Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 9. marz 1974. flaug til norðurs, þar sem f jöllin gnæfðu upp úr sjónum, og ísbreiðurnar aðskildust, svo að örlaði á safírbláum sjó. Jón Súrsson sat við stýrið, Jónas hugsaði um vélina, og Eiríkur hugaði að veiðarfærunum. Mávarnir eltu þá, flugu í kappi við bátinn, renndu sér niður að honum, og þá urðu þeir eins og hunangslitir, rétt eins og sólin skini i gegnum þá, áður en þeir liðu á brott út í f jarskann. Þeir sigldu f ram hjá klettum, þar sem riturnar, mávum líkar, hóf ust upp í loftið með þyt og gargi, en úr háalofti barst kliður súlnanna, sem héldu til hafs. Þrjár mílur f rá ströndinni fóru þeir framhjá Fulmar, sem var sambland af kletti og eyju, afskekktasti staðurinn á öllu þessu bláa hafi. Fulmar varð til, áður en maðurinn varð til, og hann mun standa á sínum stað, þegar menninrir eru horfnir. Einu sinni var Fulmar risi, en regnið, öldurnar og sformurinn hafa sorfið hann til á milljónum ára, svo að nú er hann það, sem hann er — gríðarstór dvergur. Klettarnir rísa snarbrattir úr sæ, tuttugu-þrjátíu metra háir. Ofan á eynni eru hæðadrög, þakin smaragð- grænu grasi. Við rætur klettanna er urmull af hellum, sem sjást við f jöru, og á suðurströndinni er strandleng ja, sem liggur upp að helli, sem sjórinn nær aldrei upp að. Enda þótt (áarna sé mikið um f ugl, hafa f uglaveiðarar og egg jasaf narar andúð á Fulmar. Það er sagt, að það sé reimt á Fulmar, og í háf læði syngja öldurnar við eyna og hvísla. Það er að kenna hafinu, sem ryðst inn í hellana, — og það þarf ekkert sérstakt imyndunarafl til þess að breyta því í söng hafmeyja og marmenna, sérstaklega þegar þetta heyrist í þoku. í ofsalegum vetrarveðrunum heyrist barátta Fulmars viðhafiðalla leiðtil Skarðsstöðvar. Þá lemja bylgjurnar klettana, en þeir svara f yrir sig, svo að öldurnar leysast upp í freyðandi löður, en úr fjarska er þetta eins og orrustureykur. Þegar þeir sigldu framhjá Fulmar, starði Eiríkur á eyna. Honum fannst engu líkara en hann hefði séð hana áður: en það hlaut að hafa verið í draumaheimi, því að þetta var fyrsta ferð hans um Breiðafjörð. Hálfri sjómílu utar vörpuðu þeir akkerinu á fjögurra faðma dýpi á miðum, sem lágu til norðurs. Beitan var sett á önglana, línunni varpað út og veiðarnar hófust. Eftir langvarandi skellina í mótornum var kyrrðin næstum yfirþyrmandi. Við og við barst gargið í mávunum úr f jarska. Ströndin virtist vera svo óralangt í burtu, og í skæru loftinu, sem var enn skærara en í Grikklandi, sáust f jallatindar, sem voru áttatíu sjómílur í burtu, og bar greinilega við himininn. Langt í burtu, til norðvesturs, sáust segl frönsku fiskibátanna frá Paimol. Þeir mæltu ekki orð frá vörum á meðan þeir sátu og reyktu, sérhver upptekinn af línum sínum og hugsunum sinum. Meðan Eiríkur dorgaði, liðu hugsanir hans yfir til Skarðsstöðvar og fólksins þar. Peningarnir, sem hann hafði svo óvænt fengið, höfðu haft í för með sér alls konar nýjar og háleitar hugmyndir. Maöur veit aldrei, hvað býr i mannssálinni, fyrr en hún kemst í snertingu við gull. Mánuði áður hafði Eiríkur verið hinn ánægðasti með þjóðfélagsstöðu sína. Símastrengur og aftur símastrengur, það var nokkuð, sem hann þekkti. Þessu höfðu tiu þúsund krónur gjör- breytt. Ölafur Guðmundsson hafði haft næstum eins sterk áhrif á hann, og auk þess vakið púkann í eðli hans. Það dulda og feimna í eðli hans, sem hataði viður- kenningu og hrós, ól einnig á hatrinu til Ólafs vegna lítilsvirðingarinnar, sem hann hafði sýnt honum. Hann hafði ekki boðið honum sæti, en hann hafði verið klæddur að heldri manna hætti, og hafði yf ir sér eitthvað af framkomu og hátterni heldrimannsins. En þetta var bara ekki ósvikið— maðurinn var af alþýðufólki, en var kominn á þjóðfélagsstig talsvert ofar alþýðu manna. Svala átti sinn þátt í að blása í glæðurnar. Hún var ekki hótinu skárri en Jónas, fædd í sama hreiðrinu, svo að segja, og þó— útlit hennar! Hún var klædd eins og hef ðarkona, og hún leit út eins og hefðarkona. Hann varð reiður, þegar honum varð hugsað til þess, að hún skyldi líta niður á Jónas, aðeins vegna þess að Jónas stóð í sínu þrepi, og lítilsvirðingin, sem hann áleit hana sýna, var gagnvart honum sjálfum ekki síður en vini hans. Meðan hann sat þarna yfir færinu og tottaði pípuna, datt honum allt í einu ný bardagaaðferð í hug. Feimni púkinn, sem sjaldan lét á sér brydda í eðli hans, tók nú skyndilega til máls og hvíslaðl að honum: — Hvers vegna ekki gera alvöru úr þvi, sem þú sagði í gamni i gærkvöldil? Að vinna hana sjálfur og ýta Ólafi til hliðar. Gangast meira að segja inn á það að lofa henni hjónabandi, ef þörf gerist. Það skiptir engu máli, hvað þú gerir, ef þú aðeins getur náð þér niðri á þessum istrubelg. Kvenhatur hans kom alls ekki í veg fyrir þessar hug- renningar — miklu fremur stuðlaði það að þeim. En hversu snjöll, sem hugmynd kann að vera, er maður ekki alltaf jafn móttækilegur fyrir henni, og eftir andartaks umhugsun, vék hann henni f rá sér, eins og maður leggur skjal inn í skáp til frekari úrvinnslu síðar. Allt annað víkur, þegar vel veiðist, allt og allir — jafnvel kóngurinn sjálfur. HVF! L /Reyni. að hafa ekki^ ) Ég vil ekki áhyggjur af þétielsk-ygráta. Ég... Kan, en ég mun sakna"7 Ég sé þig við þin óskaplega.--7____l brottförina. Kenndu mér að tefla, Július' Allt i) ^ lagi. Biddu hægur.. Kenndu mér skarp'' skyggni, áður en þú kennir mér manng' ,anginn. 1-9 , Laugardagur 9. mars 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga 15.00 íslenskt mál Ásgeir Blöndal Magnússon cand.mag. talar. 15.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: ,,í sporunum þar sem grasið grær” eftir Guðmund L. Friðfinnsson Þriðji þáttur. Leikstjóri og sögumaður: Steindór Hjörleifsson. Persónur og leikendur: Jónsi ........Einar Sveinn Þórðarson Þura....Helga Stephensen Stella....Hrafnhildur Guð- mundsdóttir Þorleifur bóndi.... Sigurður Karlsson Husfreyja ........Margrét Ölafsdóttir Guðriður vinnukona: Þórunn Sveinsdóttir Geiri gamli: Gestur Gislason o.fl. 15.50 Barnalög 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum. 17.15 Framburðarkennsla i þýsku 17.25 Tónleikar 17.50 Frá Sviþjóð Sigmar B. Hauksson talar. 18.15 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Fréttaspegill 19.40 „Svona er lifið”, smá- saga eftir Kristmann Guð- mundsson Dagur Brynjólfs- son les. 20.00 Létt tónlist frá hoilenska útvarpinu. 20.30 Framhaldsleikritið „Sherlock Holmes”eftir Sir Arthur Cona Doyle og Michael Hardwick (áður útv. 1960) Ellefti og siðasti þáttur: 21.15 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (24) 22.25 Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 9. mars 1974 16.30 Jóga til heiisubótar. 17.00 íþróttir. 19.15 Þingvikan. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska fjölskyldan. Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Heba Júliusdóttir. 20.50 Vaka.Dagskrá um bók- menntir og listir. 21.30 Papanec. Danskur þátt- ur, þar sem rætt er við bandariska hönnuðinn Victor Papanec, en hann er kunnur fyrir að taka nota- gildi hluta fram yf-ir aðra þætti. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 22.00 Þau unnust með ærslum. (It’s Love I’m after). Bandarisk gamanmynd frá árinu 1937. Leikstjóri Archie Mayo. Aðalhlutverk Bette Davis, Olivia de Havilland og Leslie Howard. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Frægur leikari hefur ákveð- ið að kvænast leikkonu, sem ekki er siður fræg. En sam- komulagið er ekki eins og best verður á kosið, og versnar þó um allan helm- ing, þegar til sögunnar kemur ung stúlka, sem ját- ar leikaranum ást sina. 23.30 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.