24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Afganistan var í brennidepli á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Búkarest í vikunni. Ákveðið var að efla enn friðargæzlu NATO í landinu. Það skiptir máli að það takist að ráða niðurlögum talibana og annarra öfgamanna í Afganistan. Ekki aðeins af því að alþjóðleg hryðju- verkastarfsemi þreifst í skjóli þeirra á sínum tíma og ekki aðeins vegna þess að almenningur í Afganistan verðskuldar frið og betri kjör, heldur vegna þess að árangur í Afganistan ræður úrslitum um trúverðugleika NATO. Bandalagið verður að sýna að það ráði við það verkefni, sem það hefur tekið að sér. Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra lögðu áherzlu á það eftir fundinn að ekki ætti að hvika frá stuðningi við Afganistan, þótt NATO-ríkin ættu að sjálfsögðu að læra af reynslunni og þeim mistökum, sem sveitir aðildarríkjanna hafa gert í landinu. Ísland á ekki að skerast úr leik í Afganistan. Það myndi veikja stöðu landsins í NATO. Í lokayfirlýsingu leiðtogafundarins var ítrekað að banda- lagið gæti ekki unnið verkefni sín án þess að aðildarríkin legðu því til nauðsynlegar bjargir, og skorað á ríki sem hafa dregið saman varnarmála- útgjöld sín að auka þau. Auðvitað er eftir því tekið að eitt af aðildarríkj- unum ver miklu lægra hlutfalli af landsframleiðslu til varnarmála en öll hin. Þótt Ísland eigi engan her, kemur það hins vegar að sjálfsögðu ekki í veg fyrir framlag okkar í formi borgaralegra verkefna eins og þeirra, sem unnið hefur verið að í Afganistan. Á fundi NATO í Búkarest var öllu minna talað um Atlantshafið, sem bandalagið er kennt við, en um Afg- anistan. Íslendingum og Norðmönnum hefur ekki gengið sem skyldi að koma Norður-Atlantshafinu á dagskrá bandalagsins á ný, þrátt fyrir vaxandi hern- aðarumsvif Rússlands, stóraukna eldsneytisflutninga um hafsvæðið og horfur á miklum breytingum á flutningaleiðum vegna hlýnunar loftslags. Samt hanga hagsmunir Íslands á Norður-Atlants- hafi og þátttaka okkar í verkefnum NATO í Afganist- an saman. Ef Ísland leggur sitt af mörkum þar syðra er líklegra að önnur NATO-ríki verði reiðubúin að gefa öryggisþörfum norrænu aðildarríkjanna meiri gaum. Afganistan og Atlantshafið SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Það fór hreinlega um mig hroll- ur þegar ég heyrði borgarstjór- ann okkar lýsa því yfir í kvöld- fréttum í kvöld að „miðborgin væri beinlínis hættuleg“. Eru því engin tak- mörk sett hvað tveir borg- arstjórar - Ólafur F. og Vilhjálmur Þ. - geta fengið af sér að tala miðborgina okkar mikið niður í dómsdagsstíl? Er þetta það sem verslunareigendur þurfa núna á að halda? Að borg- arbúar þori ekki niður í bæ? Er þetta rétta leiðin til að snúa vörn í sókn? Er það þetta sem fasteignaeig- endur í 101 þurfa á að halda? Oddný Sturludóttir oddny.eyjan.is BLOGGARINN Niðurrif borgar Er þetta ekki örugglega Hannes? spurði ég frúna og hún taldi að svo væri. Þessi bljúgi og hófstillti maður fyrir framan Sigmar, ítrekaði ég í for- undran minni. Hannes virtist hafa gengið í gegnum söguleg efnahvörf. Bylt- ingu, liggur mér við að segja, af stærðargráðu Rússnesku bylting- arinnar frá því fyrir 100 árum. Ekki bara viðurkenndi Hannes á sig mistök vegna Laxness- bókarinnar, sem hann ætlar að læra af og breyta eftir, heldur upplýsti hann að hann vilji raun- verulega ekki troða illsakir við auðmanninn Jón Ólafsson. Friðrik Þór Guðmundsson lillo.blog.is Hófstilltur Þá verð ég að lýsa yfir ógleði með fjársöfnun sem formaður Frjálshyggjufélagsins, Friðbjörn Orri Ketilsson, hefur hrundið af stað til styrktar átrúnaðargoð- inu. Réttarkerfið býður ekki upp á það að menn beri við ókunnugleika hvað varðar lög og reglur í landinu. Né heldur að aðrir dómar yfir Háskól- anum eða starfsmönnum hans dragi eitthvað úr alvöru þeirra brota sem Hannes Hólmsteinn hefur framið, en Hannesi finnst við hæfi að draga upp yfirlit yf- ir þau mál á heimasíðu sinni í dag. Helga Sigrún Harðardóttir helgasigrun.blog.is Ógleði Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Stjórnmálaumræður vikunnar í kringum Natófund í Úkraínu er dæmið um þegar lítil þota veltir þungu hlassi. „Póli- tísk umræða á lágu plani,“ segir forsætisráðherra. „Enn eitt dæmið um að ríkisstjórn, þessi og þær sem á undan fóru, ráða ekki við nútímasamskipti í fjöl- miðlun,“ segir almannatengill. Pólitísk umræða úti á túni en ekki á plani Ferðamáti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utan- ríkisráðherra og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem flugu með einkaþotu til Úkraínu á Natófund í vikunni, hefur vakið athygli. Undarlega, neikvæða og tilefnislausa athygli, að mati stjórnvalda og talsmanna þeirra. En veit ekki ríkisstjórnin hvað einkaþota tákn- ar í huga almennings sem nú er sagt að spara? Vissu- lega var umræðan mikil. En kannski er þetta samt hið besta mál, þotan á spottprís, dýrmætur tími sparast til góðra verka, hótelkostnaður lækkar og ferðalúnir ráð- herrar fá aukanætur í faðmi fjölskyldunnar. Kynn- ingin var hins vegar ekki gott mál. Meira eins og skít- aredding eftir á. Pólitíska umræðan fór út um víðan völl, endaði úti á túni og komst á það plan sem for- sætisráðherra vill ekki hafa hana á. En því ræður hann ekki þótt hann sé forsætisráðherra. Geir Haarde er starfsmaður á plani fyrir þjóðina og verður að vera þar sem almenningur er og taka umræðuna sem kemur. Hversu þröngsýn og heimóttarleg sem þjóðarsálin og fjölmiðlarnir kunna að vera. Lítil tilkynning fyrirfram hefði dugað Aðdragandi ákvörðunarinnar um að leigja þotuna er sagður þessi: Farið var yfir verð og tímaplan ráð- herranna tveggja. Dagskrá þeirra var þétt. Þotuleigan gerði tilboð sem var mjög gott en ekki mátti segja frá upphæðinni. Eftir að allir kostir höfðu verið skoðaðir þótti hagkvæmast að leigja þotuna. Sú ákvörðun kveikti á gagnrýninni sem varð býsna heit, bæði í fjöl- miðlum og manna á milli. Bloggsíður loguðu og um- ræður urðu á Alþingi. „Það er með ólíkindum hvernig ríkisstjórnin gerði þetta sjálf að máli,“ segir Jón Hákon Magnússon, ráðgjafi í almannatengslum. „Ráðherr- arnir áttu að segja það strax og að fyrra bragði hvers vegna þeir leigðu þotuna. Það gátu þeir gert þótt verð- Starfsmaður á allt öðru plani SKÝRING 170 fm verslunarhús til sölu við Miðvang í Hafnarfirði. Eign með mikla möguleika og góð áhvílandi langtímalán í erlendri myntkörfu yen/fr.franki. Verslunarhúsnæðið er í Miðvangi 41 við hliðina á Samkaups- verslun. Innréttað sem söluturn og vídeóleiga ásamt öllum innréttingum og tækjum. Flott húsnæði með kerfislofti og flísalögðum gólfum. Loftræstikerfi, flott lýsing. WC, eldhús, lager, skrifstofa og salur. Góðir gluggar á framhlið. Verðhugmynd á allan pakkan er kr 45 milj áhv. lán ca 27 milj. Skipti möguleg. Hafið samband við Jóhannes í s-6151226 eða á skrifstofu Eignavers í s-5532222 Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Til sölu eða leigu – Laust strax 170 fm verslunarhúsnæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.