Morgunblaðið - 16.12.2005, Side 63

Morgunblaðið - 16.12.2005, Side 63
Bækur Á næstu grösum | Sigríður Jónsdóttir les úr ljóðabók sinni Einnar báru vatn á veit- ingastaðnum Á næstu grösum, Laugavegi 20b, 17. des. kl. 18.30–19.30. Þetta er fyrsta bók skáldkonunnar. Landsbankinn aðalbanki | Upplestur kl. 14.30. Hrafnhildur Schram – Huldukonur í íslenskri myndlist. Guðmundur Magnússon – Thorsararnir: auður – völd – örlög. Allir velkomnir. Þjóðmenningarhúsið | Einn af öðrum tín- ast spennusagnahöfundarnir í Þjóðmenn- ingarhúsið dagana fyrir jól og skjóta áhlýð- endum skelk í bringu með hrollvekjandi upplestri úr nýjum verkum sínum: Í dag kl. 12.15; Þráinn Bertelsson les úr bók sinni Valkyrjum. Rauðrófusúpa á veitingastof- unni. Allir velkomnir. Dans Broadway | Dansleikur með Á móti sól frá miðnætti. 1.000 kr. inn. Skemmtanir Breiðin Akranesi | Sálin hans Jóns míns spilar í kvöld. Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson spilar og syngur. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og hljómsveit í kvöld kl. 23. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sér- sveitin leikur fyrir dansi um helgina, frítt inn til miðnættis. Kvikmyndir Útskrift frá Kvikmyndask. Íslands | Nem- endur sýna lokaverkefni sín í húsakynnum skólans að Laugavegi 176. Sýningar fara fram kl. 13 (1. önn), 14.30 (2. önn) og 15.30 (3. önn). Allir eru velkomnir á þessar sýn- ingar meðan húsrúm leyfir. Fréttir og tilkynningar Happdrætti bókatíðinda | Númer dagsins 16. desember er 60379. Skógræktarfélögin | Helgina 17. og 18. des. verða eftirtalin skógræktarfélög með sölu á jólatrjám á eftirtöldum stöðum: Skóg- ræktarfélag Hafnarfjarðar í Höfðaskógi hjá Selinu, lau. kl. 10–18, sun. kl. 10–16. Skóg- ræktarfélag Mosfellsbæjar í Hamrahlíð í Úlfarsfelli kl. 10–16. Skógræktarfélag Kópa- vogs, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps og Kjal- arness, á Fossá í Hvalfirði kl. 10–15. Skóg- ræktarfélag Borgfirðinga í Daníelslundi kl. 11–16. Skógræktarfélag Eyfirðinga í Kjarna- skógi kl. 10–18. Skógræktarfélag Austur- lands í Eyjólfsstaðaskógi kl. 12–16. Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur í Heiðmörk, lau. kl. 11–15. Skógræktarfélag Austur- Skaftafellssýslu í Haukafelli lau. kl. 11–16. Skógræktarfélag Stykkishólms í anddyri Grunnskólans í Stykkishólmi kl. 11–16. Staðlaráð Íslands | Framleiðendur, hönn- uðir, verkfræðingar, 1. desember gekk í gildi íslensk þýðing staðalsins ÍST EN 206-1 Steinsteypa? 1. hluti: Tæknilýsing, eig- inleikar, framleiðsla og samræmi. Staðall- inn skilgreinir verksvið hönnuðar, framleið- anda og notanda. Nánari upplýsingar á vef Staðlaráðs www.stadlar.is. Börn Þjóðminjasafn Íslands | Íslensku jólasvein- arnir í safninu. Jólasveinarnir koma alla daga 12.–24. desember kl. 11 virka daga (og á aðfangadag) en kl. 14 um helgar. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 63 MENNING Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Jólasúkkulaði og bingó. Gerður G. Bjarklind og tónlist- arkonurnar Guðbjörg Sandholt, Anna Helga og Guðný Þóra sjá um jólastemminguna. Allir velkomnir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Kíktu við, skoðaðu dagskrána, líttu í blöðin og láttu þér líða vel yfir aðventuna t.d. í morgunkaffinu hjá okkur alla virka daga. Nokkrir miðar til á Vínarhljómleikana 6. jan. 2006. Munið Þorláksmessuskötuna! Uppl. 588 9533 Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gjábakka. Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15 Félag eldri borgara, Reykjavík | Að- stoð verður veitt við útfyllingu tekjuáætlunar Tryggingastofnunar ríkisins á skrifstofu Félag eldri borg- ara, uppl. í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.30 boccía, kl. 13 gler- og postulíns- málun, kl. 13.15 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar m.a. bók- band. Kl. 10.30 létt ganga um ná- grennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13.30 undirbúningsfundur fyrir Lista- og menningarhátíð eldri borg- ara í Breiðholti m.a. börn frá leik- skólanum Hraunborg flytja helgileik o.fl. Allir velkomnir. Strætó S4 og 12. Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður. Messa kl. 14, prestur sr. Ólafur Jóhannsson, Furugerðiskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmundsdótur. Allir vel- komnir. Munið Þorláksmessusköt- una, pantið tímanlega. Uppl í síma 553 6040. Hraunbær 105 | Kl. 9 Kaffi, spjall, dagblöðin. Almenn handavinna, út- skurður, baðþjónusta, fótaaðgerð (annan hvern föstudag), hárgreiðsla. Kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa 9–12, postulínsmálning. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Kíktu við, líttu í blöðin, fáðu þér kaffisopa, skoðaðu dagskrána og láttu þér líða vel á aðventunni í Betri stofunni í hjá okkur. Jólatréð okkar er verulega fallegt. Munið skötuna á Þorláksmessu. Sími 568 3132. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hann- yrðir. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigurgeirs. Rjómaterta í kaffitímanum. Kl. 15 spila Steinunn Harðardóttir og El- ísabet Snjólaug Reinharðsdóttir jóla- lög. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, leirmótun kl. 9–13, morg- unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, leir- mótun kl. 13, bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Starf fyrir ung- linga er á föstudagskvöldum kl. 20. Samkomur og samverustundir sem allir unglingar eru velkomnir á. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins. Samkoma hefst klukkan 20. Bænastund fyrir sam- komu. Guðrún og Kári, nemendur úr biblíuskóla í Englandi, tala. Lofgjörð- arhópur kirkju unga fólksins leiðir lofgjörð. Láttu sjá þig! Workshop eru í fríi í desember. 1. d4 d6 2. e4 g6 3. Rc3 Bg7 4. f4 a6 5. Rf3 b5 6. Bd3 Rd7 7. Be3 c5 8. dxc5 Rxc5 9. Bxc5 dxc5 10. e5 Ha7 11. De2 Rh6 12. a4 Da5 13. 0–0 b4 14. Re4 0–0 15. Df2 Hc7 16. Rfd2 Be6 17. Rc4 Bxc4 18. Bxc4 Rf5 19. Hfd1 Db6 20. c3 h5 21. a5 Dc6 22. De2 Hb8 23. Bd5 Db5 24. Bc4 Dc6 25. Bd5 De8 26. Bc4 Bh6 27. g3 Hd8 28. Bxa6 Hxd1+ 29. Hxd1 Da4 30. Bc4 Dxa5 Undrabarnið norska, Magnus Carl- sen (2.570), lék Zurab Azmaiparashvili (2.658) grátt í atskákeinvígi þeirra á heimsbikarmóti FIDE sem fer senn að ljúka í Khanty-Mansyinsk í Rússlandi. Í fyrri atskákinni þjarmaði hann með svörtu hægt og sígandi að georgíska of- urstórmeistaranum sem að lokum þurfti að játa sig sigraðan. Staðan kom upp í síðari atskákinni og lauk Magnus henni nú með snjallri sóknaratlögu. 31. e6! fxe6 31. … f6 hefði ekki gengið upp vegna 32. Rxf6+. 32. Rf6+! Kh8 32. … exf6 gekk ekki upp vegna 33. Dxe6+. 33. Hd8+ Kg7 34. Hg8+ og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 34. … Kxf6 35. Dxe6#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Opið - Mánud. - föstud. kl. 12-19 laugard. 12-18 sunnud. 14 - 18 S: 568 0404 / 894 0367 Gefðu elskunni þinni málverk í jólagjöf. Fjárfesting til frambúðar. Vaxtalaus listalán: 10% útborgun í verk fyrir 36 til 600 þúsund kr. og listalán í allt að 36 mánuði. Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Þú minnkar um 1 númer Litir: Svart - hvítt - húðlitað Póstsendum Í kjólinn fyrir jólin Allar gerðir af HIN árlega Menningarveisla Bílastjörnunnar, Bæjarflöt 10 í Grafarvogi, verður haldin í dag milli kl. 18 og 20. Grafarvogs- skáldin lesa úr verkum sínum. Gestaskáld Kristján Hreins- son. Leynigestur les upp úr verkum sínum. Tónlistaratriði: Agnar Már Magnússon, Jón Sigurðsson, Óskar Pétursson, Johnny and the rest. Ýmsir myndlistar- menn frá galleríinu „www.art- Iceland.com“ sýna myndlist- arflæði á skjávarpa. Léttar veitingar í boði Bíl- anausts. Glæsileg flugeldasýn- ing í umsjón „Alvöru flugelda“ kl. 20. Kynnir verður séra Vigfús Þór Árnason. Aðgangur er ókeypis. Að menningarveislunni standa Bílastjarnan og þjón- ustumiðstöðin Miðgarður með dyggri aðstoð Bílanausts og Ís- landsbanka. Menning- arveisla Bílastjörn- unnar KVENNAKÓR Garða- bæjar og Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna halda saman jólatónleika í Sel- tjarnarneskirkju á laug- ardaginn og í Víðistaða- kirkju á sunnudaginn. Hvorir tveggja tónleik- arnir hefjast klukkan 17. Flutt verður fjölbreytt efnisskrá kór- og hljóm- sveitarverka eftir þá Mozart-feðga Wolfgang Amadeus og Leopold, Elgar, Bach, Händel, Fauré, Jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar, Ingibjörgu Þor- bergs og fleiri. Í lokin verður almennur söngur og verða sungin jólalög við undir- leik hljómsveitarinnar. Stjórnandi verður Óliver Kentish og einsöng syngur Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran. Bæði kórinn og hljómsveitin halda upp á stórafmæli um þessar mundir. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð árið 1990 og Kvennakór Garðabæjar árið 2000. Þessir hópar sameina nú krafta sína í fyrsta skipti. Ingibjörg Guðjónsdóttir er stjórnandi Kvennakórs Garðabæjar og Óliver Kentish er aðalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitar áhugamanna. Forsala aðgöngumiða er hjá kór- og hljómsveitarfélögum og í Bókabúðinni Grímu, Garðatorgi. Aðgangseyrir er 1.800 kr., 1.500 kr. í forsölu og 1.300 kr. fyrir líf- eyrisþega. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Tvöfalt afmælisár Ingibjörg Guðjónsdóttir DAGSKRÁ í boði Lista- og menn- ingarráðs Kópavogs í samvinnu við Ritlistarhóp Kópavogs og aðstand- endur Geirlaugs Magnússonar verð- ur haldin í kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, á laugardag- inn kl. 15 til 17. Sigurrós Þor- grímsdóttir, for- maður Lista- og menningarráðs Kópavogs, setur samkomuna. Ein- ar Ólafsson fjallar um ljóð Geirlaugs. Ljóða- upplestur: Þor- leifur Frið- riksson, Eyvindur P. Eiríksson, Kristján Hreinsson og Lillý Guðbjörnsdóttir. Gísli Þór Ólafsson syngur ljóð Geir- laugs og leikur undir á gítar. Eftir hlé með veitingum koma fram Óskar Árni Óskarsson og Guð- mundur Ólafsson og Gísli Þór Ólafs- son syngur ljóð Geirlaugs og leikur undir á gítar. Geirlaugur les að endingu eigin ljóð (af bandi). Tvær nýjustu bækur Geirlaugs, Andljóð og önnur og Til- mæli verða til sölu. Geirlaugs- minni Geirlaugur Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.