24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir kr. ÁSTAND HEIMSINS Ríflega fjórðungur þeirra stjórn- sýslumála sem voru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu í byrjun árs 2007 voru eldri en tveggja ára. Um fjórðungur málanna hafði ver- ið til meðferðar í eitt til tvö ár. Í byrjun þessa árs voru hins vegar aðeins 11 prósent mála eldri en tveggja ára þrátt fyrir að þeim mál- um sem tekin voru til meðferðar hjá eftirlitinu hafi fjölgað umtals- vert milli ára. Á síðasta ári voru 232 mál í til skoðunar hjá Samkeppn- iseftirlitinu. Þar af var stofnað til 136 nýrra mála á árinu. Ný stofnun á gömlum grunni Samkeppniseftirlitið tók til starfa 1. júlí 2005 við gildistöku nýrra samkeppnislaga. Með sömu lögum voru Samkeppnisráð og Samkeppnisstofnun lögð niður. Með nýju lögunum var skerpt á áherslum í starfi Samkeppniseftir- litsins. Meðal annars var eftirlit með verðlagsmálum og óréttmæt- um viðskiptaháttum fært til Neyt- endastofu. Samkeppniseftirlitið fer því eingöngu með mál sem snúa beint að rannsóknum og úrskurð- um um samkeppnismál. Fjögur meginverkefni Samkeppniseftirlitið sinnir í meginaatriðum ferns konar verk- efnum. Í fyrsta lagi framfylgir það banni við ólögmætu samráði, í öðru lagi framfylgir það banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu, í þriðja lagi kannar það lög- mæti samruna fyrirtækja og í fjórða lagi vinnur það gegn opin- berum hömlum á samkeppni. Jafn- framt fylgist eftirlitið með al- mennri þróun á samkeppnismarkaði á öllum svið- um. Mikilvægur þáttur í eftirlitinu er jafnframt að kanna eignatengsl í fyrirtækjum og auk þess tengsl stjórnenda þeirra. Kvartanir helmingur mála Samkeppniseftirlitið sinnir eins og áður segir miklum fjölda mála. Mörg þeirra eru smávægilegar at- huganir og eftirlit sem ekki verða að stjórnsýslumálum. Hins vegar hefur stjórnsýsluathugunum fjölg- að jafnt og þétt hjá eftirlitinu. Mál koma einkum til kasta Samkeppn- iseftirlitsins með þrennum hætti. Fyrir það fyrsta tekur það fyrir formlegar kvartanir fyrirtækja á hendur samkeppnisaðilum eða hinu opinbera. Um helmingur stjórnsýslumála hjá stofnuninni kemur til með þeim hætti. Í öðru lagi fylgist stofnunin með innlend- um markaði og framkvæmir að eigin frumkvæði skoðun á málum ef grunur leikur á að um brot á samkeppnislögum sé að ræða. Í þriðja lagi berast stofnuninni ábendingar, ýmist frá fyrirtækjum eða einstaklingum sem svo er brugðist við. Megináhersla á þrjú svið Samkeppniseftirlitið hefur frá stofnun lagt megináherslu á eftirlit með samkeppni á þremur sviðum atvinnulífsins, matvælamarkaði, fjármálaþjónustu og fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði. Ríflega helmingi ráðstöfunartíma eftirlitsins hefur verið varið í málefni sem tengjast þessum málaflokkum. Þrátt fyrir að Samkeppniseftirlit- ið leggi sérstaka áherslu á eftirlit með ofangreindum málaflokkum fylgist það jafnframt með öðrum Verkefnum fjölgar en skilvirkni eykst  Málum sem koma inn á borð Samkeppniseftirlitsins hefur fjölgað umtalsvert  Að jafn- aði 100 mál í gangi  Forstjórinn telur samkeppniseftirliti hér á landi vel fyrir komið ➤ Hjá Samkeppniseftirlitinustarfa ríflega tuttugu manns að meðaltali. ➤ Páll Gunnar Pálsson forstjórisegir starfsfólkið afar hæft en þó sé mikilvægt að fjölga starfsmönnum enn frekar. SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ Forstjóri Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins, telur samkeppniseftirliti vel háttað hér á landi. Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is FRÉTTASKÝRING Þúsundir manna komu saman í bandarísku borg- inni Memphis í gær til að minnst þess að fjörutíu ár væru liðin frá morðinu á Martin Luther King. Fólk safnaðist saman við Lorraine-mótelið þar sem hann var skotinn á hótelsvölum, 39 ára að aldri. Forseta- frambjóðendurnir John McCain og Hillary Clinton mættu bæði á athöfnina. Talið er að friðsamleg bar- átta Kings fyrir borgaralegum réttindum blökku- manna hafi veitt milljónum manna innblástur. Ræða Kings sem hann flutti í Washington 1963 og kennd er við orðin „Ég á mér draum“ er enn þann dag í dag talin ein sú áhrifamesta í mannkynssög- unni. King hlaut friðarverðlaun Nóbels 1964, en var myrtur 4. apríl 1968 er hann var staddur í Memphis til að aðstoða sorphirðumenn við skipulagningu verkfalls. James Earl Ray var handtekinn tveimur mánuðum eftir morðið, ákærður og síðar sakfelldur fyrir morðið. Hann var dæmdur til 99 ára fangels- isvistar. atlii@24stundir.is Fjörutíu ár liðin frá morðinu á King Morðstaðurinn Memphis-búi gengur framhjá Lorraine-mótelinu þar sem Martin Luther King var myrtur 4. apríl 1968. Kransi hefur verið komið fyrir á svölunum þar sem King stóð er hann fékk skot í höfuðið. Hann lést á sjúkrahúsi af sárunum. Spakir Tveir marabústorkar standa ró- legir í búri sínu í dýragarði í Köln. Flutningar Íraskir hermenn eru fluttir í flugvél Bandaríkjahers frá Bagdad til Basra í suðurhluta landsins. Mikill óróleiki hefur verið í Basra síðustu daga og vikur. Birta Meðlimir rússnesks dómsdags- safnaðar yfirgáfu loks helli sinn í vikunni. Samkeppniseftirlitið fram- kvæmdi húsleit við rannsókn fjögurra mála í fyrra á grunni upplýsinga sem höfðu ýmist bor- ist stofnuninni eða hún aflað sér sjálf. Þann 3. mars framkvæmdi stofnunin húsleit hjá fimm ferðaskrifstofum og auk þess á skrifstofu Samtaka ferðaþjónust- unnar. Húsleitin var gerð vegna gruns um samráð. Þann 5. júní var framkvæmd húsleit hjá Mjólkursamölunni, Osta- og smjörsölunni og Auð- humlu. Leitin var framkvæmd vegna kvörtunar frá Mjólku og var hún liður í gagnaöflun vegna athugunar á því hvort fyrirtækin hefðu misnotað markaðsráðandi aðstöðu sína. Þann 16. september fram- kvæmdi Samkeppniseftirlitið síðan húsleit hjá Lyf og heilsu á Akranesi og í höfuðstöðvum fyr- irtækisins í Reykjavík. Húsleitin var gerð á grunni kvörtunar um að fyrirtækið byði lægra verð í apóteki sínu þar heldur en ann- ars staðar. Húsleit var gerð hjá Högum, Bónus, Kaupási og þremur heildsölum á matvörumarkaði þann 15. nóvember. Heildsöl- urnar voru Innes, O. Johnsen & Kaaber og Íslensk-Ameríska. Grunnurinn að rannsókninni var grunur um ólögmætt samráð smásöluaðila og birgja. Málin enn í rannsókn Rannsóknir allra þessara mála standa enn yfir og að sögn Páls Gunnars er ekkert hægt að gefa út um hvenær þeim muni ljúka. „Þessi mál eru mjög viðamikil. Þau eru vissulega á mismunandi stigi en þeim verður hraðað eftir því sem kostur er.“ Samkeppniseftirlitið Húsleit gerð fjórum sinnum Húsleit Samkeppniseftirlitsins gerði húsleit hjá ferðaskrifstofum í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.