Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Peningavandræði sem hafa verið að hrjá þig að undanförnu virðast vera úr sögunni. Áhyggjur gærdagsins virðast ekki svo mikilvægar í dag. Þú sérð hlutina í samhengi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samskipti við maka og nána vini hafa verið dálítið tvísýn að und- anförnu. Leyfðu þolinmæðinni að hemja þig, þú siglir lygnan sjó inn- an tíðar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samstarfsvilji vinnufélaganna er meiri í dag en endranær og verður jafnvel enn meiri á næstunni. Ef þú býst við því besta af öðrum, er lík- legra að þeir hneigist til þess en ella. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Spenna hefur minnkað í sam- skiptum við vini. Það gerir lífið bæði einfaldara og ánægjulegra. Krabb- inn er viðkvæmur og vill láta sér lynda við náungann. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Haltu áfram að sýna stjórnendum og foreldrum þolinmæði. Þú sérð ekki eftir því. Ástandið er að batna, jafnvel meðan þú lest þetta. Þú veist það. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ferðaáætlanir sem voru við það að frestast eða verða að engu, gætu hugsanlega gengið eftir í dag. Vertu jákvæð, það er sennilegt að þú getir ferðast þér til ánægju innan tíðar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Notaleg sambönd verða jafnvel enn notalegri í dag og tilfinningar þínar í einhvers garð eru að dýpka. Það er þér mikilvægt, enda viltu eiga náin tengsl við aðra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Í gær var fullt tungl í þínu merki, sem gæti hafa valdið spennu í sam- skiptum við aðra. Haltu ró þinni, þessi spenna heyrir sögunni til. Stundum verður maður bara að láta kyrrt liggja. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nýttu þér hvötina sem þú finnur hjá sjálfum þér til þess að vera skipu- lagðari. Þú kemur miklu í verk á meðan þér líður svona. Það er auð- veldara að gera það sem maður vill. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Horfur í fjármálavafstri eru góðar núna og nú er líka rétti tíminn til þess að fara í frí. Þú nýtur þess að vera skapandi og leika þér með smáfólkinu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Bjóddu fólki heim til þín og njóttu góðra stunda í félagi við fjölskyld- una. Margir vatnsberar finna heilsufar sitt batna á næstunni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Njóttu þess að eyða tíma með systkinum núna og leiðréttu mis- skilning ef þú getur, hvort sem er í samskiptum við ættingja, nágranna eða þá sem þú átt daglegt samneyti við. Stjörnuspá Frances Drake Naut Afmælisbarn dagsins: Þú ert vinnusöm og dygg manneskja sem hvikar ekki frá settu marki. Þú ert at- hafnasöm og áköf og hefur bæði sterkan persónuleika og líkamsbyggingu. Ferða- lög eru þitt líf og yndi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 augljós, 8 falleg, 9 hljóðfæri, 10 sætta sig við, 11 húsgafl, 13 auð- lindum, 15 hestur, 18 mannsnafn, 21 svali, 22 lagarmál, 23 æviskeiðið, 24 skynsemin. Lóðrétt | 2 stika, 3 skrifta- mál, 4 vondan, 5 veitum eftirför, 6 eldstæðis, 7 veikburða, 12 ögn, 14 kær- leikur, 15 hrím, 16 skel- dýr, 17 húð, 18 fyrir- gangur, 19 hnappur, 20 skrika til. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 stáss, 4 kúlum, 7 gaman, 8 korði, 9 dúk, 11 rann, 13 eira, 14 ábati, 15 lægð, 17 klám, 20 ess, 22 gefur, 23 kækur, 24 rændi, 25 rámur. Lóðrétt | 1 sægur, 2 álman, 3 sund, 4 kökk, 5 lærði, 6 meiða, 10 úrans, 12 náð, 13 eik, 15 lögur, 16 gufan, 18 lok- um, 19 mærir, 20 erti, 21 skær. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Ídag kl. 16 hefst í Norræna húsinu ráð-stefna umhverfisráðuneytis og Umhverf-isstofnunar um gildi friðlýstra svæða fyr-ir ferðamenn, en í dag er einmitt Dagur umhverfisins. Meðal framsögumanna á ráðstefn- unni er Anna Dóra Sæþórsdóttir, lektor í ferða- málafræðum við Háskóla Íslands. Mun hún fjalla um aðdráttarafl ferðamannastaða: „Ég ætla að fjalla almennt um aðdráttarafl staða, bæði út frá náttúru og menningu, en í ljósi yfirskriftar ráðstefnunnar og þess sem all- ar kannanir benda til – að náttúran sé enn helsta aðdráttarafl ferðamanna á Íslandi – mun ég leggja megináherslu á náttúruna.“ Og hvernig má lýsa aðdráttarafli staða? „Enginn staður eða viðburður er aðdráttarafl í sjálfu sér, en getur orðið það þegar búið er að gera hann þekktan meðal ferðamanna. Í nútíma samfélagi eru ferðamenn umfram annað neyt- endur merkinga, ímynda og tákna. En ólíkt al- mennri vöruneyslu þarf ferðamaðurinn að koma á sjálfan staðinn til þess að upplifa hann.“ Hvernig upplifa ferðamenn Ísland? „Upplifun ferðamanna á náttúrunni er mjög sterk – gestum okkar finnst landið ævintýri lík- ast. Ég mun sérstaklega segja frá rannsóknum sem ég vann í samstarfi við kollega mína um þolmörk ferðamennsku, þ.e.a.s. hversu marga gesti tiltekin svæði þola. Könnunin var gerð á sex friðlýstum svæðum, þjóðgörðunum Skafta- felli og Jökulsárgljúfrum, þá Landmannalaug- um og Lónsöræfum og einnig Sveinstindi og Langasjó.“ Má reikna út hve marga gesti staður þolir? „Nei, það er ekki beinlínis hægt, heldur fer það eftir þeim markmiðum sem við setjum á hverjum stað. Ef markmiðið er að ferðamenn eigi að geta upplifað ósnortin víðerni, vinna mannfjöldi og miklar þjónustubyggingar gegn því. Nauðsynlegt er að setja skýr markmið á hverjum stað og fylgja þeim eftir, kanna vænt- ingar gesta og hvort staðurinn stenst þær vænt- ingar.“ Hefur þetta verið gert við uppbyggingu ferðaþjónustu á náttúruverndarsvæðum á Ís- landi? „Segja má að þolmarkarannsóknirnar séu fyrsta skrefið í þá átt. Náttúruverndar- og ferðamálayfirvöld geta nú nýtt sér þessar nið- urstöður við skipulag og stefnumótun þessara svæða. Hefð er fyrir slíkum rannsóknum og hagnýtri notkun þeirra víða erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, Kanada, Noregi og Svíþjóð; löndum með stór, óbyggð svæði. Reynslu þeirra má því vel heimfæra hingað.“ Í rannsókninni skoðaðir þú sérstaklega upp- lifun ferðamanna? „Já, og það er merkilegt að þótt yfir 100 þús- und erlendir ferðamenn komi árlega í Land- mannalaugar en tvö þúsund í Lónsöræfi, telja gestir á báðum stöðum að fjöldinn sé hæfilegur. Fjöldi er þannig afstætt hugtak í þessu tilliti.“ Dagur umhverfisins | Fjallað um þolmörk ferðamennsku á ráðstefnu í Norræna húsinu Fjöldi er afstætt hugtak  Anna Dóra Sæþórs- dóttir er landfræðingur. Hún er lektor í ferða- málafræðum við jarð- og landfræðiskor HÍ, starfaði þar áður hjá Náttúruvernd ríkisins og hefur m.a. verið leið- sögumaður með er- lenda ferðamenn. Hún er gift Halldóri B. Lúð- vígssyni og eiga þau þrjú börn. Myndlist 101 gallery | Helgi Þorgils Friðjónsson – Skáhalli tilverunnar. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Café Karólína | Myndlistarsýning Baldvins Ringsted. Eden, Hveragerði | Málverkasýning Davíðs Art Sigurðssonar – Milli mín og þín. Energia | Málverkasýning aprílmánaðar. Ólöf Björg. Gallerí Gangur | Haraldur Jónsson Af- gangar. Gallerí Sævars Karls | Kristján Jónsson sýnir myndir unnar með blandaðri tækni. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Sýning Jóhannesar Dags- sonar, „Endurheimt“. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni. Í samvinnu við Sophienholm í Kaupmanna- höfn og Hafnarborg, hefur Johannes Larsen-safnið sett saman stóra sýningu um danska og íslenska listamenn og túlkun þeirra á íslenskri náttúru á 150 ára tímabili. Þema sýningarinnar er „List og náttúra með augum Norðurlandabúans“. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista Hafnarfirði | Stefán T. Hjaltalín sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menn- ingarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal – eitt verk, ekkert upphaf né endir. Listasafn Íslands | Lokað til 14. maí. Þá opnar sýning á verkum Dieters Roth í sam- vinnu við Listasafn Reykjavíkur og er í til- efni Listahátíðar. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Saltfisksetur Íslands | Sýning Fríðu Rögn- valdsdóttur „Fiskar og fólk“. Allar mynd- irnar eru unnar með steypu á striga. Salurinn | Andi Manns er heiti á sýningu Leifs Breiðfjörðs. Smáralind | Sýning Amnesty International „Dropar af regni“. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýning- arnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Riccione – ljósmyndir úr fórum Manfroni- bræðra. Þrastalundur, Grímsnesi | Sveinn Sig- urjónsson frá Galtalæk 2 í Rangár- vallasýslu sýnir olíumálverk. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét- ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Hallgrímur er eitt fremsta skáld Íslendinga fyrr og síðar. Sýn- ingin gefur innsýn í verk hans og útgáfur á þeim hér á landi og erlendis og þann inn- blástur sem þau veita listamönnum, ekki síst í nútímanum. Drepið er á æviatriði Hallgríms og staldrað við atburði sem marka hvörf í hans ferli. Mannfagnaður Réttó 1953 | Þeir sem fæddir eru 1953 og voru í Breiðagerðis- eða Réttarholtsskóla ætla að hittast í tilefni þess að í vor eru 35 ár frá því að þeir hættu í skólanum. Þeir sem ætla að mæta þurfa að bóka sig fyrir 27. apríl. Nánari upplýsingar veita: Gústi, 898-3950, Edda, 848-3890, Einar, 426- 8137, Gunnar J., 551-4925, Jónas, 894- 6994 og á edda@simnet.is. Fréttir ITC-samtökin á Íslandi | Landsþing ITC á Íslandi verður haldið dagana 29.–30. apríl, í Oddfellow-húsinu, Vonarstræti 10, í Reykjavík og er öllum opið. Uppl. fást: www.simnet.is/itc, eða í s: 698-7204/897- 4439. Fundir AA-samtökin | Uppkomin börn, aðstand- endur og alkóhólistar halda 12-spora fundi öll mánudagskvöld kl. 20–21.30 í Tjarn- argötu 20, Rvík. Eineltissamtökin | Eineltissamtökin eru með fundi alla þriðjudaga kl. 20–21, í húsi Geðhjálpar, Túngötu 7. Geðhjálp | Fundur fyrir fullorðin börn geð- sjúkra (18 ára og eldri), alla þriðjudaga kl. 19, hjá Geðhjálp, Túngötu 7. Nánari upplýs- ingar í síma 5701700 og á www.gedhjalp.is. Hestheimar, hrossaræktarbú | Samráðs- fundur ferðaþjónustuaðila í Rangárþingi ytra og Ásahreppi verður kl. 20.30. Und- irbúningur vegna hestatengdrar ferðaþjón- ustu. Kraftur | Aðalfundur Krafts, stuðnings- félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, verð- ur haldinn þriðjudaginn 26. apríl nk. í Skóg- arhlíð 8, 4. hæð. Veitingar í boði Krafts. Rauði krossinn | Rauða kross-deildin held- ur aðalfund á Hvolsvegi 31, Hvolsvelli, kl. 20. Spoex | Aðalfundur SPOEX, Samtök psori- asis- og exemsjúklinga, verður haldinn 27. apríl kl. 20, á Grand Hótel Reykjavík, Sig- túni 38. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fjallar Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkr- unardeildarstjóri um: Bláa lónið – Ný húð- lækningastöð. Einnig verður fjallað um breytingar á húsnæði félagsins. Fyrirlestrar Askja – Náttúrufræðihús HÍ | Í næsta fræðsluerindi Hins íslenska náttúrufræði- félags, kl. 17.15, mun Jón Ólafsson prófess- or við efnafræðiskor Háskóla Íslands flytja erindi sem hann nefnir: Breytingatímar: Koltvíoxíð í lofti og hafi. Í erindinu verður fjallað um koltvíoxíðbindingu í heimshöf- unum, hvernig hún gerist, hvar og hve mikil hún er. Karuna Búddamiðstöð | „Skref til ham- ingju“ er 4 vikna námskeið sem fjallar um kenningar Búdda, um hvernig þróa má af- slappað viðhorf til lífsins og vandamála. Einnig verða kynntar á námskeiðinu að- ferðir til að bæta samskipti við aðra s.s. maka, fjölskyldu, vinnufélaga o.fl. www.karuna.is. Námskeið Mímir-símenntun ehf. | Kristinn R. Ólafs- son, útvarpsmaður í Madríd, mun sjá um tveggja kvölda námskeið um höfuðborg Spánar, dagana 26. og 28. apríl kl. 20–22, hjá Mími-símenntun. Stiklað verður á stóru í máli og myndum um sögu, listir og menn- ingu í Madríd. Skráning hjá Mími- símenntun, s. 580 1800 eða á www.mim- ir.is. MS-félag Íslands | Helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk um MS-sjúkdóminn verð- ur haldið 29.–30. apríl, fyrir fólk með ný- lega greiningu MS, upp að 2–3 árum. Taugasérfræðingur, félagsráðgjafi, hjúkr- unarfræðingur, iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari veita fræðslu. Námskeiðið verður í húsi MS-félags Íslands á Sléttuvegi 5, Reykjavík. Upplýsingar veit- ir Margrét, félagsráðgjafi, í síma 568 8620, 897 0923. Ráðstefnur Norræna húsið | Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun boða til opins fundar undir yfirskriftinni „Gildi friðlýstra svæða fyrir ferðamenn,“ í Norræna húsinu kl. 16– 18. Verkfræðideild Háskóla Íslands | Ráð- stefna um áhrif sjóflóða og hækkunar sjáv- arstöðu á skipulag verður 28. apríl 13.05– 17.15, í húsi verkfrd. HÍ, VR–2, Hjarðarhaga 6, st. 157. Fundarboðendur eru umhverfis- og bygg- ingarverkfræðiskor HÍ, Skipulagsstofnun og Siglingastofnun. Heimasíða ráðstefn- unnar er http://www.hi.is/page/flod. Frek- ari upplýsingar: Trausti Valsson, s. 8631339, tv@hi.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Farið frá Toppstöð- inni við Elliðaár kl. 18 og farinn hringur í Elliðaárdalnum. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.