24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 46
YFIRLÝSINGIN 24stundir/Frikki Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD-samtakanna, fædd 06.04.1958 Vonandi getur þú hjálpað mér. Ég er búin að vera í sambandi svona af og til í 8 ár með sama manninum. Ég er 24 ára gömul og í fyrstu hafði ég mjög mik- inn áhuga á að stunda kynlíf með honum en eftir því sem árin liðu minnkaði áhugi minn verulega mikið og varð að engum. Ég hef hins vegar mjög mikinn áhuga á að stunda kynlíf með öðrum mönnum og þegar ég og maki minn erum ekki saman þá leita ég á önnur mið og sef stundum hjá nokkrum mönnum t.d. á einum mánuði. Ég elska maka minn mjög mikið og vil stunda kynlíf með honum og stundum kemur það fyrir að við missum okkur og njótum hvort annars en stundum þegar hann vill þá reyni ég eftir minni bestu getu að komast hjá því. Hvað er að mér og af hverju læt ég svona? Ég elska hann og þrái svo mikið og ég vil endilega laga þetta vandamál mitt. Með ósk um góð svör. Takk takk. Sæl og takk fyrir að leita til femin.is. Þetta er mjög sorglegt ástand hjá þér. Ég les út úr spurningu þinni að þú greinilega þrífst á spennu. Þú þarft spennu og þegar þú finnur hana þá langar þig í kynlíf. En ég skal segja þér eitt elskan mín, kynlíf er svo miklu meira en spenna. Það er innilegt samband og snýst um að gefa og þiggja. Farðu einnig varlega í að stunda kynlíf með nokkrum mönnum á einum mánuði, það getur verið leikur að eldinum. Ég spyr líka, veit þessi maður sem þá átt í sam- bandi við að þú heldur framhjá honum með nokkrum gaurum á mánuði? Það er ekki mikil virð- ing og ást sem þú sýnir honum með því. Kannski þú ættir að íhuga þetta samband og jafnvel prófa að vera ein í smátíma og finna út hvað það er sem þú í raun vilt. En allavega, gangi þér vel. Kveðja Soffía Steingrímsdóttir - Ráð- gjafi hjá femin.is Ég er með þennan vanda eins og margir Íslendingar að finnast matur mjög góður sem er ekk- ert ef það er í hófi. Ég fer í rækt- ina 5 sinnum í viku og er búin að léttast eitthvað en mig langar að léttast meira og ég veit að ég get það en mig vantar ráð um hvernig best er að borða til að auka brennslu hjá mér. Sæl og takk fyrir póstinn. Það eru margir sérfræðingar á sviði næringar, t.d. næringar- fræðingar, næringarþerapistar og einkaþjálfarar. Þá gefur Lýð- heilsustofnun út leiðbeiningar um hollt og gott mataræði. Ef hins vegar þær leiðbein- ingar sem þú færð hjá þessum aðilum virka ekki fyrir þig, þá gæti verið athugandi að kanna hvort einhverskonar röskun eins og átröskun eða matarfíkn geti verið að þjá þig. Vonandi hjálpa þessar upplýsingar þér. Gangi þér vel og bestu kveðjur Esther Helga - Ráðgjafi hjá femin.is www.matarfikn.is Vantar gott ráð Hef bara áhuga á öðrum en maka mínum LIGGUR Á HJARTA Sendið fyrirspurnir á netfangið: femin@femin.is – Merkt: Fyrirspurn til ráðgjafa vegna 24 stunda Aukinn skilningur á ADHD í skólasamfé- laginu er hagsmuna- mál allra barna. Sæl Sigrún. Mig langar að fá álit hjá þér á vanda mínum. Þannig er mál með vexti að ég er 27 ára, á tvö börn og er gift sjómanni. Þegar ég var 15 ára skildu foreldrar mínir, faðir minn hélt framhjá og þetta varð mjög ljótur skiln- aður þannig að í dag tala ég ekk- ert við föður minn og hef ekki talað við hann í þrjú ár. Þetta hefur legið á mér í mörg ár og ég hef ekki náð almennilega að vinna úr þessu af því síðast- liðin þrjú ár hefur mér farið að líða verr og verr. Ég er farin að borða mikið, maðurinn minn er búinn að vera sjómaður síð- astliðin 2 ár og mér finnst það mjög erfitt af því að hann var mitt öryggisnet. Þegar hann er heima er ég sáttari, ég borða minna og næ að ráða betur við sjálfa mig, en þegar hann er ekki heima þá borða ég stanslaust, missi áhuga á öllu og finnst ekkert skemmtilegt. Þegar ég átti seinna barnið þá fékk ég smá fæðingarþunglyndi sem ég sagði engum frá og það bætti ekki vandann. Ég er hrædd við að segja einhverjum frá þessu, ég vil svo mikið hætta að borða og líta vel út en það er alveg sama hvað ég reyni, ég get það ekki. Ég er svo misheppnuð. En það skilur það enginn í kringum mig, það skilur það enginn að það gæti eitthvað verið að hjá mér, ég á bara að vera ánægð og sæl og engin vandamál en ég er með vanda- mál og mig langar að fá smá hjálp við þeim. Vonandi skilurðu þetta. Gætirðu hjálpað mér eða bent mér á eitthvað? Ég bý úti á landi og hef ekki aðgang að höf- uðborginni. Kveðja, ein ráðalaus. Komdu sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina. Af bréfi þínu að dæma er ljóst að það er sitt lítið af hverju að angra þig. Eins og þú segir sjálf þá líður þér illa og vanlíðan þín hefur verið að aukast síðastliðin ár. Mér finnst mjög skiljanlegt að þér líði illa í ljósi þess sem á undan er gengið. Þú talar um að þú eigir erfitt með að ræða þetta við einhvern og mér finnst eins og ástæðan fyrir því sé sú að þú óttist viðbrögð annarra og sért hrædd um að mæta ekki skilningi. Það getur verið mjög erfitt að stíga fyrsta skrefið og leita sér hjálpar, en stuðningur ástvina getur hins vegar skipt sköpum fyrir þig. Ég hvet þig til að ræða við einhvern um þín mál, þú veist í rauninni ekkert um það hvernig fólk bregst við og hugsar um þig nema þú látir reyna á það. Ég held að það myndi einnig gagnast þér að tala við fagaðila, einkum þar sem þú átt sögu um þunglyndi, en eigi maður sögu um slík tímabil er alltaf hætta á að slík tímabil komi aftur og aftur og verði jafnvel mjög slæm, lendi maður í ein- hvers konar áföllum í lífinu. Af frásögn þinni að dæma gætirðu einnig verið að þróa með þér ódæmigerða átröskun á borð við ofát (binge eating). Í stuttu máli þá einkennist ofát af því að stunda ofát eða ítroðslu, borða mikið magn fæðu á stuttum tíma og meira en flestir aðrir myndu gera við sams konar að- stæður. Þeir eiga við stjórnleysi að etja hvað varðar mat, eiga erfitt með að hætta að borða þó að þeir séu löngu orðnir saddir og borða þar til þeim líður illa. Þeir borða einnig án þess að finna til svengdar. Oft borða þeir í einrúmi þar sem þeir skammast sín fyrir matarvenjur sínar. Þeir hafa yfirleitt lélega sjálfsmynd og hafa jafnvel ógeð á sjálfum sér. Flestir þjást af sektarkennd yfir því að hafa borðað of mikið. Orsakir þess að þróa með sér átröskun á borð við þessa geta verið bæði margvíslegar og f lóknar, en lykilatriði er að um undirliggjandi sálræna erfið- leika er að ræða, sem brjótast út með þeim hætti að fólk hefur þörf til að borða mikið, stunda ofát, líklega í þeim tilgangi að deyfa óþægilegar tilfinningar í skamman tíma. Ég vil hvetja þig til að leita þér hjálpar sem fyrst, þó svo að það sé erfitt fyrir þig. Vandamálin verða bara verri ef þú frestar því að vinna í þínum málum og leita þér hjálpar. Þér er velkomið að hafa samband við okkur hjá sálarlif.is hafirðu hug á að leita þér frekari hjálpar. Gangi þér vel. Kveðja Sigrún Ása Þórðardóttir, sál- fræðingur - Ráðgjafi hjá femin.is www.salarlif.is Veit ekki hvað ég á að gera 46 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Suðurlandsbraut 50 (bláu húsunum við Fákafen) www.gala.is • Sími 588 9925 Opið 11-18 • 11-16 lau. Full búð af flottum fötum frá Pause Café Str: 34-52 Englabörnin Outlet - sala í eina viku komið og gerið góð kaup Laugavegi 51 (áður Iðunn)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.