Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 13
r i W y\f ' V’i’i'. .f. Laugardagur 9. marz 1974. TÍMINN 13 Bókhaldsaðstoð með tékkafærslum BÚNAÐARBANKINN REYKJAVÍK Kaupfélagsstjóri óskast Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn, er laust til umsóknar nú þegar. Skriflegar umsóknir, ásamt nauðsynleg- um upplýsingum um umsækjanda, sendist formanni félagsins, Sigurði Jónssyni, Efralóni, eða starfsmannastjóra Sam- bandsins, Gunnari Grimssyni, fyrir 20. marz n.k. Kaupfélag Langnesmga. Jörð til sölu Jörðin Neðri-Breiðdalur i Flateyrar- hreppi, Vestur-ísafjarðarsýslu, er til sölu og laus til ábúðar á næstu fardögum. Hlunnindi: Hrognkelsaveiði og aðild að fiskiræktarsvæði. Bústofn og vélar geta fylgt. Nánari upplýsingar i sima 22747, Reykja- vík, milli kl. 20 og 22 alla daga. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Útgerðarmenn Eigum á lager eftirfarandi: Viðgerðarefni i loðnunætur. Terelynteina. Blý. Flot. Tökum nætur i þurrkun, geymslu og viðgerðir. Leitum tilboða i flestar gerðir veiðarfæra. Athugið, miklir erfiðleikar að tryggja nægilegt efni i nætur fyrir næstu vertið. H.f. Hringnót Hafnarfirði. Simar: 51688 og 52699. Verkafólk í Rangórvallasýslu sem hugsar sér að starfa við Sigölduframkvæmdir næst komandi sumar, snúi sér nú þegar til skrifstofu stéttarfélaganna i Rangárvallasýslu, Laufaskálum 2, Hellu og láti skrásetja sig, simi 99-5940. Nánari upplýsingar gefur starfsmaður félaganna, Sigurður óskarsson. Menntamálaráðuneytið, 6. mars 1974. Laus staða Staða bókavarðar við Háskólabókasafn er laus til um- sóknar. Um er að ræða hálft starf. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 3. april n.k. UNDRA° BARNIÐ FRA 1 1 Bowmar Vasa RAF REIKNAR 8 stafa Fljótandi komma Verð kr. 6.480 [£ ■ 1 (D i Röskur 15 ára piltur óskar eftir sumarvinnu, gjarnan úti á landi Talar og skilur þýzku og töluvert i ensku og dönsku. Baldur Ingólfsson, simi 35364. ■ ■ ÁLFNAÐ ER VERK i - PÁ HAFIÐ ER ■ 11 ■ 1 &SAMVINNUBANKINN 2<^ MATUR „er mannsins megin” Munið okkar vinsælu köldu borð og hinn skemmtilega „kabarett” Leigjum út sali fyrir fjölmenna og fámenna mannfagnaði. VEITINGAHÚSIÐ GLÆSIBÆ (Útgaröur) síml 85660 Tilkynning um aðstöðugjald í Reykjavík Ákveðið er að innheimta i Reykjavik að- stöðugjald á árinu 1974 samkvæmt heimild i V. kafla iaga nr. 8/1972 um tekju- stofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald, sbr. lög nr. 104/1973. Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjaldstigi eins og hér segir: 0,20% 0,33% 0.50% 0,65% 1.00% 1,30% Rekstur fiskiskipa. Rekstur flugvéla. Matvöruverzlun i smásölu. Kaffi, sykur og korn- vara til manneldis i heildsölu. Kjöt- og fisk- iðnaður. Endurtryggingar. Rekstur farþega- og farmskipa. Sérleyfisbifreiðir. Matsala. Landbúnaður. Vá- tryggingar ót.a. Útgáfustarfsemi. útgáfa dag- blaða er þó undanþegin aðstöðugjaldi. Rakara- og hárgreiðslustofur. Verzlun ót.a. Iðnaður ót.a. Verzlun með kvenhatta, sportvörur, hljóðfæri, snyrti- ,og hreinlætisvörur. Lyfjaverzlun. Kvikmyndahús. Fjölritun. Skartgripa- og skrautmunaverzlun. Tóbaks- og sælgætis- verzlun. Söluturnar. Blómaverzlun. Umboðs- verzlun. Minjagripaverzlun. Barar. Billjard- stofur. Persónuleg þjónusta. Hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi ót.a. Með skirskotun til framangreindra laga og reglugerðar er ennfremur vakin at- hygli á eftirfarandi. 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignar- skatts, en eru aðstöðugjaldskyldir, þurfa að senda skattstjóra sérstakt framtal til aðstöðugjalds, sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 81/1962. 2. Þeir, sem framtalsskyldir eru i Reykjavik, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í öðrum sveitarfélögum, þurfa að senda skattstjoranum f Reykjavík sundurliðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi, sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 81/1962. 3. Þeir, sem framtaisskyldir eru utan Reykjavikur, en liafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í Reykjavik, þurfa að skila til skattstjórans i þvf umdæmi, þar sem þeir eru heimilisfastir, yfirliti um út- gjöid sin vegna starfseminnar í Reykjavik. 4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks, samkvæmt ofangreindi gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyri einstök- um gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðar n. 81/1962. Framangreind gögn ber að senda til skattstjo'ra fyrir 25. marz n.k., að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipting i gjaldflokka áætlað, eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum út- gjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæst- ur er. Reykjavik, 7. marz 1974. Skattstjórinn i Reykjavik. Utanrikisráðuneytið Reykjavik, 6. marz 1974. Fræðimannastyrkir Atlantshafsbandalagsins Atlantshafsbandalagið (NATO) mun að venju veita nokkra styrki til fræðirannsókna i aðildarrikjum banda- lagsins á háskólaárinu 1974-1975, og koma háskólamenntaðir menn aðallega til greina. Markmiðið með styrkveitingunum er aö stuðla að námi og rannsóknum á ellefu tilgreindum sviðum, sem snerta hagsmuni aðildarþjóöa bandalagsins í rikum inæli, enda sé stefnt að útgáfu niðurstöðu rannsóknanna, sem fara skuiu fram 1 einu eða fleiri aðildarrikjum. Upphð hvers styrks er 23.000 belgiskir frankar á mánuði, um 2-4 mánaða skeið að jafnaði, eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar igjaldeyri annars aðildarrikis, auk ferðakostnaðar. Utanrikisráðuneytið veitir allar nánari upplýsingar og lætur I té umsóknareyðublöð, en umsóknir skulu berast ráðuneytinu I siðasta lagi 1. april 1974.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.