Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 9. marz 1974. Greinargerð fisksjúkdómanefndar um regnbogasilunginn að Laxalóni MEÐ BRÉFI dagsettu 12. þ.m. óskar landbúnaðarráðuneytið eftir þvi, að fisksjúkdómanefnd svari fyrirspurn Odds ólafssonar, alþingismanns, i sameinuðu Al- þingi um afskipti stjórnvalda af regnbogasilungseldi Skúla Páls- sonar, Laxalóni. Svar fisksjúkdómanefndar við fyrirspurnum þessum fer hér á eftir: 1. SPURNING: Hvernig hefur heilbrigðiseftir- liti meft eldisfiski i eldisstöðinni i Laxalóni verift hagað frá stofnun hennar til þessa dags? Hafa smit- næmir sjúkdómar fundist i stöð- inni? SVAR: Eins og kunnugt er voru regn- bogasilungshrogn flutt frá Dan- mörku árift 1951 að eldisstöðinni Laxalóni vift Grafarlæk. Af hálfu landbúnaftarráðuneytisins voru þá settýmis skilyrði fyrir þessum innflutningi i varúðarskyni, svo sem varftandi heilbrigðisvottorð, sótthreinsun hrognanna og einangrun þeirra. Talið er, að skilyrfti þessi hafi ekki verið hald- in að fullu af innflytjanda. Hrogn þau, sem hér um ræðir, komu frá dönskum fiskiræktar- manni, Smidt Niessen Joker i Egtved. Við bæ þennan er , „Egt- vedveikin” kennd, en það er ban- vænn veirusjúkdómur i regn- bogasilungi, sem valdið hefur dönskum fiskiræktarmönnum þyngri búsifjum en allir aðrir fisksjúkdómar undanfarna tvo áratugi og hefur kostað danska rikið óhemju fjárútlát. Er nú reynt aft útrýma sjúkdómnum með lógun og fiskskiptum i þeim eldisstöðvum, þar sem hann gerir mest tjón. Fyrstu árin eftir að regnboga- silungshrognin komu til landsins var stofninum haldið einangruð- um. Siðar var sú kvöð lögð á eig- anda regnbogasilungsins, að lif- andi fisk mætti ekki flytja frá Laxalóni nema með leyfi land- búnaðarráðuneytisins. Hins vegar hafa aldrei verið lagðar neinar hömlur af hálfu hins opinbera á ræktun og eldi regnbogasilungsins innan stöðv- arinnar til slátrunar og sölu, en það var að sögn eiganda tilgangur hans með innflutningi og eldi regnbogasilungs. Til frekara öryggis voru, að frumkvæði landbúnaðar- ráðuneytisins, gerðar sýklarann- sóknir á regnbogasilungum i eldisstöðinni árin 1955 og 1956. Einnig voru rannsakaðir fiskar úr Grafarlæk, en i hann fellur frárennsli eldisstöðvarinn-ar i Laxalóni, og þar hefur regn- bogasilungur verið að staðaldri um margra ára skeið. Fiskar þessir voru rannsakaðir að tilraunastöðinni að Keldum og sérstök leit gerð að sýklum þeim, sem valda kýlapest i laxfiskum (Aeromonas salmonicida). Ekki fundust sýklar þessir við rann- sóknirnar. Miðað við úrtök þau, sem rannsökuð voru, var talið, að litlar likur væru á þvi, að þessi sjúkdómur leyndist i stofn- inum, en þó ekki með öllu úti- lokað. Eftir þvi sem þekking manna á veirusjúkdómum óx siðustu tvo áratugi, komu i ljós veirusjúk- dómar i fiski viða um lönd, þar sem vatnafiskur er alinn, ekki sizt i Danmörku, þaðan sem regnbogasilungurinn var kominn og áður er vikið að. Var þvi af stjórnvöldum talið varlegast að leyfa ekki flutning á lifandi regnbogasilungi eða hrognum til annarra staða innan- lands. t lögum um lax- og silungsveiði, sem tók gildi 25. júni 1970, er gert ráð fyrir, að sjúkdómum vatnafiska sé sinnt sérstaklega. t lögum þessum er gert ráð fyrir nefnd sérfróðra manna, fisksjúkdómanefnd, er starfi stjórnvöldum til ráðuneytis. Frá þvi snemma á árinu 1971 hefur héraðsdýralæknirinn i Reykja- vik, að frumkvæði fisksjúkdóma- nefndar, haft eftirlit með eldis- stöðinni að Laxalóni, sem og öðrum eldisstöðvum i umdæmi hans, samanber reglugerð er siðar var sett um það efni (Regl. 70/1972). Eftirlit þetta felst i þvi, að dýralæknir kemur óvænt i heim- sókn á stöðvarnar, skoðar fisk, seiði og hrogn, sem þar eru i eldi, með tilliti til sjúkdómseinkenna. Ef ástæða er talin til tekur hann sýni til krufningar eða frekari rannsóknar. Þar sem aðstaða til rannsókna á veirusjúkdómum i fiski hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi, hafði landbúnaðarráðuneytið for- göngu um það, að fenginn var danskur fisksjúkdómafræðingur til þess að rannsaka sýni úr eldis- stöðvum hér á landi með tilliti til þess, hvort veirusjúkdómar kynnu að leynast þar. Þær rann- sóknir hófust haustið 1973 og er gert ráð fyrir, eðli málsins sam- kvæmt, að þær standi yfir i eitt ár hið skemmsta. Rannsóknir á einu úrtaki frá eldisstöðinni i Laxalóni hafa þegar verið gerðar og fundust ekki veirur i sýnunum. Blóðsýni, sem tekin voru á liðnu hausti úr stálpuðum regnbogasilungi frá Laxalóni, reyndust innihalda mótefni gegn svonefndri I.P.N.- veiru. Er óvist, hvernig beri að túlka þær niðurstöður. Þá mun I.P.N.-veirur hafa fundizt i sum- um þeim fiskum, sem aldir voru upp i Danmörku af regnboga- silungshrognum frá Laxalóni, en á þvi gæti verið sú skýring, að þessi silungur hafi sýkzt i Danmörku, þar sem slikar veirur eru landlægar. Af þeim ástæðum, sem hér eru raktar, og þeirri bitru og dýr- keyptu reynslu, sem Danir og aðrir hafa orðið fyrir af völdum fisksjúkdóma, hefur verið talið rétt að ljúka þeim veirurannsókn- um, sem nú eru i gangi áður en breytt verður frá þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið, varð- andi bann við flutningi á lifandi regnbogasilungi og regnboga- silungshrognum frá Laxalóni til annarra staða hér innanlands. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning, sem nokkuð hefur gætt, skal tekið fram, að engar hömlur Góði kunningi! í sjónvarpsþættinum Lands- horni, nú fyrir skemmstu, var rætt við þig um virkjunarmál, þar á meðal um virkjunarmál Norð- lendinga. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar þú lézt hjá liða að minnast á beztu aðstöðu til hafa verið lagðar á útílutning íax- fiska eða hrogna úr laxfiskum, en hins vegar hafa ýmis lönd lagt hömlur á slikan innflutning hin siðari ár og veita þau aðeins innflutningsleyfi frá tslandi gegn vissum skilyrðum hverju sinni. 2. SPURNING: Hafa komið upp sjúkdómar i nálægum eldisstöðvum eða ám, er rekja mætti til eldisstöðvarinn- ar i Laxalóni? SVAR: Sem betur fer er ekki vitað til þess, að staðfestir hafi verið sjúk- dómar i vatnafiski, sem rekja má til eldisstöðvarinnar i Laxalóni, enda vill svo heppilega til, að vatn það, sem rennur gegn- um eldisstöðina i Laxalóni, fellur i litinn læk, Grafarlæk, beint til sjávar, skamman veg. Fiskeldissstöð sú við Grafar- læk, sem háttvirtur fyrirspyrj- andi fékk á sinum tima heimild til að reisa, ásamt öðrum, á landi rikisins með sérstökum vildarkjörum fær vatn beint úr tærum uppsprettulindum i landareign rikissjóðs, en notar ekki vatn úr Grafarlæknum svo vitað sé. 3. SPURNING: Sé svo ekki eftir meira en 20 ára veru regnbogasilungsstofnsins i landinu, er þá eðlilegt að neita um flutning stöðvarinnar á annan og heppilegri stað? SVAIt: Eins og þegar hefur komið fram stendur nú yfir rannsókn á þvi, hvort leynast kunni virkjunar fallvatns, sem enn er óbeizlað. Þar á ég við virkjunar- aðstöðuna i Skjálfandafljóti við Hrafnabjörg, eða tsólfsvirkjun, eins og hún hefur verið nefnd. Nú spyr ég þig, Sigurjón, var það af gleymsku, eða villtu flóð- ljós sjónvarpsins svo fyrir þér, margreyndum vatnamælinga- manninum, og þauikunnugum um þvert og endilangt tsland, að þú tilgreindir ekki þessa virkjunar- aðstöðu, sem mun vera i algjör- um sérflokki, hvað öryggi og gæði snertir? Þeim, sem ekki þekkja stað- hætti við Skjálfandafljót framan við byggð, en hafa áhuga á orku- málum Norðlendinga, vil ég að- eins segja þetta: Hafið tslands- kortið við hendina, og athugið sjálf staðreyndirnar, sem þar blasa við auga. Frá Hrafnabjörg- um, sem eru við Skjálfandafljót örskammt austan við Isóifsvatn og suður að mynni öxnadals, sem er sunnarlega á Króksdal, munu vera 15 til 20 kilómetrar. I öllum þessum dal er fljótið ótrúlega lygnt, sem gerir það að verkum, að þarna myndast ishella eins og á heiðarvatni strax á haustnótt- um og liggur óhreyfð til vordaga, en þá myndast vakir i hana og hún leysist upp á jakahlaupa eða isruðninga. Undir þessa ishellu renna fimm bergvatnsár undan Ödáðahrauni: Sandá, Sandmúla- dalsá, Krossá öxnadalsá og Hrauná. Þær halda vatnsmagn- inu I Krókdal ótrúlega jöfnu. Verði stifla sett við Hrafnabjörg, sem hækki vatnsborðið i Krókdal um tvo til tuttugu metra, til dæmis, verður þetta enn miklu öruggara. Enda yrði þá Suðurá leidd ilónið sem þarna myndast, og er það bæði auðvelt verk og létt, og liggur beint við. Hún er sjötta áin og sú stærsta, sem þarna kemur undan Ódáðahrauni 16 teningsmetrar að magni til, og ekki nema eins til tveggja kiló- metra leið, sem þarf að veita henni að Hrafnabjörgum. Annað sem ég undraðist hjá þér, i umræddum þætti, var linu- stæðið, sem þú bentir á ofan i Eyjafjörð, um versta illviðra og snjóabæli á hálendinu sunnan Eyjafjarðar. Enda reiknaðir þú ekki með nema tveggja metra veirusjúkdómar i eldisstöðvum hérlendis, m.a. Laxalóni. Eftir reynslu siðari ára geta smitberar leynzt i eldisfiski árum saman, þar sem skilyrði eru hagstæð, án þess áð nokkurn gruni. Aætlað er, að rannsókn þessi standi eitt ár hið skemmsta og verði sýni tekin á mismunandi árstimum. Óþarfi ætti að vera að minna háttvirta alþingismenn á þá hörmulegu og dýrkeyptu reynslu sem íslendingar hafa orðið fyrir af völdum smitsjúkdóma búfjár þrátt fyrir mikla varfærni i þeim málum oft á tiðum. Á ég þar við hina alþekktu sauðfjársjúkdóma, mæðiveiki, garnaveiki, riðuveiki, kýlapest o.s.frv. sem hingað hafa borist með innflutningi. Þess eru mörg dæmi að smit- sjúkdómar i fiskum hafi borizt landa milli með hrognum og seiðum og oft valdið stórfelldu tjóni. Afleiðing þess eru svo m.a. hinar ströngu hömlur á innflutn- ingi vatnafisks og hrogna, sem ýmsar þjóðir, t.d. Bandarikjamenn og Danir, hafa sett hin siðari ár og bitnað hafa að nokkru á Islendingum. Þeim mun minni sem þekking manna er á fisksjúkdómum mið- að við sjúkdóma annarra dýra- tegunda, þeim mun meiri ástæða er til þess að sýna ýtrustu varfærni i þessum málum. Við flutning regnbogaSilungs- stofns á nýjan stað austanfjalls ber og að hafa i huga að hér er um að ræða nýja tegund i lifriki landsins, sem gæti dreifzt um eitt stærsta vatnasvæði landsins, hvernig sem um hnútana væri búið i upphafi. Hvaða afleiðingar það gæti haft, kann vist enginn fullhlit svör við. t þessu máli mun landbúnaðar- ráðuneytið nú sem hingað til þvi fara með fyllstu gát. Virðingarfyllst, F.h. fisksjúkdómanefndar Páll A. Pálsson hárri loftlinu þar og girðingum beggja megin við hana. Væri ekki hætt við að þær girðingar færu fljótt i kaf á snjóavetrum. og yrði dýrt að halda þeim við? Hvi bentir þú ekki á linustæðið af Sprengisandi, sunnanvert við Kiðagil, ofan i Krókdal og norður hann að austanverðu, sem virðist einboðin leið og sjálfsögð? Syðst i Krókdal, skammt norð- an við Kiðagil er enn ekki komið nema i 400 metra hæð yfir sjó. Sprengisandsvegurinn er þegar kominn á vesturbrún Krókdals, og þvi auðvelt að koma efni á linustæðið. Það mun vera a.m.k. hundrað ára reynsla og þekking þing- eyskra sveitamanna á þeim að- stæðum, sem ég hefi hér lýst. Fyrir — og um 1870 var farið að reka sauðfé á mið-góu, jafnvel lambfullar ær, suður á Krókdal ef snjóþyngsli og jarðbönn voru niðri i sveitinni. Og það brást aldrei, á Krókdal var snjólétt og þurrviðrasamt (semsagt ekki isingaveðrátta) féð gekk vel fram ef það komst þangað, enda litið eftir þvi framyfir sauðburð, þótt hvorki væru þá snjóbilar né vél- sleðar. Hvað fær þig til að þegja um þessar óvenjulega góðu aðstæður til virkjunar og linulagnar yfir hálendið? Tómas Tryggvason jarð- fræðingur, sem var fæddur og uppalinn Bárðdælingur, benti fyrstur manna á þessa aðstöðu til virkjunar við Hrafnabjörg, enda þaulkunnugur staðháttum. A s.l. sumri gerðu Electro-Watt og Virki h.f. athugun á virkjunar- aðstöðu i Skjálfanafljóti við Hrafnabjörg og tsólfsvatn, sem sýndi mjög svo jákvæða niður- stöðu, og benda þær til þess að allt það er T.T. hafði sagt fyrir um, standi eins og stafur á bók. Nú ætla ég þér siðustum manna, að þú viljir að eytt sé dýr- mætum tima, i raforkuskortinum, i það að jagast um það, sem aldrei verður — frekari virkjun i Laxá, en ganga framhjá bezta kostinum, sem hér hefur verið lýst. Og auðvitað treysti ég þvi að bú svarir mér. Vinsamlegast, Einarsstöðum 26. febrúar 1974 Sigfús Jónsson Innlend orka eða olíubirgðastöð á Norðurlandi Siðast liftinn föstudag birtist i Þjóðviljanum framsöguræfta, sem Ragnar Arnalds alþm. hafði haldift á Alþingi um frumvarp, er hann flytur ásamt Stefáni Jónssyni aiþm. um oliubirgftastöft á Norftur- landi. fcg ætla ekki nú aft ræfta um einstök atrifti I þessari ræftu efta frumvarpinu, cn vil vekja athygli á þeirri stefnu, sem þetta frumvarp hlýtur aft byggjast á. Efni frumvarpsins er á þá leiö að rikisstjórnin láti reisa oliubirgðastöð á Norðurlandi svo að jafnan séu þær birgðir þai;að nægja myndu til 6 mán- afta, ef hafis lokaði höfnum. Til þessa skyldi rikisstjórninni heimilt að ábyrgjast og taka lán samtals að upphæð kr. 400 milljónir. Rétt er að benda á, að ef hafis lokar höfnum myndi öll útgerð úr sögunni meðan svo stæöi og er þá um að ræða oliubirgðir til rafmagnsfram- leiftslu og húsahitunar, fyrst og fremst, auk bilabensins. Ég hélt að þær miklu umræður, sem fram hafa farið siðustu mánuði um margföldun á oliu- verði og nauðsyn þess að nota innlenda orku i stað oliu þar sem þvi verður við komið, hefðu ekki farið fram hjá nein- um. Talið er að um 55% af nú- verandi oliuinnflutningi til landsins fari til hitunar húsa og iðnaðar, þar með talin raf- magnsframleiðsla. Það er ein- mitt á þessum sviðum sem innlend orka getur komið i stað innfluttrar oliu. Ef hægt væri að mæta helming af þess- ari orkuþörf með jarðvarma og vatnsorku sparðist gjald- eyrir, sem næmi yfir þúsund milljónum króna á ári, miðað við núgildandi innflutnings- verð. Talið er að flest byggðarlög i Reykjaneskjör- dæmi fái jarðvarma til húsa- hitunar á næstu tveimur ár- um. En hvað um Norðurland? Þar verða menn enn um sinn að hita hús sin með ollu og framleiða rafmagn með oliu- knúðum diselstöðvum. Á árinu 1971 voru samþykkt lög um heimild til virkjunar Reykja- foss i Svartá. Það var að visu litil virkjun 5500 hestöfl og átti ab kosta 86 milljónir, það kost- ar nú ca. 138 milljónir króna á ári að framleiða þetta afl með oliu. En það var hætt við þessa framkvæmd og lögð lina til Skagafjarðar frá Laxá. Frumvarp það, sem var til- efni þess, að þessar linur eru ritaðar, hlýtur að vera byggt á þeirri hugsun að ekki takist að draga úr eða spara oliu- notkun á norðurlandi. Ég get ekki fellt mig við þessa skoð- un. Það er hægt að hita öll hús I þéttbýli og nokkuð af sveita- býlum með rafmagni, þar sem jarðvarmi er ekki tiltækur. Til þess þarf m.a. að reisa orku- ver á Norðurlandi, sem um leið gerir stöðuga keyrslu dieselstöðva óþarfa. Mér skilst að stjórnvöld láti nú vinna að athugunum á þessu. Alþingismenn Norðurlands hljóta, ásamt heimamönnum, að vinna að þvi að fram- kvæmdir hefjist svo fljótt sem kostur er. Það er mikiö i húfi fyrir fólkið i þessum lands- f jórðungi og fyrir landið i heild að innlend orka leysi oliunotk- un af hólmi. 4. marz 1974 Vilhjálmur Jónsson Opið bréf til Sigurjóns Rist vatnamælingamanns

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.