Morgunblaðið - 16.12.2005, Page 23

Morgunblaðið - 16.12.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 23 ERLENT UNGIR uppreisnarmenn í Fatah- hreyfingunni hafa skráð eigin fram- boðslista í þingkosningunum á sjálf- stjórnarsvæðum Palestínumanna 25. janúar. Er sérframboðið álitið mikið áfall fyrir Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, og sumir telja að klofningur Fatah geti orðið vatn á myllu Hamas-samtakanna í kosning- unum. Hermt er að á fundi með nokkrum uppreisnarmannanna hafi Abbas hótað að segja af sér og boða til for- setakosninga. Uppreisnarforinginn Marwan Barghouti er í efsta sæti á framboðs- listanum og forystumenn Fatah lögðu í gær fast að honum að kljúfa ekki hreyfinguna. Saeb Erekat, aðalsamningamaður heimastjórnar Palestínumanna, sagði að reynt yrði til þrautar að semja við ungu uppreisnarmennina. Þeir yrðu settir ofarlega á framboðs- lista Fatah til að auka líkurnar á því að þeir næðu kjöri á þing. Stuðningsmenn Barghouti sögðu hins vegar að hann væri staðráðinn í því að halda sérframboðinu til streitu eftir að Abbas raðaði gömlum flokksforingjum í efstu sæti fram- boðslista Fatah. Hann hunsaði þar með að mestu niðurstöður forkosn- inga og skoðanakannana sem bentu til þess að stuðningurinn við ungu mennina færi vaxandi. Forkosning- arnar einkenndust af ofbeldi og kosningasvikum og Abbas ákvað því að velja sjálfur frambjóðendur Fatah. Abbas hugðist setja Ahmed Qurei forsætisráðherra í efsta sæti á lista Fatah og bauð Barghouti annað sæt- ið en hann hafnaði því í fyrradag. Þegar framboðslisti Fatah var skráður í fyrrakvöld var Barghouti hafður í efsta sætinu, að því er virð- ist til að reyna að afstýra því að hreyfingin klofnaði. Hann er því á tveimur framboðslistum. „Þetta er of seint,“ sagði Kadoura Fares, einn af forystumönnum ungu mannanna, um sáttaumleitanir flokksforingjanna. „Við féllumst á forkosningar til að velja frambjóð- endur Fatah en forsetinn virti ekki niðurstöður þeirra. Þeir völdu gamla herra- og þrælafyrirkomulagið og núna erum við staðráðin í að hvika ekki frá sérframboðinu.“ Barghouti afplánar nú fimm lífs- tíðarfangelsisdóma í Ísrael fyrir að- ild að mannskæðum árásum og fékk mest fylgi í forkosningum á Vestur- bakkanum. Jibril Rajoub, fyrrver- andi yfirmaður öryggissveita á Vest- urbakkanum, og Mohammad Dahlan, áhrifamikill ráðherra í heimastjórninni, eru einnig á lista uppreisnarmannanna. „Eflir Fatah“ Ungu mennirnir sögðu að mark- mið þeirra væri ekki að koma Fatah fyrir kattarnef, heldur að leggja fram öflugan lista vinsælla fram- bjóðenda sem myndu taka atkvæði frá Hamas og síðan starfa með Fatah í samsteypustjórn. „Sérframboðið eflir Fatah vegna þess að nöfnin á listanum njóta virð- ingar allra,“ sagði Salim Samhan, 23 ára laganemi, sem kvaðst ætla að kjósa klofningslistann. Aðstoðarmenn Abbas sögðu að hann hefði rætt við Barghouti í síma til að reyna að afstýra klofningi Fatah og viðræðunum var haldið áfram í gær. Talsmenn kjörstjórn- arinnar sögðu að Barghouti þyrfti að ákveða á hvorum listanum hann vildi vera og hægt væri að breyta fram- boðslistunum fyrir áramót. Sérfræðingar í málefnum Palest- ínumanna eru ekki á einu máli um af- leiðingar sérframboðsins. Nokkrir þeirra telja að það geti orðið til þess að Fatah eflist en aðrir segja að það styrki stöðu Hamas-samtakanna sem bjóða nú fram í fyrsta skipti í þingkosningum frá stofnun heima- stjórnar Palestínumanna árið 1995. Reyndar hafa þeir aðeins einu sinni áður efnt til þingkosninga, árið 1996, og Hamas-samtökin ákváðu þá að sniðganga þær. Nýtt sameiningartákn? Forystumönnum Fatah tókst naumlega að afstýra svipuðum vanda fyrir ári þegar Barghouti bauð sig fram gegn Abbas í forseta- kosningum en lét undan miklum þrýstingi og hætti við framboðið. Nokkrir fréttaskýrendur telja að uppreisnarmennirnir hætti við fram- boðið vegna þess að Barghouti þarfnist stuðnings Abbas til að knýja á Ísraela um að leysa hann úr haldi. Gömlu flokksforingjarnir voru í útlegð eins og Yasser Arafat þar til um miðjan síðasta áratug þegar þeir sneru aftur á svæði Palestínumanna eftir friðarsamninga við Ísraela. Margir yngri mannanna voru hins vegar á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu og börðust þar gegn her- námi Ísraela. Gömlu mennirnir hafa verið sak- aðir um spillingu og frændhygli og margir Palestínumenn telja að kyn- slóðaskipti séu tímabær í forystuliði Fatah. Deilurnar innan hreyfingarinnar hafa magnast smám saman á þeim þrettán mánuðum sem liðnir eru frá andláti Yassers Arafats. „Arafat var límið sem hélt öllum fylkingunum saman,“ sagði palestínski fréttaskýr- andinn Hani al-Masri. Hann kvaðst telja að Barghouti gæti gegnt svip- uðu hlutverki og Arafat sem samein- ingartákn Palestínumanna þegar fram liðu stundir. Sérframboð talið áfall fyrir Abbas Ungir uppreisn- armenn í Fatah með eigin lista í þingkosningum Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is AP Barghouti fyrir rétti í ágúst 2002. AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna (til hægri), greiðir atkvæði í heimabæ sínum nálægt Ramallah á Vesturbakkanum í sveitarstjórnakosn- ingum sem fram fóru í 42 bæjum á svæðum Palestínumanna í gær. París. AFP. | Lögregla í fimm ríkjum hefur upprætt fjölþjóðlegan hring, sem smyglaði fólki frá Mið-Austur- löndum til Evrópu. Aðgerðin fór fram á miðvikudag. Alls tóku 400 lögreglumenn þátt í henni í Bretlandi, Frakklandi, Tyrklandi, Grikklandi og á Ítalíu. 53 menn voru handteknir, flestir í Frakklandi (22) og á Ítalíu (18). Franski saksóknarinn Jean- Claude Marin sagði á blaðamanna- fundi í París í gær að hér ræddi um umfangsmestu, samræmdu aðgerð á þessu sviði löggæslu, sem fram hefði farið á alþjóðavettvangi. Unn- ið hefur verið að rannsókn málsins í þrjú ár. Smyglhringurinn tók milljónir evra fyrir að smygla fjögur til fimm þúsund manns til Bretlands og ann- arra landa í Norður-Evrópu. Starf- semin hafði staðið yfir í fimm ár. Fólkið kom flest frá Afganistan og Kúrdahéruðum í Írak en einnig tók hringurinn að sér að smygla fólki frá Sómalíu, Pakistan og Eþí- ópíu til Vestur- Evrópu. Fólkið fór frá Tyrklandi til Belgíu, Grikklands, Ítalíu eða Sviss en frá þessum ríkj- um var það flutt til Parísar. Þar hafðist það við í almenningsgörðum áður en haldið var af stað til Bret- lands. Í einhverjum tilfellum varð fólkið eftir í Frakklandi og dæmi eru um að einhverjir hafi haldið til Þýskalands og Skandinavíu. Að sögn franskra embættis- manna var algengt verð fyrir þessa „þjónustu“ smyglhringsins 6–7.000 evrur á mann (450 til 525.000 krón- ur). Að sögn lögreglu á Ítalíu var höf- uðpaur hringsins Kúrdi sem bjó í Róm. Hann var sagður heita Arsal- an og mun hann hafa komist yfir gríðarlegar fjárupphæðir með þessu móti. Upprættu stóran smyglhring Smygluðu þús- undum manna til Evrópu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.