24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 6
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is 07.30 Ég mæti í vinnuna ogbyrja á því að und- irbúa staðinn fyrir daginn. Sum hjól þarf að setja út til að geyma fyrir utan yfir daginn og svo nota ég tímann áður en ég opna til þess að grynnka á hjólunum sem á eftir að klára frá því í gær. 08.00 Verkstæðið er opnaðog ösin byrjar strax. Margir kjósa að koma með hjólin sín áður en þeir mæta í vinnu eða skóla og þess vegna er mikill um- gangur hjá mér snemma á morgn- ana. Á milli þess sem ég tek á móti viðskiptavinum geri ég við hjólin. Það er ýmislegt sem þarf að gera. Sem dæmi má nefna að stundum eru gjarðir beyglaðar eða dekk sprungin og svo er ekki óalgengt að keðjur ryðgi. Á vorin verður þetta reyndar gjarnan eins og dekkja- verkstæði hjá mér enda margir komnir á nagladekk á veturna, sem þarf að skipta út fyrir sumardekk á vorin. Fólk er farið að hjóla meira og meira á veturna, þótt það fari alltaf eftir tíðarfarinu. Það skiptir engu máli þótt það sé dimmt úti enda gera góðar luktir mikið gagn. Á haustin þegar fer að dimma er einmitt mikið að gera hjá mér við að skipta um batterí og laga lukt- irnar. 12.30 Umgangurinn feraðeins að minnka og ég get notað tækifærið og fengið mér smáhádegismat. Reyndar er það yfirleitt hálfgerður standandi hádegismatur. Maður hellir upp á könnuna og drekkur kaffið stand- andi eins og var alltaf í smiðjunni í gamla daga. 18.00 Nú er komið að lok-un. Ég tek hjólin, sem voru geymd úti, aftur inn og held svo af stað heim á leið. Ég hjóla reyndar ekki sjálfur á milli staða enda ekki alveg í stuði til þess eftir langan vinnudag að fara út að hjóla í öllum veðrum. 20.00 Ég sest á þrekhjóliðmitt heima í stofu og hjóla á fullu í svona 30 til 40 mín- útur á meðan ég horfi á spennandi sjónvarpsþátt. Þetta geri ég til þess að halda mér í formi og mæli með þessu. Þetta er mun ódýrara en að fara á líkamsræktarstöðvarnar, nú og svo er um að gera að horfa á spennuþátt eða góða bíómynd á meðan. Því meiri sem spennan er því hraðar hjólar maður. H́jól vorsins farin að snúast 24stundir með Magnúsi Erni Óskarssyni, eiganda Borgarhjóla ➤ Stofnaði Borgarhjól árið 1983og hefur því starfað við rekst- urinn í 25 ár. ➤ Er vélstjóri og vélvirki aðmennt. ➤ Auk hjólaviðgerðanna leigirhann út hjól, ekki síst til ferðamanna. Nokkur hjól- anna eru til leigu við tjald- stæðið í Laugardal. MAGNÚS ÖRN 24stundir/Kristinn Nú, þegar eldsneytisverð er í hæstu hæðum og bú- ast má við að hitastig muni hækka á komandi dögum og vikum, er freistandi að draga fram hjólhestinn. Ef eitthvað þarf að laga áður en hald- ið er af stað í hjólatúra kemur Magnús Örn Ósk- arsson í Borgarhjólum til skjalanna. Hjóla sjálfur heima í stofu Magnús Örn Óskarsson í Borgarhjólum. 6 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir „Það er slæmt að náttúran skuli ekki eiga sér neinn málsvara í heimabyggð þar sem Vestfirðingar og Íslendingar allir hafa löngum verið stoltir af þeirri einstöku nátt- úrufegurð sem hér þykir vera,“ segir Bryndís Friðgeirsdóttir en hún stendur að endurreisnarfundi Nátt- úruverndarsamtaka Vestfjarða í Hömrum á Ísafirði klukkan 14 í dag. Bryndís segir verkefni samtak- anna náttúruvernd, fræðslu og verndun merkra og fallegra staða. „Svo hefur Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfisráðherra verið að kalla eftir samráði við náttúru- verndarsamtök og þess vegna verð- ur hún heiðursgestur á fundinum,“ segir hún. Að sögn Bryndísar hefur fjöldi fólks þegar skráð sig í samtökin bæði Vestfirðingar og fólk alls staðar að af landinu. „Við sem búum hérna erum svo vön að hafa þetta fyrir augunum en um leið og yrði hróflað við þessu yrði bara stórt sár sem gæti skilið eftir ör. Þess vegna er svo mikilvægt að við sem höfum þetta svæði að láni í einn mannsaldur förum vel með það og skiljum ekki eftir svo djúp ör að þau verði ekki afmáð.“ fifa Vestfirsk Náttúruverndarsamtök endurvakin Náttúran fær mál- svara í heimabyggð að bæta við gagnagrunnum, fjölga notendaleyfum og kaupa meiri þjónustu og því varð verkið um- fangsmeira en við gerðum ráð fyrir í upphafi.“ Þetta segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyr- arbæjar. „Verkið er enn innan kostnaðaráætlunar sem gerð var við upphaf verksins og það sem gildir mestu er að við fáum heild- arlausn sem mun nýtast og þróast með sveitarfélaginu til frambúðar.“ Sigrún segir útboð vegna verks- ins hafa verið unnið samkvæmt þarfagreiningu og í fullu samráði við Ríkiskaup. „Útboðið var unnið eins vel og hægt var. Það sem bætt- ist við var eingöngu til að gera kerf- ið skilvirkara og var ekki fyrirséð.“ Fyrirhugað er að taka kerfið að fullu í notkun á næstu mánuðum, Kostnaður Akureyrarbæjar vegna kaupa og innleiðingar á nýju fjárhags- og upplýsingakerfi, nem- ur nú rúmlega 120 milljónum króna, en upphaflegt tilboð í verkið hljóðaði upp á tæpar 60 milljónir. Samið var við fyrirtækið Applicon vegna verksins, en næsta tilboð á eftir átti HugurAx, upp á tæpar 86 milljónir króna. Kostnaður hefur því tvöfaldast og þrátt fyrir að rúm þrjú ár séu liðin frá undirritun samninga er kerfið ekki enn komið í notkun að fullu og því sér ekki fyrir endann á fjárútlátum bæjarfélagsins. Kostn- aðaráætlun bæjarins hljóðaði upp á tæpar 160 milljónir króna. „Til þess að kerfið gæti nýst sem best í þessum flókna rekstri, sem rekstur sveitafélaga er, þurftum við en ljóst er að innleiðing þess hefur dregist á langinn. „Mistökin sem við gerðum voru þau að ráða ekki sérstakan verkefn- isstjóra yfir verkinu í stað þess að bæta verkefnisstjórninni á starfs- menn bæjarfélagsins. Ef verkefnis- stjóri hefði verið yfir verkinu frá upphafi væri það eflaust komið lengra.“ æþe Nýtt bókhaldskerfi Akureyrarbæjar mun kosta rúmar 120 milljónir Kostnaður hefur tvöfaldast Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skrifstofuna undir 1 þaki Nú hefst síðasta námskeiðið í fluguköstum í T.B.R húsinu Gnoðavogi 1 6. apríl kl 20:00 á þessum vetri. Kennt verður 6., 13., 20. og 27. apríl. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Verð kr 9.000 en kr 8.000 til félagsmanna, gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm STANGAVEIÐIMENN ATHUGIÐ Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 KKR, SVFR og SVH Sumarbústaðurinn er 48,6 fm + stórt svefnloft og er rúmlega tilbúið til innréttinga. Er á fallegum stað undan Búrfelli, nálægt Kerinu í Grímsnes- og Grafningshrepp. Tvö svefnherbergi, baðherbergi, stofa og eldhús. Rafmagn er komið í húsið ásamt köldu vatni en heitavatnið er áætlað að komi á árinu. Húsið stendur á 8.200 fm eignarlóð. Langtímalán til yfirtöku. Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Nýtt sumarhús við Kerið í Grímsnesi sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.