Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 4
f, | T #i i 1 TÍMINN Laugardagur 9. marz 1974. Hafið bjargvættur mannkyns Síðan hafrannsóknir hófust að verulegu marki fyrir u.þ.b. hálfri öld, hafa þær að vonum tekið stórstigum framförum. f grein þessari verður vikið að þvi mark- verðasta, sem átt hefur sér stað i þessari visindagrein, sem án efa á eftir að framlengja lif mannkynsins. Arið 1934 köfuðu tveir Banda- rikjamenn, þeir Barton og Beebe, niður á 924 metra dýpi, og notuðu til þess kafkúlu. Ellefu árum siðar fann sænski visindamaðurinn, Börje Kullen- berg, upp bor, sem gat borað 21 metra undir yfirborð sjávar. 1947 rannsakaði sænskur vis- indaleiðangur botn Atlantshafs- ins og komst niður á 3.600 metra dýpi. Með tilkomu nýrra kafara- klæða árið 1950 var mögulegt að vinna á allt að 55 metra dýpi. 1957-’58 var alþjóðlegt jarð- eðlisfærðiár. M.a. voru þá rann- sakaðar afleiðingar þess að varpa geislavirkum efnum i sjóinn, svo og hvernig afla mætti aukinnar fæðu á höfum úti. Árið 1958 sigldi banda- riski kafbáturinn Nautelius undir is og linnti ekki ferðinni, fyrr en komið var að Norðurpólnum. Það var svo loks árið 1960, sem menn komu sér niður á hið dýpsta haf, þegar 'þeir jacques Piccard og Don Waisn Komust á 11.000 metra dýpi. Fljótlega upp úr þvi fóru vis- indamenn að velta fyrir sér aukn- um möguleikum á vinnslu drykkjarvatns úr sjó, þótt þau fræði séu æði gömul, eins og siðar verður vikið að. Það er lika um nauðsyn að ræða. Þó er eitt, sem ofar er i hugum manna vegna þess mikla oliuskorts, sem fyrir- sjáanlegur er á næstu áratugum. Það er oliuvinnsla úr sjó. Og þá má ekki gleyma málmvinnslu og matvælaframleiðslu. Hvað öllu þessu viðkemur, bendir allt til þess, að hafið eigi eftir að verða bjargvættur mann- kyns. Við vitum, að auðæfi hafsins eru stórfengleg, en við þurfum að læra, hvernig á að nýta þau. Menn hafa stigið fæti á tunglið og flækzt milli geimsins og hafs- botnsins, þótt öllu minna hafi bor- ið á ferðum okkar niður á við en upp i móti. Þó er vandinn að kom- ast af ennþá meiri undir yfirborði sjávar en úti i viðáttu geimsins. Þar leggst allt á eitt. Það er t.d. mun erfiðara að venjast þrýstingi á hafdýpi heldur en i timarúmi i geimnum. 1 öðru lagi má nefna hið mikla myrkur djúpsins. Ljós nær aðeins niður á 400 metra dýpi. Siðan rikir eilif nótt. Siðast en ekki sizt má nefna hafstraum- ana, sem halda köfurunum i stöð- ugri lifshættu. En hvað munu menn ekki leggja á sig til að fá augum litið dýr og gróður, sem nú er harla lit- ið vitað um? Oliuborun i sjó fer nú viða fram. T.d. má nefna, að rúmlega fjórðungur þekktra oliulinda Bandarikjanna er undir yfirborði sjávar, aðallega undan ströndum Alaska. Eftir nokkra áratugi verður farið að grafa djúpt undir hafs- botninn. Það er tæknilega fært nú þegar, en efnahagslega óhag- kvæmt enn sem komið er. Það er vitað, að undir hafsbotn- inum finnst svo mikið af kopar og áli, að með núverandi notkun þessara málma nægja þær birgð- ir mannkyninu i milljón ár. Viða á Kyrrahafinu hafa menn þegar fundið málmgrýtismola á stærð við jarðepli. Þetta málm- grýti samanstendur af járni, kó- bolti og nikkel. Verðmæti þess hafsvæðis, þar sem þetta málm- grýti er að finna.er metið á u.þ.b. 600 .000 .000. isl, króna hver fer- kilómetri. Ýmsar hugmyndir eru uppi um það, hvernig hægt sé að nýta auð- æfi hafsbotnsins. Til dæmis er tal- að um risavaxnar ryksugur og skurðgröfur, sem nota mætti á mörg þúsund metra dýpi til að grafa allt að 15 km langa skurði, og koma málmgrýtinu þannig upp fyrir hafflötinn. Þannig mætti lengi telja. Fjarstæðukenndustu hugmynd- irnar eru tengdar notkun kafbáta, „mönnuðum” vélmennum og vél- rænum örmum. Slikt er þó þegar á tilraunastigi. Á Bretagneskaga i Norðvestur- Frakklandi fyrirfinnst vél ein mikil, knúin af sjávarföllum. Þegar fellur að, streymir sjór gegnum hverfla i vik eina, sem lokuð er með stiflu. Þegar fjarar út, streymir sjórinn til baka og knýr hverflana öðru sinni. Þetta er aðeins eitt dæmi um, hvernig nota má sjávarföll til að knýja þungavinnuvélar. Vinnsla drykkjarvatns úr sölt- um sjó á sér alllanga sögu, og nú er svo komið, að t.d. Bandarikin fá um 75% drykkjarvatns sins úr sjónum. Til að breyta söltum sjó i drykkjarvatn eru notaðar þrjár ólikar aðferðir upphitun, frysting og siun. Hver veit nema endirinn verði sá, að farið verði að draslast með risaisjaka af Suðurpólnum út um öll heimsins höf og bræða þá siðan til drykkjar? — Já, ég skil þetta svosem, en væri nú ekki hægt að komast af með venjulegan tappatogara? DENNI DÆMALAUSI I'inn náungi þessi þjónn. Hann sagði ekkertjþótt ég skildi eftir á diskinum minum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.