Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. marz 1974. TÍMINN 11 Greinargerð rannsóknarnefndar Fulltrúaróðs Framsóknarfélag- anna í Reykjavík varðandi kæru Baldurs Kristjónssonar - Með bréfi dags 16. nóv. 1973 visaði framkvæmdarstjórn Framsóknarflokksins kæru Baldurs Kristjánssonar, dags. 25.10. 1973 varðandi meint brot i sambandi við aðalfund F.U.F. á s.l. ári, til Fulltrúaráðs Framsóknarfél. i Rvik. Kæruatriöi eru þessi: I. Spjaldskrá félagsins var fölsuð á þann hátt, að inn i hana var bætt nöfnum manna, án þess að þeir hefðu verið teknir inn i félagið. Við höfum rökstuddan grun um að svo hafi verið um a.m.k. 119 menn. Samkv. lögum FUF i Reykjavik skulu inntöku- beiðnir berast stjórn félagsins a.m.k. viku fyriraöalfund og vera samþykktar á félagsfundi, sem fram fer á undan aðalfundi Hvorugt þessara skilyrða var uppfyllt varðandi þá 119 menn, sem bætt hafði verið inn i félags- skrána. II. Féiagsskráin var ennfremur fölsuð á þann hátt, að nöfn fjölda löglegra félagsmanna höfðu verið tekin burt úr félagsskránni. Þessir löglegu félagsmenn voru þar með sviptir öllum réttindum félagsmanna og margir þeirra þar með i reynd reknir úr Framsóknarflokknum, þar eð nöfn þeirra eru ékki til á neinni annarri félagaskrá flokksins. Meðal þeirra manna, sem þannig voru teknir af skrá félagsins og ekki fengu inngöngu á aðal- fundinn eru ýmsir þeirra, sem á undanförnum árum hafa unnið mikið og fórnfúst starf fyrir FUF i Reykjavik. 1. og 2. kæruatriði. Rannsóknarnefndin litur svo á að sannanir skorti fyrir þeirri staðhæfingu er segir i fyrsta og öðrum lið kærunnar. I sambandi við spjaldskrá fél., sem geymd er i vörzlu flokksskrifstofunnar þykir rétt að taka fram að báðir deiluaðilar voru sammála um að hún væri sú eina, sem um væri að ræða. Á þessari skrá reyndust allir þeir vera sem fundinn sátu, að þremur undanskildum A það skal bent að spjaldskrá þessi hefur æfinlega verið notuð sem frumgagn, þegar útbúnar hafa verið skrár fyrir félaga t.d. við skoðanakannanir er fram fóru við siðustu borgarstjórnar- og Alþingiskosningar. Bent skal á að aldrei hafa komið fram neinar athugasemdir við spjaldskrá þessa, enda hefur hún legið frammi félagsmönnum til athugunar fyrir aðalfundi félagsins og lá m.a. frammi 3 daga fyrir siðasta aðalfund þess, og var þá m.a. yfirfarin af kæranda, er gerði engar athuga- semdir fyrir fund. Þá vill nefndin benda á að hún marg sinnis óskaði eftir við báða aðila, að þeir legðu fram skrá yfir þá félaga er gengið hefðu i fél. frá 1971 til 11. okt. 1973 þannig, að sannreyna mætti að mönnum hefði verið bætt inn á spjald- skrána, án löglegrar inntöku i félagið. Þær skrár hafi ekki komið fram. Er þá alsendis ósannað að um nokkurt misferli sé að ræða i sambandi við félaga- skrána. Einu gögnin sem nefndin fékk i hendur frá deiluaðilum var félagsmanntal frá 1971, sem báðir voru sammála um að væri rétt, svo og skrár yfir inntekna félaga á fundi 11. okt. 1973. A skrár þessar vantaði að sjálfsögðu fjölda manna er gengið höfðu i fél. frá 1971 til 11. okt. 1973, m.a. kæranda sjálfan, en vitað er að hann og fjöldi annarra félaga, sem vantar á skrár þessar, eru i félaginu. Einnig skal bent á að við samanburð á nöfnum þeirra 119 aðila, sem um er rætt i kærunni, kom i ljós að aðeins litill hluti um- deildra aðila mætti á umræddum fundi og gátu þvi engin úrslit haft á gang mála þar. Nefndin athugaði einnig spjöld, er tekin hafa verið út úr spjald- skrárkassa. Reyndust ástæður vera þær, að ýmist voru félagar komnir yfir aldurstakmörk, fluttir úr bænum eða fundust ekki á ibúaskrá Reykjavikur. III. Meirihluti fráfarandi stjórnar meinaði nokkrum hluta löglegra félagsmanna að greiða atkvæði á aðalfundinum á þeirri forsendu, að þeir væru meðlimir i öðru félagi ungra framsóknar- manna. Þeir mættu þó sitja fundinn, enda ekki verið teknir burt af félagaskrá, en þeir hefðu ekki atkvæðisrétt. Meirihluti fyrrverandi stjórnar færði engin rök fyrir þessum úrskurði sinum. Ýmsir þeirra, sem þannig var meinað að greiða atkvæði á aðalfundinum hafa aldrei verið félagar i neinu öðru félagi ungra framsóknarmanna en FUF i Reykjavik. Þar að auki skal þess getið, að félagsmönnum Framsóknarflokksins er heimilt að vera i fleiri en einu flokks- félagi og ráða þeir þvi sjálfir i hvaða félagi þeir neyta atkvæði- stéttar sins, en atkvæðisréttar geta þeir aðeins neytt i einu félagi. Þótt meirihluti frá- farandi stjórnar hafi ekki nefnt lögheimili ákvörðun sinni til stað- festingar, skal á það bent, að samkv. lögum FUF I Reykjavik nær félagssvæði þess til Reykja- vikur og nágrennis og ennfremur geta þeir, sem dvelja i Reykjavik langdvölum verið félagsmenn i félaginu, þótt þeir hafi lögheimili annars staðar. 3. kæruatriði. Samkvæmt reglum Fulltrúa- ráðsins geta þeir einir orðið full- gildir félagsmeðlimir, sem eiga iögheimili i Reykjavik, enda verður að telja óeðlilegt að menn, sem ekki eiga lögheimili i Reykjavik geti haft áhrif á val fulltrúa þar. IV. Fyrir aðalfundinn hafði meirihluti fyrrverandi stjórnar FUF dreift út um borgina félags- skirteinum og atkvæðaseðlum, sem gilda áttu á félagsfundinum. Fjöldi þeirra, sem fengu inngöngu á aðalfundinn, koma með félagsskirteini sin og at- kvæðaseðla utan úr bæ. Sögðu þeir i votta viðurvist, að þeir hefðu ekki þurft að greiða félags- gjald til að fá skirteinin og bein- linis verið boðin þau endurgjalds- laust að fyrra bragði. Aðrir urðu hins vegar að ganga fyrir meiri- hluta fyrrverandi stjórnar, sem sat i anddyri fundarhússins, til þess að krefjast sinna félags- skirteina og atkvæðaseðla og greiða sin félagsgjöld. Þannig hafði meirihluti fyrrverandi stjórnar getað afhent hverjum sem var út i bæ félagsskirteini og atkvæðaseðla, þar eð ekkert eftir- lit var með þeim, sem höfðu þessi gögn með höndum, þegar þeir komu inn i húsið. 4. kæruatriði. Fyrir liggur yfirlýsing gjald- kera félagsins um að félagsgjöld allra þeirra er fundinn sóttu hafi verið greidd. I sambandi við dreifingu at- kvæðaseðla vill nefndin taka fram: Að allar atkvæðagreiðslur, er fram fóru á fundinum hafi verið samhljóða og ekki skrif- legar. Þess vegna hafi útbýting atkvæðaseðla fyrir fund ekki getað haft áhrif á úrslit mála á þessum fundi. Hins vegar telur nefndin að afhending atkvæða- seðla fyrir fundi, sé óæskileg, þar eð deilur gætu risið út af þvi siðar. Að öðru leyti visast til með- fylgjandi fylgiskjala. Úrskurður. Með tilliti til framangreindra atriða er nefndin sammála um, að aðalfundur F.U.F., er haldinn var I veitingahúsinu v/Lækjar- teig 2, 24. okt. 1973, hafi verið lögmætur og stjórn og trúnaðar menn kjörnir á þeim fundi þvi rétt kjörnir trúnaðarmenn félagsins. Reykjavik, 8. marz 1974. Arni Jóhannsson, Kristinn Finnbogason, Sólveig A. Pétursd. Hæstiréttur: Reykjavik 8. marz ’74. Stjórn FUF i Reykjavik sam- þykkti á fundi sinum 8. marz si. svohljóðandi ályktun: Stjórn FUF i Reykjavik harmar þau afskipti, sem stjórn SUF hefur haft af málefnum félagsins nú upp á siðkastið og vítir þau vinnubrögð sem stjórn SUF og svokölluð rannsóknar- nefnd hafa viðhaft varðandi deilumál um aðalfund félagsins i október sl. Urskurður svokallaðrar rannsóknarnefndar er til stórrar vansæmdar þeim sem að honuin standa enda þar vísvitandi hallað réttu máli og rökstuðningur að baki úrskurðar nánast enginn. Mun stjórn FUF i Reykjavik gcra itarlcga grein fyrir þessu máli á næstu SUF siðu Timans samkvæmt vilyrði formanns stjórnar SUF um birtingu á þcirri siðu. Stjórn FUF i Reykjavik lýsir boðun SUF til nýs aðalfundar algjöra lögleysu og skorar á stjórn SUF að halda sig viö staðreyndir i þessu máli og draga úrskurð sinn til baka. f.h. Stjórnar FUF DÓMUR í HASSMÁLI Gsal—Reykjavik — Föstudaginn 1. marz var uppkveðinn dómur i „hassm álinu” svonefnda á hendur sex mönnum, sem upp- visir urðu að brotum, er varða ávana- og fikniefni. Fengu sex- mcnningarnir misþunga refsingu og bcr þeim, samkvæmt dóms- orði, að sæta tveggja til sex mánaða fangelsi, greiða fimmtiu til sjötiu og fimm þúsund krónur i rikissjóð, auk kostnaðar af áfrýjun sakarinnar, þar með talin saksóknaralaun i ríkissjóð. 1 dómsskjali segir: „Brot þau, sem hinir ákærðu hafa framið, varða ávana- og fikniefni, en meðferð þeirra efna, ólögmætur innflutningur, dreifing og varzla fela i sér þjóðfélagslega hættu, ekki sizt fyrir andlegt og likamlegt heilbrigði ungs fólks”. Segir i dómsskjali, að þegar litið er til þess magns af fikni- efnum, sem hinir ákærðu fluttu inn og sumpart dreifðu, svo og háttsemi þeirra i heild, beri að telja brot þeirra stórfelld Ennfremur segir, að staðfesta beri þá úrlausn héraðsdóms, að gæzluvarðhaldsvist, þeirra ákærðu komi refsingu þeirra til frádráttar, og staðfesta beri einnig þá úrlausn héraðsdóms, um eignarupptöku á reykjar- pipum og pipuhluta, leirpipu og fikniefnum, sem tilgreind eru i þætti héraðsdóms um eignarupp- töku. Um eingarupptöku á fjár- hæðum vegna sölu á fikniefnum, er fallizt á það sjónarmið héraðs- dómara, að fjárhæð krafna sé eigi svo skýrt mörkuð og sérgreind i ákæruskjali, að fullnægja kröfum laga og ber að staðfesta þá niður- stöðu héraðsdóms, að visa þeim kröfuhætti ákæruskjals frá héraðsdómi. Eins og áður segir, fengu sex- menningarnir misþunga refs- ingu. Þyngsta refsingin var, 6 mánaða fangelsi og 75,000.- króna sekt til rikissjóðs, og komi 35 daga fangelsi i stað sektar, ef hún verður eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Minnsta refsing var tveggja mánaða varð- hald en fullnustu refsingar skal fresta og hún falla niður, að tveimur árum liðnum frá uppsögu dómsins, verði almennt skilorð almennra hegningarlaga haldið. Þá er öllum aðiiunum gert að greiöa verjendum sinum fyrir Hæstarétti málsvarnarlaun, auk þess verða þeir að greiða allan annan kostnað af áfrýjun sakar- innar, þar með talin saksóknara- laun i rikissjóð, kr. 100 þús. og ber þeim að greiða hann óskipt. 0 Landvernd landgræðsluáætlun, þ.e. þann hluta þessara mála, sem fellur undir Landgræðslu rikisins. I öðru lagi skógræktar- og skóg- verndaráætlun á vegum Skóg- ræktar rikisins, en þar með eru taldar rannsóknir, sem lúta aö skógrækt, i þriðja lagi rannsóknaráætlun, sem fjallar um þær gróðurverndar-, land- græðslu- og landnýtingarrann- sóknir, sem brýnast er að efla. Loks eru önnur mál, sem lúta að þvi að auðvelda og bæta meðferð og nýtingu landsins, t.d. gerð afréttarvega (útivistarvega), ráðunautaþjónusta, meðferð og nýting beitilanda og stuðningur við áhugamannasamtökin Land- vernd. Alitsgerð landnýtingar og land- græðslunefndar er mikið rit eða rösklega 200 blaðsiður. Þar er fyrst skýrt frá störfum nefndar- innar. Þá er gerð grein fyrir Landgræðslu og gróðurverndar- áætlun 1974-78 og rakið hver verkefni eru brýnust i land- verndarmálunum. Rækilega er gerð grein fyrir gróðri og gróðurnýtingu i hverri sýslu fyrir sig. Þar er fjallað um flokkun lands með tilliti til ásigkomulags gróðurs og þess hver nauðsyn er á landgræðslu og gróðurvernd. Þessi flokkun er lögð til grundvallar úttekt á öllum sýslum landsins, þar sem m.a. er lýst gróðri og jarðvegseyðingu, gróðurlendi og nýtingu þess, jafnvægi eyðingar og græðslu, möguleika á hagabótum, stærð ógróins lands og loks er skýrt frá tillögum heimamanna um úrbætur. Mat þetta og flokkun er byggð á margvislegum heim- ildum. I fyrsta lagi skýrsl- um greinargerðum og tillögum heimamanna, þ.e. sameiginlegu áliti búnaðarsambanda og gróðurverndarnefnda. I öðru lagi eru hagnýttar niðurstöður gróðurrannsókna og gróðurkorta, sem unnin hafa verið á vegum Rannsóknastofnunar landbúnað- arins á undanförnum árum. 1 þriðja lagi var stuðzt við skýrslur og upplýsingar Landgræðslu rik- isins og loks var mæld stærð gróðurlenda og þau flokkuð eftir eðli og hæð yfir sjó i þeim lands- hlutum, þar sem talið er að þrengst sé i högum og land talið ofsetið. Þá er fjallað um skógrækt og skógvernd á landinu, skýrt frá þeirri reynslu, sem aflað hefur verið i þessum efnum, markmið skógræktar skýrð og grein gerð fyrir hinum brýnustu verkefnum á þessu sviði. Itarlega er fjallað um félagslegar aðgerðir til bættrar nýtingar á beitilöndum og til gróðurverndar. Þar eru rædd ýmis þau atriði varðandi meðferð okkar á landinu og not okkar af þvi, sem ekki falla beint undir þær rikisstofnanir, sem mest vinna að þessum málum, þ.e. Landgræðslu og Skógrækt. Þau atriði, sem hér er átt við, eru flest félagslegs eðlis, bundin við lög- gjöf, samþykktir og reglur, sem settar eru af Alþingi eða öðrum stjórnvöldum eða bændur setja sér sjálfir. Áherzla er m.a. lögð á félags- legar ráðstafanir á vegum bænda til þess að ná sem hagkvæmastri nýtingu afrétta og heimalanda, auknar rannsóknir á landnýtingu og leiðbeiningar á þessu sviði, vistfræðilegar rannsóknir og nauðsynlegar breytingar á lög- gjöf. Alitsgerð nefndarinnar fylgja frumvörp til breytingar á ýmsum lögum, sem fjalla um land- verndar- og landnýtingarmál. 1 landnýtingar og land- græðslunefnd eiga sæti þeir Eysteinn Jónsson alþingismaður, sem jafnframt er formaður hennar, Haukur Ragnarsson til- raunastjóri, Ingvi Þorsteinsson magister, Jónas Jónsson að- stoðarmaður ráðherra og ritari nefndarinnar, Pálmi Jónsson alþingismaður, Sigurður Blöndal skógarvörður og Þorvaldur G. Jónsson fóðureftirlitsmaður. Leiddar hafa verið að þvi likur, að á landnámsöld hafi helmingur eða jafnvel allt að tveir þriðju hlutar landsins verið grónir, þ.e. 50-60 þús. ferkilómetrar og að þar af hafi skógar og kjarrlendi náð yfir 20-30 þús. ferkilómetra. Nú er hins vegar svo komið eftir ellefu alda byggð, að einungis einn fimmti til einn fjórði hluti lands- ins sé gróinn eða 20-25 þús. ferkilómetrar. Skógar og kjarrlendi eru nú aðeins um eitt þús. ferkilómetrar. Meira en helmingur gróðurlendis hefur þvi tapazt á þeim öldum, sem landið hefur verið byggt. Af þessu má ráða, hversu brýnt er að stöðvaðar verði gróður- skemmdir og landeyðing og endurheimt úr klóm eyðingarafl- anna eins mikið af landi og unnt er og hagkvæmt er talið. Varla er unnt að minnast ellefu alda byggðar i landinu með betra móti en þvi sem gert er ráð fyrir i áætlun nefndarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.