Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.03.1974, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. marz 1974. TÍMINN 3 EKKI DAGBLÖÐ í HÁLFAN MÁNUÐ B.G.—Neskaupstað — Oddsskarð hefur vcrið lokað frá áramótum, en mjög mikil samgöngubót hefur verið af snjóbflnum, sem hefur fastar áætlunarferðir þrisvar i viku. Þörfin fyrir flutninga hefur hins vegar verið svo mikil, að bfllinn hefur verið i ferðum yfir skarðið nánast hvern dag, siðan hann kom.Póstur berst þvi reglu- lega, og eru jafnvel dæmi þess, að bréf berast daginn eftir að þau eru póstlögð i Reykjavik. Enga borgun fyrir nefndarstörfin! BH—Reykjavik — Neytenda- málanefnd hefur aftur skotið upp kollinum hjá borgaryfirvöldum, að þessu sinni i borgarráði sl. þriðjudag. Nú gerðist það, að borgarráð samþykkti að setja nefndina á stofn, og var borgar- lögmanni falið að gera tillögu að reglum fyrir ■ nefndina. Albert Guðmundsson hafði þann fyrir- vara á atkvæði sinu, að nefndin skyldi vera ólaunuð. Það vekur hins vegar gremju manna hér á staðnum að hingað hafa dagblöðin ekki borizt í hálfan mánuð, þrátt fyrir þessar stöðugu samgöngur. Vita menn ekki hvað veldur og óánægjan vex dag frá degi, eins og gefur að skilja, og hafa menn haft orð á þvi, að til einskis sé að vera áskrifendur að blöðunum. Bræðslu er að mestu lokið á loðnunni, sem hingað hefur borizt, sem er um 30 þús. tonn, eða 10 þús. tonnum minna en á allri vertiðinni i fyrra. Skut- togarinn Barði landaði 75 tonnum á fimmtudag. Veðrið hefur verið mjög rysjótt hér undanfarinn hálfan mánuð, með stormi og regni, enda er snjórinn að mestu horfinn úr byggð. Heiðursfélagar Krabbameinsfélags fslands. Frá vinstri: Alfreð Gíslason, Gisli Sigurbjörnsson og Bjarni Bjarnason. Krabbameinsfélag Reykjavíkur 25 óra 806 innstæðulausar: 27,2 milljón- ir á 1 degi —hs—Rvik. — Enn aukast inni- stæðulausar ávisanir, ekki aðeins að fjölda, heldur einnig að upphæð. Seðlabankinn gerði i gær skyndikönnun á þvi hve margar innistæðulausar ávisanir hefðu borizt á fimmtudag, og unnu fjöl- margir að þeirri könnun, sem tók langan tima. Að sögn Bjarna Kjartanssonar, deildarstjóra i ávisanaskipta- deild bankans, bárust hvorki meira né minna en 806 innistæðu- lausar ávisanir á fimmtudag, að upphæð 27.2 milljónir. Nemur sú upphæð 2,87% af heildarveltu dagsins. Sams konar könnun var gerð i október á siðasta ári, og voru ávisanirnar þá 615 að upphæð 10.1 milljón. Sagði Bjarni að lokum, að allt of mikil brögð væru að þessu. Gsal—Reykjavik — i gær, 8-marz varð Krabbameinsfélag Reykjavikur 25 ára. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun að minnast þessa merka afmælis með þvi að boða til fundar i Nor- ræna-húsinu i gær og kynna þar hin ýmsu störf félagsins i myndum og máli. A fundinum fluttu eftirtaldir menn ávörp: Ólafur Ólafsson, landlæknir, Magnús Kjartansson, heildbrigðis- og iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, borgarlæknir, Gunnlaugur Snædal, formaður Krabbameinsfélags Reykjavikur og Ólafur Bjarnason formaður Krabbameinsfélags Islands. Krabbameinsfélag Reykjavikur var stofnað . 8. marz 1949. Hugmyndina að félagsstofn- uninni átti Gisli Sigurbjörnsson forstjóri Elliheimilisins Grundar, en Alfreð Gislason læknir beitti sér fyrir þvi að Læknafélag Reykjavikur boðaði til fundar til að stofna sérstakt félag, er hefði baráttuna gegn krabbameini að markmiði. í fyrstu stjórn félags- ins, sem hlaut nafnið Krabba- meinsfélag Reykjavikur, voru kosnir: Niels Dungal, formaður, Alfreð Gislason varaformaður, RÍKIÐ TAPAR ENGU — því að það hlýtur allan hagnað af fríhöfninni — HAGNAÐUR af frihöfninni á Keflavikurflugvelli rennur i rikis- sjóð, sagði Sigurjón Guðbjörns- son við Timann i gær, og þess vegna er ekki rétt, að rfkissjóður skaðist á sölu úra og skartgripa þar. Tollur á úrum er 35% og söluskattur 13%, en álagningin i frihöfninni er meiri en þessu nemur. Af nefna 15-20 milljónir króna i þessu sambandi kvað Sigurjón mjög fjarri lagi, eins og raunar var tekið fram i fréttagrein Tim- ans i gær. En þvi mætti bæta við, að þótt tslendingar keyptu um 40% úra, sem seljast i frihöfninni, myndu þau ekki vera nema 25% að verðmæti til, þvi að Islendingar keyptu yfirleitt ódýr- ari úr en útlendingar. Hann kvaðst vilja leiðrétta það, sem hann hefði sagt i ógáti i gær, að Islendingar væru ekki 25%, heldur 15% þeirra, sem um frihöfnina fara. — Ég hygg, sagði Sigurjón að úrakaup tslendinga erlendis séu miklu meiri heldur en hér i frihöfninni, enda er þar viðast 5% tollur á úrum og verð þar af ' leiðandi lægra. Gisli Fr. Petersen ritari og Gisli Sigurbjörnsson gjaldkeri. Á aöalfundi félagsins 1952 var Alfreð Gislason kosinn formaður, en Niels P. Dungal gerðist for- maður Krabbameinsfélags tslands, sem þá var nýstofnað, eftir tillögu Alfreðs Gislasonar. t stjórnartið Alfreðs var komið á leitarstöð fyrir krabbamein. Árið 1960 urðu formannaskipti hjá félaginu er Alfreð Gislason lét af þvi starfi eftir eigin ósk. Við formennsku i félaginu tók þá Bjarni Bjarnason læknir og gegndi þvi starfi til ársins 1966 er hann var kosinn formaður Krabbameinsfélags Islands. Hann beitti sér mjög fyrir aukinni fræðslu fyrir almenning, enda var Krabbameinsfélagi Reykjavikur falið það verkefni i stjórnartið Bjarna að sjá um fræðsluútgáfu og fræðslufundi um land allt, auk fjáröflunar. Á afmælisfundinum i gær, voru þrir menn gerðir að heiðurs- félögum, fyrir starf i þágu félags- ins. Það voru þeir Gisli Sigur- björnsson, forstjóri, Alfreð Gisla- son, læknir og Bjarni Bjarnason læknir. Eiga þeir það allir sam- eiginlegt, að hafa starfað mikið og vel hjá félaginu. Núverandi stjórn félagsins skipa þau dr. Gunnlaugur Snædal, sem er formaður, Alda Halldórsdóttir hjúkrunarkona ritari, Tómas Árni Jónasson læknir er gjaldkeri og fram- kvæmdastjóri er Jón Oddgeir Jónsson. Almennur fundur um herstöðvarmálið — á vegum stúdentaráðs SUNNUDAGINN 10. marz 1974 gengst stúdentaráð Háskóla ts- lands fyrir almennum fundi i súlnasal Hótel Sögu um her- stöðvar- og varnarmál islands. Frummælendur verða þeir Einar Agústsson utanrikisráð- herra, Geir Hallgrimsson. formaður Sjálfstæðisflokksins, og Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra. Þá verður og boðið sér- staklega ýmsum félagasamtök- um og einstaklingum, en að öðru leyti er fundurinn öllum opinn og öllum heimil þátttaka i um- ræðum. Frétt úr Stykkishólmi leiðrétt FRÉTT min af námskeiði og spilakvöldi hefur orðið illilega fyrir vélarbilun og þarfnast leið- réttingar. I eftirfarandi setningu vantaði „Ekki”: Einhver sagði meira að segja, að það hefði ekki verið gert ,,i tið elztu manna”, en á Hólminum verður fólk hundrað ára og jafnvel eldra. Þá er rangt, að Kristinn B. j Gislason sé form. Framsóknar- félags Reykjavikur, hann er formaöur Framsóknarfélags Stykkishólms. Ennfremur var i handriti talað um Hótelen ekki „gistihús”, eins og gert er i þessari brengluðu frétt. Gistihús er venjulega þannig, að lita má á það sem næsta stig fyrir ofan sæluhús, en Hótelið þeirra i Stykkishólmi — fullgert — eitt glæsilegasta hús sinnar tegundar á landinu. — K.Sn. HLJÓAASVEIT TÓNLISTARSKÓLANS Hljómsveit tónlistarskólans efnir til hljómleika f háskóiabiói I dag, og hefjast þeir klukkan hálf-þrjú. Myndin er af stjórnenduin og ein- leikurum: Birni Ólafssyni, Hllf Sigurjónsdóttur, Þorsteini Haukssyni og Gunnari Egilson. Kvöld-vaka — Norræna félagsins í Kópavogi NORRÆNA félagið i Kópavogi efnir til kvöldvöku sunnudaginn 10. marz n.k. kl. 20.30 i Félags- heimili Kópavogs 2. hæð. Þar leika tveir nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs menú- etta eftir Telemann, þeir Sigurður Ármannsson og Garðar Rögnvaldsson. Minnzt verður 11 hundruð ára afmælis tslands- byggðar meö samfelldri dagskrá um fiskveiðar og sjós’ókn hér- lendis. Þátturinn nefnist: Frá Eyrarbakka og út i Vog er svo mældur vegur, sem Bjarni Ólafs- son, menntaskólakennari hefur tekið saman. Tveir norrænir visnasöngvarar, Daninn Sören Ejerskov og Sture Ekholm, sem er finnskur, leika fyrir fjöldasöng og kynna auk þess norræna söngvaa sina. Að lokum verður sýnd kvikmynd um sjósókn tslendinga. Furðuleg afstaða Stjórnarfrum varpið og samkomulagið við verkalýðs- hreyfinguna um skattkerfis- breytinguna var til umræðu á Alþingi i gær. Stjórnarandstaðan segist ætla að fella frumvarpið, og um leið ógilda þá heildar- kjarasamninga, sem gerðir hafa verið um vinnufrið i land- inu i tvö ár. Forystumenn stjórnarandstöðunnar hika ekki við að bera brigður á út- reikninga, sem Jón Sigurðsson hagrannsóknastjóri hefur gert um áhrif 5 prósentustiga i söluskatti á tekjur rikissjóðs á þessu ári, en þau eiga að koma i staðinn fyrir tekjuskatts- lækkunina. Þessir útreikning- ar eru yfirfarnir af fulltrúum verka lýðsh rey finga rin na r og staðfestir af þeim. Þessir út- reikningar voru miðaðir við að söluskattshækkunin tæki gildi 1. marz, og kom þá i Ijós, að af söluskattshækkuninni myndi ekki koma inn i rikissjóð nema 2.900 milljónir, en tekjutap rikissjóðs óg útgjöld hans vegna greiðslna til hinna lægsta launuðu munu ncma á þessu ári samtals 3.250 mill- jónum króna. Hallar þvi á rikissjóð i þessum skiptum. Við það er svo að bæta, að staða rikissjóös i þessu máli liefur versnað miðað við þessa útreikninga, þvi nú er kominn 9. marz, og söluskattshækkun- in getur ekki tekið gildi fyrr en i fyrsta lagi 15. marz. Hefur rikissjóður þvi þegar tapað tugmilljóna fúlgum miðað við útreikningana. Mikið kaupæði hefur rikl síðan samkomulag- iö um tekjuskattslækkun og söluskattshækkun var undir- ritað af verkalýðshreyfingu og rikisstjórn. Það þýöir, að minna verður um vörukaup cftir söluskattshækkunina en ella hefði verið, ef hún hefði getað tekið gildi með stuttum fyrirvara. Mun það þvi enn draga úr tekjuvonum rikis- sjóðs af söluskattshækkuninni, og með öðrum orðum sagt verða launþegum hagstæðari en þeir útreikningar, sem fvr- ir liggja miðað við I. rnarz Ótvíræðir hagsmunir launþega Samkvæmt þeim útreikn- ingum batnar staða launþega varöandi heildarskattheimtu sem svarar 2—4%., Ástæða til þess cr sú, að hluti af sölu- skattshækkuninni lendir ekki á útgjöldum heimilanna held- ur á atvinnurekstrinum i land- inu, og kemur þessi skatt- breyting í rauninni fram sem viðbót við þær kjarabætur, sem launþegar sömdu um við atvinnurckendur i kjarasamn- ingunum. 1 Furðurlegast af öllu er þó það, aö þeir flokkar, sem bar- izt hafa fyrir þvi i orði siðan þeir komust i stjórnarand- stöðu, að teknir verði upp ó- beinir skattar og beinir skatt- ar lækkaðir, skuli ætla aö koma i veg fyrir slikar breyt- ingar á borði, þegar um slikt hefur veriö samið milli verka lýðshreyfingar og rikisstjórn- ar sem lið i heildarkjara- samningum. Fjögur dæmi i Þjóðviljanum i gær eru birt 4 dæmi um áhrif tekju- skattslækkunarinnar. Dæmin eru þessi: 1. Iljón með 3 börn og kr. 800.000,- i bróttótekjur. Núverandi kerfi: kr. 80.300,- i tekjuskatt. Stjórnarfrum vaVpið: kr. 20.100,- i tekjuskatt Lækkun kr. 60.200,- Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.