Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 37
Morgunblaðið/Einar Falur Þórarinn Eldjárn rithöfundur útvegar íslenskum tónskáldum kvæði að moða úr. STUNDIN okkar, Sena og Reykjavik Music Productions hafa nú blásið til barnalaga- samkeppni við ljóð Þórarins Eldjárns. Skífan (nú Sena) og Stundin okkar hafa áður unnið að sam- starfsverkefnum sem hafa komið út á geislaplötunum Uppáhalds- lögin okkar og Stóra stundin okkar. Nýverið var ákveðið að halda samstarfinu áfram með út- gáfu nýrrar plötu í haust og framkomum listamanna í Stund- inni okkar en sú breyting frá fyrri verkefnum verður á að í þetta skiptið verða lögin öll ný af nálinni. Leitað var til Þórarins Eld- járns varðandi textasmíðar og leggur hann verkefninu til fjöl- mörg kvæði sem birst hafa í bókum hans Halastjörnu og Grannmeti og átvöxtum. Þá verður leitað til þekktra laga- smiða eftir lögum við ljóð Þór- arins en einnig standa Stundin okkar, Sena og Reykjavík Music Productions (sem framleiðir plötuna) fyrir opinni laga- samkeppni þar sem öllum áhugasömum lagahöfundum er boðið að vera með. Keppnin fer þannig fram að tuttugu og fimm af kvæðum Þórarins verða birt á vefsíðunni www.lagakassi.is en þangað geta lagahöfundar leitað, valið sér kvæði til að semja lag við og sent lagið síðan inn í keppnina. Dómnefnd mun síðan velja bestu lögin, en hana skipa Þórarinn Eldjárn, sem veitir nefndinni formennsku, Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, Hallgrímur Óskarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Music Productions, Eggert Gunnarsson, upp- tökustjóri Stundarinnar okkar auk umsjónarmanna Stund- arinnar; Jóhanns G. Jóhanns- sonar og Þóru Sigurðardóttur. Þórarinn Eldjárn kveðst afar spenntur fyrir keppninni og seg- ist hlakka til að heyra framlög tónskálda. „Ég hef nú alltaf haft það með þessi ljóð að það eru margir sem hafa gert lög við ýmis þeirra og ég hef ekki hindrað menn neitt í því. Ég er með þá skoðun að það besta muni lifa og komast í gegn. En þessi ljóð sem eru valin þarna eru yfirleitt ljóð sem hafa ekki verið tónsett áður. Ég valdi þau líka saman því það er viss heild- arsvipur yfir þeim,“ segir Þór- arinn, sem finnst hér um að ræða gott framtak. „Mér líst vel á það. Það er sérgáfa að geta samið grípandi laglínur sem eru líka þannig að þær hafi ekki ver- ið notaðar fimm hundruð eða fimm þúsund sinnum áður. Þessi sérgáfa er til staðar hjá bæði al- varlegum tónskáldum og frí- stundatónskáldum og allir mega senda inn í þessa keppni.“ Skilafrestur laga er til 31. maí en áætlað er lögin verði sýnd í Stundinni okkar frá sept- emberlokum og að plata komi út í byrjun nóvember. Tónlist | Barnalagasamkeppni Stundarinnar okkar og Senu Bestu lögin lifa áfram Þóra Sigurðardóttir og Jóhann G. Jóhannsson munu bæði sitja í dóm- nefnd vegna plötunnar, enda stýra þau Stundinni okkar af röggsemi. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 37 Hetja. Þjóðsögn. Svampur Svampur Sveinsson og félagar eru komnir með sína fyrstu bíómynd. Með íslensku og ensku tali. Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! ÁLFABAKKI BOOGEYMAN KL. 8- 10 SAHARA KL. 8 9 SONGS KL. 10.30 AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLAN  Kvikmyndir.is SAHARA kl. 6 - 8 - 10.20 BOOGEY MAN kl.10 B.I. 16 SVAMPUR SVEINSSON kl 6 Garden state kl 8 The Motorcycle Diaries kl. 10 THE ICE PRINCESS kl. 6 - 8 - 10 SAHARA kl. 6 - 8 - 10.30 BOOGEY MAN kl. 8.30 - 10.30 B.i. 16. SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 6 Og þið sem hélduð að þetta væri bara einhver draugasaga Frá framleiðendum SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 4 - 6 - 8.30 - 10.30 MRS. CONGENIAL. 2 kl. 8 - 10.30 SAHARA kl. 3.30 - 6 - 8 - 10.30 SAHARA VIP kl. 4.45 - 8 - 10.30 THE ICE PRINCESS kl. 4 - 6 - 8 - 10 THE PACIFIER kl. 4 - 6 - 8 - 10 Toppmyndin í USA Toppmyndin á Bretlandi - Toppmyndin á Íslandi   Ice Princess Sýningatímar Frá þeim sem færðu okkur Princess Diaries og Freaky Friday. HINN víðfrægi breski leikari, Sir John Mills, er látinn, níutíu og sjö ára að aldri. Mills var m.a. frægur fyrir leik sinn í mynd- unum Great Expectations árið 1946 og War and Peace árið 1956. Þá hlaut hann ósk- arsverðlaunin árið 1971 fyrir túlkun sína á þorpsfíflinu í myndinni „Ryan’s daughter“. Mills lést á laugardagsmorgun á heimili sínu í Buckinghamskíri eftir langvarandi baráttu við sýkingu í brjóstholi. Richard Attenborough lávarður, náinn vinur Mills, sagði hann óviðjafnanlegan, bæði sem heimsþekkta stjörnu og breskan kvikmyndaleikara. Þá tregaði Elísabet Englandsdrottning fráfall leikarans auk þess sem Tony Blair kvaddi hann sem stórkostlegan leikara, sannan heiðursmann og traustan vin. „Mað- ur sem gerði okkur stolt af því að vera Bretar.“ Hætti aldrei að vinna Sir John skilur eftir sig konu sína Mary Hayley Bell (Lady Mills), auk sonarins Jonathan og dætranna Juliette og Hayley, sem báðar eru leikkonur. Sir John og Mary giftust á bæjarskrifstofu Marylebone árið 1941, þegar Sir John var í leyfi frá hernum, en hann harmaði ætíð að hafa ekki gefið brúði sinni stórt kirkjubrúðkaup. Sextíu ár- um seinna létu þau loksins blessa hjónaband sitt í kirkju við hlið heimilis þeirra hjóna. Þá var Lady Mills bundin við hjólastól og langt leidd af Alzheimer sjúkdómnum og Sir John orðin nær blindur vegna skemmda á horn- himnum beggja augna. Kvað Sir John þó þessa stund vera þá hamingjusömustu í lífi sínu. „Líkaminn deyr, en andi okkar heldur áfram. Ég er viss um það. Einn daginn munum við Mary kveðja þennan heim, en við mætumst aftur í þeim næsta.“ Sir John Mills, sem var aðlaður árið 1976, hélt áfram að vinna allt til dauðadags, þrátt fyrir þverrandi heilsu. Í viðtali í þættinum Breakfast with Frost á BBC árið 2002 sagð- ist hann aldrei myndu setjast í helgan stein. „Þegar ég stíg inn á sviðið, þá gerist eitt- hvað sem ég get varla útskýrt. Slík hlýja mætir mér og mér líður dásamlega. Það er alveg frábært.“ Breski leikarinn Sir John Mills látinn 97 ára að aldri Traustur vinur og sannur heiðursmaður Breski leikarinn Sir John Mills. HULUNNI hefur nú verið svipt af búningnum sem Ofurmennið mun klæðast í nýrri mynd um þessa frægustu ofurhetju heims. Leik- stjórinn Bryan Singer hefur ákveðið að halda búningi hetjunnar, sem leikarinn Brandon Routh leikur, næstum óbreyttum frá þeim búningi sem Christopher Reeve klæddist í hinum margfrægu myndum frá níunda ára- tugnum. Ofurmennið klæðist sem fyrr skikkju og rauðum nærbuxum utan á bláan samfesting. Bryan Singer vinnur nú að tökum á Super- man Returns í Sydney í Ástralíu, þar sem Kevin Spacey tekur að sér hlutverk Lex Luthor og Kate Bosworth leikur Lois Lane. Í myndunum um X-mennina skipti Singer flúrlituðum spandexgöllum teiknimyndahetj- anna út fyrir dökka leðurbúninga. „Málið með X-mennina er að þrátt fyrir að þeir hafi ótrúlegan mátt höfðu þeir einnig líkamlega veikleika,“ sagði Singer í viðtali við blaðið USA today. „Þessir búningar voru ekki að- eins hugsaðir sem einkennisbúningar, heldur einnig sem brynjur. En Ofurmennið er stál- maðurinn, kúlurnar skoppa af honum, en ekki gallanum.“ Að sögn Singers sýnir þessi nýi búningur Ofurmennisins, sem hannaður er af Louise Mingenbach, „að hann óttast ekkert“. Nýr búningur Ofur- mennisins afhjúpaður Gamli góði búningurinn heldur sér Reuters Ofurmennið óttast ekki tískuskell.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.