24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 42
Mjög stórt og flókið í nefi þar sem helst má finna sedrusvið, tóbak, trufflur, skógarbotn, bláber og brómber svo eitthvað sé nefnt. Gífurlega ríkt í munni með þroskuðum ávöxtum, skógarberjasultu og þurrkuðum kryddjurtum. Tignarleg tannín skapa mýkt í munni og áhrifamikill þéttleiki er í fullkomnu jafnvægi við sýru sem gefur heillangan endi. Algjört matarvín sem gengur vel með öllum þungum kjötréttum, sérstaklega villi- bráð og þungum ostum. Tilbúið til neyslu strax en best að geyma í 16-18 ár. Bodegas Valduero er meðal yngri húsanna í vínheiminum til að hafa skapað sér svo stórt nafn fyrir áreiðanlega framleiðslu á eðalvínum. Stofn- að árið 1984 í þorpinu Gumiel de Marcado (í Ribera del Duero- héraðinu) og rekið af Garcia Viadero-fjölskyldunni sem hefur gert nafn hússins að samasemmerki fyrir stöðugleika og gæði. Öll vín- ræktin fer fram í 850 metra hæð yfir sjávarmáli og er byggð ein- ungis á Tinto Fino-þrúgunni sem er einnig þekkt. Eftir margra ára reynslu hafa vínframleiðendur Valduero komist að þeirri niðurstöðu að Tinto Fino dafnar best í bandarískri eik og þar af leiðandi fer öll þroskun fram í henni, ýmist nýrri eða gamalli. Valduero Reserva er geymt í 20 mánuði á eik og 16 mánuði í flösku fyrir sölu. Þrúga: Tempranillo. Land: Spánn. Hérað: Ribera del Duero. 2.720 kr. Vín vikunnar Elísabet Alba Valdi- marsdóttir vínþjónn Valduero Reserva 2000 42 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Á undanförnum árum hafa margir lært listina að elda góðan mat hjá Fríðu Sophiu Böðvars- dóttur enda hefur hún verið dug- leg að halda alls kyns matreiðslu- námskeið samhliða störfum sínum sem heimilisfræðikennari í Víkurskóla í Grafarvogi. Jurtir í mat og te Í skólanum hefur Fríða verið óhrædd við að brydda upp á nýj- ungum og samtvinna heimilis- fræðina við jurtafræðslu og úti- kennslu. „Ég kenni krökkunum til dæmis að tína jurtir úr nátt- úrunni, meðhöndla þær og mat- reiða úr þeim. Þeim finnst rosa- lega skemmtilegt og spennandi að geta notað þær í mat og búið til te,“ segir Fríða og bætir við að jafnframt sé áhersla lögð á hollt mataræði í heimilisfræðikennsl- unni. Á undanförnum árum hefur Fríða einnig haldið fjölda mat- reiðslunámskeiða í Kvöldskóla Kópavogs. Námskeiðin eru af ýmsu tagi og hefur hún til dæmis kennt fólki að matreiða græn- metisrétti, hráfæði, bökur, súpur og brauð. Þá hefur hún boðið upp á sérstök námskeið í mat- argerð fyrir karlmenn, jafnt byrj- endur sem lengra komna. Karlar læra að elda „Mig langaði til að prófa eitt- hvað nýtt og ég er svolítið fyrir að demba mér út í djúpu laugina og sjá hvað gerist,“ segir Fríða um tildrög þess að hún ákvað að halda slíkt námskeið. „Þetta er mjög vinsælt og skemmtilegt námskeið. Ég kenni þeim allt frá grunni upp í að elda stórsteik,“ segir Fríða og bætir við að bak- grunnur þátttakenda sé mjög misjafn. „Þetta eru bæði giftir og einhleypir menn, strákar sem eru að byrja að búa og svo framvegis. Svo er svolítið um að konurnar gefi þeim námskeiðið í afmælis- eða jólagjöf. Það er í tísku núna,“ segir Fríða Sophia sem deilir að lokum uppskriftum að þremur einföldum en góðum réttum með lesendum 24 stunda. Kennir körlum að elda Fríða Sophia Böðvarsdóttir heldur meðal annars matreiðslunámskeið sem eru sérstaklega ætluð karlmönnum. Fríða Sophia kennir fólki listina að elda Kemur börnum og körlum á bragðið Fríða Sophia Böðv- arsdóttir kennir jafnt körlum að elda fljótlega rétti og grunnskólabörn- um að nýta jurtir úr næsta nágrenni til matar- gerðar. ➤ Fríða fékk áhuga á grænmet-ismat þegar hún bjó í Dan- mörku og var um tíma græn- metisæta. ➤ Fríða hefur haldið námskeið íKvöldskóla Kópavogs í 17 ár og unnið sem heim- ilisfræðikennari í sex ár. FRÍÐA SOPHIA 24stundir/Kristinn LÍFSSTÍLLMATUR matur@24stundir.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 Það er meira í Mogganum í dag reykjavíkreykjavík Ópera byggð á lífi Önnu Nicole Smith er nú í smíðum. Óperan verður að öllum líkindum flutt í Konunglegu óp- erunni í London og fellur að sögn handritshöfundar afar vel að óp- eruforminu. Nema hvað? » Meira í Morgunblaðinu Harmleikur á svið Eftir margra vikna stríð Mennta- skólans í Reykjavík og Mennta- skólans í Hamrahlíð hafa ræðulið skólanna lagt niður vopnin. Ræðuliðin féllust í faðma á Klambratúni í gær og hétu hvort öðru heiðarlegri keppni. » Meira í Morgunblaðinu Ræðulið fallast í faðma Magni Ásgeirsson tekur við af Jónsa og syngur titillagið í nýjum Latabæjarþáttum sem sýndir verða um allan heim næsta vetur. » Meira í Morgunblaðinu Magni flytur í Latabæ Laugardagur 5. apríl 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.