24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 4
astmaveikum börnum,“ segir hann. Galli í einangrun Greinst hafa tvær tegundir af myglusveppi í húsnæði Keilis, að sögn Runólfs. Segir hann mygluna stafa af skorti á einangrun á ákveðnum blettum í íbúðunum. „Þegar kvörtun kemur fram er íbúðin skoðuð og síðan gert við skemmdina í samráði við íbúa,“ segir Runólfur. Sé myglusveppur til staðar eru líka öll húsgögn tekin út og íbúðin sótthreinsuð. Þá hafa all- ir, sem þess hafa óskað fengið að skipta um íbúð að sögn Runólfs. thorakristin@24stundir.is Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is „Það er alltaf sagt að húseigandi beri ábyrgð á brunavörnum í sínu húsi. Hins vegar virðist það engu máli skipta þó að hann kjósi að hunsa fyrirmæli slökkviliðs um brunavarnir, því eftirfylgni slökkvi- liðsins er engin og kvikni í er hann aldrei dreginn til ábyrgðar.“ Þetta segir Gylfi Björnsson sem rekið hefur gleraugnaverslunina Sjáðu á Laugaveginum um árabil. Verslunin er til húsa að Laugavegi 32, en húsið sem hýsti verslunina áður brann árið 2002. „Húsið sem við vorum í brann til kaldra kola á mjög stuttum tíma því eldvarnarveggi vantaði. Þegar við fluttum svo hingað, var það fyrsta sem við gerðum að óska eftir úttekt slökkviliðsins á brunavörn- um hússins.“ Ágallar á fasteigninni Í kjölfar skoðunar eftirlitsmanns slökkviliðsins var eiganda hússins sent bréf í apríl 2003 þar sem úr- bóta á brunavörnum var krafist. Ágallar, sem minnst er á í bréfinu, eru sagðir brjóta í bága við bygg- ingarreglugerð þar sem m.a. höfðu verið gerðar breytingar á húsinu án heimildar. Í bréfinu er húseiganda gefinn mánaðarfrestur til úrbóta ella geti hann átt von á dagsektum. Ekkert gert „Þessir menn sáust aldrei meir og húseigandinn gerði ekkert og ekkert er að gert. Nú er hann búinn að selja íbúð í risi hússins og til að fá íbúðina samþykkta sendi hann byggingarfulltrúa Reykjavíkur- borgar teikningar sem hann lét teikna, og fulltrúinn stimplaði án þess að sannreyna hvort íbúðin væri eins og teikningarnar sýndu.“ Gylfi telur að umrætt dæmi sé ekkert einsdæmi í miðborginni. „Nú tala þessir menn um hvað það sé mikilvægt að vernda hús sem séu menningarverðmæti, en hvernig væri að gæta þess að húseigendur fari eftir því sem þeim er sagt? Það eru mannslíf í húfi.“ Brunavörnum ekki framfylgt  Verslunarrekandi gagnrýnir slökkvilið fyrir aðgerðaleysi  Hús- eigendur hunsa fyrirmæli um brunavarnir og komast upp með það ➤ Seljandi og kaupandi ris-íbúðar við Laugaveg 32 gerðu með sér samkomulag um að seljandi ábyrgist að komi til þess að brunahólfa þurfi íbúðina muni enginn kostn- aður vegna þess falla á kaup- anda. KAUPSAMNINGUR Gylfi Björnsson Segir húseigendur komast upp með að hunsa fyrirmæli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og komast upp með það. 4 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skólann undir 1 þaki Sögumiðstöð um Eyrbryggju á Grundarfirði og víkingaverkefni á slóðum Gísla Súrssonar á Þingeyri fá hvort um sig sex milljónir í styrk á næsta ári en styrkir vegna mót- vægisaðgerða ríkisstjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu árin 2008 og 2009 voru kynntir í gær. Alls var úthlutað 160 milljón- um króna og hlutu 77 verkefni styrk. Við mat á umsóknum var litið til þess hversu hátt hlutfall starfa var í fiskveiðum og vinnslu, fjölda tonna sem skerðast, gæða verkefna og fjölda starfa sem þeim er ætlað að skapa. Meðal annarra verkefna má telja Skrímslasetur á Bíldudal, sýningu um íslenska melrakkann í Súðavík, Spákonuhof á Skagaströnd og Jarð- skjálftasetur á Kópaskeri. fifa Úthlutun styrkja vegna mótvægisaðgerða Jarðskjálftasetur og víkingaverkefni Einar Kristinn Guðfinns- son, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, varar við því að við- skiptaumhverfi Íslands geti tekið hraðari breyt- ingum en reiknað hafi verið með og við því þurfi að bregðast. Þetta sagði ráðherrann á aðalfundi Landssambands kúa- bænda í gær. Tilefnið var fregnir þess efnis að Svisslendingar hefðu samþykkt að taka upp við- ræður við Evrópusambandið um afnám tolla á landbúnaðarvörur. „Við verðum að vera vakandi fyrir breytingum sem þessum. Það er mjög mikilvægt að við bíðum ekki eftir því hugsunarlaust að alþjóða- samningar þvingi okkur óundirbúið til aðgerða.“ Spurður hvort hann boðaði frekari tollalækkanir með orðum sínum neitaði Einar því ein- dregið. „Það kemur ekki til greina að sinni.“ fr Einar K. varar bændur við Viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, þingaði í gær, ásamt fulltrúum Samtaka verslunar og þjónustu og FÍS um boðaðar verðhækkanir vegna hækkunar hrávöruverðs og lækkunar gengis krónunnar. Rætt var um stöðu mála og mögulegar leiðir til að vinna gegn aukinni verðbólgu. Á fundinum kom fram fullur vilji af hálfu fulltrúa verslunarinnar að tryggja eftir bestu getu að verðlag á neysluvörum hækki ekki umfram það sem getur talist bráðnauðsynlegt vegna hækkana á erlendu kostnaðarverði. mbl.is Gegn verðbólgu Sturla Jónsson, talsmaður vöru- bílstjóra, segir að fundur með samgönguráðherra í gær hafi ver- ið gagnslaus. Greint hafi verið frá því að unnið væri að úrlausn í sambandi við hvíldartíma bíl- stjóra en bílstjórar hafa mátt sæta sektum, allt að hálfri milljón, fyr- ir brot á lögum um hvíldartíma. Samgönguráðherra sagðist á fundinum ætla að mælast til þess að menn yrðu ekki sektaðir á meðan málið væri í vinnslu. Um frekari mótmæli vörubíl- stjóra sagði Sturla að málin yrðu rædd um helgina og áætlanir gerðar um næstu skref. Fundur með ráð- herra gagnslaus Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Gerð var verðkönnun á kaffibaunum frá Kaffitári. Tegund Kvöldroði, 500 g pakki Talsverður verðumunur var á pakkanum eða 70,8% munur á hæsta og lægsta verði eða 352 krónur. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 70,8% munur á Kvöldroða Kristín Einarsdóttir NEYTENDAVAKTIN Kaffibaunir frá Kaffitári Kvöldroði 500 gr. Verslun Verð Verðmunur Bónus 497 Nettó 499 0,4 % Fjarðarkaup 689 38,6 % Þín verslun 819 64,8 % Hagkaup 839 68,8 % Nóatún 849 70,8 % „Sveppurinn er ekki hættulegur í því magni sem hann er þarna,“ seg- ir Runólfur Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Keilis, um myglu- svepp í íbúðum Keilis í Reykjanesbæ. Segir hann skemmd- ir vegna raka og myglu hafa komið upp í 30 íbúðum af þeim 500 sem Keilir hefur til útleigu á svæðinu svo um er að ræða „lítið hlutfall“ nemendaíbúðanna. Börnin ekki óeðlilega oft veik Í frétt í 24 stundum í gær er haft eftir íbúa á svæðinu að börn sem búsett séu þar séu „öll meira og minna veik“. Runólfur vísar þessu á bug og hefur það m.a. frá leik- skólastjóra svæðisins að engin merki séu um að veikindi séu óeðlilega tíð hjá börnunum. „Sveppurinn er heilbrigðum börnum ekki hættulegur en hann getur aukið astmaeinkenni hjá Myglusveppur í nemendaíbúðum háskólanna á Keilissvæðinu Sveppurinn ekki hættulegur Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær El- ínu Arnar, rit- stjóra Vikunnar, og Björk Eiðs- dóttur blaða- mann í meið- yrðamáli sem Ásgeir Davíðsson, eigandi Gold- finger, höfðaði gegn þeim fyrir umfjöllun blaðsins um nekt- ardansstaði. Ásgeir höfðaði mál eftir að blaðið birti ítarlegt viðtal við fyrrver- andi starfsstúlku á Goldfinger, sem fullyrti að vændi tíðkaðist á nektardansstaðnum og Ásgeir kæmi m.a. að skipulagningu þess. Dómurinn féllst ekki á að í um- ræddu viðtali fælust ærumeið- andi ummæli og dæmdi Ásgeir til greiðslu 600 þúsund króna í sak- arkostnað. æþe Sýknudómur í meiðyrðamáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.