Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PÁFI VILL EININGU Benedikt páfi XVI tók við embætt- inu við hátíðarmessu á Péturstorginu í gærmorgun og voru hundruð þús- unda manna viðstödd. Páfi hvatti mjög til einingar allra kristinna manna og sagði að „einn hirðir“ ætti að gæta hjarðarinnar. Hann hvatti fólk til að biðja fyrir sér og sagði embættið afar erfitt. Páfi bauð full- trúa annarra kristinna kirkjudeilda á staðnum og gyðinga velkomna, sagði gyðinga deila dýrmætum arfi með kristnum. Bensínstöð við LSH Áform borgaryfirvalda um að koma Essó-bensínstöð fyrir á reitn- um við Umferðarmiðstöðina í Reykjavík, kom þeim sem annast hafa skipulagningu nýs húsnæðis fyrir Landspítala – háskólasjúkrahús á Hringbrautarsvæðinu nokkuð á óvart. Telja stjórnendur LSH ekki heppilegt að hafa bensínstöð svo ná- lægt nýjum spítala. Íslandsmeistarar í brids Ásmundur Pálsson og Guðmundur Páll Arnarson urðu í gærkvöldi Ís- landsmeistarar í tvímenningi í brids. Voru þeir að vonum kampakátir með sigurinn. Reyndar er Ásmundur eng- inn aukvisi þegar að brids kemur en hann hefur 22 sinnum hampað Ís- landsmeistaratitli í íþróttinni. Hverfa frá Líbanon Sýrlendingar hafa nú flutt nær all- an her sinn frá Líbanon og er aðeins eftir lítill herflokkur sem tekur þátt í kveðjuathöfn á morgun. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í fyrra ályktun um að hernámsliðið ætti að fara frá Líbanon. Árás úr launsátri Ráðist var á lækni úr launsátri við heimili hans sl. föstudag. Var árás- armaðurinn handtekinn síðar um kvöldið og á laugardag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík. Læknirinn hlaut áverka í andliti og er hugsanlega rifbeinsbrotinn. Kínverjar líti í eigin barm Japanskir ráðamenn segja að Kín- verjar ættu að lagfæra eigin kennslu- bækur í sögu, þar sé boðið upp á ein- hliða mynd af heimi þar sem Kín- verjar hafi alltaf rétt fyrir sér. Er með þessu verið að svara ásökunum um að Japanar leyfi notkun kennslu- bóka sem geri lítið úr hryðjuverkum þeirra í stríðinu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Dagbók 30/32 Fréttaskýring 8 Myndasögur 30 Viðskipti 11 Víkverji 30 Vesturland 12 Velvakandi 31 Erlent 13 Staður og stund 32 Daglegt líf 14/15 Leikhús 33 Menning 16, 33/37 Bíó 34/37 Umræðan 17/22 Ljósvakar 38 Forystugrein 20 Veður 39 Minningar 23/28 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÚRSKURÐARNEFND þjóðkirkj- unnar telur að sr. Hans Markús Haf- steinsson sóknarprestur í Garða- prestakalli hafi gerst ber að margvíslegum aga- og siðferðisbrot- um. Telur úrskurðarnefndin ekki nægilegt að veita honum áminningu þar sem á liðlega einu ári hafi verið reynt til þrautar öll úrræði sem unnt var að grípa til svo leysa mætti þann alvarlega samskiptavanda sem uppi er í Garðasókn. Segir úrskurðar- nefndin að sr. Hans Markús beri mesta ábyrgð á því hvernig málum sé komið í sókninni. Úrskurðarnefndin telur því óhjá- kvæmilegt að leggja til við biskup Ís- lands að sr. Hans Markús verði flutt- ur til í starfi eins og sóknar- nefndarformaður og varaformaður ásamt djákna í Garðasókn kröfðust. Sr. Hans Markús, sem vísaði mál- inu til úrskurðarnefndar, krafðist þess að Matthías G. Pétursson sókn- arnefndarformaður og Arthur Far- estveit varaformaður yrðu áminntir svo og að Nanna Guðrún Zoëga djákni og Friðrik J. Hjartar, prestur í Garðasókn, yrðu flutt til í starfi. Hann sakaði m.a. Nönnu Guðrúnu um að hafa staðið fyrir einelti, m.a. með sms- skeytum úr síma eiginmanns hennar en úrskurðarnefndin taldi slíkt ósann- að. Þó lá fyrir í málinu að eiginmaður hennar hafi sent sr. Hans óviðeigandi sms-skilaboð. Fullyrti Nanna Guðrún ítrekað að hún hafi ekki vitað af því. Bað hún sr. Hans afsökunar á þessu fyrir hönd manns síns. Sr. Hans hélt því fram að Matthías og Arthur hefðu ginnt hann til sam- starfs við sálfræðing. Hefði það verið sérlega ámælisvert að ginna hann til samstarfs við sálfræðing sem ljóst hafi verið allan tímann að myndi brjóta þagnarskyldu gagnvart sér og aðrar laga- og siðareglur um trúnað- arskyldu heilbrigðisstétta með starfs- aðferðum sínum. Matthías og Arthur neituðu þessu. Var ekki ginntur til samstarfs við sálfræðing Úrskurðarnefndin segir um þetta að sr. Hans Markúsi hafi mátt vera það ljóst þegar fenginn var utanað- komandi aðili til að skoða vandamálin í sókninni að niðurstaðan kynni að verða sú að hann sjálfur ætti þar ein- hvern hlut að máli. Úrskurðarnefndin telur því að ekki sé hægt að halda því fram að hann hafi verið ginntur til að samþykkja þessa vinnu. Hafi hún ver- ið hluti af sáttargjörð sem var hand- söluð á fundi með vígslubiskupi 10. apríl 2004 og sem sr. Hans Markús var aðili að. Nefndin telur þó, í umfjöllun sinni um það sjónarmið hans þess efnis að niðurstaða sálfræðingsins hafi ekki verið kynnt honum og sóknarnefnd hafi ekki gefið honum kost á að tjá sig um fyrirhugað bréf til biskups, að Matthías og Arthur hafi brotið meg- inreglur stjórnsýslulaga um and- mælarétt. Ekki hafi verið séð til þess að sálfræðiniðurstöðurnar væru kynntar prestum og djákna og þeim gefinn kostur á að tjá sig um þær áður en sálfræðingurinn fundaði um þær með sóknarnefnd eða biskupi. Í málavaxtalýsingu er greint frá því af hálfu Arthurs að í bréfi eiginkonu sr. Hans Markúsar til biskups, en eig- inkonan er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hafi því bein- línis verið hótað að embætti hennar yrði beitt í málinu. Í bréfi ríkislög- reglustjóra hafi verið beðist afsökun- ar á þeim mistökum að sent hafi verið bréf í nafni embættisins til biskups. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar um deilurnar í Garðaprestakalli Prestur ber mesta ábyrgð Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is  Alvarlegur/10 34 ÁRA karlmaður var á laugardag úrskurðaður í fjögurra vikna gæslu- varðhald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík vegna árásar á lækni sem m.a. hefur sinnt hefur rannsóknum í sakamálum fyrir lögreglu. Árásin var gerð úr launsátri við heimili læknisins síðdegis á föstudag og var árásarmað- urinn handtekinn síðar um kvöldið. Læknirinn hlaut áverka í andliti, þó ekki andlitsbeinbrot, en er hugsan- lega rifbrotinn. Gerð var krafa um gæsluvarðhald yfir árásarmanninum og tók Héraðsdómur Reykjavíkur kröfuna til greina. Árásarmaðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglu áður, hann er í fullu starfi og hefur auk gæsluvarðhaldsins verið gert að sæta geðrannsókn. Fyr- ir dómi játaði hann árásina en kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæsta- réttar. Lögreglan frétti af hótunum í vikunni Árásarmaðurinn hafði í aðdrag- anda árásarinnar haft í hótunum við lækninn og ónáðað hann. Læknirinn lét lögreglu vita af málinu í síðustu viku án þess þó að hann legði fram kæru á hendur manninum. Hótanir mannsins ágerðust uns hann lét til skarar skríða á föstudag. Árásarmað- urinn mun hafa talið sig eiga erindi við lækninn vegna starfa hans og byrjaði að hóta honum fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglunnar þekkj- ast þeir ekkert. Hörður Jóhannesson yfirlögreglu- þjónn segir að rannsókn lögreglunnar beinast að því m.a. að upplýsa hvort árásarmaðurinn teljist sakhæfur og sé gæsluvarðhaldinu ætlað að taka hann úr umferð þar sem talið sé að hann sé hættulegur lækninum. Hörð- ur staðfestir að engin barefli eða ann- ars konar vopn hafi verið notuð við árásina. Búist er við að Hæstiréttur taki af- stöðu til kæru sakborningsins innan nokkurra daga. Ráðist var á lækni úr launsátri við heimili hans Hafði fengið hótanir frá manninum lengi FJÖLSKYLDUDAGUR var haldinn í Gróttu í gær þar sem ýmislegt var á boðstólum fyrir gesti og gangandi. Boðið var upp á tónlistaratriði og veitingar í Fræðasetri Gróttu og Gróttuviti var opinn. Hægt var að komast í eyjuna á fjöru milli kl. 11 og 14 og nýttu sér það fjöl- margir, gengu fjöruna og nutu náttúrunnar. Ugla Evu- dóttir Collins og Agnes Marí Gunnarsdóttir voru með fötu meðferðis og könnuðu hvað leyndist í pollunum. Morgunblaðið/Sverrir Gróttudagur í blíðskaparveðri ÞRIGGJA ára barn var hætt komið þegar það féll í Þing- vallavatn við Skálabrekku skömmu fyrir klukkan fjögur á laugardaginn. Foreldrunum tókst að bjarga því á land en þá hafði barnið misst meðvitund. Faðirinn beitti blástursmeð- ferð og náði barnið þannig með- vitund á ný. Kallað var á sjúkrabíl frá Reykjavík sem tók við barninu eftir að foreldrarnir höfðu ekið til móts við hann. Fékk barnið meðferð á Landspítalanum við komuna til Reykjavíkur. Í annað sinn á viku Þetta er í annað sinn á stutt- um tíma sem barni er bjargað meðvitundarlausu á land eftir slys við sjó eða vatn. Á fimmtu- dag varð sams konar slys við Kolgrafafjörð þar sem tvö þriggja ára börn féllu í sjóinn, þar af missti annað þeirra með- vitund. Í bæði skiptin voru það fullorðnir sem björguðu lífi barnanna með skyndihjálp. Barn hætt komið við Þing- vallavatn SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins var kallað að íbúð í húsi við Tjarnarbraut í Hafnarfirði í gær á þriðja tímanum. Þar hafði kviknað í eldhúsi út frá feiti. Þrátt fyrir að slökkvistarf hefði gengið fljótt og vel, urðu talsverðar skemmdir af völdum eldsvoðans. Engan sakaði. Kviknaði í eld- húsi í Firðinum GÁMAFLUTNINGABÍLL með full- hlaðinn gám af fiski fór útaf í beygju í Námaskarði og valt síð- degis í gær. Bílstjórinn var fluttur til aðhlynningar á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Bíllinn var á leið frá Seyðisfirði til Dalvíkur og segir lögreglan að svo virðist sem hann hafi farið of hratt í beygju. Þá varð bílvelta við Höfn á Sval- barðsströnd í gærkvöldi. Ökumað- ur missti stjórn á bílnum og hlaut bakmeiðsl. Var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Tvær bílveltur úti á vegum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.