Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 16
c Laugardagur 9. marz 1974. ] SIS-FOSWJR SUNDAHÖFN m r "■ mk V . . ... .... . .. .. , . , fyrir góöan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS NÆG HITAORKA í REYK- HOLTI UM LANGAN ALDUR Hlýindin komu í veg fyrir, að hætta yrði kennslu SJ—Reykjvaík A föstudags- morgun kom loks heitt vatn úr nýju borholunni i Reykhoiti og er áætlað magn þess 8-12 sekúndu- litrar. Borunarmenn áttu i erfið- leikum við að ljúka verki sínu vegna þrýstings og gufu, sem gaus úr holunni. Vilhjáimur Einarsson, skólastjóri f Reyk- holti, sagði okkur frá boruninni, en vandræðaástand er hér með afstýrt á skólasetrinu: „19. janúar var farið að bora eftir heitu vatni. Gekk það i nokkrum erfiðleikum til að byrja með, jarðvegur var mjög gljúpur og vildi falla saman utan um borinn fyrstu átján metrana. Þar þurfti að steypa til þess að fóðra holuna. Þegar komið var á 25 m dýpi varð mikil kæti þvi að þá virtust komnir um tveir sekúndu- litrar af vatni. En Adam var ekki lengi i paradis, þvi að hverirnir hér, Skrifla og Dynkur stór- minnkuðu og það var greinilegt, að vatnið, sem þarna kom upp, hafði horfið úr þeim. Skrifla er i 75 m og Dynkur i 40 m fjarlægð frá nýju holunni. Undarlegra var þó, að i Litla-Hvammi, sem er bifreiðaverkstæði hér 700 m fyrir austan Reykholt, innar i dalnum, fór grunn borhola að gefa miklu meira vatn heldur en hún var vön. Svo var haldið áfram að bora, en ekkert breyttist fram á siðasta föstudag. Þá var borinn kominn á 133 m dýpi og engin batamerki á hverunum, sem okkur var gefin von um að myndu jafna sig við að hætt yrði að dæla ofan i jörðina kælivatni, sem fylgir boruninni. En enda þótt þessu væri öllu lokað og ekkert verið að kæla holuna frá föstudegi og fram á þriðjudag hresstust hverirnir harla litið við, ef nokkuð. Svo var byrjað að bora á ný nótt með degi, i vaktavinnu núna á þriðju- dag og kl. 7 á föstudagsmorgun stóð borinn á 244 metra dýpi, og þá kom boðskapurinn: — Heitt vatn. Skolvatnið i holunni jókst stórlega og hitnaði um leið. Borað varlitilsháttar lengra, sem venja er i þessum kringumstæðum til að hafa svona dálitinn poka eða vasa fyrir lausagrjót, sem getur dottið úr skálinni. Siðan var farið að draga upp tækin. Aðstaða til þess var að ýmsu leyti mjög erfið, vegna þess, að það var ekki svo kallaður öryggisloki að ofan- verðu og borunarmenn fengu á sig hvert gufugosið af öðru, milli þess sem þeir kældu. En þeir urðu að taka dæluna úr sambandi meðan þeir drógu upp. Orkan neðan að sýndi sig bezt i þvi, að það leið alítaf frekar stutt á milli gosa. Þeir gátu tekið upp nokkrar stengur, og þvi færri þeim mun ofar sem kom, milli þess sem þeir fengu á sig gufuna með feiknarlegum þrýstingi. Sterkur sunnan eða suðvestanvindur sem bar mest af gufunni og vatninu til hliðar létti þó þetta starf. Um ellefuleytið var búið að tina allt upp úr holunni. Arni Guðmundsson bor- stjóri áætlar að vatnsmagn- ið i holunni sé 8-12 sekúndu- litrar. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur segir, að hita- mæling, sem framkvæmd var i holunni, þegar hún var 133 m á dýpt, og gaf þá 116 stig i botninn, bendi til þess, að það sé 135 stiga heitt vatn, sem nú komi úr Dietmar Planer greiðir Kristinu. Fyrst var þetta einföld daggreiðsla, en á augnabliki breytti hann henni i tilkomumikla kvöidgreiðslu. (Timamynd: Róbert). „Alls konar hár- greiðsla í tízku" SB-Reykjavik — Austurríski hár- greiðslumeistarinn Dietmar Pianer hefur verið herlendis og haldið námskeið með islenzku hárgreiðsiufolki og kennt svo- nefnda „Pivot point”-aðferð við hárgreiðslu bæði dömu og herra. A fimmtudagskvöldið gekkst hárgreiðslu- og hárskerasam- band Islands fyrir sýningu á Hótel Borg, þar sem Planer sýndi þessa aðferð og fram komu módel með hárgreiðslur eftir henni. Það voru nemendur Planers á nám- skeiðinu, sem greiddu. Planer sagði, að mikilvægt væri, að hárgreiðslufólk hjálpaði viðskiptavininum að velja þá greiðslu, sem honum færi bezt. Klippingin væri aðalatriðið og hún ætti að vera þannig, að viðkomandi væri jafnfinn um hárið, þegar hann kæmi upp úr sundlaug, eins og áður en hann fór niður i. Milli atriða hjá Planer var sýndur tizkufatnaður frá verzlun- inni Tommy, en að endingu afhenti Planer námskeiðsfólki bréf upp á, að hefði hér með rétt til að kalla sig „pivo point”-hár- greiðslufólk. Þetta var allstór hópur, flest fólkið úr Reykjavik, en nokkrir utan af landi, til dæmis frá Siglufirði og Selfossi. Siðar munu birtast margar myndir frá sýningunni i Heimilis-Timanum. Svartolíubirgðir á þrotum, en farms von AD UNDANFÖRNU hcfur staðið tæpt með svartoiiubirgðir i landinu, og voru horfur á, að þær þryti nú upp úr miðjum mánuð- inum. Hafa oiiuféiögin gert itrekaðar tiiraunir til þess að útvega svartolíu i Vestur-Evrópu, og tókst loks að fá 7500 lestir i Noregi. Verður þessari olíu lestað i dag eða á morgun, og ætti hún að komast til landsins fyrir miðjan mánuðinn. Þessi svartoliuhörgull á sér tvær orsakir: i fyrsta lagi þann drátt, sem varð á afhendingu svartoliufarms frá Sovét- rikjunum i vetur, og i öðru lagi að loðnuvertið hófst fyrr en gert var ráð fyrir, en eins og kunnugt er nota loðnubræðslurnar svartoliu, og einmitt af þeim sökum er hún okkurmjög mikilvæg á þessum árstima. Til viðbótar svartoliunni frá Noregi hafa oliufélögin fengið loforð fyrir fjögur þúsund lestum frá Sovétrikjunum innan skamms, en næsti farmur þar á eftir kemur ekki fyrr en i april- mánuði. holunni. Það virðist vera geysi- legt vatnsmagn og feiknarlega mikill gufuþrýstingur, sem brýzt þarna upp. Þegar hefur verið hafizt handa um að virkja til bráðabirgða. Að þvi vinna Kristleifur Jóhannes- son, staðarráðsmaður i Reykholti og Jón Kr. Guðmundsson pipu- lagningarmaður og vinnuflokkur hans úr Borgarnesi og ætluðu þeir sér að vera búnir að beizla hverinn fyrir föstudagskvöld' og koma honum i gagnið til bráða- birgða. Mikill skortur hefur verið á heitu vatni i Reykholti. Það sem hefur bjargað þvi, að ekki yrði al- gert neyðarástand i Reykholti þetta timabil, og senda yrði nemendur heim, er ekkert annað en hlýindin, sem verið hafa. Hitaorkan hefur verið innan við hálfan sekúndulitra af vatni og dálitil gufa, sem notuð hefur verið til að hita upp eitt heima- Vistarhúsið nokkurn veginn við- unanlega. Þetta hefur orðið að nægja til að hita upp allan skólann og smáhverfi af ibúðar- húsum. Þetta hefði hrokkið skammt i kulda, en f Skriflu voru um tveir sekúndulitrar og það var orðið of litið, miðað við nýbyggingarnar hér. Nú virðist hins vegar vera heldur betur vel fyrir þessum 'stað séð um langa framtið. Vatnsmagnið i Skriflu minnkaði enn meir á föstudag, en það er ekki að marka, þvi að nýja holan var látin standa galopin allan föstudaginn. Þegar henni verður lokað og hiti og þrýstingur komur á lögin á 25 m dýpi sem fóðra Skriflu eða fæða hana að vatni, þá eru ýmsir að vona, að hún hressist bærilega við aftur. Hitaskortur virðist þvi ætla að vera úr sögunni i Reykholti á föstudagskvöld”. Tóku sendiróðið NTB-Stokkhólmi. — Við krefj- ■ umst að stjórn írans leyfi Mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna að rannsaka fangeisin i íran. Þetta var höfuðkrafa 16 iranskra stúdenta, sem réðust i gær inn i sendiráð Irans í Stokk- hólmi. Þeir réðust inn i sendiráðið til að mótmæla aftökum þeim, sem hafa átt sér stað i tran. undanfarið. Stúdentarnir héldu sendiráðinu i 1 1/2 klukkutima. Þeir gáfust sjálfviljugir upp fyrir lögreglunni og ekki kom til neinna óeirða. Engin skemmdarverk voru unnin i sendiráðinu. Stúdentarnir segja, að aftökurnar hafi alveg fallið I skuggann fyrir brottvisun rit- höfundarins Alexanders Solsjenitsyn úr Sovétrikjunum. Viljum opna háskól- ann segir rektor Gsal—Reykjavik — Tfminn leitaði i gær til háskóla- rektors, Guðlaugs Þorvalds- sonar, og spurði hann álits á samþykki háskólaráðs i fyrradag, um rýmkun inn- tökuskilyrða i skólann, sem skýrt var frá hér i blaðinu i gær. —- — Með þessari sam- þykkt háskólaráðs, sagði Guðlaugur, stefnir há- skólinn að þvi á næstunni, að undirbúa breytingu á reglu- gerð um inntökuskilyrði fyrir skólann. Við viljum veita öðrum nemendum en menntaskólalærðum, réttindi til náms við Háskóla Islands á grundvelli mats á þeirra námi. Sagði Guðlaugur, að með samþyktinni væri verið að skapa möguleika fyrir stærri hóp námsmanna, þannig að fólk með sambærilega menntun og stúdentar — eða mentun, sem nálgist það að vera sambærileg gæfist einnig kostur á námi við há- skólann. — Við erum að brúa þetta litla bil, sem vantar hjá ein- stökum skólum, sagði rektor. Það felst ekki i þess- ari samþykkt, að veita nemendum með lakari undirbúningsmenntun inn- göngu i skólann', heldur fyrst og fremst að veita fleiri aðilum tækifæri til menntunar á háskólastigi. Við erum að opna skólann út á við. Margt er enn óunnið i þessu máli, en háskólaráð hefur farið þess á leit við tengslanefnd, að gera til- lögur fyrir 20-april n.k. um þá skóla, sem hér geti hugsanlega komið við sögu, og ennfremur að fram- kvæma mat á þeirra námi til samanburðar við stúdentspróf. Siðar verður ákveðið hvernig inntöku- skilyrðum verður háttað, en ljóst er, að þau verða annað hvort I formi inntökuprófa i viðkomandi deild innan há- skólans, eða stúdentsprófs krafizt i vissum greinum, sem lúta að fyrirhuguðu námi. — Það er stefnt að þvi að koma þessu máli i höfn fyrir haustið, en hvort það er framkvæmanlegt, vil ég ekki tjá mig um, sagði rektor. Að lokum sagði Guð- laugur, að hann væri ánægður með þessa samþykkt. Hún væri spor i rétta átt. Engin loðnuveiði vonir manna um nýja göngu glæðast —hs—Rvi. Engin loðnuveiði var i gær, vegna snarvitlauss veðurs á öllum loðnumiðum. Rannsóknarskipið Arni Frið- riksson hefur ekkert getað athafnað sig á miðunum fyrir austan vegna veðurs, og vita menn þvi lítið um það hvort einhverja loðnu er að finna yfir höfuð. Vonir manna um að ný ' loðnuganga sé fyrir Austur- landi hafa þó glæðzt veru- lega, þar sem orðið hefur vart við nokkuð magn loðnu i botnvörpum togaranna við Hvalbak. Telja togaramenn, að þar sé um fallega loðnu að ræða, en ekki eru frekari Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.