Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. marz 1974. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karisson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasfmi 19523. Áskriftagjald 420. kr. á mánuði innan lands, i iausasölu 25 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. I ------ > Stjórnarandstaðan og tekjuskattslækkunin Flest sólarmerki benda nú til þess, að stjórnarandstaðan ætli að bregða fæti fyrir tekjuskattslækkunina, eftir að hafa bölsótast' misserum saman yfir of háum beinum skött- um. Þegar á hólminn kemur, er alvaran ekki meiri en þetta. Að visu lætur stjórnarandstaðan enn svo i orði kveðnu, sem hún sé fylgjandi tekjuskatts- lækkun. Hún vill ekki snúast beint gegn henni, heldur ætlar að fara krókaleið til að hindra hana. Þessi krókaleið er fólgin i þvi að koma i veg fyrir, að rikið fái bættan, nema að tak- mörkuðu leyti, þann tekjumissi, sem hlýzt af tekjuskattslækkuninni. Stjórnarandstaðan veit vel, að ábyrg rikisstjórn getur ekki fallizt á skattalagabreytingu, sem felur i sér augljósan, stórfelldan tekjuhalla hjá rikissjóði. Glöggt dæmi um þetta er afstaða Alþýðu- flokksins. Það er mat sérfræðinga, að tekju- skattslækkunin og tilheyrandi ráðstafanir kosti rikissjóð 3350 milljónir króna, eða nánar tilgreint: Tekjuskattslækkunin sjálf um 2700 milljónir, uppbætur til þeirra, sem ekki hagnast á tekuskattslækkuninni en tapa á söluskattshækkuninni, 550 miljónir, og loks aukin útgjöld rikisins vegna söluskatts- hækkunarinnar um 100 milljónir króna. Á móti þessu vill Alþýðuflokkurinn láta rikissjóð fá 3 1/2% hækkun á söluskattinn. Sú hækkun nemur samkvæmt mati sérfræðinga um 2800 milljón- um króna á ári, en þar sem hún gildir ekki nema niu mánuði ársins 1974, myndi hún verða um 2100 milljónir króna á árinu. Halli rikis- sjóðs á skattalagabreytingunni yrði sam- kvæmt þessu um 12000 milljónir króna á árinu 1974. Þetta er vitanlega langt frá þvi, sem ríkisstjórnin getur fallizt á. Beinar tillögur liggja ekki fyrir hjá Bjarna Guðnasyni eða Sjálfstæðismönnum um það, hvernig þessir aðilar vilja mæta tekjuskatts- lækkuninni, en ummæli þeirra benda til þess, að tillögur þeirra verði enn fjarstæðukenndari en tillögur Alþýðuflokksins. Eins og alkunna er, hljóðaði samkomulag rikisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingar- innar upp á 5% hækkun söluskattsins á þessu ári til að vega á móti tekjuskattslækkuninni. Þetta var byggt á sameiginlegu mati sér- fræðinga rikisstjórnarinnar og verkalýðssam- takanna. Hindri stjórnarandstaðan, að þetta samkomulag verði samþykkt, er málið vitan- lega úr sögunni. Þá ber stjórnarandstaðan jafnframt ábyrgð á þeim beinu sköttum, sem innheimtir verða á þessu ári. Það er vitanlega út i hött, þegar stjórnar- andstaðan er að hampa þvi, að ýmsir tekjuliðir rikissjóðs muni hækka vegna verðbólgunnar. Útgjöld rikissjóðs hækka vitanlega einnig vegna verðbólgunnar. Þá hefur Alþingi ný- lega samþykkt verulega tollalækkun, án þess að gert væri ráð fyrir þeim tekjumissi i fjárlög- um, nema að litlu leyti. Hér hefur rikið þvi ekki upp á neitt að hlaupa til að mæta tekjuskatts- lækkuninni. Þjóðin mun fylgjast vel með þvi, hvort stjórnarandstaðan fellir tekjuskattslækkun og étur þannig ofan i sig öll stóru orðin um beinu skattana Það yrði einhver ljótasti pólitiskur skollaleikur, sem leikinn hefur verið á íslandi. Þ.Þ. Richard Davy, The Times: Hægagangur á öryggis- ráðstefnunni í Genf Upphaf að langvinnu starfi HVAÐ er likt með brott- rekstri sovézka rithöfundarins Solzhenitsyn úr landi og hinni gagnslausu orkumálaráð- stefnu, sem haldin var um daginn í Washington? Skugga beggja þessara atburða mun gæta á Genfarráðstefnunni um öryggi og samvinnu Evrópurikja. Nokkur hundruð stjórn- málamenn hafa setið i Genf siðan i september i haust. Þeir hafa verið að reyna að koma sér saman um nýja skipan samskipta og bætta sambúð Austur-Evrópurikja og Vest- ur-Evrópurikja. Ég kom við i Genf fyrir skömmu og þóttist verða þess var, að bjartsýni ráðstefnu- manna á góðan árangur væri þegar tekin að réna og brugð- ið gæti til beggja vona um einingu meðal fulltrúa vest- rænna rikja. Siðustu atburðir munu ekki hafa bætt ástand mála á ráðstefnunni. SOVÉTMENN gerðu sér upphaflega vonir um, að samningaviðræðurnar i Genf leiddu til eftirminnilegrar ráðstefnu leiðtoga þrjátiu og fimm þjóða, og þeir sam- þykktu á þeim fundi sinum nokkur undirstöðuatriði gagn- kvæmra samskipta, sem stað- festu skiptingu Evrópu i fram- kvæmd. Vestur-Evrópumenn vonuðu hins vegar, að gerðar yrðu árangursrikar sam- þykktir um aukið ferðafrelsi fólks og frjálsari flutning hvers konar upplýsinga en áður. Ekki sýnist liklegt, að leið- togafundur verði haldinn, þar sem viðræðurnar hafa ekki leitt til árangurs, sem réttlæti hann. Hins vegar mætti ef til vill fá þvi áorkað með ærnu erfiði, að nýr fundur utan- rikisráðherra yrði haldinn i sumar i Helsinki til þess að ljá jáyrði samkomulagi um ýmis minni atriði. Eitt þeirra kynni til dæmis að vera að halda hjólunum gangandi og reyna aftur i Genf. SOVÉTMENN fengu nokkuð af óskum sinum uppfyllt, þeg- ar vestræn riki viðurkenndu sjálfstæði Austur-Þýzkalands. Þeim er mun minna kappsmál en áður að þoka Bandarikja- mönnum á burt úr Evrópu. Þykir þeim sem meira öryggi riki i heiminum og minni hætta sé á óvæntum atburð- um, ef þeir og Henry Kissing- er fá sem mestu ráðið um framvinduna. Kissinger er þarna á sama máli, enda kvað honum mis- lika sleifarlagið á meðferð mála i Genf. Sagt er, að full- trúar hans séu farnir að knýja á um aukinn flýti, og ekki að ástæðulausu, en sumum Evrópumannanna hrýs hugur við þeirri viðleitni. Raunar leggja fulltrúar beggja risa- veldanna litið kapp á að ná verulegum árangri á ráðstefn- unni. ÞESSI afstaða setur Evrópumennina i nokkurn vanda. Rússar og bandamenn þeirra hafa sýnt, að þeir eru ekki reiðubúnir að veita vest- rænum mönnum og áhrifum þann aukna aðgang, sem ibú- ar Vestur-Evrópu teldu i raun nýjan og góðan grundvöll öryggis og samvinnu. Brottvisun Solzhenitsyn rit- höfundar rennir stoðum undir þetta álit. Hún er staðfesting á þvi, að afstaða.Sovétmanna til sannleikans og aukinna upp- lýsinga hefir enn litlum breytingum tekið, enda þótt aðferðir þeirra séu mannúð- legri en áður. Sovétmenn tóku að nýju til við að trufla sendingar vestrænna útvarps- stöðva, þegar að farið var að lesa upp úr Eyjaklasanum Gulag. VIÐ ærna erfiðleika var að striða, áður en þetta kom til. Þófið, sem úr greiddist um daginn, var stundum nefnt „dansinn um formálana fimm”. Rússar kváðust þvi aðeins reiðubúnirað fallast á margar uppástungur vestrænna full- trúa um aukið ferðafrelsi fólks og flutning upplýsinga, að far- ið yrði eftir itarlegum skýringum, sem kvæðu á um tilgang samkomulagsins og áskildu rikisstjórnum rétt tii að takmarka framkvæmd þess i raun,þegar þurfa þætti. Sovétmenn vildu ræða þess- ar skýringar á undan samn- ingunum sjálfum. Fulltrúar hinna vestrænu rikja vildu fara nákvæmlega öfugt að. Sú málamiðlun varö ofaná, að hvort tveggja verður rætt i senn. TOFIN stafaði sumpart af stirðnandi samkomulagi inn- an hins vestræna bandalags, en jók um leið á samkomu- lagserfiðleikana. Hún hefir einnig reynt á þolinmæði hinna hlutlausu, sem fylgja fulltrúum hins vestræna bandalags i mörgum megin- málum, en eru eigi að siður teknir að þreytast á að biða eftir þvi, að fulltrúar Efna- hagsbandalagsrikjanna jafni innbyrðiságreining sinn. En i reynd er erfitt að skilja að meginmálin sjálf og franu kvæmdina. Deilan var engan veginn einhver hégómi. Húmsnertieitt viðkvæmasta atriðið i sam- skiptum austrænna rikja og vestrænna. Fulltrúar vest- rænna rikja halda fram, að auknar upplýsingar og aukin mannleg samskipti bæti sam- búðina af sjálfu sér. Rússar halda hins vegar fram, að þetta verði að lúta þeim yfir- lýsta tilgangi að bæta sam- búðina, en þar með er haldið opnum möguleikanum á ná- lega takmarkalausri ritskoö- un og hvers konar hömlum. TILLAGA Búlgara að for- mála að ákvæðum um dreif- ingu upplýsinga kveður svo á, að allir eigi ,,rétt á frelsi til að leita eftir upplýsingum, taka við þeim og láta þær i té, án tillits til landamæra,” en þetta megi þó vera háð takmörkun- um, sem lög heimii eða/þjóðaröryggi krefjist Fulltrúa vestrænna ríkja greinir á um, hve fast þeir eigi að fylgja fram kröfum sinum. Þeir eru þó á einu máli um andstöðuna gegn mjög viðtæk- um ákvæðum um takmarkan- ir í formálum eða skýringum við samningana. Þeir kysu heldur að láta sum samkomu- lagsákvæðin eiga sig að sinni i von um að geta aukið við siðar, en að samþykkja for- mála eða fyrirvara, sem hlytu að verka sem varanlegar hömlur á samninga i framtiö- inni. Mesti vandinn er að ákveða, hvaða og hve mikinn afslátt eigi að sætta sig við, ef ráð- stefnan ætlar að fara út um þúfur. Flestum fulltrúum vestrænna rikja og hlutlausra er ljóst, að þeir geta ekki breytt stjórnmálakerfi Sovét- rikjanna og Austur-Evrópu- rikjanna með samningum, en hitt veldur þeim sárum von- brigðum, hve tortryggnin er mikil ng djúpstæð á báða bóga. ÞRÁTT fyrir alla annmarka lita fæstir, ef nokkur fulltrú- anna svo á, að samningavið- ræðurnar á ráðstefnunni séu hrein timasóun. Þetta er fyrsta tilraunin siðan i styrjaldarlok til þess að koma skipan á viðáttumikil svið samskipta austrænna og vest- rænna rikja i Evrópu. Einn af fulltrúunum lét svo ummælt við mig, að þetta væri „merkileg og einstök reynsla”. Annar fulltrúi tók heimspekilega afstöðu og sagði þetta aðeins upphafið að mjög iangvinnu starfi. Ráð- stefnan hefði þegar leitt i ljós, hvað sem segja mætti um árangur að öðru leyti, að bein tengsl væru milli innanlands- mála sósialistarikjanna og sambúðarinnar við vestræn riki. Fulltrúar Austur-Evrópu- rikjanna viðurkenna, að vald- hafarnir geri sér gleggri grein fyrir þessu en áöur. Vera má, að ráðstefnan hafi stuðlað að þvi, að Solzhenitsyn slapp við flutning i fangabúðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.