24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir Hefurðu mildast með árunum? „Ég hef vonandi eitthvað vaxið að þroska. Stjórnmálaskoðanir mínar hafa hins vegar ekki breyst í meginatriðum. Ég er þeirrar skoð- unar að menn verði að læra af mistökum sínum í stað þess að endurtaka þau. Ég er líka þeirrar skoðunar að peningar skipti ekki öllu í lífinu þannig að ég sé ekki mjög mikið eftir þeim peningum sem ýmsir hafa verið að reyta af mér. Það er tvennt sem skiptir meira máli en peningar og það er góð heilsa og góðir fjölskylduhag- ir. Ég held að það sé það sem færi mönnum hamingjuna. Ég ætla hins vegar ekki að gera lítið úr hlutverki peninga því þeir geta verið afskaplega gagnlegir til að gera lífið þægilegra og skemmti- legra.“ Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með nýjan formann og nýir menn eru í forystuliði Sjálfstæðisflokksins. Finnst þér þú stundum vera utan- veltu þar? „Nei, ég er mjög sáttur við for- ystuskiptin í Sjálfstæðisflokknum. Davíð Oddsson og Geir Haarde eru báðir góðir vinir mínir. Við er- um í sama vinahópnum eða sömu klíkunni eins og sumir myndu segja. Allt frá því snemma á átt- unda áratugnum höfum við hist nokkrir saman hálfsmánaðarlega í hádeginu og Davíð og Geir eru þar á meðal. Sá hópur sem ég tilheyri hefur ekki misst völdin því Geir Haarde var hinn eðlilegi eftirmað- ur Davíðs sem studdi hann mjög eindregið. Það er því ekki hægt að tala um þennan hóp í þátíð.“ En vingastu nokkuð við fólk sem hefur ekki sömu pólitísku skoðanir og þú? „Þetta er misskilningur. Í fé- lagsvísindadeild, þar sem ég kenni, eru fáir með sömu stjórnmála- skoðanir og ég en eru samt góðir vinir mínir. Ég á ekkert erfitt með að umgangast fólk af öðru póli- tísku sauðahúsi. En lengsta og óslitnasta vináttan er við pólitíska baráttufélaga mína. Ég á marga góða vini og í mínum vinahópi er mikið mannval.“ Hef séð drauma mína rætast Hvað veitir þér ánægju í lífinu? „Ég varð mjög snemma bóka- ormur, hvarf inn í heim bókanna. Ég hef enn mjög gaman af að lesa og hlakka til að fara í langar flug- ferðir vegna þess að þá get ég lesið hnausþykkar bækur. Eftirlætis- bækur mínar eru vel skrifaðar ævi- sögur og sagnfræðilegt efni, þótt ég hafi líka gaman af skáldsögum. Í gamla daga hafði ég mjög gaman af Tolstoy og Dostojevskí en nú finnst mér bækur þeirra vera allt of dramatískar, sérstaklega Dostoj- evskís; nánast fyrir hrifnæma ung- linga. Ég les frekar gömlu bresku höfundana, Hume, Macaulay lá- varð og Dickens, en ég er líka núna að lesa Hippolyte Taine sem skrif- aði margar bækur um frönsku byltinguna. Ertu lífsnautnamaður? „Já, ég held að það sé óhætt að segja það. Ég hef gaman af góðum mat og góðum vínum. Ég hef verið mikill gæfumaður því mér hefur tekist að sjá flesta drauma mína rætast. Ég er í starfi sem mér finnst skemmtilegt og get varla hugsað mér betra starf eða ánægjulegra. Ég hef nóg fyrir mig þótt ég eigi litlar eignir eftir þessi ósköp. Ég þarf ekkert að kvarta.“ Hvaða manneskja hefur skipt þig mestu máli í lífinu? „Ég myndi fyrst nefna móður mína. Hún var einstaklega góð móðir og hafði mikil áhrif á mig. Síðan nefni ég minn elskulega vin, Davíð Oddsson, sem er frábær maður, sterkur og hlýr og afar framsýnn. Ef einhver maður hefur sjöunda skilningarvitið fræga þá er það Davíð. Svo verð ég að nefna Friedrich von Hayek sem var minn lærimeistari, djúpvitur maður, og sömuleiðis Milton Friedman.“ Geturðu sagt mér eitthvað af þessu góða fólki? „Ja, menn kunna nú líklega ekki að meta foreldra sína að fullu fyrr en þeir eru allir. Til dæmis kunni ég ekki alltaf að meta matinn hjá móður minni, mér fannst matur- inn oft betri hjá vinkonu hennar hinum megin gangsins, sem líka var hálfgerð fósturmóðir mín. Þegar mér fannst maturinn vond- ur hjá mömmu, fór ég yfir. Þá laumaðist móðir mín með matinn þangað, húsfreyjan þar setti hann á disk og ég borðaði með bestu lyst. Þær sögðu mér frá þessu hlæj- andi mörgum árum seinna. Það vita auðvitað allir hversu snjall og orðheppinn Davíð er, svo að þar er engu við að bæta. En varðandi Hayek og Friedman þá er mér enn minnisstætt þegar ég sat kvöldverð með Hayek í London vorið 1985. Það var svo margt sem hann sagði mér og vinum mínum frá Oxford sem vorum komnir þangað til að finna hann. Til dæmis sagði hann okkur hvernig hann hefði afvopnað frú Thatcher. Hún var lærimær hans, ef svo má segja, og þegar hún var nýtekin við völdum frétti hún að hann væri staddur í London svo að hún bauð honum í Downingstræti 10. Hún tók á móti honum í anddyrinu og sagði með sinni sérstöku rödd: „Prófessor Hayek, ég veit alveg hvað þér ætlið að segja við mig. Þér ætlið að segja að ég hafi ekki gert nóg. Og auðvitað hafið þér al- veg rétt fyrir yður um þetta.“ Í þessum kvöldverði sagði Ha- yek okkur í smáskálaræðu: „Ungu menn! Mér finnst vænt um að þið skuluð vilja hitta mig og að þið skuluð lesa bækurnar mínar. En ég hef aðeins eina ósk. Ekki verða ha- yekistar. Ég hef tekið eftir því að marxistarnir voru miklu verri en Marx og keynesistarnir miklu verri en Keynes. Haldið þið áfram að vera gagnrýnir í hugsun og gangist ekki á hönd neinum rétttrúnaði.“ Ég veit nú ekki hvort mér hefur alltaf tekist að fara eftir þessu boð- orði Hayeks.“ Tala ekki um einkalífið Þú sagðir fyrr í viðtalinu að fjöl- skyldan skipti gríðarlegu máli í lífi hvers einstaklings, en nú ert þú ein- hleypur. „Hvað veist þú um það?“ Af hverju talarðu aldrei um einkalíf þitt? „Það er ekki vegna þess að ég hafi eitthvað til að skammast mín fyrir. Ég veit að mér hættir til að vera sjálfhverfur en ég er að reyna að vinna bug á því. Eitt af því sem ég geri til þess er að tala ekki um einkalíf mitt.“ Þú hefur dvalið þó nokkurn tíma í Brasilíu. Hvað er svona heillandi við Brasilíu? „Starf háskólaprófessors sem er virkur í rannsóknum er mjög oft alþjóðlegt. Ég hef ferðast mikið, þar á meðal verið mikið í Brasilíu. Ég gerði það líka að gamni mínu fyrir nokkrum árum að læra portúgölsku og það hefur reynst mér vel. Ég á þar fjölmennan vina- hóp og mál hafa þróast þannig að Brasilía er nánast eins og mitt annað heimili. Mér líður afskap- lega vel þar.“ Þú ert sívinnandi. Að hverju ertu að vinna núna? „Ég er að þýða Svartbók komm- únismans sem er yfirlitsrit sem nokkrir franskir fræðimenn tóku saman um sögu kommúnismans. Ég skrifa íslenskan viðauka við bókina. Ég er líka að skrifa bók um hina miklu breytingu á Íslandi sem varð frá 1991 til 2007 og áhrifin á kjör almennings. Svo geri ég ráð fyrir því þegar dómsmálum lýkur að skrifa um þau, og þar mun sjálfsagt ýmislegt koma á óvart.“ Áttu þér lífsmottó? „Ætli ég verði ekki að hafa sama mottó og er í lok myndinnar Life of Brian: Always look on the bright side of life. Gæfumaður „Mér hefur tekist að sjá flesta drauma mína rætast.“ a Ég er í starfi sem mér finnst skemmtilegt og get varla hugsað mér betra starf eða ánægju- legra. Ég hef nóg fyrir mig þótt ég eigi litlar eignir eftir þessi ósköp. a Ég veit að mér hættir til að vera sjálfhverfur en ég er að reyna að vinna bug á því. Eitt af því sem ég geri til þess er að tala ekki um einkalíf mitt. 24stundir/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.