Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 27 MINNINGAR hlaup hans, sem var mjög athyglis- vert dæmi. Þau bjuggu í sumarbú- stað, óeinangruðum og köldum, með fullt af litlum börnum meðan þau voru að byggja. Þessi litla saga kenndi mér mjög mikið um kapphlaup nútímans, allt á að vera fullkomið. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum og fjölskyldu hans. Blessuð sé minning hans. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir. Með örfáum orðum langar mig að kveðja tengdaföður minn Hjört Guð- mundsson. Mann sem gaman var að heimsækja. Þar var maður alltaf vel- kominn. Þar var alltaf nýlagað kaffi og nýbakaðar kræsingar. Hjörtur var maður sem hafði frá mörgu að segja og mikið að gefa af sjálfum sér. Þakka þér góðar sam- verustundir. Minningarnar eru góðar. Hinsta kveðja. Helgi Hrafnsson. Elsku afi minn, það er með sorg í hjarta sem ég skrifa þessa síðustu kveðju til þín. Afi minn var mjög merkilegur mað- ur í mínum huga og alla tíð hef ég litið upp til hans. Það eru ótrúlega margar minningar sem koma upp í hugann. Þegar ég var átta ára fékk afi hjarta- áfall, við mamma vorum í heimsókn hjá honum og ömmu þann morgun. Ég man að ég vaknaði við umganginn þegar læknirinn kom. Afi lá í stólnum sínum inni í stofu. Ég vissi strax að hann væri mikið lasinn því að lækn- irinn var að fara að sprauta hann. Læknirinn sagði við mig að ég yrði að vera dugleg fyrir afa minn. Ég tók það mjög alvarlega því ég vildi ekki leyfa afa sjá mig gráta svo að ég faldi mig bakvið gardínu til þess að hann sæi það ekki. Ég var alla tíð mikið á heimili afa og ömmu og þar var yndislegt að vera, alltaf til snúðar og vínarbrauð og auð- vitað afakaka sem er haframjölslag- terta sem er sérstaklega góð svo ekki sé minnst á pönnukökurnar sem voru þær langbestu í heimi. Afi minn hafði óteljandi áhugamál og var ótrúlegur í að tileinka sér nýja hluti eins og GSM-símann og tölvuna. Eitt af aðaláhugamálum hans var ísaumur og eru til mörg sannkölluð listaverk eftir hann og það var með miklu stolti sem hann hélt sýningu á mörgum verkum í kringum 80 ára af- mælið sitt. Afi minn var ótrúlega stríðinn og hafði gaman af því að kitla okkur krakkana og fíflast í okkur. Afi og amma voru ótrúleg hjón enda höfðu þau verið gift í rúmlega 50 ár. Eftir að amma flutti í Sunnuhlíð fór afi á hverjum degi til hennar og sat hjá henni og saumaði í og spjallaði við hana, ástin milli þeirra var mikil og voru þau sérstaklega samrýnd og góð við hvort annað. Jæja, afi minn, en nú ertu kominn á góðan stað, eflaust farinn að sjá aftur og kannski farinn að sauma í. En ég á eftir að sakna þess að koma í Löngu- brekkuna og sjá þig í horninu þínu í eldhúsinu að leggja kapal og drekka kaffi úr glasinu þínu eða sitjandi inni í stofu að sauma í og horfa á fótbolta. Ég sakna þín óendanlega mikið og hugsa mikið til þín og ég vildi óska þess að þú hefðir getað verið lengur hjá okkur. Takk, kæri afi, fyrir allt sem þú gafst mér og alla ást þína og um- hyggju. Þín Guðrún Rósa. Nafni minn og afi, nú þegar þú ert fallinn frá verð ég að játa það að þínar pönnukökur voru alltaf örlítið betri en mömmu. Hve stutt var í brosið hjá þér og hve ljúfur og góður þú varst gleymi ég aldrei, Þó að þú hafir verið örlítið stríðinn höfðu allir bara gaman af því, þú gast alltaf fengið alla til að brosa og hlæja. Það var ekki illa meint þegar ég bannaði þér að lyfta þungu hlutunum eða vinna erfiðu verkin, ég var bara að gera það sem mér var sagt að gera. Þín verður sárt saknað héðan og verður þín minning ætíð geymd í hjarta mínu. Kveðja. Þinn nafni og barnabarn, Hjörtur. Hann afi minn Hjörtur er dáinn. Það er leitt að hann sé farinn frá okk- ur, en ég er samt fegin hans vegna, því að ég veit að nú líður honum vel. Hann er kominn til Guðs og englanna og hann pabbi minn hefur örugglega tekið vel á móti honum. Mér finnst leitt að hafa ekki getað hitt hann og ömmu Guðrúnu oftar, en við erum þó voða fegnar að hafa verið hjá þeim í byrjun mars. Það var í síðasta skipti sem ég sá afa, og var hann þá orðinn voða lasinn. Ég bið góðan Guð að passa hann afa minn og vaka yfir ömmu í Sunnuhlíð. Afastelpa í Vestmannaeyjum, Guðrún Edda Kjartansdóttir. Maður úti í horni með gamla kaffi- bollann sinn í þrönga eldhúskróknum sínum að hlusta á fréttir – alveg sama hversu merkilegar þær voru, lækkaði hann alltaf niður til að hlusta á vitleys- una sem vall upp úr okkur þegar við komum í heimsókn. Mikið á ég eftir að sakna þess að geta ekki lengur bullað í honum afa mínum sem bullaði alltaf eitthvað á móti. Þú varst besti afi í heimi og ég vil bara þakka þér fyrir allt – að hafa fengið að kynnast þér, umgangast þig og læra af þér, þetta er mér mikils virði. Takk fyrir allt. Helga Magnúsdóttir. Enn saxast á systkinahópinn og vil ég nú minnast Hjartar bróður míns sem látinn er eftir erfið veikindi. Þegar ég man fyrst eftir mér, í litlu húsi á Bræðraborgarstíg 5, var Hjössi bróðir fluttur að heiman. Faðir okkar lét flytja litla húsið á auða lóð vestan við Bræðraborgarstíg, meðan hann byggði stærra hús á lóðinni, og tók Hjössi virkan þátt í þeirri vinnu og bjó síðan í því húsi um nokkurn tíma eftir að í það var flutt, 1947. Minningar frá fyrstu árunum eru skiljanlega stopular, en þó man ég vel þegar pabbi og mamma fóru með mig á leiksýningu í Gúttó sem bróðir minn lék í, en hann var listfengur á mörgum sviðum. Man ég enn að þegar bróðir minn kom inn á sviðið klæddur síðum ullarbrókum spratt ég á fætur og kall- aði yfir áhorfendur, svo ekkert færi nú á milli mála: „Þetta er hann Hjössi bróðir!“ Þetta vakti misjafna kátínu. Hjössi var glaðvær maður og ljúfur í skapi. Bæði í heimboðum hjá for- eldrum okkar og síðar á hans eigin heimili lagði hann til söng og gam- anmál. Var oft fjör hjá þeim Gunnu mágkonu, enda stórt heimili. Man ég fyrst eftir þeim saman á Fífu- hvammsvegi, þar sem þau leigðu hús á stórri lóð, síðan á Hlíðarvegi og loks byggðu þau myndarlegt hús við Löngubrekku, þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Hjössi var handlaginn og heimilis- legur, hvort sem var við hannyrðir eða bakstur. Að vísu var lengi í minn- um höfð innan fjölskyldunnar fyrsta tilraunin á Bræðró þegar hann bauð öllum í kleinur og kaffi. Harðari kleinur hef ég ekki komist í snertingu við, en æfingin skapar meistarann. Í tilefni áttræðisafmælis Hjössa í fyrra var efnt til sýningar á margs konar handavinnu hans í Kópavogi. Var þar margt fagurra gripa. Skömmu eftir áttræðisafmælið þurfti hann síðan að gangast undir mikinn uppskurð og var haldið sof- andi lengi á eftir. Þegar hann loks vaknaði virtist þetta þó hafa tekist vel og tók hann miklum framförum fyrst um sinn. Var greinilegt að bæði líkamlegur og andlegur styrkur átti þar stóran hlut og aldrei brást honum góða skapið. Bragi. Látinn er Hjörtur Magnús Guð- mundsson móðurbróðir minn, rúm- lega áttræður. Hann var albróðir móður minnar, sonur Lilju Hjartar- dóttur húsfreyju, en hún var dóttir sæmdarhjónanna Hjartar Jónssonar sjómanns og steinsmiðs, og Mar- grétar Sveinsdóttur húsfreyju, en þau hjón voru kennd við steinbæ sinn, Reynimel, sem stóð við Bræðra- borgarstíg. Frá þeim Hirti og Mar- gréti er kominn stór ættbogi, sem teygir sig víða. Faðir Hjartar var Guðmundur R. Magnússon bakara- meistari, ættaður úr Æðey í Ísafjarð- ardjúpi, oftast kenndur við Sælgæt- isgerðina Fjólu sem hann átti og rak á Vesturgötu 29. Síðari kona Guð- mundar afa míns var Svanhildur Gissurardóttir frá Hvoli í Ölfusi, mik- il myndar- og sómakona. Ól hún upp systkinin Margréti og Hjört Magnús, en móðir mín Valgerður ólst hins vegar upp hjá móðurömmu sinni og afa. Þau alsystkinin eru nú öll látin. Guðmundur og Svanhildur áttu þrjú börn saman, Gissur Karl, sem er lát- inn, Elsu Unni og Braga Kristin. Líf móður minnar var samtvinnað lífi hinnar stóru ættar hjónanna frá Reynimel. Hún var skyldurækin kona og ræktaði sambandið við ætt- ingjana. Fastir liðir voru heimsóknir til ættingja, sérstaklega afa og ömmu á Bræðraborgarstíg 5, en í litlu íbúðinni þeirra var hægt að hýsa ótrúlegan fjölda ættingja í einu. Ég man líka eftir heimsóknum til Hjart- ar frænda míns og Guðrúnar, hans góðu konu, í Kópavog. Þau áttu sam- an sjö börn, en höfðu bæði átt börn í fyrri samböndum, þannig að alls voru börnin níu. Það var því alltaf mikið að gera, nóg að stússast og líf í tuskunum. Áður en Hjörtur og Guð- rún byggðu íbúðarhúsið í Löngu- brekku 47 bjuggu þau í því sem mér fannst vera ævintýrahús og í minn- ingunni var þar alltaf sumar og sól. Risastór lóðin þar sem Digranes- kirkja stendur núna var ævintýra- heimur barna, þar voru blóm og tré og fuglar og þar gátu mömmurnar farið í berjamó. Sjálfsagt hefur þetta ekki verið alveg svona, en það er hollt og gott að halda í góðar minn- ingar. Hjörtur var góður frændi þó svo að samgangur yrði minni eftir að móðir mín lést. Hann hafði endalaus- an áhuga á öllu sem honum var sagt, fylgdist vel með og lagði alltaf eitt- hvað skemmtilegt til málanna. Aldr- ei man ég eftir að hann hafi hallað orði á nokkurn mann, miklu frekar tók hann lífinu létt, augun glettin og stutt í bros og hlátur. Á áttræðisaf- mælinu lék hann á als oddi, hélt sýn- ingu á handavinnu sinni og efndi til stórveislu, þar sem börn hans og barnabörn sungu og skemmtu sér og öðrum gestum. Hann hafði sjálfur bakað flestar kökurnar sem voru reiddar fram í veislunni og á þeim var enginn viðvaningsbragur. Þarna gekk hann um léttur á fæti og fjarri því að þar færi einhver öldungur, þó að aldurinn segði annað. En nú er komið að kveðjustund. Ég vona að allar góðar vættir veri með Guðrúnu sem saknar nú vinar í stað. Blessuð sé minning Hjartar frænda. Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir. SJÁ SÍÐU 28 ✝ Kristinn Jónsson,fv. tilraunastjóri hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Sámsstöðum í Fljóts- hlíð, Birkivöllum 32 á Selfossi, fæddist í Þverspyrnu í Hruna- mannahreppi í Árnes- sýslu 14. apríl 1926. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut þriðju- daginn 12. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaug Ei- ríksdóttir húsmóðir, f. 23. maí 1895 í Hraunbæ í Álftaveri í V-Skafta- fellssýslu, d. 24. apríl 1988, og Jón G.Jónsson bóndi, f. 24. september 1888 í Þverspyrnu, d. 26. mars 1965. Systkini Kristins eru: Eiríkur bóndi, f. 31. júlí 1920, d. 15. febrúar 2005, Sigurjón bóndi, f. 22. október 1921, Sigríður húsmóðir, f. 1. júní 1923, d. 7. mars 2002, Guðmundur smiður, f. 16. október 1928, Sigrún ljósmóðir, f. 14. apríl 1929, Guðrún húsmóðir, f. 17. janúar 1933, Stefán byggingameistari, f. 2. desember 1934, Ásta húsmóðir, f. 1. maí 1936, og Valgeir bóndi, f. 14. júní 1939. Kristinn kvæntist 4. apríl 1974 Starfsþjálfun hlaut hann í Bret- landi, Hollandi, Írlandi og Noregi á vegum OECD árið 1963. Kristinn var héraðsráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands frá 1953 til 1967. Hann var tilrauna- stjóri á Sámsstöðum í Fljótshlíð á vegum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins frá 1967 til 1994. Hann gegndi jafnframt ýmsum trúnaðar- störfum á vettvangi sveitar- stjórnarmála og í félagasamtökum bænda. Hann var oddviti Fljótshlíð- arhrepps frá 1974 til 1994. Í jarða- nefnd Rangárvallasýslu frá 1976 til 1994 og í gróðurverndarnefnd Rangárvallasýslu frá 1987 til 1994. Hann var formaður Hrossaræktar- sambands Suðurlands 1958–1967, í stjórn Kaupfélags Rangæinga var hann frá 1980 til 1994 og í héraðs- nefnd Rangárvallasýslu frá 1988 til 1994. Eftir Kristin liggja ritgerðir um niðurstöður tilrauna svo og blaða- greinar á sviði búvísinda og félags- mála. Útför Kristins var gerð í kyrrþey, samkvæmt ósk hins látna, og fór at- höfnin fram í Selfosskirkju laugar- daginn 23. apríl. Vegna mistaka í vinnslu birtust greinar þessar um Kristin Jónsson með mynd af alnafna hans í Morg- unblaðinu sunnudaginn 24. apríl og eru því endurbirtar hér með réttri mynd. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistök- um. Ernu G. Sigurðardóttur aðstoðarmanni hjá RALA, f. 16. maí 1932. Erna er dóttir Kristínar Sigurðardóttur húsmóð- ur, f. 6. október 1906, og Sigurðar Karlssonar, út- vegsbónda í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, f. 29. mars 1904. Stjúpsynir Kristins eru Óskar Björgvinsson, f. 29. sept- ember 1958, sambýlis- kona Dórathea Mar- grétardóttir, f. 29. apríl 1967, og Hafsteinn Björgvinsson, f. 16. mars 1961, kvæntur Lindu Andrésdóttur, f. 7. desember 1965. Dætur þeirra eru Kristín, f. 11.mars 1989, og Hólm- fríður, f. 16. apríl 1993. Dóttir Haf- steins fyrir hjónaband er Erla Björg, f. 8. desember 1978, sambýlismaður Hermann Ragnarsson, f. 18. ágúst 1972. Stjúpdóttir Erlu Bjargar er Lóa Linda, f. 23. ágúst 1992. Móðir Erlu Bjargar er Sæunn Erlingsdótt- ir, f. 27. apríl 1962. Kristinn varð búfræðikandídat frá búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri árið 1951. Hann stundaði framhaldsnám í Noregi og Svíþjóð á árunum 1952– 1953. Okkur systurnar langar til þess að minnast afa okkar í örfáum orðum. Við eigum margar góðar minningar um afa sem alltaf hafði tíma til að spjalla og spila. Oft var farið í göngu- túra og berjamó með afa og ömmu. Áttum við margar ánægjulegar stundir með þeim, bæði í gönguferð- um í Þrastaskóg og eins þegar farið var til hestanna. Afi hafði alltaf tíma til þess að tala við okkur og sýndi áhuga á öllu því sem við vorum að gera. Hann hafði mjög gaman af ljóðum og oftar en ekki kom hann með ljóðabókina góðu, 100 hestavísur, og bað okkur að lesa upp úr henni. Sum ljóðin voru lesin oftar en önnur og eitt af þeim hljóðar svona: Minn þótt Sokki brúki brokk, burt hann lokkar trega. Undan nokkrum fákaflokk fer hann þokkalega. (Andrés Magnússon.) Við minnumst alltaf afa sem rólegs og góðlynds manns sem ávallt sat í hægindastólnum sínum, drakk kaffi og borðaði rúsínur. Áður en við fórum, eftir ánægju- legar heimsóknir, heyrðum við afa alltaf segja: „Komið nú og faðmið hann afa ykkar.“ Við viljum þakka fyrir þær stundir sem við höfum átt með afa og við vit- um að hann er kominn á góðan stað þar sem hann getur hvílt í friði. Elsku amma, megi Guð veita þér styrk í sorg þinni. Hólmfríður og Kristín Hafsteinsdætur. Kristinn á Sámsstöðum, góður vin- ur, nágranni og samstarfsmaður um margra ára skeið, hefur skyndilega verið burtu kallaður. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið, en vonir stóðu til þess að úr mætti bæta með hjálp hinna færustu lækna. En svo sem oft má reyna eig- um við engan dag til enda tryggan – og nú eru þau umskipti orðin sem enginn flýr. Kristinn gerðist tilraunastjóri á Sámsstöðum árið 1967 og tók við því starfi af hinum kunna brautryðjanda Klemensi Kr. Kristjánssyni sem stýrt hafði tilraunastöðinni frá stofnun hennar árið 1927. Hélt Kristinn áfram merkilegum rannsóknum hans í gras- rækt, kornrækt, áburðarnotkun og fleiri greinum búvísindanna, sem komið hafa bændum og búskap í land- inu til góða um undanfarna áratugi. Kristinn ávann sér fljótt traust og álit sveitunga sinna og tók eftir fárra ára dvöl í Fljótshlíðinni við starfi odd- vita sveitarstjórnar og gegndi því um 20 ára skeið – eða þar til hann lét af störfum og fluttist á Selfoss. Í því starfi, sem og hverju því sem honum var á hendur falið, vann hann af alúð og nákvæmni og einstakri reglusemi um allar færslur og fjárhagsskil sveit- arfélagsins. Vakandi áhuga og góða yfirsýn hafði hann jafnframt á verk- efnum og væntingum til framtíðar. Svo sem vænta mátti lét hann sér annt um gróðurfar og gróðurvernd í sveit og héraði. Hann átti t.d. sæti í svonefndri gróðurnefnd sveitarinnar sem m.a. beitti sér fyrir beitarstjórn- un og uppgræðslu lands á heiðum og afrétti. Var það gert með uppsetningu girðinga á mörkum byggðar og af- réttar, svo og á mörkum aðliggjandi sveitarfélaga og með dreifingu fræs og áburðar m.a. úr flugvélum. Þannig voru ræktaðar upp fallegar graslend- ur sem gleggst má greina á Einhyrn- ingsflötum og Markarfljótsaurum. Allt var þetta unnið í góðri sam- vinnu við Landgræðslu ríkisins. Að slíkum verkefnum vann Kristinn einnig á víðari vettvangi, m.a í gróð- urverndarnefnd Rangárvallasýslu. Kristinn á Sámsstöðum kom að margvíslegum félagsmálum og fram- kvæmdum öðrum í þágu sveitar og héraðs og á sviði búvísinda í landinu. Hann var sjálfstæður í hugsun og gat einatt vakið athygli á nýjum sjónar- hornum og varpað fram óvæntum at- hugasemdum í umræðum um áhuga- mál sín. Hann var í eðli sínu hlédrægur og lítt gefinn fyrir að láta á sér bera, en staðfastur og óhviklyndur þar sem honum þótti við þurfa. Jafnan var gott að sækja þau hjón heim, Kristin og Ernu, hvort sem var á Sámsstöðum eða Selfossi. Hlýr höfðingsbragur var á móttökum og kræsingar á borðum. Við Ingibjörg söknum vinar í stað, þökkum liðnar stundir og biðjum góð- an Guð að styrkja og leiða Ernu og alla fjölskyldu hins látna heiðurs- manns í söknuði þeirra og eftirsjá. Sváfnir Sveinbjarnarson. KRISTINN JÓNSSON LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.