Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 23 MINNINGAR HELGA DANÍELSDÓTTIR frá Bjargshóli, Miðfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 26. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd vandamanna, Þórir Daníelsson. Eiginmaður minn, EYJÓLFUR BJARNASON frá Kyljuholti, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði laugar- daginn 23. apríl. Guðrún Kristjánsdóttir og vandamenn. Ástkær systir okkar, SVANHILDUR ÓLAFSDÓTTIR Vesturholtum, Þykkvabæ, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 22. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Systkini hinnar látnu og fjölskyldur. ✝ Heiður Sveins-dóttir fæddist á Húsavík 30. septem- ber 1946. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík 18. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Júlíusson frá Húsa- vík, f. 20.2. 1916, d. 28.4. 1969, og Magn- ea Ingigerður Guð- laugsdóttir frá Eyr- arbakka, f. 19.9. 1912, d. 31.8. 1971. Systkini Heiðar eru: 1) Helga Sveinsdótt- ir, f. 15.5. 1938, d. 16.11. 1976, maki Hans Guðmundur Hilaríus- son. 2) Hörður Sveinsson, f. 24.6. 1943, maki Bára Þórðardóttir. 3) Eggert Sveinsson, f. 6.12. 1950, maki Aðalheiður Svanhvít Magn- úsdóttir. Hinn 28. september 1968 giftist Heiður Ragnari Valssyni, f. 22.8. 1944. Foreldrar hans voru Bjarni Valur Sveinbjörnsson, f. 24.12. 1915, d. 16.8. 1989, og Bergljót Sigurðardóttir, f. 18.3. 1918, d. 7.8. 2004. Heiður og Ragnar eign- uðust tvö börn. Þau eru: 1) Sveinn Ragnarsson, f. 5.2. 1969, maki Guðrún Edda Bragadóttir, synir þeirra eru Ragnar Bragi Sveins- son, f. 18.12. 1994, og Konráð Valur Sveinsson, f. 24.8. 1996. 2) Berglind Ragnarsdóttir, f. 1.8. 1972, maki Karl Áki Sigurðsson, dóttir þeirra er Heiður Karlsdóttir, f. 10.3. 2005. Karl Áki á fyrir soninn Sigurð Orra Karls- son, f. 26.1. 1993. Heiður ólst upp á Húsavík og lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Húsavík- ur, fluttist síðan til Reykjavíkur þar sem hún stundaði nám og lauk verslunarprófi og námskeið- um í bókhaldi og rekstri fyrir- tækja. Hún starfaði um nokkurra ára skeið hjá Landmælingum Ís- lands. Árið 1968 stofnuðu þau hjónin Bílaklæðningar hf. og starfaði hún við fyrirtækið alla tíð. Heiður var mjög listhneigð og stundaði hún það áhugamál sitt mikið, sérstaklega hin síðari ár, og liggja eftir hana mörg mál- verk. Útför Heiðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku besta mamma, kveðjustund- in er komin í þessu lífi. Þótt innst inni höfum við vitað í hvað stefndi er söknuðurinn ótrúlega sár. Ég man varla eftir þér öðruvísi en að berjast við sjúkdóminn þinn síðastliðin nær tuttugu ár. Hvílík barátta, dugnaður og þrautseigja. Aldrei var í myndinni að gefast upp. Umhyggja þín og hjálpsemi fyrir okkur í fjölskyldunni, pabba, okkur systkinum, tengdabörnum og barna- börnum var ótrúleg. Ef þú varst beð- in um eitthvað sem þú gast gert, þá var það gert og helst meira. Máltæk- ið: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur á örugglega hvergi betur við en nú. Minningarnar um heimabökuðu pítsurnar þínar sem voru fastur liður á föstudögum hjá fjölskyldunni, bestu pítsur sem hægt var að fá. Bræðurnir löbbuðu til ömmu og fengu súkkulaðiköku og mjólk og ófá- ar voru þær bíóferðirnar sem þið fór- uð saman. Helgarnar í sveitinni með grillveislum og tilheyrandi. Fylgjast með framvindunni á málverkunum sem þú málaðir og ekki var minni natnin við garðræktina og gróður- setninguna á plöntum og trjám. Og þegar fyrir stuttu öll fjölskyldan fór og fylgdist með úrslitakeppninni í fótbolta með Ragnari Braga. Skírn- arveislan 10. apríl sl. þegar þú fékkst nöfnu þína sem þú hélst undir skírn og varst svo stolt af bæði nafni og henni, auk fjölda annarra minninga um þig og það sem þú tókst þér fyrir hendur, er aðeins lítið brot af minn- ingunni sem lifir í hjarta mínu um aldur og ævi. Skarðið sem þú skilur eftir þig er ótrúlega stórt. Þú varst ekki bara mamma heldur einnig vinur og starfsfélagi. En ég veit að þér líður vel í dag og ert örugglega farin í göngutúr með henni Perlu þinni. Það er með einlægum söknuði sem ég kveð þig, elsku mamma mín. Takk fyrir allt saman. Þinn sonur Sveinn. Elsku mamma. Það er með trega og söknuði sem ég kveð þig. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, þú hefur ver- ið bæði frábær móðir og vinur í gegn- um tíðina og stutt okkur systkinin í því sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Það verður erfitt að hafa þig ekki hérna og það verður stórt tóma- rúm sem þú skilur eftir sem verður aldrei fyllt upp í. Frá því ég man eftir mér vorum við alltaf að gera eitthvað skemmtilegt með þér og pabba. Við ferðuðumst mikið saman, fórum á skíði og þegar við vildum byrja í hest- unum þá var það eins og allt annað al- veg sjálfsagt og við áttum allan ykkar stuðning. Toppurinn á öllu þessu brölti okk- ar í gegnum tíðina var þegar við keyptum Laugarvelli. En þar höfum við átt ófáar góðar stundir saman sem gleymast aldrei. Þar eins og ann- ars staðar liggja eftir þig ófáar minn- ingarnar þar sem þú varðir mörgum tímum í að gróðursetja og glæsilegri heimili þar og í Reykjavík er ekki að finna. Einnig varst þú mikill lista- maður og hafðir gaman af að því að mála og eigum við orðið gott safn af frábærum myndum eftir þig sem okkur þykir ótrúlega vænt um. Seinustu mánuðirnir hafa verið erfiðir og sérstaklega undir það síð- asta en aldrei gafst þú upp og varst alltaf jákvæð og sífellt að hugsa um það sem þú ætlaðir að gera í sumar þó að þú vissir innst inni að komið væri að leiðarlokum. Ég vona að ég eigi eftir að reynast henni dóttur minni eins góð móðir og þú en verst þykir mér að þú fáir ekki að kynnast henni nöfnu þinni og sjá hana vaxa úr grasi. Ég vona að þú hafir það gott hvar sem þú ert núna og fylgist með okkur og sérstaklega henni nöfnu þinni sem því miður fær ekki að njóta þess að hafa ömmu sína hjá sér. Þín dóttir Berglind. Jæja, elsku Heiður mín. Nú líður mér mjög einkennilega, að sitja hér og skrifa um þig. Þú fórst með mikilli reisn eins og allt annað sem þú gerðir í þessu lífi. Þú áttir yndislegt hjóna- band með honum elsku Ragga okkar, hjónaband ykkar og vinátta var ynd- isleg sem við Svenni litum upp til. Þið Raggi áttuð saman yndisleg börn, Svenna og Berglindi, sem þú studdir í gegnum allt. Við sem ætluðum að gera svo margt saman í sumar, þú ætlaðir að kenna mér svo margt í garðinum og við áttum eftir að gróð- ursetja hér heima í Skógarásnum. En ég skal setja alparósir og sígrænt í brekkuna hjá stiganum, út af því að þú sagðir að það væri svo fallegt að hafa sígrænt allt árið og það fellir ekki laufin. Ofboðsleg varst þú góð við mig elsku Heiður mín, alveg sama hvað gekk á. Fyrst var ég svolítið feimin við alla þessa góðmennsku en svo naut ég hennar, ég vissi að ég ætti alltaf góðan stað að leita á og alltaf tókst þú mér opnum örmum. Þú varst alltaf svo hlý og góð. Þau voru ófá kvöldin uppi á Laugarvöll- um þar sem við sátum á pallinum með rauðvín í glasi og vorum að dást að folaldsmerunum og tala saman um lífið og tilveruna. Þér fannst ómögu- legt nú undir það síðasta að hafa ekki lyst á rauðvíni en svona er þetta nú sagðir þú. Þú málaðir allar myndir inni hjá okkur Svenna og ég er alltaf svo stolt þegar ég segi að það sé hún Heiður tengdamamma sem hafi mál- að þessar myndir. Mér þykir þó vænst um myndina með appelsínun- um sem þú gafst mér í afmælisgjöf fyrir þremur árum. Alltaf varst þú tilbúin að gera allt fyrir alla þótt þú hefðir alls ekki kraftinn eða þróttinn í það en þú gerðir það nú samt. Þú fékkst nöfnu nú fyrir um sex vikum og þú varst svo stolt, þú varst að velta því fyrir þér hvort öll börn væru svona falleg eða hvort hún Heiður litla væri einstök. Ég sagði að Heiður litla væri einstök því hún bæri nafn ömmu sinnar sem væri einstök kona. Þú vissir að það færi að koma að þessu og við vissum það líka en samt vildum við ekki trúa því. Alltaf hafðir þú tíma til að tala við Ragnar Braga og Konna og gera allt með þeim sem þú gast. Alltaf var súkkulaðikaka í frystinum hjá þér og þeir voru frekar svekktir út í mömmu sína að geta ekki gert eins góða köku og amma. Þeir elskuðu þig svo mikið, elsku Heiður mín, alveg eins og ég sagði við þig, elsku Heiður mín: „Maður upp- sker eins og maður sáir.“ Guð minn góður hvað við eigum eftir að sakna þín mikið en þú lifir ennþá hjá okkur og í hjörtum okkar og þú ert búin að fá hvíldina þína. Nú ert þú sennilega í góðum göngutúr í rauðu sætu úlpunni þinni með Perlu einhvers staðar. Þín elskandi tengdadóttir Guðrún Edda. Elsku amma mín, takk fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Takk fyrir að passa mig öll árin sem við áttum saman. Takk fyrir góða samveru og njóttu þess að vera hjá Guði og Perlu að eilífu. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn. Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Þinn kæri Konráð Valur. Elsku amma, þetta voru frábærir tímar hjá mér og þér. Við áttum alltaf eftir að fara á skíði saman og líka út að hjóla saman út í Nauthólsvík. Þú gerðir allt fyrir mig og keyptir allt fyrir mig. Þetta verða erfiðir tímar framundan hjá mér og minni fjöl- skyldu og ég elska þig og afa rosa- lega mikið en við reynum að hjálpa hvert öðru og komast af. Þú varst frábær. Ég bíð þín við mánans bleika skin í brekkunni út við sæinn og hlusta á brimsins hæga dyn og hugsa um liðna daginn. Þitt barnabarn, Ragnar Bragi Sveinsson. Mig langar að minnast Heiðar systur minnar með nokkrum orðum. Við ólumst upp á Húsavík hjá um- hyggjusömum foreldrum sem allt vildu fyrir okkur gera. Á heimilinu var allt sem börn þurfa á að halda, ör- yggi, ást og reglufesta, enda kom það fljótt í ljós að Heiður varð snemma mjög ábyrgðarfull og skipulögð manneskja þar sem góðvild og mann- gæska réðu ríkjum. Í þá daga var ekkert sjónvarp og ég minnist oft kvöldanna þegar farið var í heimsóknir til ættingja og vina, til Gunnu frænku suður á Hól eða Gerðu út á Bakka og var þá nóg að gera hjá okkur krökkunum í leikjum og alls konar uppátækjum. Það varð öllum þeim er næst henni stóðu mikið áfall þegar hún aðeins fertug að aldri greindist með þann ill- víga sjúkdóm krabbamein sem lagt hafði marga hennar nánustu að velli langt fyrir aldur fram og mikið féll það henni þungt þegar Gunnar Al- bert Hansson systursonur okkar féll fyrir þessum sama sjúkdómi síðast- liðið sumar aðeins 47 ára gamall. En eins og hennar var von og vísa tókst hún á við veikindin af miklu æðruleysi og aldrei heyrðist hún kvarta. Til marks um það er að undir það síðasta þegar sjúkdómurinn var orðinn verulega aðgangsharður fannst henni alls ekki sjálfgefið að biðja um einhverja sérstaka hjúkrun eða umhyggju. Ég kveð þig, systir, með miklum söknuði og þakka þér fyrir að vera þú sem þú varst og bið almættið að styrkja þína nánustu í þeirra miklu sorg. Hinsta kveðja frá Heiðu, Helgu og Magnúsi Inga. Þinn bróðir Eggert. Það var fyrir 16 árum að ég kynnt- ist Heiði, Ragnari og börnum þeirra. Það var fyrir tilstilli dóttur minnar, en hún og Sveinn voru þá farin að skjóta sér hvort í öðru. Þegar ég upp- götvaði að hún var hætt að skila sér heim á réttum tíma var mér sagt að hafa ekki áhyggjur því hún væri í góðum höndum. Strax frá fyrsta degi leist mér mjög vel á Svein, en ég hafði séð hann á hestasýningum og hesta- mannamótum. Það er nánast ekki hægt að tala um Heiði án þess að nefna Ragga um leið, svo samtvinnuð hafa þau hjón verið hvort heldur er í vinnu eða einkalífi. Það var því mikið lán fyrir dóttur mína og okkur hjónin að kynnast þessu góða fólki. Árið 1988 keyptu þau hjónin Laug- arvelli í Reykholtsdal, þar sem þau hafa eitt ómældum tíma í uppbygg- ingu á allri jörðinni. Höfum við átt ófáar stundir með þeim á Laugarvöll- um í gegnum árin og hefur Heiður töfrað fram hverja veisluna á fætur annarri. Er mér sérstaklega minnis- stæð ein ferð sem við fórum ríðandi frá Reykjavík að Laugarvöllum. Þá reið Heiður Prinsessu, en sú meri átti síðan eftir að verða ein af þeirra að- alkynbótahryssum. Heiði var margt til lista lagt bæði í sambandi við garðrækt og að ég tali nú ekki um öll málverkin hennar sem nú prýða m.a. heimili barnanna þeirra. Hún var nú ekki að hampa sjálfri sér en málverkin segja meira en mörg orð. Hestamennska Heiðar og Ragga hefur aðallega verið hin síðari ár í gegnum börnin þeirra, tengdadóttur og nú hin síðari ár einnig í gegnum barnabörnin, þá Ragnar Braga og Konráð Val. Því miður getur hún ekki fylgst með litlu prinsessunni sem fæddist 10. mars og hefur fengið nafnið Heiður. Með þessum orðum langar okkur hjónin að votta ykkur öllum samúð okkar og vona ég að Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Edda Hinriksdóttir. Einn fæðist og annar deyr. Það er skrítið hvernig lífið er. Einhvern veg- inn er það þannig að við viljum helst að ekkert breytist, að allt sé eins og það er, við erum í raun ekkert nema vaninn. Við viljum hafa þá í kringum okkur sem við elskum og okkur þykir vænt um og það viljum við að sé eilíft. En allt í einu er það ekki svo. Við átt- um okkur á því að lífið er ekki eilíft og því fáum við engu um breytt. Litla fjölskyldan sem býr í tveimur húsum við Skógarás hefur svo sann- arlega fengið að finna fyrir því að lífið er ekki eilíft. Svo snögglega var hún minnt á það að lífið gefur og lífið tek- ur. Hinn 10. mars fæddist í þessa litlu fjölskyldu lítil prinsessa sem núna hefur fengið nafnið Heiður, nánast sama dag hrakar elskulegri ömmu, eftir 20 ára baráttu við hrikalegan sjúkdóm og fáeinum vikum síðar er hún dáin. Og við getum ekkert gert, nema taka utan um fjölskylduna litlu og huggað. Hvaða mikla óréttlæti er þetta? Að taka burt elskaða ömmu, tengdamömmu og ekki síst eiginkonu og vin. Heiður, þessi yndislega mann- eskja sem var nú ekki að bera tilfinn- ingar sínar á torg eða að hampa sjálfri sér. Það var sama hvað hún gerði eða tók sér fyrir hendur, allt var gert fumlaust og fágað, og helst mátti ekki hrósa henni eða dást að henni. Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir í fari Heiðar var hversu smekklega klædd hún var. Hún var mikill fag- urkeri, hvort heldur það var í fatnaði, í skartgripum eða á heimili hennar og Ragga. Allt var vandað og fallegt. Það kom ekki síst fram í málverkum hennar sem eru ótrúlega falleg. Það var fyrir um 18 árum að ég sá fyrst þau heiðurshjón Heiði og Ragn- ar, en það var á heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Austurríki. Þar voru þau stödd með börnum sínum Sveini og Berglindi. Ekki tókust sérstök kynni með okkur þá, en stuttu seinna urðu sonur þeirra Sveinn og Guðrún systir mín par. Höfum við verið með þeim á nokkrum heimsmeistaramót- um síðan og fengið að fagna með þeim þegar bæði börnin þeirra hafa orðið heimsmeistarar í hestaíþrótt- um og geri aðrir betur. Það má segja að frá fyrst degi hafi heimili þeirra hjóna ekki bara opnast HEIÐUR SVEINSDÓTTIR SJÁ SÍÐU 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.