Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 17 UMRÆÐAN           !"#$% %&%'( %)  &%*(                          VIÐ Samfylkingarfólk eigum að velja okkur þann forystumann sem best þjónar því markmiði okkar að gera Samfylkinguna að stórum stjórn- málaflokki sem hefur afl til að færa íslenskt samfélag í átt til meiri mannúðar og jafnréttis. Í aðdraganda síð- ustu kosninga átti Össur þá snjöllu hug- mynd að biðja Ingi- björgu Sólrúnu að vera forsætisráð- herraefni Samfylking- arinnar. Kjósendum var sagt að með því að kjósa Samfylk- inguna stuðluðu þeir að því að hún yrði forsætisráðherra. Í kosning- unum vann Samfylkingin góðan sigur, þrátt fyrir að ríkisstjórnin héldi naumlega velli með góðum endaspretti framsóknarmanna en Sjálfstæðisflokkurinn fékk minnsta fylgi sem hann hefur fengið óklofinn. Þessi kosningasigur Samfylking- arinnar hefði ekki unnist ef kjós- endum hefði verið sagt að atkvæði greitt Samfylkingunni stuðlaði að því að gera Össur Skarphéðinsson að forsætisráðherra. Ástæðan er sú að ímynd Össurar sem stjórn- málamanns er mjög léleg. Lélegri en annarra forystumanna ís- lenskra stjórnmálaflokka. Ímynd stjórnmálamanna er það álit, sú tiltrú og það traust sem al- menningur ber til þeirra. Þetta álit er mælt reglulega af sérhæfð- um könnunarfyrirtækjum sem beita viðurkenndum vísindalegum aðferð- um til að fá niður- stöður sem allir stjórnmálaflokkar á Vesturlöndum við- urkenna og nota. Ímynd stjórnmála- manna speglar ekki persónuleika þeirra heldur það álit sem þeir njóta – sem stjórnmálamenn. Allir sem þekkja Össur vita að hann er mikill ágætismaður, en hon- um hefur ekki tekist að skila þeirri mynd til almennings, hverju svo sem um er að kenna. Það má láta sér detta í hug að sá strákslegi upphlaupastíll sem hann hefur ástundað í pólitíkinni sé illa til þess fallinn að vekja tiltrú og traust kjósenda. Ingibjörg Sólrún hefur aftur á móti mjög góða ímynd sem stjórn- málamaður. Raunar einhverja þá bestu sem íslenskur stjórn- málamaður hefur. Þessi sterka ímynd gerði henni fært að leiða Reykjavíkurlistann til sigurs í borginni í þrennum kosningum og skóp kosningasigur Samfylking- arinnar vorið 2003. Sterk ímynd Ingibjargar Sól- rúnar á rætur í einarðri fram- göngu hennar sem ungrar bar- áttukonu fyrir réttindum kvenna. Þessi ímynd óx og efldist af verk- um hennar sem borgarstjóri í Reykjavík þar sem hún veitti for- ystu pólitískri samsteypustjórn af festu og sanngirni. En hverjar sem ástæðurnar eru fyrir þeirri ímynd sem Össur og Ingibjörg Sólrún hafa, sem stjórn- málamenn, er hið kalda mat ein- faldlega það að hún getur unnið – en hann ekki. Að öðru jöfnu skipt- ir þetta okkur Samfylkingarfólk mestu máli þegar við horfum til framtíðar. Ingibjörg Sólrún getur unnið kosningasigra sem formaður Samfylkingarinnar – en Össur ekki. Samfylkingin velur sigurvegara Björn Br. Björnsson fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar ’En hverjar sem ástæð-urnar eru fyrir þeirri ímynd sem Össur og Ingibjörg Sólrún hafa, sem stjórnmálamenn, er hið kalda mat einfald- lega það að hún getur unnið – en hann ekki.‘ Björn Br. Björnsson Höfundur er félagi í Samfylkingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.