöld hafa þeir náttstað í Fljótsdrögum. Bílstjórinn var kominn niður með Bláfelli nteö farangur gangnamanna og ráðskonu. í kvöld bíður þeirra heitur matur í skála og þar vcrður glatt á hjalla ef að líkum lætur. Á morgun verður snemma risið úr rekkju. Sumir rcka fcð noröur yfir Stórasand, aðrir leita Drögin öðru sinni. í dag var mér hugsað til þess hve maðurinn er í raun lítill þá hann er cinn á ferð á sínum hesti og með sinn hund á þess- 'um reginöræfum. Mér var hugsað til þeirra mörgu svaðil- fara, sem menn og hestar hafa lent í á öræfunum þegar þeir eru þar að leita kinda. Og mér var hugsað til þess hvernig menn fóru aö rata um auðnir eins og Stórasand þar sem lítið er til þess að átta sig á, áður en áttavitar og önnur hjálpartæki komu til sögunnar. Ég er þó alls ekki viss um að gangna- menn nútímans séu neitt viss- ari með að rata nema síður sé með sína áttavita og kort. Ratvísi þeirra, sern fyrrum fóru ár eftir ár í ýmsar fjalla- ferðir var oft á tíðum alveg ótrúleg. Og þegar ég sneri við yfir Stórasandi og flaug norður yfir heiðarnar var mér hugsað til þess hve mikil gullkista þessi afréttarlönd okkar eru. Þarna var féð vel dreift um alla afréttina en á næstu dögum verður það rekið til byggða og lömbin fara í sláturhús. Er ekki möguleiki fyrir okkur að vinna markaði erlendis fyrir þetta lambakjöt út á það að lömbin hafa vaxiö upp í þessari víðáttu og 'bitið villt gras á ómenguðu landi? En í byggðinni karpa menn síðan urn nýtingu þessa lands. Sumir telja heiðarnar ofsetnar og allt að fara í auðn. Aörir telja vaðandi gras um alla jörð og allt það blaður, sem sagt er um ofbeit og óhóflega nýtingu. Svona eru öfgarnar og oft hafa þeir hæst öfgamennirnir á báðum köntum, sem aldrei t’ara neitt um heiðarlöndin og þekkja þau því aðeins af afspurn. Vonandi finna hófsamari menn leiö milli þessara öfga þannig aö afréttarlöndin verði áfram sú gullkista, sern þau hafa verið og göngur og réttir verði áfram sem hingað til snar liöur í okkar þjóðlífi. Magnús Ólafsson Sveinssföðum Það var margt óljóst í því vesala höfði sem sat á leiðarahöfundi Al- þýðublaðsins. Ekki lánaðist að fara rétt með tölur og skilningur á því sem til umræðu var tekið nánast enginn. Vonandi finna hófsamari menn leið milli þessara öfga þannig að afrétt- arlöndin verði áfram sú gullkista, sem þau hafa verið og göngur og réttir verði áfram snar liður í okkar þjóðlífi. farið í göngur með nesti og viðlegubúnað á trússahesti. I náttstað var slegið upp botn- lausu tjaldi, enda engin hús hvorki yfir menn né hesta. Nú er farangur gangnamanna víð- ast fluttur á ökutækjum, góð hús eru komin yfir mcnn og hesta og algengt er að ráðs- kona og heitur matur bíði gangnamanna þá komið er í náttstað að kvöldi. Aðbúnað- urinn er því allur annar, en hitt er óbreytt. í göngum er enn gleðskapur og í göngum eru menn í nánu samneyti við náttúru landsins og verða að takast á við náttúruöflin hvernig sem viðrar. Mörg dæmi eru' um það að einn daginn sé sólskin og blíða, en hinn næsta þoka eða jafnvel hríð. Sjálfur hef ég komist í það að Iiggja um kyrrt í skála Svona skiptast á skin og skúrir en það er jafnvel það sem gerir göngur svona eftirsóknarverðar og marga fýsir aftur og aftur að fara í göngur. tekjum sínum en hafa lítinn afgang t.d. til að kaupa ríkis- skuldabréf. Þó er fjárhagur þeirra misjafn eins og gengur og gerist hjá landsins börnum. Sum hafa komið sér vel fyrir og eiga góða og stönduga að sem hlúa að sínu, gæta þess að þau verði ekki skilin útundan þegar eitthvað er til skiptanna. Nú má það vera þeim ljóst sem eiga þess kost að sjá dag- blöð landsins að auglýsingar ríkissjóðs birtast misjafnlega oft í þeim og eru þar einnig misjafnlega stórar og dýrar. Þetta sjá þó ekki allir, ekki þeir sem hafa ekki Morgun- blaðið til viðmiðunar því þar má nánast telja að ríkissjóður sé fastur dálkahöfundur með sínar auglýsingar. Ástæðan fyrir því að ríkis- sjóður auglýsir þar svo stíft er ekki sú að auglýsinga- verð Morgunblaðsins sé lægra en hjá öðrum, vitað er að svo er ekki. Þá vita líka allir að Morgunblaðið sést ekki á fjölda heimila landsins og mjög margir sjá það ekki nema stöku sinnum. Verulegur hluti landsmanna sér það alls ekki, einfaldlega vegna þess að þeir kaupa önnur blöð. Nú má velta því fyrir sér hvort það séu einungis kaup- endur Morgunblaðsins sem telja má að geti keypt ríkis- skuldabréf eða hvað kemur til að svo mikið er höfðað til þeirra? Varla getur verið að ríkissjóður íslands vilji gera upp á milli blaðanna og láta einungis eitt þeirra hafa veru- legar tekjur af sinni auglýs- ingaherferð, - eða hvað? Til vinsamlegrar athugunar Eflaust hafa margir keypt ríkisskuldabréf og ávaxta þar með sitt pund á skynsamlegan máta. Þó eru líklega fleiri sem ekki hafa gert það en með betri tíma má reikna með að þeir hugsi um slíka hluti. En þá kemur sú spurning, velja þeir ríkisskuldabréf frekar en aðrar ávöxtunarleiðir. Ég ætla mér ekki að fullyrða neitt, en mér býður í grun að svo sé fleirum farið en mér, að fyllast vissum mótþróa gagnvart þess- um auglýsingum sem Morgun- blaðið græðir á umfram önnur blöð og svo að ég tali hreint út, þá eru auglýsingar ríkissjóðs um ríkisskuldabréf sem birtast í Morgunblaðinu farnar að hafa öfug áhrif á mig og ég veit að svo er um fleiri. Okkur gremst að ríkissjóður sem ekki er í einkaeign skuli styrkja svo eiit dagblaðanna umfram önn- ur að við hugsum okkur veru- lega um áður en við látum ríkissjóð njóta þess fjármagns sem við e.t.v. getum séð af um tíma. Þessar ábendingar teldi ég að væri rétt að skoða fyrir þá sem stjórna auglýsingaherferð ríkissjóðs. Níels Árni Lund GERSEMl - GULLI BETRI Seðlah.mki MíiihIs. \i<Vki|il.ih.mkiirmr. sparixþWMi. nnkkril verðhrelasaliir ng pnsllms um liiiul alll. RÍKISSJÓÐUR ÍSIANDS

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.