Morgunblaðið - 16.12.2005, Page 43

Morgunblaðið - 16.12.2005, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 43 UMRÆÐAN AÐ UNDANFÖRNU hefur átt sér stað mikil umræða um rétt- arstöðu samkynhneigðra innan kirkjunnar, og ekki að ástæðulausu, enda hefur máli þeirra verið hallað þar á bæ lengur en elstu menn muna. Öðrum megin víglín- unnar hafa skipað sér hinir íhaldssamari af klerkastéttinni, en hinum megin þeir frjálslyndari. Hvorir hafa nokkuð til síns máls. Hvað guð- fræðilega rökfestu varðar virðast þeir fyrrnefndu ótvírætt hafa vinninginn, enda er ritningin ómyrk í máli þegar samkynhneigð er annars vegar. Ef ritningin fer rétt með vilja guðs (sem ég býst við að klerkar séu almennt sammála um), þá verður ekki séð að mikill vafi leiki á. Samúð mín er samt með frjáls- lyndu guðfræðingunum. Ég sé hvorki að nein haldbær rök hnígi gegn því að réttarstaða allra manna sé sú sama, né að það komi neinum við hvoru kyninu fólk hneigist að, hvað þá að það sé rétt að hindra fólk í að bindast lífsförunaut eftir því sem tilfinningar þess bjóða því. Því síður þykir mér afsakanlegt að stofnun sem á að heita að þjóni öllum lands- mönnum án mann- greinarálits komist upp með að mismuna fólki með þeim hætti sem kirkjan gerir samkyn- hneigðum. Þarna er siðferði samtímans komið fram úr siðferð- inu sem ríkti á rit- unartíma Biblíunnar. Þarna eru mennirnir komnir fram úr meintu almættinu í siðferð- isþroska. Dragi fólk af því þær ályktanir sem það vill. Bók sem boðar að kynvillinga skuli fordæma og beita ofbeldi hefur dagað uppi siðferðislega. Geta menn verið trúir ritningunni um leið og þeir ganga í berhögg við skýr fyr- irmæli hennar? Hafa menn heimild til að endurskoða orð guðs? Eitt- hvað rámar mig í að ritningunni sé klykkt út með heldur ókræsilegum viðurlögum þeim til handa, sem bætir við eða tekur af henni. Í deilum rétttrúaðra og endur- skoðunarsinna er þögn eins manns æpandi, biskups Þjóðkirkjunnar. Hvar er forystan sem ætti að setja niður innanbúðardeilur eins og þær sem nú ganga fjöllum hærra? Víst er úr vöndu að ráða. Hvort á að halda í kristilega kenningu og sið- ferði eða stíga skrefið og endur- skoða innihald hennar og laga að húmanísku umburðarlyndi samtím- ans? Hvort á kirkjan að dragast aft- ur úr framförunum og halda áfram að steinrenna, eða afneita orðum ritningarinnar og gengisfella um leið trúna sem hún snýst um? Hvort á hún að halda velli trúarlega og sjá á eftir fólkinu sem mun yfirgefa hana frekar en að taka þátt í kristi- legri fordæmingu á samkynhneigð, eða hlaupast undan eigin merkjum og halda hóp sinn skuldbindinga- lausan? Þótt ekki sé öfundsvert, væri æskilegt að biskup Íslands gengi að föðurleifð sinni, rækti ábyrgð sína og tæki af skarið í þess- ari deilu. Kreppa endurskoð- unarguðfræðinnar Vésteinn Valgarðsson fjallar um réttarstöðu samkyn- hneigðra innan kirkjunnar Vésteinn Valgarðsson ’Í deilum rétttrúaðraog endurskoðunarsinna er þögn eins manns æp- andi, biskups Þjóðkirkj- unnar. ‘ Höfundur er sagnfræðingur. BORGARSTJÓRNARFLOKKUR F-listans fagnar nýjum kjarasamn- ingum þar sem laun umönnunarstétta sem hafa verið gróflega vanmetnar til launa eru leiðrétt verulega. Það er forsenda þess að borgin geti mannað þýðingarmiklar þjónustustofnanir í velferðarkerfinu og að með sómasamlegum hætti sé hægt að veita barnafjölskyldum, öldruðum og sjúkum þá þjónustu sem ber að veita þeim. F-listinn er það afl í borgarstjórn, sem hefur flutt flestar dagskrártillögur í borgarstjórn Reykja- víkur á þessu kjör- tímabili. Tillögur hans í skattamálum, sam- göngumálum, um- hverfismálum og varðandi lág þjón- ustugjöld aldraðra, öryrkja, barna og unglinga vitna um þá ríku áherslu sem hann leggur á vel- ferð og öryggi borgarbúa. Höggvið í heilbrigðisþjónustu og menningarsögu borgarinnar F-listinn er eina aflið í borginni, sem hefur flutt tillögur um og látið sig varða góða heilbrigðisþjónustu við borgarbúa. Aðför R-listans gegn Heilsuverndarstöð Reykjavíkur vitn- ar um hið gagnstæða, enda hafa fulltrúar R-listans sagt að það sé ekki á verksviði sveitarstjórnarmanna hvernig heilbrigðisþjónusta er veitt í borginni og hvar hún er veitt. Aðförin gegn Heilsuverndarstöðinni er eitt af mörgum höggum sem R-listinn hefur látið dynja á menningarsögu borg- arinnar. Má þar minna á aðförina gegn nær öllum elstu byggingunum við Laugaveg, og klúðrið varðandi landnámsskálann í Aðalstræti þar sem elstu minjum sem fundist hafa á Íslandi er komið fyrir í hótelkjallara í eigu einkaaðila sem að auki kaupa umráðarétt yfir landnámskjallaranum og endurleigja borginni með stór- felldum hagnaði. Í aðförinni gegn Heilsuvernd- arstöðinni og elstu byggðinni við Laugaveg hefur ríkt órofa samstaða hjá R- og D-lista. Varð- andi landnámsskálann í Aðalstræti þá kúventi D- listinn og reyndi að eigna sér frumkvæði F-listans. Það sama gerðist varð- andi áform R- og D-lista um niðurrif Austurbæj- arbíós þar sem staðfesta F-listans varð til þess að samstaða niðurrifs- flokkanna gliðnaði. Þar tókst F-listanum að koma í veg fyrir menningar- sögulegt slys. Ein versta gjörð í sögu borgarinnar Á fundi borgarráðs 1. desember sl. lagði undir- ritaður fram bókun og greinargerð vegna sölu Heilsuverndarstöðvar- innar, en í bókuninni seg- ir: „Sala Heilsuvernd- arstöðvarinnar úr hönd- um almennings og til ann- arra en hún var reist til að hýsa er einhver versta gjörð sem Borgarstjórn Reykjavíkur hefur staðið fyrir um langt árabil. Hún mun valda heilbrigðisþjónust- unni í höfuðborginni óbætanlegu tjóni og lýsir fullkomnu virðingarleysi fyrir þeirri hugsjón sem leiddi til þess að þessi fallega og nytsamlega bygging var reist á sínum tíma og hefur orðið eitt af táknum Reykjavíkurborgar. Ekkert bendir til að kaupandi Heilsuverndarstöðvarinnar ætli að nýta hana undir heilbrigðisstarfsemi eins og stöðin var sérhönnuð fyrir. Þetta mun kalla á breytingar á bygg- ingunni og einnig er rætt um bygg- ingarrétt á nærliggjandi lóð. Reynsl- an sýnir að bæði borgarfulltrúar R- og D-lista ganga hart fram gegn hagsmunum almennings og menning- arsögu borgarinnar þegar um er að ræða þjónkun við byggingarverktaka. Menningarsögulegt slys virðist þann- ig í uppsiglingu.“ F-listinn ver heil- brigðis- og vel- ferðarþjónustuna Ólafur F. Magnússon skrifar um stefnu F-listans Ólafur F. Magnússon ’F-listinn ereina aflið í borg- inni, sem hefur flutt tillögur um og látið sig varða góða heil- brigðisþjónustu við borgarbúa.‘ Höfundur er læknir og oddviti F-listans í borgarstjórn. Ný kennslumynd í hestamennsku eftir Eyjólf Ísólfsson tamningameistara er komin. Þessi mynd er sjálfstætt framhald af fyrri mynd Eyjólfs. Markviss kennsla um tamningu og þjálfun sem nýtist öllu hestafólki. Eyjólfur kynnir myndina í Ástund laugardag og sunnudag milli kl. 15:00 og 17:00. Allir velkomnir Háaleitisbraut 68, s. 568 4240 astund@astund.is www.astund.is Jólagjöf hestamannsins                                      !       !  "    !   #  "         # %&'&( )      $% &''()" '($ *+(   +  (&+ ,  (# &) &-&  .    )  /!   0&+ # 1 )) 2 3 /(+  4' / ( ) ( ( -  &  (&+ ,   +( &  &  . ! ( ,+ .- 5)&   .  ( ( ,    6   &( ) (  .  ( ) ,  67   #) -  & (&+ , "& )( ! +& )&(  (&+ ,  )  . )8(( -  &( (&+ ,  5) &   .  ( ) (&+ ,   -  '  &&8( % ) ,   0&+#  ++ /&++&-      ) +(  (&+ , # %  #/ %) +    +&  )&(     + *   +(    ( )%  + (&+ ,    & 6   &( )  67  &+!, &! +&)  )&( % ) )&( /)&! +  ,(/&++(##  ) +   , ).(  /&++&-+ )&(    #!                       !!" # $ $%%&%&&&                      !   " ! "  #    $   %       & '  $  

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.