NT - 25.09.1985, Blaðsíða 13

NT - 25.09.1985, Blaðsíða 13
 7 Miðvikudagur 25. september 1985 13 ká k 8. einvígisskák Karpovs og Kasparovs fór í bið í gær í jafnteflislegri stöðu: ASk Ifonnc ilUgllHIQIV ■ Karpov hefur peði yfir í jafnteflis- legu hróksendatafli í 8. einvígisskák- inni sem fór í bið í gærkvöldi eftir 41 leik. Þrátt fyrir allmikla baráttu var skákin ein sú litlausasta hingað til, því byrjunarleikirnir voru langt fram í miðtafl, nákvæmlega þeir sömu og í fjórum skákum í fyrra einvígi þeirra. Ollum þeim skákum lauk með jafn- tefli og engin þeirra vakti hinn minnsta snefil áhuga. Taflmennska Karpovs í gær er fyrirboði þess sem koma skal frá hans hendi í einvíginu: hann vill nálgast sigurinn með jafn- teflum og tekur því ekki minnstu áhættu. Þegar þriðjungur einvígisins er að baki er útlitið ekki sem bjartast hjá Kasparov. Hann þarf að taka sig verulega á til þess að ná sama krafti og í fyrstu skák einvígisins. Eins og staðan er nú hefur Karpov tekist að þröngva skákstíl sínum upp á and- stæðinginn og ræður því í raun lögum og lofum í einvíginu. í blaðinu í gær var getið orða sem Karpov lét falla í viðtali við hollenskt vikublað. Mikhael Botvinnik var þá skotspónn heimsmeistarans. í þessu viðtali sem tekið var um-svipað leyti og OHRA-mótið í Amsterdam fór fram en því lauk með sigri Karpovs, var meginefnið auðvitað hin snubb- óttu endalok einvígisins í vetur. Karpov sem lítið hefur haft sig í frammi harðneitaði þaröllum afskipt- um af ákvörðun þeirri sem Campo- manes tók; en kvaðst hinsvegar hafa varpað fram þeirri hugmynd að ein- víginu yrði frestað um nokkra mán- uði. „Það var vitaskuld Kasparov sem hagnaðist á endalokunum. Það er augljóst ef litið er til þess að ég hafði tveggja vinninga forskot þegar við hættum,“ sagði hann. Og hann bætti því við að þó Kasparov hafi opinber- lega látið í veðri vaka að honum hafi verið málalyktir mjög á móti skapi tjáði hann lþróttaráði Sovétríkjanna að úrskurður Campomanesar hafi verið sér hagstæður. „Næsta einvígi verður erfiðara,“ sagði Karpov og á hann þá um slaginn sem nú stendur yfir í Moskvu. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá fékk Kasparov 48 ókeypis kennslustundir." 8. einvígisskák: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Bg5 h6 6. Bh4 0-0 7. e3 b6 8. Be2 Bb7 9. B\f6 Bxf6 10. cxd5 exd5 11. b4 c5 12. bxc5 bxc5 13. Hbl Bc6 14. 0-0 Rd7 15. Bb5 Dc7 (Ég hef farið hratt yflr sögu enda vart ástæða til annars. Glöggir skákáhuga- menn taka vafalaust eftir því að hér er tefld sama byrjun og í fjórum skákum í fyrra einvíginu. Niðurstaða hinnar fræðilegu baráttu varð ævin- lega sú sama: þó svartur hafi örlítið lakara tafl nær hann jafntefli. Næsti leikur Karpov er „nýr" en breytir þó í engu karakter stöðunnar.) 16. Dd3 Hfd8 20. dxc5 Bxc3 17. Hfdl Hab8 21. Dxc3 Dxc5 18. Bxc6 Dxc6 22. Dxc5 Rxc5 19. Hxb8 Hxb8 23. h3 (Karpov unir sér vel í svona stöðum, þó megnan jafnteflisfnyk leggi frá taflborðinu. Hann hefur akademískt frumkvæði sem felst í stöku peði svarts á d5. Og það er merkilegt hvað honum tekst að kreista úr taflinu.) 23. .. Re4 (Að sjálfsögðu velur Kasparov virka vörn. Hættulegt væri 23. - Hd8 24. Rd4 og hvítur hefur bætt stöðu sína verulega.) 24. Hxd5 Hblt 25. Kh2 Rxf2 26. Hd8t Kh7 27. Hd7a5 28. Hxf7 Hb2 29. a4 Rdl (?) (Nákvæmara var 29. - Ha2.) 30. He7 Hb4 31. Rd4 Rxe3 32. Rc6! erfiðleika sem Kasparov snýr sér þó út úr.) 32. .. Hc4 33. Hxe3 Hxc6 34. He5 Hc3! (Það væri stórhættulegt að leggjast í óvirka vörn með 34. - Ha6. Hvíti kóngurinn skundar á vettvang og bætir vígstöðu sína verulega áður en a5-peðið fellur sem er óhjákvæmi- legt.) 35. Hxa5 Ha3 36. h4 Kg6 37. g4 Kf6 38. Hf5t Ke6 (Það virðist ekki breyta ntiklu þó hvítur nái að valda a-peðið frá hlið sem er heldur heppilegri staða en sú sem fyrir var.) 39. Hf4 g5 40. hxg5 hxg5 41. Hb4 , Helgi Ólafsson stórmeistari skrifar um skák - Hér fór skákin í bið. Þó hvítur hafi peði yfir heldur svartur jafntefli án teljandi erfiðleika. Staðan í einvíg- inu: Karpov 4(1) Kasparov 3(1) Biðskákina á að tefla áfram í dag en 9. skákin verður svo tefld á fimmtudaginn og hefur Kasparov hvítt. Hjartaskurðlækningar: Hálf milljón á mann og tilfellioffá - segir í niðurstöðum mats á skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar ■ Samkvæmt niðurstöðum skýrslu, sem WHO, Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin, hefur látið gera um langtíma- áhrif hjartaskurðaðgerða, virðist ljóst, að hjartáskurðstofa hér á landi stæðist vart þær kröfur, sem WHO gerir, vegna þess, hve tilfelli hér á landi eru fá. Þær kröfur, sem stofnunin gerir taka mið af fjölda uppskurða annars vegar og líkum á því að sjúklingar lifi aðgerðina af hins vegar. Fari fjöldi skurðaðgerða undir ráðlögð mörk, samkvæmt skýrslu WHO, eins og myndi vera hér á landi, aukast dánarlíkur sjúklings meira en svo að WHO treysti sér til þess að mæla með því að hann gangist undir slíka aðgerð. Samkvæmt skýrslu WHO, sem Fjár- laga- og hagsýslustofnun hefur látið kanna, er talið, að heppilegasta afkasta- geta hjartaskurðlækningastofu miðist við að þar fari fram tólf til fimmtán uppskurðir á viku, eða fimm hundruð til fimmhundruð og fimmtíu uppskurðir á ári. Undir vissum kringumstæðum er talið, að afköstin gætu verið minni. eða á bilinu tvö hundruð og fimmtíu til fimm hundruð uppskurðir á ári. 80 starfsmenn „Hagkvæmasta" hjartaskurðstofa, að mati WHO þarf eftirfarandi starfsfólk: 4 sérfræðinga 10 aðstoðarlækna 4 svæfingarlækna I 3 aðstoðarlækna l 7 tæknimenn 22 skurðstofuhjúkrunafræðinga 30 hjúkrunarfræðinga á legudeild Alls: 80 starfsménn Þessu til viðbótar kemur aukin þörf á fólki á rannsóknarstofum og á skrifstofu til að skrá aðgerðir og fylgjast með hvernig sjúklingunum reiðir af eftir aðgerð. Þjálfun og kostnaður Talið er, að hver læknir þurfi að framkvæma u.þ.b. 50 uppskurði árlega til þess að viðhalda fullri þjálfun og færni. Hvað varðar kostnað, hefur hann reynst að meðaltali í Evrópu nema 10.000. dollurum á sjúkling, eða tæpri hálfri milljón króna. Ef farið yrði að ýtrustu ráðleggingum WHO varðandi tækjabúnað og mannafla er kostnaður- inn talinn vera nær 15 þús. dollurum á sjúkling. Þess má geta, að samkvæmt upplýsing- um Tryggingarstofnunar ríkisins voru meðferðaraðilum í Bretlandi greidd u.þ.b. 3.950 sterlingspund fyrir aðgerð í september 1982. Það svarar til tæplega 6.100 dollara. Þörf á hjartaskurðlækningum í athyglisverðum kafla um þörf á hjartaskurðlækningum segir, að könnun hafi verið gerð í Kaliforníu í Bandaríkj- unum um afstöðu lækna þar til hjarta- skurðlækninga. Læknum varskipt í „íhaldsama", þ.e. þá sem ekki ráðlögðu skurðaðgerð nema sjúklingurinn sýndi enga svörun við lyfjameðferð - og „ákafa“, en svo voru þeir skilgreindir, sem ráðiögðu skurðað- gerð ef verulegra afbrigða varð vart á hjartalínuriti. 1 ljós kom, að væru allir læknar „íhaldsamir", svaraði upp- skurðafjöldi til 230 á hverja milljón íbúa, en væru hins vegar allir „ákafir“ yrðu uppskurðir eitt þúsund á hverja milljón íbúa. nýjar leiðir J J ÞRÓUNARFÉLAG ÍSLANDS HF. Frestur til að skrifa sig fyrir hlutafé rennur út mánudaginn 30. sept- ember næstkomandi. Stofnskjal félagsins ligg- ur frammi i öllum bönkum og útibúum þeirra, ásamt kynningar- bæklingi um félagið, með lista til þess að skrifa sig fyrir hlutafé. Póstleggja þarf áskriftar- lista hlutafjár í siðasta lagi 30. september og skulu þeír stílaðir á Þró- unarfélagið hf., pósthólf 5001,121 Reykjavik. Til klukkan 17:00, mánu- daginn 30. september verður einnig tekið á móti áskriftarlistum hjá Baldri Guðlaugssyni, hæstaréttarlögmanni, lögmanns- og endur- skoðunarskrifstofu, Skólavörðustíg 12, Reykjavík, og Helgu Jónsdóttur, aðstoðar- manni forsætisráðherra, forsætfsráðuneytinu, stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, Reykjavík. UNDIRBUNINGSNEFND AÐ STOFNUN ÞRÓUNARFÉLAGS ÍSLANDS HF.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.