Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.04.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AÐSTANDENDUR vefjarins Ordabelgur.is segja hann hafa ómetanlegt gildi í því að bæta öll samskipti við Daða Þór Pálsson, daufdumban dreng sem hefur tekið miklum framförum síðan vefurinn var tekinn í notkun fyrir nokkru. Segja þeir fátt því til fyrirstöðu að útfæra verkefnið fyrir aðstandendur annarra barna í svipaðri aðstöðu. Ólöf M. Magnúsdóttir, sérkennari við Grunnskólann í Vestmannaeyj- um og verkefnisstjóri þróunarverk- efnisins um táknmálsvefinn Orða- belg, segir upprunalegan tilgang vefjarins að setja niður þau orð sem Daði kunni. „Það er svo mikið af fólki í kringum hann og það á oft erfitt með að skilja hvað hann er að reyna að segja,“ segir Ólöf. „Þá eru skýringar á síðunni, bæði á táknum og hljóðum.“ Skilvirkari samvinna Á síðunni er mynd af líkamanum og listi yfir líkamshluta. Ef fólk smellir á þann líkamshluta sem Daði Þór er að nota, þá er hægt að finna orðið eða orðasambandið sem hann er að reyna að segja. Þá eru gjarnan myndir af Daða gerandi táknið til að skýra enn betur hvaða tákn er um að ræða. „Þetta hljómar kannski flókið, en þetta einfaldar mjög sam- skiptin fyrir fólkið sem er með hon- um. Það bætist í safnið næstum dag- lega og hann hefur tekið miklum framförum,“ segir Ólöf. „Þessi vef- síða gerir alla vinnuna miklu skil- virkari. Í stað þess að spyrja hann tuttugu þrjátíu spurninga út af einu tákni erum við að nota nokkurs kon- ar útilokunaraðferð og flýtum mjög fyrir skilningnum. Ég er sannfærð um að þetta hefur heilmikil áhrif.“ Smári McCarthy forritari vefjar- ins segir í raun ekki mikið mál að útfæra kerfið fyrir aðra notendur. „Kerfið er mjög aðlögunarhæft og hægt að laga það að nýjum vanda- málum,“ segir Smári. „Þetta er bara spurning um að sníða það að þörfum hvers og eins. Þetta byrjar á vissu grunnkerfi sem er hægt að laga að hverju verkefni og við erum á því að það eigi frekar að hafa hvert verk- efni sérstakt en að reyna að búa til eina allsherjar lausn. Hugmyndin er auðvitað sú að þeir sem sjá um orða- söfnin og eiga samskipti við hvern og einn eigi að geta séð um það án þess að forritari komi þar nærri. Þetta á að vera sjálfstætt og sjálf- virkt.“ Hægt að laga að nýjum notendum Aðstandendur vefjarins Ordabelgur.is segja kerfið bæta mjög samskiptin DAVÍÐ Pétursson, hreppstjóri Skorradalshrepps, á ekki von á að íbúar hreppsins samþykki samein- ingu í annarri umferð kosning- anna sem fram fer innan sex vikna. Úrslitin í kosningunum um síðustu helgi hafi verið það afger- andi um að hafna sameiningu og raunar mun meira afger- andi en hann hafi átt von á. Alls voru 49 á kjörskrá, 45 greiddu at- kvæði, 17 sögðu já og 28 nei. „Miðað við að þátttakan verði sú sama á ég ekki von á að menn skipti um skoðun á jafn stuttum tíma,“ segir Davíð. Íbúar Skorradalshrepps voru 64 hinn 1. desember 2004. Hann segir Skorradalshrepp hafa tekist að halda úti lögboðinni þjónustu sem því ber þrátt fyrir smæð sveitarfélagsins, meðals annars með hlutdeild í byggða- samlögum hvað varðar sorp- hreinsun og alla félagsþjónustu. Þá sé Skorradalshreppur með lág- marksútsvar og veiti íbúum sínum verulegan afslátt af fasteigna- gjöldum. Óttast ekki að hreppurinn verði innlyksa „Þetta hefur gengið ágætlega og allavega sýnir niðurstaðan að fólk er ekki að kvarta yfir þeirri þjónustu sem það hefur,“ segir Davíð. Hann segist ekki óttast að Skorradalshreppur verði innlyksa, samþykki hin fjögur sveitarfélögin sameiningu. „Mér þykir ólíklegt, verði þau sameinuð, að þau fari að reyna að pína Skorradalshrepp til sam- starfs eða samruna,“ segir Davíð Pétursson hreppstjóri. Hreppstjóri Skorradalshrepps Segir úr- slitin alveg afgerandi Davíð Pétursson ÍBÚAR fjögurra af fimm sveitar- félögum í Borgarfirði, norðan Skarðs- heiðar, samþykktu sameiningu í kosningum í fyrradag. Íbúar Skorra- dalshrepps felldu hins vegar samein- inguna. Þeir greiða atkvæði á ný inn- an sex vikna um hvort þeir vilji sameinast hinum fjórum en felli þeir á ný geta sveitarstjórnir hinna sveitar- félaganna fjögurra lagt til að þau sameinist. Íbúar sveitarfélaganna fimm eru alls 3.500. 3.500 manns í sveitarfélögunum fimm, þar af voru íbúar Skorradalshrepps 64 hinn 1. desember sl. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningarnefndar, kveðst ánægður með atkvæðagreiðsluna og kjörsókn- ina. Hann sagðist aðspurður frekar eiga von á að íbúar Skorradalshrepps muni samþykkja að sameinast hinum sveitarfélögunum fjórum því nú liggi fyrir vilji þeirra til að sameinast. Sveitarfélögin fjögur sameinist Þá sagðist hann fastlega búast við að sveitarfélögin fjögur muni samein- ast þótt íbúar í Skorradal hafni sam- einingu aftur. Verði sameining sam- þykkt sameinast sveitarfélögin á næsta ári og kosið verður í bæjar- stjórn við næstu sveitarstjórnarkosn- ingar. Úrslit kosninganna voru á þessa leið: Í Borgarbyggð greiddu alls 770 at- kvæði og var kjörsókn 42%. Já, sögðu 86,2%, nei sögðu 12,2% og 13 atkvæði voru auð (1,7%). Í Borgarfjarðarsveit voru 473 á kjörskrá og greiddu 294 at- kvæði eða 62,2%. Já sögðu 164 sögðu, nei 121 nei og 9 atkvæði voru auð eða ógild. Í Hvítársíðuhreppi voru 50 á kjörskrá en 39 greiddu atkvæði og var kjörsókn 78%. Alls sögðu 22 já við sameiningu eða 56,4%, 16 sögðu nei eða 41% og 1 seðill var auður. Í Kol- beinsstaðahreppi var 71 á kjörskrá og 67 kusu, og var kjörsókn 94,4%. Alls sögðu 35 já eða 52,2% og 32 sögðu nei eða 47,8%. Í Skorradalshreppi var sameiningu hafnað, 49 voru á kjörskrá, greiddu 45 atkvæði, sem er 91,8% kjörsókn. Þar af sögðu 17 já við sameiningu (37,8%) og 28 sögðu nei, (62,2%). 4 af 5 sveit- arfélögum samþykktu                                                              ! "#  "     !! "# $! $% & # !% '%$ $" $%&%' %(&)' *+&)' ,(&(' $-&+'           .%*&+'/ .-(&('/ .%-&)'/ .%-&('/ .,(&('/ .0(&('/ .+,&('/ .0,&%'/ .00&+'/ .1*&+'/      Íbúar í Skorradalshreppi kolfelldu sameiningu sveitarfélaga í Borgarfirði Mývatnssveit. Morgunblaðið. | Stór flutn- ingabíll hlaðinn fiski valt í erfiðri beygju austan undir Námafjalli í gær. Þetta er í annað sinn sem þungt lest- aður flutningabíll veltur á nákvæmlega sama stað. Að sögn kunnugra koma bíl- arnir að austan og átta sig ekki á að þeir eru að koma í mjög erfiða beygju. Þá tekur þyngdarlögmálið völdin af ökumanni og sendir allt saman út í skurð. Í aðdraganda þessarar erfiðu beygju er umferðarmerki sem gefur til kynna bratta brekku og krókóttan veg. Ökumaður meiddist nokkuð í velt- unni og var fluttur til Akureyrar. Þá virðist bíllinn allmikið skemmdur en kranabílar voru væntanlegir til að ná öllu saman inn á veg aftur í gærkvöldi eða í dag. Morgunblaðið/BFH Flutningabíll valt undir Námafjalli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.