24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Ég lít upp til sonar míns, Ívars Helga, og það er af því að mér líkar vel við hann. Prýð- isnáungi. Síðan eru náttúrlega margir aðrir sem ég lít upp til. Hver er þín fyrsta minning? Ég á mínar fyrstu minningar um föður minn frá því ég var lítill. Við vorum geysi- lega miklir vinir. Hann dó síðan þegar ég var þriggja ára og ég brosti ekki í heilt ár á eftir. Við vorum alltaf að gera eitthvað sniðugt. Faðir minn spilaði á píanó og var mikill þús- undþjalasmiður. Mamma kunni líka ým- islegt fyrir sér. Hver eru helstu vonbrigðin hingað til? Að missa föður minn svona ungur voru mikil vonbrigði. Hvað í samfélaginu gerir þig dapran? Að Íslendingum komi ekki nógu vel sam- an, þeir eru alltaf hver upp á móti öðrum. Eyða of miklum tíma í óþarfa vesen og þras. Þeir hafa bara ekki farið í réttan skóla en gætu nú samt lært þetta, sérstaklega ef ég gæti stýrt kennslunni á bak við tjöldin. Ófriður eyðir bæði peningum og tíma og menn sem deila eiga oft svo margt sameig- inlegt sem þeir átta sig ekki á. Það væri betra ef þeir byrjuðu á því að syngja saman í þinginu áður en vinna hefst. Tala nú ekki um ef þeir tækju upp á því að dansa gömlu dansana (ef að það vantar dömur í dansinn þá er nóg af sjálfboðaliðum.) Leiðinlegasta vinnan? Ætli það hafi ekki verið þegar ég vann í stuttan tíma á Múlalundi. Ég var að breyta til og einn ráðgjafi minn benti mér á að ég gæti haft gott af vinnu þar. Þá var ég veikur í bakinu. Starfið var það alleiðinlegasta sem ég hef nokkurn tíma tekið mér fyrir hendur og það var af því að andinn var svo erfiður. Uppáhaldsbókin þín? Biblían. Ég hugsa oft um þá bók en les lít- ið í henni. Margir hafa lesið upp úr henni fyrir mig. Merk bók og margt sem þarft er að vita í henni þótt ekki sé þar allt satt. Því mið- ur hef ég ekki lesið hana mikið en ég lofa því núna að gera það. Það eru svo margir sem þurfa leiðbeiningar í lífinu um hvað er rétt og hvað er rangt og þá er Biblían hin besta bók, það er svo margt í henni um hvaða götu á að fara, hinn gullna meðalveg. Hvað eldarðu hversdags, ertu góður kokkur? Ég tel mig vera afbragðskokk en kona mín fyrrverandi, prýðiskona, var ekki á sama máli og henni fannst oft að hún þyrfti að leiðbeina mér. Ég vildi til dæmis bæta ótrú- legustu grösum út í, borða hvönn og hunda- súru en það fannst henni voða asnalegt. Það má ekki gleyma gleymda grænmetinu sem vex úti um alla móa. Ég er bestur í að búa til það algengasta. Mamma bjó alltaf til hallærisgraut þegar ekkert var til í matinn. Stundum var ekkert til því hún var lengi ekkja. En hún komst þá alltaf að því að ýmislegt var í skápunum sem hún hafði eiginlega reiknað með að væri hvorki fugl né fiskur. Hún var sko flinkur kokkur eins og kona mín. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Ætli það væri ekki Hjalti Rögnvaldsson. Hann er mjög góður leikari og segist hafa leikið mig áður. Það var í leikritinu um Dunganon eftir Björn Th. Björnsson sem hin merka kona Brynja Benediktsdóttir setti upp í Borgarleikhúsinu. Brynja hafði mig í huga þegar Hjalti þurfti að túlka Dunganon. Að frátalinni húseign, hvað er það dýr- asta sem þú hefur fest kaup á? Óskasteinninn minn sem er ósýnilegur. Ef mig vantar ráð þá fæ ég allt í einu í kollinn, hið minnsta 3 ráð. Ég kalla þetta bara óska- stein. Það er leiðinlegt að vera ráðalaus. Það getur komið fyrir alla en ég er með svo mik- inn banka í hausnum að ég get gefið ráð. Sumum finnst þau óráð en ýmsum öðrum finnst það ekki. Mesta skammarstrikið? Ég hef gert mörg skammarstrik og rifja þau upp aftur og aftur til að brenna mig ekki á sama soðinu. Hvað er hamingja að þínu mati? Það er nú mjög tengt því að vera bjart- sýnn og heilbrigður. Svo náttúrlega ást til lífsins sem er hlutur sem fólk gleymir stund- um. Svo er um að gera að gera gott úr hlut- unum, það eru milljón möguleikar, ekki bara þúsund hliðar á hverju máli, heldur milljón sem um er að ræða. Nóg er að líta vel í kringum sig. Hvaða galla hefurðu? Ég er með fullt af göllum en þá má nú nýta. Ég get tekið dæmi af manni sem vill vinna á stað þar sem hann á að píska rjóma með handafli. Maðurinn skelfur mjög mikið og því er hann ráðinn á stundinni. Hann þarf ekkert að hafa fyrir því. Einn er haltur og fær gervifót og þá getur hann smyglað í gervifætinum. Óskaplega vinsæll, honum er boðið út og suður og hef- ur ekki hugmynd um lýsispillurnar sem leynast í fætinum hans. Svoleiðis geta gallar verið ágætir og ekki er allt sem sýnist. Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfi- leikum, hverjir væru þeir? Það væri til dæmis að stjórna heiminum án þess að hafa nokkuð fyrir því og allir væru í friði og sátt. Hvernig tilfinning er ástin? Hún er yndisleg, eitthvað það yndislegasta sem hægt er að hugsa sér en hún getur líka verið óskaplega bitur og erfið. Ég er voða fljótur að verða skotinn í konum og að verða ástfanginn. Tilfinningin er holl og notaleg. Allt verður þó að vera í hófi og það má ekki vera of ástfanginn af milljónum kvenna, ég lofa því að fara ekki út í þá sálma. Hvað grætir þig? Áður en ég fer að sofa þá horfi ég á fal- legar myndir í málverkabókum. Róm- antískar og fallegar landslagsmyndir. Þá dreymir mann miklu betur, það er svona ráð við allskonar skuggum sem eru að vesenast. Ég gleymi heldur ekki bænunum. Hefurðu einhvern tímann lent í lífs- hættu? Ég fékk lungnabólgu þrisvar sinnum þeg- ar ég var lítill og það héldu allir að ég myndi deyja. Ég hef líka brotið á mér hausinn. Ég lofa að gera það aldrei aftur. Ég datt af hestbaki ellefu ára gamall og var ekki upp á marga fiska lengi á eftir. Öll hin skiptin sem ég hef verið í hættu ætla ég ekkert að rifja upp. Ég hef verið frekar heppinn í lífinu. Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Það þarf ekki mikinn verslunarskólamann til að finna það út að það er óskasteinninn minn. Ég hef líka samið sögur og ljóð sem eru dulbúnar leiðbeiningar fyrir fólk um ýmislegt. Hvernig það á að brjótast til rík- isdæmis eða fátæktar og verða hamingju- samt. En ég kenni engum að verða óham- ingjusamur. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Svona mátulega mikið. Umgangast gott fólk. Læt aðra bara róa. Vellíðan byggist mikið á því að velja réttu hlutina, litina, fólkið. Að velja og hafna. Velja það sem sýn- ist best hverju sinni. Hverjir eru styrkleikar þínir? Ég held að þeir felist í hugarfluginu. Ef maður hefur bjartan huga þá er það eins og himinn sem hægt er að mála á fallegar myndir. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lítill? Ég ætlaði að verða læknir og flugmaður, svo breyttist það en samt breyttist það í raun ekki. Ég geri þetta tvennt í huganum, að fljúga og lækna. Sumir eru þannig að þá má lækna með því að segja eitthvað skemmti- legt. Ég held að ég sé feginn því að vera ekki dr. Ketill. Er gott að búa á Íslandi? Ég hef farið í kringum jörðina og veit allt- af betur og betur að það er best að vera hér. Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi einhvers? Ég vona það, en það er ekkert til að tala um. Það er í sambandi við einhverja sem eru hugsjúkir og hafa ætlað að stytta sér aldur. Hvert er draumastarfið? Ég vann hjá Íþrótta og tómstundaráði og það fannst mér eins og óskastund. Ég fór í leiðangra með börnum og sagði þeim spennandi og skemmtilegar sögur með boð- skap. Hvað ertu að gera núna? Núna er ég að mála mikið. Í gærkvöldi málaði ég 27 myndir. Síðastliðið ár hef ég málað einar 2000 myndir. Sumar litlar og sumar stærri. Svo er ég að yrkja ljóð sem mikið sólskin er í, ég flýg þar sem er sólskin. Ég er líka að semja sögur fyrir fólk og ætla að finna útgefanda fyrir þær. 24spurningar Ketill Larsen Ketil Larsen þekkja margir sem sögumann, lífskúnstner og for- ingja jólasveina og trúða. Ketill hefur leikið Tóta trúð á tyllidög- um frá árinu 1971 og um jól bregður hann sér í líki Aska- sleikis sem hann álítur foringja jólasveina. „Í dag mála ég mikið og sem ljóð og sögur,“ segir Ket- ill sem er þó langt í frá hættur að skemmta börnum með söng og sögum. „Ég hef leikið kalla sem krakkar hafa gaman af í 40 ár og ætla að halda því áfram, þá fer ég stundum í gervi Sindbaðs Sæ- fara sem syngur texta úr flösku- skeytum sem sjórinn og seltan hefur oft máð hluta af.“ a Ég get tekið dæmi af manni sem vill vinna á stað þar sem hann á að píska rjóma með handafli. Maðurinn skelfur mjög mikið og því er hann ráðinn á stundinni. Hann þarf ekkert að hafa fyrir því. 24stundir/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.