NT - 25.09.1985, Blaðsíða 19

NT - 25.09.1985, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 25. september 1985 19 Undankeppni HM - Ísland-Spánn: - hefur verið valið - Atli er vinstri bakvörður - Teitur og Pétur leika frammi ■ Muggur ásamt nafna sínum Guðmundi Magn- ússyni með íslandsbikarinn 1984. Muggur fimmtugur ■ I dag er fimmtugur einhver tryggasti stuðnings- maður handboltans í Hafnarfírði. Sá heitir Guð- mundur Jónsson eða Muggur eins og flestir þekkja hann. Muggur hefur fylgt FH-ingum í fjölda ára og gjarnan nefndur FH-ingur númer 13. FH-ingar og aðrir flytja honum bestu hamingjuóskir á afmælinu. ■ Lið TBR sem fer á Evrópukeppni félagsliða. ' TBR í Evrópukeppni ■ Lið frá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavík- ur er nú farið til keppni á Evrópumóti félagsliða í badminton sem fram fer í Þýskalandi um næstu helgi. í þessari keppni er liðunum skipt í riðla og lenti TBR í riðli með liðum frá Finnlandi, Frakklandi og Portúgal. Það lið er sigrar í riðlinum spilar í 8 liða úrslitum. Lið TBR á möguleika með fóðum leik og er bara að vona að þeim takist það. þessari ferð verður einnig spilaður landsleikur gegn Belgum. Sá verður í Oostend þann 30. sept. Þeir sem fara út á vegum TBR eru: Guðmundur Adolfsson, Wang Junjie, Jóhann Kjartansson, Sigfús Ægir Árnason, Árni Þór Hallgrímsson, Snorrí Þorgeir Ingvarsson, Þórdís Edwald, Kristín Magnúsdóttir, Inga Kjartansdótt- ir og Elísabet Þórðardóttir. Halldór Áskelsson fagnar hér marki gegn Skotum. Halldór varð sér út um vítaspyrnu í gær. Evrópukeppni landsliða U-21 árs: Friðrik reyndist betri en enginn - í íslenska markinu - Spánverjar náðu að skora á 49. mínútu ^ PANTIÐ " JÓLAMYNDA- TOKLJNA TIMANLEGA Efþú pantar fyrir 1. október færðu 2 ÓKEYPIS stækkanir, 13x18 cm. /nnf/affð f Jólamyndatökunni: I Myndataka í lit t 12 prufumyndir í fallegri bók. I 2 staekkanir á sömu mynd, 13 x 18 cm. I Gjafamappa sem fylgir stækkuðu myndunum. VerO kr. 3000:m efpantaö fyrir 1. október. UÓSMYNDASTOFA GARÐABÆJAR IÐNBÚÐ 4. SÍMI46960. ánsson og Björn Rafnsson komu inná fyrir Kristin Jónsson og Jón Erling Ragnarsson. Leikmennirnir voru hálfsvekkt- ir er þeir komu á hótelið og sýnir það kannski best hversu hátt markið er sett hjá okkur Islendingum í knattspyrnunni. ■ „Já, ég er búinn að velja byrjunarliðið,“ sagði Tony Knapp í samtali við NT í gær en þá tóku íslensku leikmennirnir það rólega og fylgdust með videospólum er innhéldu spánska í leik. Knapp gaf NT upp byrjunarliðið sem er skipað eftirtöldum leikmönnum. í markinu er Bjarni Sigurðs- son en vörninaskipa Þorgrímur, Sævar, Janus og Atli. A miðj- unni eru Sigurður Jónsson og Ásgeir Sigurvinsson og hliðar- tenglar verða Guðmundur Þor- björnsson og Arnór. Frammi eru svo tveir fyrrverandi Skaga- menn, þeir Pétur Pétursson og Teitur Þórðarson. „ Atli hefur leikið sem varnar- maður fyrir lið sitt í þýsku búndeslígunni og staðið sig vel,“ sagði Knapp er hann var spurð- ur um ágæti þess að hafa Atla sem vinstri bakvörð. Atli er að vísu góður hvar sem hann leikur og gaman verður að fylgjast með hvernig hann kemur út sem bakvörður í leiknum í kvöld. Annað kemur ekki svo mjög á óvart í liðsuppstilling- unni, ungu mennirnir þeir Guðni Bergsson og Ólafur Þórðarson byrja á bekknum ásamt Þorsteini, Gunnari Gísla og Sigurði Grétarssyni, sem enn fær ekki náð í byrjunarliði. Knapp sagði að andinn meðal hópsins væri góður og var fund- ur nýlega afstaðinn þar sem málin voru rædd. Knapp varaði þar leikmenn sína við æstum áhorfendum og mikilli spennu sem örugglega mun ríkja á Benito Villamarin vellinum í . kvöld. „Við munum taka stutta æfíngu með morgninum til að hita okkur upp fyrir leikinn,“ sagði Knapp í gærkvöldi og vonaðist eftir að landinn fengi að sjá góða knattspyrnu frá sínum mönnum, þrátt fyrir að við ramman reip væri að draga. ■ Atli Eðvaldsson mun leika í vörn íslenska liðsins í kvöld. ■ „Aðöðrum ólöstuðum held ég að ég geti sagt að Friðrik var bestur okkar manna hér í Huelva í kvöld,“ sagði Guðni Kjartans- son, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við NT eftir landsleik íslendinga og Spánverja í knatt- spyrnu, skipuð leikmönnum 21 árs og yngri. Guðni bætti við að allir leikmenn sínir hefðu barist vel og náð að halda aftur af sterkum Spánverjum fram að 49. mínútu síðari hálfleiks en þá loksins skoruðu Spanjólar sigur- markið. Eins og Guðni orðaði það: „Markið kom grunsamlega seint, að vísu þurfti að skipta um bolta í seinni hálfleiknum en aðrar tafir voru varla til,“ sagði Guðni og var greinilega dulítið svekktur vegna lokanna á þess- Leikir U-21 ■ Nokkrir landsleikir milli liða skipuðum leik- mönnum 21 árs og yngri fóru fram í gærkvöldi. Svíþjóð sigraði V-Þýska- land með tveimur mörk- um gegn einu og kom sá sigur nokkuð á óvart. Sovétríkin unnu Dani hinsvegar örugglega með tveimur mörkum gegn engu í Moskvu. Þá sigr- uðu Tékkar Portúgaii 3-1 og Finnar og Tyrkir skildu jafnir. Ekkert mark var skorað. Leikið í Englandi ■ í gærkvöldi var leikið í enska deildarbikarnum og skeði þar fátt óvænt, meira að segja W.B.A. vann sína viðureign gegn Port Vale. Úrslit urðu annars þessi: Bristol Rovers-Birmingh. .. 2-3 Crewe-Watford........... 1-3 Crystal Palace-Man. Utd. .. 0-1 Fulham-Notts County..... 1-1 Gillingham-Portsmouth ... 1-3 Grimsby-York............ 1-1 Ipswich-Darlington...... 3-1 Liverpool-Oldham........ 3-0 QPR-Hull................ 3-0 Sheff. United-Luton..... 1-2 Shrewsbury-Hudderfield .. 2-3 Sunderland-Swindon ..... 3-2 West Bromwich-Port Vale . 1-0 West Ham-Swansea........ 3-0 Wimbledon-Blackburn .... 5-0 Wrexham-Stoke........... 0-1 um annars ágæta leik íslenska liðsins. Leikurinn í gær fór fram á vellinum í Huelva og var hvert sæti skipað og stemmning hin besta. Leikmenn beggja liða þreifuðu fyrir sér í byrjun og lítið gerðist því fyrstu tuttugu mínúturnar. Smátt og smátt fóru þá Spánverjarnir að ná betri tökum á leiknum og Esibi- ou, þeirra besti maður, komst tvisvar í góð færi á skömmum tíma. Fyrst þrumaði hann í slá og þremur mínútum síðar braust hann inní teig á eigin spýtur. Héldu nú menn og kon- ur að kappinn myndi skora en Friðrik Friðriksson í markinu varði af snilld skot Esibious. Friðrik þurfti oft að sýna takta í leiknum því sóknir Spánverja voru oft vel útfærðar og færin nokkuð mörg. í síðari hálfleik halda Spán- verjar áfram að stjórna leiknum og virtist mark vera frekar spurning um tíma en annað. En landinn var þrjóskur, hélt áfram að verjast og beitti inná milli góðum skyndisóknum. Á 60. mínútu er Halldór Áskelsson með boltann og brunar inní vítateig Spánverjanna. Þar er hann felldur og portúgalski dómarinn dæmir umsvifalaust vítaspyrnu. Ábyrgðin féll á herðar Ómars Torfasonar að taka vítið. Ómar skaut álíka skoti og Teitur Þórðarson á móti Skotum í sumar og það var eins og við manninn mælt, markvörðurinn spænski tók upp á því að fara í rétt horn og verja skot Ómars. Ekkert mark því skorað og Spánverjar taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skora Spánverjar en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Líður nú og bíður en ekki flautar portú- galski dómarinn leikinn af. Á 49. mínútu taka Spánverjar horn og upp úr því berst boltinn út í teig. Þar er hann aftur á móti tekinn á lofti og sendur rakleitt í mark íslendinga - stórfallegt og óverjandi fyrir Friðrik. Flautaði nú sá portúgalski til leiksloka. Eins og áður sagði var Friðrik bestur í íslenska liðinu. Af úti- leikmönnum voru Mark Duff- ield og Pétur Arnþórsson áber- andi en annars stóðu allir leik- menn sig vel. Þeir Hlynur Stef- Byrjunarliðið

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.