Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF STJÓRNVÖLD í Frakklandi og Þýskalandi heimta hærri flugvallar- skatta af farþegum sem fljúga til Ís- lands og annarra EFTA-ríkja en af farþegum sem fljúga til aðildarríkja Evrópusambandsins. Auk þess verða hinir fyrrnefndu að þola meiri álögur af öðru tagi. Þetta kemur fram í Stiklum, vefriti viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Þar segir að bæði Evrópudóm- stóllinn og EFTA-dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að slík mismunandi álagning gjalda í far- þegaflugi samræmist ekki reglum EES. Hins vegar hafi Icelandair ný- lega vakið máls á þessu við íslensk stjórnvöld og telur flugfélagið að með þessari skattheimtu sé augljós- lega verið að mismuna farþegum eft- ir því hvert ferð þeirra er heitið inn- an Evrópska efnahagssvæðisins. Gjaldið verði afnumið Haft er eftir Grétari Má Sigurðs- syni, skrifstofustjóra viðskiptaskrif- stofu, að utanríkisráðuneytið hafi tekið þetta mál upp við sendiráð Þýskalands og Frakklands hér á landi og óskað eftir því að þessi mis- munun í gjaldtöku verði afnumin. ,,Sendiráð okkar í Berlín og París munu jafnframt bera málið upp við stjórnvöld í þessum ríkjum. Þá mun- um við vekja máls á þessu eftir öðr- um leiðum og leggja áherslu á að far- þegar sem fljúga til Íslands frá þessum aðildarríkjum EES þurfi ekki að sæta mismunun af þessu tagi,“ segir Grétar Már. Farþegum frá Frakk- landi og Þýskalandi mismunað SÉRFRÆÐINGAR hjá dönskum og þýskum banka telja að allt bendi til þess að íslenska efnahagskerfið sé að ofhitna og að ástæða sé til að hafa áhyggjur af því. Frá þessu er greint í frétt á vefmiðli danska blaðsins Berl- ingske Tidende. Haft er eftir sérfræðingum hjá danska bankanum Jyske Bank, að það sé áhyggjuefni hve lántökur bæði einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi vaxi hratt. Þá segir í fréttinni að sér- fræðingar hjá þýska bankanum HSH Nordbank taki undir þessar áhyggj- ur, og segi að það sé augljós hætta á því að íslenska hagkerfið sé að of- hitna. Þeir bendi einnig á að verðbólg- an sé yfir markmiðum Seðlabankans. Frá því er greint í BT að gengi ís- lensku krónunnar hafi styrkst um 15% gagnvart Bandaríkjadal frá því í september 2004. Segir blaðið að það sé mat sérfræðinga bankanna tveggja að krónan geti ekki haldist það sterk til lengdar. Búast megi við því að hún muni falla á næstunni. Þannig spá sérfræðingar Jyske Bank því að inn- an tíðar muni gengið lækka um 8– 12% vegna mikils viðskiptahalla og taka sérfræðingar HSH Nordbank undir það mat. BT fjallar einnig um hækkun á íbúðaverði hér á landi á umliðnum misserum. Er bent á það að verðið hafi hækkað um 75% á þremur árum, að stærstum hluta vegna rýmri fast- eignalána. Þetta hafi sitt að segja um aukningu skulda heimilanna. Hætta á ofhitnun í efnahagskerfinu FARÞEGUM í millilandaflugi Ice- landair fjölgaði um 21,8% í mars í ár í samanburði við mars á síðasta ári. Þeir voru tæplega 106 þúsund í ár en rúm 87 þúsund í fyrra. Sæta- nýting var 8,5 prósentustigum betri, framboð var 10,7% meira, en sala 24,2% meiri, að því er fram kemur í tilkynningu frá FL Group í Kauphöll Íslands. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur farþegum Icelandair fjölgað um 14,2% milli ára, úr 218 þús- undum í fyrra í 249 þúsund í ár. Sætanýting hefur aukist um 3,7 prósentustig, en framboðið er 10% meira en á fyrsta ársfjórðungi 2004. Farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Íslands fjölgaði um 9,8% í samanburði við mars á síðasta ári, og voru rúm 27 þúsund. Á fyrstu þremur mánuðum ársins eru þeir 6,4% fleiri en í fyrra. Fleiri farþegar hjá Icelandair Morgunblaðið/Árni Sæberg Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.