Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 35 barnsleg en samt þegar maður hugs- ar um söguna á bak við er hún alveg skelfileg. Ég upplifi hana kannski öðruvísi en einhver annar. En á sama hátt upplifir fólk líka hönnun mína á annan hátt heldur en ég er kannski að reyna að miðla. Það er einmitt bara skemmtilegt.“ Eftir sýninguna fékk Ashish einróma lof m.a. frá Suzi Menkes tískuritstjóra Int- ernational Herald Tribune sem kom baksviðs til að óska honum til hamingju. Sál í hverri flík Markmið Ashish með hönnun sinni er að fólki líði vel þegar það klæðist henni. Því notar hann ein- mit bernskuna, leik og gleði þegar hann hannar og notast jafnvel við hugmyndir og hluti sem fólk hend- ir oft frá sér þegar það eldist. Slönguspilið sem margir geta ekki slitið sig frá á ákveðnum tíma- punkti í lífinu en endar svo uppi á háalofti ásamt hinu draslinu er einmitt dæmi um það sem Ashish hefur nýtt sér í prenti. „Ég vil að fólk geti labbað með bros á vör og notið sín í flíkunum þrátt fyrir að allt í kringum það sé grátt og drungalegt. Ég er ekki að reyna að setja upp einhverjar stað- hæfingar heldur skiptir mig mestu máli að fólk finni fyrir hamingju og vellíðan“. Ashish fær hugmyndir sínar oft á göngum um borgir og notar mikið innflytjendur og klæðnað þeirra sér til fyrirmyndar. „Þegar fólk úr öðrum menningum kemur í vestrænan heim fer það oft að blanda saman sínum fata- hefðum við þær vestrænu til dæm- is vera í þykkum síðum pilsum við amerískar háskólapeysur.“ Þessi áhrif má gjarnan sjá í línum Ash- ish þar sem hann notar mikið há- skólapeysur við bróderuð pils. Bródering er einmitt mjög áber- andi hjá Ashish og hvernig hann lætur til dæmis handbródereða þykka ullarbúta á fín glimmerefni. Bróderingin fer öll fram á Indlandi og fólk heldur oft að það séu ein- hverskonar þrælabúðir sem sjá um það en það er síður en svo. „Ég er með litla verksmiðju á Indlandi og það eru aðallega stórir, miklir menn sem vinna hjá mér og fyrir meiri laun heldur en gengur en gerist. Það er einmitt fyndið því fólk heldur oft að svona fín bróder- ing geti bara verið gerð af fín- legum konum. En það þarf að vinna hana við hlunka efni og mikla stranga og þetta er nokkuð erfið vinna. Það er líka mikil sál í hverju og einu stykki. Mikið af skilaboðum. Oft er falið í bróder- ingunni nafn þess sem bróderaði og þegar ég er að gera sýnishornin mín þá sauma þeir gjarnan skila- boð til dæmis í vasana og óska mér velgengni og þess háttar.“ Ashish er svo sannarlega farið að ganga vel í tískuheiminum. Í London fást vörur hans meðal annars orðið í búðum eins og Browns, Selfridges, Liberty og Harrods. Febrúarsýningin hamp- aði Ashish líka kaupmönnum frá Amsterdam, Róm, Ástralíu og Kóreu svo eitthvað sé nefnt. Hann vill mun frekar selja vörur sínar í búðir heldur en fara sjálfur út í verslunarrekstur. „Það er alltof stressandi. Svona get ég mun frek- ar einbeitt mér að hönnun minni. Það héldu reyndar margir að ég væri kominn með búð á South Moulton Street því Browns setti einungis mínar vörur í útstilling- argluggann ásamt risaauglýsingum um að þau seldu Ashish.“ Þetta virkaði svo sannarlega hjá Browns og nú hafa þau selt allt upp. Vef- síðan Net-a-Porter selur líka vörur frá Ashish. Framtíðin er björt fyrir Ashish og ljóst er að hann hefur náð langt. „Þetta hljómar kannski fá- ránlega en ég var að leita á Netinu í gær hvort eitthvað væri skrifað um mig. Ég fann þar spjallrás þar sem fólk var að úthúða mér og segja hvað allt það sem ég er að gera sé ömurlegt. Það særði mig náttúrulega en svo fann ég aðra síðu þar sem kominn er upp áhangandahópur. Ég er virkilega kominn með áhangandahóp. Þokkalega óraunverulegt. En það er líka greinilegt að ég kem ein- hverjum tilfinningum upp í fólk fyrst það vill bæði tala um galla mína og kosti sem er bara flott mál.“ Ashish er á leiðinni til Par- ísar að spjalla við kaupmenn og það er aldrei að vita hvort hann sé ekki líka á leiðinni til Íslands. „Það er ekkert smá fyndið. Íslendingur að taka viðtal við mig í dag og svo hringdi Andrew Tucker, tísku- blaðamaður, einmitt í mig í gær og spurði hvort ég myndi hafa áhuga að taka þátt í tískuvikunni á Ís- landi í júlí ef mér yrði boðið það. Það væri ekkert smá gaman“. Því er aldrei að vita hvort Íslendingar fái tækifæri á að sjá línuna hans Ashish í sumar með sínum eigin augum. Það er bara um að gera að banka í við og segja sjö, níu, þrett- án eins og Ashish gerir iðulega þegar hann talar um lán sitt. fékk á dögunum tækifæri til að skyggnast inn í líf hans og starf. eitthvað af því. Ég fór heim til Indlands og gat ekki fylgst með þáttunum en fór svo að fá símtöl um að Sarah hefði klæðst einni af flíkunum mínum.“ Meðal viðskiptavina Ashish er Jerry Hall og hann segist vart hafa trúað því þegar hún kom fyrst á vinnustofu hans ásamt dóttur sinni Elizabeth Jagger, konan sem hafði átt heiðurssess á veggnum í herbergi hans. Ashish fékk gríðarlega athygli á tískuvikunni í London í febrúar, rétt eins og í september í fyrra; bæði frá kaupmönnum og fjöl- miðlum. Ashish sýndi vörur sem einkenndust af leik, glens og gamni. Þarna voru svört tjullpils með marglitum ullarstrimlum og dúllum. Glimmerkjólar og glimm- ergallar. Slönguspilarprent, nótna- prent og sígarettuprent. Áberandi var einnig svartur galli með marg- litri beinagrind framaná. Fyr- irbæri sem tengist oftast dauð- anum settur fram á barnalegan en sterkan hátt. Þegar Ashish finnur sér þema fyrir línurnar sínar not- ast hann oft við kvikmyndir. Í þetta sinn var það Galdrakarlinn í Oz sem hafði mikil áhrif á hann. „Þar er allt dökkt en svo koma skærir litir eins og rauður sterkt fram. Fyrir mér er myndin sæt en á sama tíma óhugnanleg. Hún er FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR! Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! f r i til r ! a a r r llv kj tryllir frá s rav ! FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR!I Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! Heimsfrumsýnd 29. apríl - BARA LÚXUS553 2075☎ JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! Sýnd kl. 6 m. ísl. taliSýnd kl. 8 og 10 B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 6 m. íslensku tali Magnaður spennutryllir T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann Heimsfrumsýnd á Íslandi Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 8 og 10 Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000 Sýnd kl. 6 og 9 Túlkun Bruno Ganz á Hitler er stórkostleg. Ein besta stríðsmynd allra tíma. Magnþrungið meistaraverk um síðustu dagana í lífi Hitlers séð með augum Traudl Junge sem var einkaritari Hitlers Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 5.50 og 8 Every family could use a little translation S.K. DV Sýnd kl. 8 Nýjasta mynd eins allra virtasti leikstjóri heims Pedro Almódavar sem hefur fengið lof gagnrýnenda og verðlaun um allan heim. „Sterkasta mynd Almódavar í tvo áratugi.“ (Village Voice). Í aðalhlutverki er latneska súperstjarnan Gabriel Garcia Bernal og Fele Martinez. Myndin er byggð á sönnum atburðum er áttu sér stað árið 1994 í þjóðarmorðunum í Rwanda þegar ein milljón manns lét lífið á 100 dögum! Tilnefnd til 3 Óskarsverðlauna, 7 meiriháttar alþjóðlegra verðlauna og var á yfir 120 topp 10 listum síðasta árs. Einnig fékk hún áhorfendaverðlau nin á Toronto hátíðinni. Sýnd kl. 3.40, 8 og 10.15  Er hægt að fyrirgefa hið ófyrirgefanlega? Kevin Bacon sýnir stórleik sem dæmdur barnaníðingur er reynir að koma lífi sínu í eðlilegan farveg eftir 12 ára fangelsisvist. Tilnefnd til fjölda verðlauna. Frá framleiðendum Monsters ball Kevin Bacon House of the Flying Daggers Sýnd kl. 5.50 og 10.15 What the Bleeb do we Know Sýnd kl. 5.50 Kinsey Sýnd kl. 3.40 Door in the Floor Sýnd kl. 3.50 Darkness Sýnd kl. 10.40 Bomb the System kl. 4 Trailer town 10.40 KVIKMYNDIR Sambíóin Svampur Sveinsson – Myndin (The SpongeBob SquarePants Movie)  Leikstjórn: Stephen Hillenburg. Handrit: Derek Drymon, Tim Hill, S. Hillenburg, Kent Osborne, Aaron Springer og Paul Tibbett. Bandaríkin, 90 mín. TEIKNIMYNDAFORMIÐ hefur löngum verið vettvangur fyrir óhefta sköpunargleði og hamslausa gaman- semi, enda er ímyndunaraflinu hvergi takmörk sett þegar hægt er að fela sig á bak við teiknimyndaheim. Í þessari nýju kvikmynd um hina vin- sælu sjónvarpsteiknimyndapersónu Svamp Sveinsson (SpongeBob SquarePants) og vinum hans í neð- ansjávarbænum Bikínibotni, hafa höfundarnir nýtt sér þessar aðstæður og hreinlega sleppt fram af sér beisl- inu í ærslasemi – með lúmskt fyndn- um árangri. Myndin er greinilega gerð með það í huga að skemmta bæði börnum og fullorðnum, auk þess sem mig grunar sterklega að höfund- arnir hafi sjálfir skemmt sér kon- unglega við sögusmíðina. Þar segir af ævintýrum Svamps og félaga hans Patreks stjörnufisks, er þeir fara á hættulegar slóðir hafsbotnsins í leit að glataðri kórónu Neptúns konungs. Litríkar og skondnar neðansjávar- persónurnar og ævintýralegt um- hverfi neðansjávarbæjarins Bik- ínibotns eru til þess fallnar að höfða til barna, en auk þess er svo mikil hugmyndaríki fólgin í bæði sögunni og útfærslu hennar, að fullorðnir geta eflaust ekki varist því að hlæja með börnunum að vitleysunni. Sagan er reyndar svo skrautleg á köflum að maður fer að efast um að höfundarnir hafi verið allsgáðir þegar þeir voru að kokka hana upp. Skyndileg innkoma Strandvarða-hetjunnar Davids Hass- elhoffs í söguframvinduna, þar sem hann virkar sem nokkurs konar spítt- bátur sem færir þá Svamp og Patrek heim aftur, er gott dæmi, sem er reyndar svo súrrealískt að það verður fyndið. En nóg um það. Það sem er áhugaverðast við myndina er hvernig leikið er með klisjur úr kvikmynda- hefðinni í söguframvindunni, og leyn- ast oft snjöll og óvænt frásagnar- brögð í allri ærslaseminni. Það er því kannski hægt að lýsa Svampi Sveins- syni sem skondinni sprellmynd fyrir börn og fullorðna. Heiða Jóhannsdóttir Úti í hafsauga Svampur Sveinsson á marga skrautlega vini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.