Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TIL SÖLU 3.000 FM í verslunarkjarna í Reykjavík Af sérstökum ástæðum er til sölu 3.000 fermetra verslunar-, skrifstofu-, og/eða þjónustuhúsnæði í einum fjölsóttasta verslunarkjarna í Reykjavík. Staðsetning og fyrirkomulag hússins býður upp á margvíslega nýtingu. Eignin getur verið laus til afhendingar í september nk. jafnvel fyrr. Verðhugmynd 375 milljónir króna. Allar nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson. Er R-listanum að takast að endurvekja hjólbörumenninguna aftur? Lífeyrissjóðakerfiðstendur frammifyrir miklum vanda þrátt fyrir metávöxtun á eignum sjóðanna á síðasta ári og auknar greiðslur til þeirra um fimmtung sam- kvæmt ákvæðum síðustu kjarasamninga á almenn- um vinnumarkaði. Ástæður þessa eru margþættar, en má í aðal- atriðum skipta í þrennt. Í fyrsta lagi hefur meðalævi Íslendinga lengst ár frá ári sem eðlilega eykur skuld- bindingar sjóðanna sem því nemur. Í öðru lagi hafa útgjöld lífeyrissjóðanna vegna ör- orkulífeyris vaxið mikið síðustu misserin og eru verulega meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í þriðja og síðasta lagi hafa laun hækkað mjög mikið síðasta áratuginn og það eykur á vanda sjóðanna, þar sem laun hækka yfirleitt eftir því sem líður á starfsævina. Í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga vorið 2004 var ákveðið að bregðast yrði við þess- um vanda og var sameiginleg líf- eyrisnefnd Alþýðusambands Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins sett á laggirnar til að fara yfir möguleg úrræði í þessum efnum. Samkomulag liggur fyrir í öllum aðalatriðum um það hvernig bregðast skuli við. Í fyrsta lagi voru greiðslur í lífeyrissjóði aukn- ar um eitt prósentustig frá síðustu áramótum og annað bætist svo við í ársbyrjun 2007. Eftir það verða greidd 12% af launum á almennum vinnumarkaði í lífeyrissjóð, þar sem launþegi greiðir 4% og at- vinnurekandi 8%. Í öðru lagi hafa verið teknar upp viðræður við stjórnvöld um mögulega aðkomu almannatryggingakerfisins að því er varðar örorkulífeyri og í þriðja lagi hefur verið ákveðið að hverfa almennt frá jafnri ávinnslu rétt- inda í lífeyrissjóðum yfir í aldurs- háða ávinnslu, en þar er um grundvallarbreytingu að ræða, sem hefur áhrif á nánast alla virka félaga í lífeyrissjóðunum aðra en þá sem þegar eru komnir á lífeyri. „Milda“ aðferðin Samkvæmt núverandi kerfi ávinnur fólk sér sömu réttindi til lífeyris alla starfsævina, þó iðgjöld í lífeyrissjóð sem greidd eru snemma á starfsævinni og eiga eftir að ávaxtast lengi séu augljós- lega mun verðmætari en iðgjöld sem greidd eru ári áður en lífeyr- istaka hefst svo dæmi sé tekið. Á þessu tekur aldursháða ávinnslan, því réttindi sem ávinnast eru á hverjum tíma háð ávöxtunartíma iðgjaldsins. Það skapar hins vegar vanda gagnvart þeim sem hafa framan af starfsævinni verið í jafnri ávinnslu og fengið hlutfalls- lega lítil réttindi fyrir sín iðgjöld í trausti þess að það jafnaðist þegar liði á starfsævina. Ef ekkert yrði aðgert yrðu þeir fyrir skerðingu á þeim lífeyri sem þeir annars hefðu mátt eiga von á. Hafa ýmsar leiðir verið skoðaðar í þessum efnum, en lífeyrisnefnd aðila vinnumarkað- arins hefur komið sér niður á svo nefnda „milda“ aðferð við yfir- færsluna í aldursháða kerfið. Hún er fólgin í því að þeir sem hafa greitt í jafnri ávinnslu til þessa fái að gera það áfram út starfsævina með ákveðnum takmörkunum, sem þýðir skerðingu á réttindum í samanburði við óbreyttar reglur, en sú skerðing er mismunandi fyr- ir hvern og einn einstakling. Þetta þýðir að það mun taka 30–40 ár fyrir jafna ávinnslukerfið að deyja út. Samhliða verður tekin upp ald- ursháð ávinnsla fyrir þá sem koma nýir út á vinnumarkaðinn og einn- ig fyrir þá sem eru komnir út á vinnumarkaðinn til þess að gera nýlega. Útfærslu þessara hugmynda má sjá í tillögum að samþykktum sameinaðs lífeyrissjóðs sjómanna og Framsýnar, en ársfundir sjóð- anna eru fyrirhugaðir í þessari viku. Þar verður væntanlega til þriðji stærsti lífeyrissjóður lands- manna, en í tillögunum er við það miðað að einungis sé heimilt að greiða 10% iðgjald í jafnri ávinnslu og að upphæð iðgjaldsins verði ekki hærra en sem nam iðgjaldi ársins 2003. Það sem umfram er, þ.e. tvö prósentin sem vantar upp á 12% iðgjald og hærri laun en ið- gjöld voru greidd af árið 2003, skapa réttindi skv. almennum reglum sjóðsins um aldursháða ávinnslu. Ekki fyrirheit Í athugasemdum með þessum tillögum segir að sú stórfellda kaupmáttaraukning sem orðið hafi síðustu áratugina sé umfram það sem reikniforsendur fyrir jafnri ávinnslu voru miðaðar við og ekki sé heldur miðað við hækkandi hundraðshluta iðgjalda. „Sjóðirnir hafa ekki gefið fyrir- heit um að menn geti greitt í jafnri ávinnslu af síhækkandi tekjum, þar sem að tekjur á seinni hluta starfsævinnar yrðu til muna hærri en á fyrri hlutanum, en við þær að- stæður hallar verulega á sjóðinn, svo mjög að það gæti leitt til þess að skerða þurfi réttindi allra sjóð- félaga einungis vegna þessa trygg- ingafræðilega ójafnvægis. Það er því bæði eðlilegt og nauðsynlegt að festa verðmæti þess hámarks- iðgjalds sem menn fá áfram lagt til grundvallar jafnri réttinda- ávinnslu,“ segir þar. Fréttaskýring | Lífeyrissjóðakerfið Þak sett á jafna ávinnslu Fá ekki að greiða í jafnri réttinda- ávinnslu af síhækkandi tekjum Lífeyrissjóðirnir hafa það hlutverk að tryggja tekjur fólks þegar ellilífeyrisaldri er náð. Margfaldur munur á örorkulífeyrisgreiðslum  Margfaldur munur er á ör- orkulífeyrisgreiðslum lífeyris- sjóða á almennum markaði og hjá hinu opinbera. Þannig var örorkulífeyrir tæp 5% af lífeyr- isgreiðslum opinberu sjóðanna á árinu 2003 en á almennum mark- aði var þetta sama hlutfall tæp 27%. Þá gerir lengri meðalaldur það að verkum að skuldbind- ingar sjóðanna hafa vaxið um tæpt eitt prósentustig. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is FASTAFULLTRÚI Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum ítrekaði stuðning Íslands við Alþjóðaglæpa- dómstólinn í Haag og aðra dómstóla sem hafa umboð til að ákæra menn fyrir stríðsglæpi og þá sem brotið hafa gegn mannréttindum, á fundi allsherjarþings SÞ í síðustu viku. Á fundinum var fjallað um skýrslu Kofis Annans um þróun, öryggi og mannréttindi. Í ræðu sinni sagði Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúi Íslands, enn fremur að Ísland styddi úttekt Kofis Annans aðalritara á núver- andi stjórnkerfi mannréttinda hjá SÞ. Annan hefur m.a. lagt til að stjórnkerfið verði minna í vöfum og verði útnefnt af öllum aðildarríkjum SÞ. Hefur Annan sagt að trúverð- ugleiki og fagmennska Mannrétt- indanefndar SÞ hafi minnkað í nú- verandi mynd. Hjálmar sagði að Ísland styddi yfirlýsingar Annans um mikilvægi þess að vernda fórnarlömb sem í hlut eiga þegar mannréttindabrot og þjóðarmorð eru annars vegar. Bregðast yrði við í samræmi við stofnskrá SÞ, enda skylda heimsins að bregðast við þegar mannréttindi væru brotin. Fundurinn í allsherjarþingi SÞ í liðinni viku um skýrslu Kofis Ann- ans er fyrsti fundur af fjórum sem haldnir verða til að fjalla um efn- isþætti skýrslunnar næstu tvær vik- ur. Skýrslan er liður í vinnu við endurbætur á skipulagi og starfs- háttum SÞ. Ísland styður breytingar á SÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.