Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 21 á Íslandi desem- veitti tokk- „Tuttugasta öldin er óhugsandi án Halldórs Laxness,“ sagði Þór- arinn Eldjárn, rithöfundur og stjórnarformaður Gljúfrasteins, m.a. í erindi sínu. „Hins vegar get- um við hugsað okkur Halldór Lax- ness án tuttugustu aldarinnar,“ bætti hann við. „Halldór er og verður Den tusindårige Islænding (þúsund ára Íslendingurinn),“ sagði hann að lokum og uppskar mikið lófatak. Þar vísaði hann til titils sögu á dönsku sem Halldór skrifaði ungur að árum og birtist á forsíðu Berl- ingske Tidende árið 1919. Þórarinn sagði frá því að Halldór hefði viljað ná til fleiri lesenda en Íslendinga og því ákveðið að skrifa á dönsku, sem Íslendingar lögðu að jöfnu við heimsmál á sínum tíma. Sem betur fer hefði hann snúið aftur til ís- lenskunnar eftir „ytri og innri ferðalög þar sem viðkomustaðirnir voru margir og mikilvægir“. Heimir Pálsson, lektor í íslensku við Uppsalaháskóla, og Bo Ralph, prófessor og meðlimur í sænsku akademíunni, fjölluðu báðir um sænska skáldið August Strindberg í erindum sínum. Halldór Laxness var tíu ára að aldri þegar Strind- berg lést, en verk Strindbergs áttu eftir að hafa mikil áhrif á ritstörf Halldórs. Strindberg sjálfur var undir talsverðum íslenskum áhrif- um, hann var unnandi íslensks máls, íslensku fornsagnanna og bókmennta alla tíð og gekk jafnvel svo langt að leggja til að tekin yrði upp íslenskukennsla í stað latínu- kennslu í Svíþjóð í grein sem birtist árið 1872, að því er fram kom í máli Bo Ralph. „Það má halda því fram að Strindberg hafi staðið í ævilöngu ástarsambandi við íslenska tungu og íslenskar bókmenntir,“ sagði Bo Ralph m.a. Hann bætti því við að Strindberg hefði haft dálæti á öllu norrænu, einnig dönsku. „Þar stendur Strindberg langt frá Lax- ness,“ sagði Bo Ralph og vitnaði í Jón Hreggviðsson í Íslandsklukk- unni sem „kvað að vísu eitt gat oní Helvíti vera á landinu, og mætti oft heyra dönsku uppum gatið…“ Dáleiddur af Strindberg Heimir Pálsson greindi frá því að Inferno eftir August Strindberg hafi haft mikil áhrif á Halldór Lax- ness. „Það má segja að hann hafi verið dáleiddur af Inferno,“ sagði Heimir m.a. Vegna dálætis á Inferno og Strindberg hafi Halldór m.a. ákveðið að ferðast til Svíþjóð- ar frá Kaupmannahöfn um 1919. Það vakti hlátur áheyrenda þegar Heimir las upp úr frásögn Halldórs sjálfs þar sem fram kom að skáldið hefði gefist upp á því að finna Stokkhólm á korti. Úr varð að hann fór til Helsingborgar til að kynnast föðurlandi Strindbergs. Áhrif Strindbergs á Halldór voru þó ekki bundin við Inferno því Heimir greindi frá því að við lestur Sjálf- stæðs fólks eftir Halldór og Draumleiks eftir Strindberg mætti greina samræður tveggja stórra rithöfunda. Athöfnin fór fram á sænsku á fæðingardegi Halldórs Laxness og alþjóðlegum degi bókarinnar í Börssalen sem dregur nafn sitt af húsinu sem hann er í, en þar var Kauphöll áður starfrækt. Salurinn er hátíðarsalur Sænsku Akadem- íunnar og í þessum sal er ávallt til- kynnt hver hlýtur Nóbels- verðlaunin. Svavar Gestsson sendiherra sagði viðeigandi að næsti Nóbelsverðlaunahafi sem Nóbelssafnið mun fjalla um í sýn- ingu, væri Albert Einstein. Þannig ætti það að vera að mati Íslend- inga. „Það er annars ómögulegt að útskýra mikilvægi Halldórs Lax- ness fyrir Íslendinga,“ sagði sendi- herrann í lok athafnarinnar, áður en hann afhenti þátttakendum bók- ina Úngfrúin góða og húsið á sænsku, með teikningum eftir Siri Dekert. Svavar og fleiri lýstu yfir von til þess að áhugi Svía á Lax- ness endurnýjaðist en á næsta ári mun ævisaga Halldórs Laxness eft- ir Halldór Guðmundsson koma út á sænsku. Anders Bárány, aðstoðar- forstöðumaður Nóbelssafnsins, og Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, héldu einnig stutt erindi. Stein- grímur fjallaði um þær miklu þjóð- félagsbreytingar sem urðu á Ís- landi á ævi Halldórs Laxness, hve mikil áhrif skáldið hefur haft á Ís- landi og sagði að mikil virðing væri borin fyrir Halldóri og verkum hans. Auk fyrirlesara komu fram fiðluleikarinn Einar Sveinbjörns- son og Bára Lyngdal Magnúsdóttir leikkona, sem fluttu ljóð Laxness í tali og tónum. Morgunblaðið/Steingerður Persónulegir munir Halldórs eru til sýnis í Nóbelssafninu í Stokkhólmi. Morgunblaðið/Steingerður ur Laxness var heiðursgestur við hátíðardagskrána í Stokkhólmi. steingerdur@mbl.is Meirihluti sveitarstjórnarSkeiða- og Gnúpverja-hrepps styður tillögu,sem lögð hefur verið fram í sveitarstjórn, um að fresta skipulagi vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda við Norðlingaöldulón, veitu og setlón með veitu við Þjórsárjökul. Tillagan verður tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 3. maí nk. Samkvæmt tillögu Samvinnu- nefndar um miðhálendi Íslands er gert ráð fyrir að heimilt verði að ráð- ast í gerð Norðlingaölduveitu í sam- ræmi við úrskurð setts umhverfis- ráðherra. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa borist 106 bréf vegna tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gilda á til árs- ins 2016. Af þessum athugasemdum vörðuðu 98 Norðlingaölduveitu og átta aðra þætti skipulagsins. 290 ein- staklingar skrifuðu undir athuga- semdirnar, þar af 275 vegna Norð- lingaölduveitu. Vilja afgreiða strax skipulag á láglendi Á síðasta fundi sveitarstjórnar voru lögð fram drög að svörum við þeim átta athugasemdum sem ekki varða Norðlingaölduveitu. Jafn- framt var lögð fram tillaga um að fresta skipulagi vegna Norðlinga- ölduveitu. Í rökstuðningi fyrir tillög- unni kemur fram að 12–14% íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafi rit- að nafn sitt á athugasemdalistann sem vörðuðu Norðlingaölduveitu. Það sé mat faghóps I, sem vinnur að rammaáætlun um orkunýtingu, að samvegin náttúruverðmæti Þjórs- árvera, séu í efsta sæti í saman- burðarmati á 41 svæði á Íslandi. Með frestun gefist líka tími til að kanna til hlítar þann möguleika að Þjórsárverin og landsvæði kringum þau komist á heimsminjaskrá UNESCO. Ingunn Guðmundsdóttir, sveitar- stjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir að afgreiðslu tillögunnar hafi verið frestað til næsta fundar sem haldinn verður 3. maí. Það liggi þó fyrir að meirihluti sveitarstjórnar styðji hana. Ingunn segir að það liggi á að fá skipulag fyrir láglendi hreppsins og því vilji sveitarstjórnin afgreiða skipulagið með þessum hætti. Sveit- arstjórnin telji sig ekki geta afgreitt hálendishlutann fyrr en fyrir liggi tillaga frá samvinnunefnd um miðhálendið varðandi Norðlinga- ölduveitu. Samvinnunefndin gerir ráð fyrir Norðlingaölduveitu í tillögu sem nú er í skipulagsferli. Nefndin hefur átta vikur til að vinna úr athuga- semdum sem borist hafa, en sá frest- ur rennur út 4. maí. Jafnframt er nefndin að fara yfir lögfræðilega þætti málsins. Ekki liggur fyrir hve- nær næsti fundur nefndarinnar verður haldinn. Þegar nefndin aug- lýsti skipulagstillöguna var gerð bókun varðandi Norðlingaöldu þar sem segir: „Samvinnunefnd miðhá- lendis sem skipulagsyfirvald á há- lendi Íslands hefur á starfstíma sín- um unnið að skipulagi hálendisins í sátt og í samvinnu við heimamenn á hverju svæði og leitast við að sam- ræma skipulagsáætlanir nágranna- sveitarfélaga. Sú tillaga sem hér er til afgreiðslu er unnin í kjölfar úr- skurðar setts umhverfisráðherra, sveitarfélög og framkvæmdaaðili hafa orðið sammála um niðurstöð- una. Þar sem heimamenn á þessu svæði hafa náð samkomulagi um út- færslu framkvæmdarinnar lítur nefndin á það sem skyldu sína að ljúka málinu og um leið eyða þeirri óvissu sem um langt skeið hefur staðið um þessa framkvæmd.“ Fyrirvari vegna bóta Fram kom á síðasta fundi sveit- arstjórnar Skeiða- og Gnúpverja- hrepps að hreppsnefndin gerði fyr- irvara um að Landsvirkjun verði gert að ábyrgjast greiðslu bóta, sem kunna að falla á sveitarfélagið vegna skipulags Norðlingaölduveitu, enda séu fyrirhugaðar virkjanafram- kvæmdir og ákvæði þar um sett í að- alskipulag, að ósk fyrirtækisins. Hreppsnefnd fól lögmanni og sveit- arstjóra að fylgja málinu eftir við Landsvirkjun. Meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps Frestun á skipulagi Norðlingaölduveitu Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Vilja að Landsvirkjun ábyrgist greiðslu bóta sem kunna að falla á sveitarfélagið vegna skipulagsins ð breyt- “ segir ajökul l. a, svo- , eru, að ökul- ts til um eitt- íðan ann hegð- eina af , enda i í neinu ingar á jöklar sem ganga fram í stöðuvatn eða sjó. Um þetta er Breiðamerkurjök- ull og Jökulsárlón besta dæmi, þar sem lónið dregur máttinn úr jökl- inum þar sem hann rýrnar miklu örar en hann gerði ef lónið væri ekki til staðar.“ Segir Oddur slíka jökla langtímum saman geta hegð- að sér í öndverðum fasa við lofts- lagið. Bendir hann á að á sumum jöklum sjáist ekki áhrif hlýnunar sökum þess að þeir bregðast svo sjaldan við, jafnvel bara einu sinni á öld. Núverandi hlýindaskeið hafi hins vegar staðið í meira en öld og því séu áhrif veðurfars komin fram á öllum jöklum. Morgunblaðið/RAX yta þeir óneitanlega landslagið og eru afskaplega áhugaverð náttúrufyrirbrigði,“ seg- di Jöklarannsóknafélags Íslands í Norræna húsinu í kvöld mun hann fjalla um afhroð la bregðast misjafnlega við þegar breytingar verða á loftslagi. gu landsins Morgunblaðið/Einar Falur Oddur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.