24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 15
ið hefði verið trúnaðarmál. Lítil tilkynning til fjöl- miðla með skýringu sem fjölmiðlarnir koma áfram til þjóðarinnar hefði líklega alveg dugað, “ segir Jón Há- kon. En þetta var ekki gert og í staðinn þurfa ráðherr- arnir að búa við gagnrýni úr öllum áttum sem þeir hefðu getað sloppið við. „Það er ótrúlegt að rík- isstjórnin skyldi ekki sjá við jafn fyrirsjáanlegum hlut. Þetta er ástæðan fyrir því að forsætisráðherra, utanrík- isráðherra, talsmenn þeirra og embættismenn, fjöl- miðlar og meira að segja Alþingi hafa eytt í umræður aBjörg Eva Erlendsdóttir Vissulega var umræðan mikil. Kannski er þetta líka gott mál, þotan á spott- prís, dýrmætur tími spar- ast til annarra verka, hót- elkostnaður lækkar og ferðalúnir ráðherrar fá aukanætur í faðmi fjölskyldunnar. um lítið,“ segir Jón Hákon. Hann telur sem sagt að ríkisstjórnin geti hvorki bent á almenning né fjölmiðla og talað um lágkúru. Hún hafi grafið sína eigin gröf. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgöngu- ráðherra og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands, er ekki sammála Jóni Hákoni. Skilningsleysið ekki ríkisstjórnarinnar Róberti finnst umræðan vera á lágu plani og þar sé ekki við ríkisstjórnina að sakast. Þvert á móti finnst honum Geir H. Haarde hafa útskýrt málið vel í Kast- ljósi sjónvarpsins. Gagnrýnina á stjórnvöld telur Ró- bert til marks um að umræðan sé ekki mjög nútíma- leg. „Ég hefði haldið að skilningur á mikilvægi þess að spara tíma væri meiri, “ segir Róbert Marshall. „Ég taldi líka að almenningur hefði skilning á því að fólk sem ferðast um allan heim sem fulltrúar þjóðarinnar reyni að ferðast þannig að sem flestar nætur væru heima með fjölskyldunni.“ Enn er ekki alveg upplýst hver var á hvaða plani, hvort það er ríkisstjórnin eða almenningur sem ekki kann á nútímann. Eða hver er ástæða þess að stjórn- völd og fjölmiðlar nota dýrmætan tíma í umfjöllun um ómerkileg mál, eða gera merkileg mál ómerkileg með umfjöllun á lágu plani. beva@24stundir.is 24stundir LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 15 Var spurður að því austur í sveitum hvað mér þætti um þá fullyrðingu borgarstjórans að ástandið í miðbæ Reykjavíkur væri allt Framsókn að kenna. Því er fljótsvarað, – mér þykir heldur vænt um þessa uppákomu. Ekki svo að skilja að mér þyki níð af þessu tagi í lagi. Það er hitt að þegar það verða svona yfirskot í nornaveiðum þá er það yfirleitt til marks um að élinu sé að linna. Sú tíska að hrauna yfir Fram- sóknarflokkinn með fúkyrðum fer að verða úrelt og brosleg og það er gott. Afhjúpar fáránleikann. Grunnfærin umræða Þessi tíska hefur ekki haft neitt með ytri veruleik eða staðreyndir að gera heldur aðeins þá tilhneig- ingu að grunnfærin umræða velur sér yfirleitt sökudólg og fórnar- lamb eftir hentugleikum en ekki réttlæti eða eðli máls. Einfaldast er að geta notað sama sökudólg- inn í mörgum málum. Best að hann sé ekki of stór og hafi verið skammaður áður. Þess vegna var auðveldara að benda á Framsókn- arflokkinn sem sökudólg þegar þjóðin varð þreytt á síðustu rík- isstjórn eftir 12 ára valdasetu. Það er miklu erfiðara að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn með allri sinni magt jafnvel þó ábyrgð þeirra sé oft augljóslega meiri. Með höfuðið í handarkrik- anum Þegar sá sem hér ritar var að byrja í blaðamennsku fyrir ald- arfjórðungi var mjög í tísku að kenna bændum um allt sem af- laga fór. Alvitringar umræðuþátt- anna voru vinsælastir ef þeir voru til í að kenna bændum um hátt matarverð, uppblástur á hálend- inu, slæma stöðu ríkissjóðs og al- menn leiðindi í samfélaginu. Það seldi. Bændur sjálfir gengu með höfuðið í handarkrikanum og sögðust vera skólabílstjórar. Það var breið almenn samstaða um að mótmæla því ekki að bændum væri ofaukið, þeir væru afætur og lífsform þeirra úrelt. Fjölmiðlar hlupu þá sem nú hratt eftir tísk- unni. Þetta ástand þjappaði stéttinni ekki saman sem þó hefði þurft heldur logaði allt í ófriði og menn leituðu sökudólga meðal heiðarlegra talsmanna. Allir kenndu öllum um og voru vin- sælir í blaðaviðtölum fyrir vikið. Svo hætti þetta og þá ber svo við að allir þakka sér. Allt í einu ganga bændur uppréttir. Skólabíl- stjórar sem eiga örfáar skjátur gera nú tilkall til að vera kallaðir bændur og sama gera menn á borð við forstjóra Össurar. Kratar meira að segja keppast við að skrökva því að þeir hafi aldrei verið á móti hefðbundnum bændum. Það styttir upp! Hvað gerðist. Mjög margt örugglega. Kannski voru það menn á borð við Baldur Her- mannsson, Jónas Kristjánsson og Jón Baldvin Hannibalsson sem sneru þróuninni við. Rétt eins og Ólafur F. kann að gera gagnvart Framsóknarflokknum því auðvit- að var þetta allt vitleysa að kenna bændum um og enn meiri steypa að gera Framsóknarflokkinn að allsherjar pólitískum blóraböggli. Hann á auðvitað sitt hól og sínar skammir rétt eins og aðrir. En það sem mestu skiptir er að heimska kemur alltaf upp um sig og gengur á endanum fram af fólki. Svona eins og samfylking- arstubbarnir sem fyrir jól báru fyrir sig Framsóknarflokk því þá giltu ennþá fjárlög gömlu rík- isstjórnarinnar en gleymdu sér hinir glópskustu og spiluðu sömu plötuna eftir jól! En meðan hríðin stendur er mikilvægt að framsóknarmenn haldi ró sinni – svo styttir upp! Höfundur er alþingismaður Er allt Framsóknar- flokknum að kenna? VIÐHORF aBjarni Harðarson Það var breið almenn sam- staða um að mótmæla því ekki að bændum væri ofaukið, þeir væru afætur og lífs- form þeirra úrelt. Fjöl- miðlar hlupu þá sem nú hratt eftir tískunni. Nú líka í Reykjavík www.marangoni.com MADE IN ITALY SKEIFUNNI 5, REYKJAVÍK, S. 581 3002 DRAUPNISGÖTU 5, AKUREYRI, S. 462 3002 ÞVERKLETTUM 1, EGILSSTÖÐUM, S. 471 2002 þar sem hjólin snúast Umboðsaðili á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.