24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir Fáðu nýja spennukilju senda heim sex sinnum á ári! 645 kr!Fyrsta kiljan á aðeins Hrafninn er nýr kiljuklúbbur hjá Eddu útgáfu sem sendir félögum nýjar spennusögur sex sinnum á ári. Nýir félagar geta valið milli tveggja frábærra spennusagna, Ösku eftir Yrsu Sigurðardóttur eða Sjortarans eftir James Patterson, og greiða aðeins 645 kr. fyrir kiljuna að viðbættu sendingargjaldi. Auk þess geta nýir félagar Hrafnsins valið eina af sex öðrum kiljum að gjöf! Veldu aðra kiljuna á aðeins 645 kr. Glæný kilja! Glæný kilja! ... og önnur að gjöf! Hildur Heimisdóttir, Fréttablaðinu Skráningar á edda.is eða í síma 522-2100 Nýir félagar í Hrafninum geta að auki valið sér eina af þessum 6 frábæru spennusögum frítt með. S P E N N U K I L J U R alm . verð þú greiðir Ný spennukilja 1.9 80 kr. 645 kr. Bók að gjöf 1.8 80 kr. 0 kr. Sendingargjald 200 kr. Samtals 3.8 60 kr. 845 kr. Þú sparar 3.015 kr. Inngöngutilboð: HRINGSJÁ Hringsjá veitir endurhæfingu til náms og starfa. Hringsjá er ætluð einstaklingum eldri en 18 ára, sem vegna heilsufars- vanda, fötlunar, áfallasögu og/eða félagslegra aðstæðna hafa ákveðið að endurmeta og styrkja stöðu sína og að efla persónulega færni. Fullt nám er 3 annir, inntaka í fullt nám fer fram tvisvar á ári, umsóknarfrestur fyrir haustönn er til 16. maí 2008. Kennd er tölvunotkun, bókfærsla, stærðfræði, íslenska, enska, félagsfræði, tjáning, myndlist og námstækni. Veitt er náms- og starfsráðgjöf, kennd gerð starfsumsókna, þjálfuð atvinnuviðtöl og unnið að sjálfsstyrkingu. Ráðgjöf og stuðningur vegna lestrarerfiðleika, námserfiðleika, prófkvíða og annarra persónulegra þátta. Kennt er í litlum hópum, námið er einstaklingsmiðað og áhersla lögð á þægilegt náms-og starfsumhverfi. Námskeið Inntaka á námskeið fer fram allt skólaárið • Grunnnámskeið í tölvunotkun, 30 kennslustundir. • Excelnámskeið, 30 kennslustundir. • Bókhaldsnámskeið, 30 kennslustundir. • Ýmis önnur námskeið. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Hringsjár www.hringsja.is eða í skólanum. Frekari upplýsingar veita Helga Eysteinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi helga@hringsja.is og Linda Skúladóttir, forstöðumaður, rlinda@hringjsa.is HRINGSJÁ, Hátúni 10 d., s: 552-9380/562-2840, www.hringsja.is Þessi fyrirsögn hefði vel getað birst í erlendum fjölmiðlum eins og til dæmis Financial Times eða Wall Street Journal. Þetta er tilvitnun í varaformann Samfylkingarinnar, Ágúst Ólaf Ágústsson. Þetta sagði hann í þættinum Vikulokin 29. mars síðastliðin. Miðað við ummæli annarra stjórnmálamanna, sem hafa talað um ónýta krónu og þaðan af verra, voru þetta hófsamleg um- mæli, svo ekki sé minnst á ummæli trúboðanna, sem telja að boðskap- urinn um ónýta krónu flýti fyrir að- ild okkar að Evrópusambandinu. „Hún er ekki trúverðugur gjald- miðill,“ sagði varaformaður ríkis- stjórnarflokks um gjaldmiðilinn. Er einhver furða þó að Moody’s, Fitch, danskir blaðamenn og bankamenn láti sér detta í hug að eitthvað alvar- legt sé að. Ekki sannfærðir Stutt er um liðið síðan ákveðið var að telja dönskum blaðamönn- um hughvarf, en þeir hafa ekki, frekar en aðrir, verið sannfærðir um að allt sé eins og best verður á kosið í íslenskum fjármálum. Utanríkis- ráðherra var fenginn til að halda fund með dönskum fjölmiðlum. Með henni fór Sigurður Einarsson, bankastjóri Kaupþings. Hann hefur nýlega haft þau ummæli um dansk- an bankamann að hann sé annað hvort heimskur eða illa að sér. Bankastjórinn er líka nýlega bú- inn að sigra í málaferlum við danska blaðið Extrabladet. Þó að flestir danskir blaðamenn líti niður á Ext- rabladet, standa þeir með starfs- bræðrum sínum gegn útlendingum. Sveitamennska Það er betra að skilja sitt um- hverfi. Í fyrsta lagi hoppa Danir ekki hátt þó að íslenskur ráðherra vilji ávarpa þá. Í öðru lagi eru danskir blaðamenn ekki sérlega upprifnir yfir mönnum, sem gera lítið úr þeim, hvort sem er í máli eða mála- ferlum. Í þriðja lagi býður það dönskum blaðamönnum ekki neina frétt þó að Ingibjörg Sólrún og Sig- urður Einarsson vilji rétta hlut ís- lenskra banka. Árangurinn varð sá að danskir fjölmiðlar höfðu fund- inn nánast að engu, nema einn sem gerði grín að tiltækinu. Lausmælgi Íslendinga og blaður heima fyrir er ekkert nýtt. Ráð- herrar, þingmenn og kaupsýslu- menn hafa þráfaldlega farið niðr- andi orðum um einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í útlöndum, greinilega í þeirri trú að þetta muni ekki fréttast. Þetta er ótrúleg sveita- mennska. Þessir menn virðast ekki vita að hér á landi eru sendiráð og konsúlöt, sem beinlínis réttlæta til- veru sína með því að safna slíkum upplýsingum. Hér starfa úrklippu- þjónustur, sem safna viðeigandi ummælum úr fjölmiðlum. Flestir sem hagsmuna eiga að gæta hafa hér einhverskonar umboðsmenn, sem upplýsa þá um allt, sem um þá er sagt. Þessir umboðsmenn eru fleiri en menn halda. Þegar Ingibjörg Sól- rún hittir næst erlendan seðla- bankastjóra, er öruggt að hann hef- ur í höndunum ummæli varaformanns hennar um gjaldmið- ilinn. Orðstír heillar þjóðar Jón Hákon Magnússon hefur bent á það í greinum að undan- förnu að við Íslendingar þurfum sérfræðinga í hverju landi til að veita okkur tilsögn. Þeir hefðu getað sagt það strax að fundurinn í Kaup- mannahöfn myndi mistakast. Af hógværð sinni nefndi Jón Hákon ekki að það þyrfti vitiborna íslenska ráðgjafa til að vinna með þeim út- lendingum. Því miður er það þann- ig að ef menn leita ekki ráða fá þeir ekki ráð. Að eignast traust og virðingu verður ekki aðeins gert með því að haga sér þannig að maður sé orð- stírsins verður. Það er ekki fyrr en einhver veit um verðleika viðkom- andi, sem þeir verða að orðstír. Þeg- ar um er að ræða orðstír heillar þjóðar og fjármálakerfis hennar, vinnst ekki orðstír með því að senda ráðherra og bankastjóra til að halda fundi, sem menn reyndust ekki nenna að sinna. Það gerist með þrotlausri vinnu ærlegra kunnáttu- manna, sem vita að maður kaupir ekki orðstír og eignast hann aldrei í skyndingu. Orðstír er ekki „við- skiptavild“ og ekki hægt að bókfæra sem eign, vegna þess að menn verða að vinna fyrir honum dag frá degi um allan aldur. Höfundur er fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður „The Icelandic krona is not a credible currency“ UMRÆÐAN aÓlafur Sigurðsson Orðstír er ekki „við- skiptavild“ og ekki hægt að bókfæra sem eign, vegna þess að menn verða að vinna fyrir honum dag frá degi um allan aldur. Þann 2. apríl birtist í 24 stund- um grein eftir Bolla Thoroddsen sem heitir „Ár kartöflunnar og mannsæmandi líf“. Þar leggur Bolli út af grein tveggja kvenna þar sem óskað er eftir „mannsæmandi lífi á viðráðanlegu verði“. Við þá hug- leiðingu spyrðir hann auglýsingu vegna „Árs kartöflunnar og út- komu uppskriftabæklings sem tengist þeim atburði“. Bolli telur að táknmynd ofur- verðs á matvælum sé íslenskar kartöflur. Hann telur að kartöflu- bændur hafi fengið „nánast einok- un á íslenska neytendur með að- stoð stjórnvalda“. Síðan segir Bolli: „Bannað er að flytja inn kartöflur nema með ofurtollum nær allt ár- ið.“ Af því leiðir, telur Bolli, að Ís- lendingar fái ekki nýjar kartöflur og borði bara gamlar stóran hluta af árinu. Það eru nokkur atriði sem mig langar að koma á framfæri í sambandi við málflutning Bolla. Fyrst af öllu staðhæfing hans um ofurtolla á innfluttar kartöflur en magntollur er 60 krónur á kíló á meðan íslensk framleiðsla er til sölu. Það verður hver um sig að túlka það hvort um ofurtolla sé að ræða. Heildsöluverð á kartöflum er um 80 krónur á hvert kíló og er skilaverð til bónda 40 krónur en það sem skilur á milli er flutningur frá bónda til afurðastöðvar, pökk- un, umbúðir o.s.frv. Sama dag og grein Bolla birtist brá ég mér í tvær lágvöruverðsbúðir og var kílóverð á kartöflum 150 kr. í annarri en 100 kr. í hinni. Virðisaukaskattur er 7% ofan á heildsöluverð auk álagning- ar verslunar. Þegar tollvernd féll niður vorin 2006 og 2007 hækkaði kartöfluverð og var hærra en þegar íslensku kartöflurnar voru ein- göngu á markaði! Matur er um 11,3% af heildarútgjöldum ís- lenskra fjölskyldna og vega kart- öflur einungis 0,1% af heildinni. Af hverjum hundraðkalli sem fjöl- skyldan eyðir fara aðeins 10 aurar í kartöflur og því óeðlilegt að tengja umræðu um mannsæmandi líf við meinta ofurtolla og verð á íslensk- um kartöflum. Bolli heldur fram að „víða má framleiða kartöflur mun ódýrari en hér og uppskeru- tími er allt árið einhvers staðar í heiminum“. Fyrri fullyrðingin er væntanlega rétt. Það er örugglega hægt að framleiða ódýrari kart- öflur en hér á landi. Síðari fullyrð- ingin er hins vegar ekki rétt. Ég hef enga vitneskju um að kartöflur séu ræktaðar nánast stöðugt allt árið um kring. Kartöflur eru ræktaðar á ákveðnum tíma árs og það sem skilur að aðstæður hér og erlendis er að uppskerutíminn er fyrr á sumrin þar en hérlendis. Við viljum gæði – við viljum ís- lenskt! Að lokum tel ég rétt að minna á að íslenskar kartöflur eru ræktaðar við bestu skilyrði. Skil- yrðin eru köld sem lengir vaxtar- tíma en það eykur upptöku vítam- ína. Minna er notað af varnarefnum hérlendis auk þess sem íslenskar kartöflur eru skolað- ar úr hreinu og tæru íslensku vatni samanborið við klórblandað vatn erlendis. Flutningsleiðir frá akri til neytenda eru yfirleitt mjög stuttar og því eru mengunaráhrif flutn- inga töluvert minni en á innflutt- um kartöflum. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda Íslenskt er betra UMRÆÐAN aBjarni Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.