Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 13
Sunnudagur 14. júli 1974. TÍMINN 13 Tveggja alda afmæli Keflavíkur sem verzlunarstaður við hlutverki þeirra, hafi beykir- inn fengið allt húsið til eigin af- nota og þurfti þá að innrétta það sem ibúðarhús handa honum. Lit- ur út fyrir, að kaupmaðurinn hafi viljað halda i beykinn sinn, en beykisfólkið hlýtur þá að hafa un- að hag sinum vel við þessar að- stæður, enda hafa þau búið i Keflavik á þriðja áratuginn. Árið 1774 var þvi nóg að gera i Keflavik, þegar kaupmaðurinn lét byggja nýja húsið, rifa niður gamla húsið, breyta islenzka hús- inu i ibúðarhús og gera við skemmdirnar á hinum húsunum. í sinu eigin húsi lét hann smiða upp eina hurð, i pakkhúsinu tvær hurðir og báða gluggana, en mest lát hann gera við krambúðina. Þar var fasta loftið skemmt ,,á pörtum”, sperrurnar og „fót- stykkin” voru farin að fúna og allir 6 gluggarnir orðnir ónýtir. Það segir sina sögu, að ekki lét Jacobæus rifa krambúðina, þótt. gömul væri og illa farin. I 26 ár hafði ekkert verið gert við hana, og enn borgaði sig að laga hana. Hún hlýtur að hafa verið ramm- sterk bygging i upphafi. Mánudaginn þann 8. ágúst 1774 komu 6 menn til Keflavikur til að skoða og virða þessi 6 hús. Þeir komu frá Kirkjubóli frá Gerðum i garði, frá Stóra Hólmi, frá Innri- Njarðvik og frá Höskuldarkoti. Við kunnum skil á þessum mönn- um, en hér skal ekki sagt frekar frá þeim nema hvað þeir álitu húsin i Keflavik mikils virði. Verðmest þótti þeim kaup- mannshúsið, þótt minnst væri að stærð. En það var sennilega mjög vandað, vel byggt og vel innrétt- að, og það er tekið fram i mats- skjalinu, að það sé i góðu standi. Var kaupmannshúsið metið á 880 rikisdali. Beykishúsið, sem var jafnstórt og kaupmannshúsið og var þar að auki aðeins 4 ára og hafði á þeim stutta tima verið tvisvar sinnum endurbætt, var aðeins metið á 60 rikisdali. Þessi geysimikli munur á matinu gæti komið manni til að láta sér detta i hug, að hér hafi verið að verki islenzk hógværð i garð erlends glæsileika, en slikt hefur ekki komið til greina, þar sem matsmennirnir voru eiðs- svarnir menn. Pakkhúsið var metið á 650 rd. og krambúðin á 440 rd. Timbrið i gamla húsinu var metið á 15 rd, en nýja húsið átti ekki að meta fyrr en búið væri að smiða það og vitað, hvað það kostaði. Nam fasteignamatið á allri byggðinni — að nýja húsinu und- anskildu — þvi 880 + 650 + 440 + 60 +15 rikisdali = 2.045 rd. Til samanburðar vil ég nefna, að á þessu sama ári voru árslaun vinnumanns i verzlunarhöndlun- arstað rúmir 133 rd., laun undir- kaupmannsins 150 og laun kaup- mannsins 300 rd. Hvernig stendur á þessu mati? Sá, sem stóð fyrir þvi var Guð- mundur Runólfsson, hinn óþreyt- andi sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem sifellt var á ferli milli hafnanna til að fylgjast með verzluninni. En matið gerði hann samkvæmt skipun stiftamt- manns. Svo var nefnilega komið, að á þessu ári 1774 tók siðari konungs- verzlun við af hinu — til að byrja með — svo afarvinsæla ,,A1- menna Verzlunarfélagi”. Þetta Almenna Verzlunarfélag hafði farið með Islandsverzlun siðan 1764, eða rétt áður en Jacobæus kom til Keflavikur. Á aðalfundi sinum þann 10. aprll 1765 hafði þetta félag samþykkt að hafa framvegis vetrarsetumenn, eða búfasta kaupmenn, á helztu höfn- unum á íslandi, og þó að Keflavik væri ekki nefnd meðal þessara hafna, hlýtur Jacobæus að hafa setzt að i Keflavik samkvæmt þessari samþykkt. En Almenna Verzlunarfélagið háfði með árunum orðið fyrir svo miklum skakkaföllum, að það varð að hætta I árslok 1773. Ég ætla ekki að fara lengra út i það mál, enda er Verzlunarsaga Is- lands eftir Sigfús Hauk Andrés- son i þann mund að koma út. En i afleiðingu af þessum breytingum fór sýslumaður Gull- bringu- og Kjósarsýslu, sem þá einnig hétu jafn fallegum nöfnum og Nesja- og Sundasýsla, að þinga: á Kjalarnesi, i Reykjavik, á Álftanesi, i Hafnarfirði, á Vatnsleysuströnd, I Grindavik, á Bátsendum og ,,á” Keflavik, eins og sagt var þá. Laugardaginn, 6. ágúst 1774, setti Guðmundur Runólfs- son,,Majestets valdsmaður i Kjalarnesþingi”, auka-héraðs- þing ,,á Keflavikurhöndlunar- stað”. Var þetta þing tviþætt: var fyrst farið yfir reikningana, sem „veleðla herra kaupmaður sama staðar Sr. Jacobæus” lagði fram. Var þetta „document” upplesið fyrir Réttinum og grandgæfi- lega examinerað, mann eftir mann, og svo fært inn, „hverjir nokkuð betalað hafa”, en einnig, „hverjir forarmeider eður dauðir séu, sem einskis betalings er að vænta”, það þýðir, að sumt fólkið var svo fátækt, að það gat ekki borgað skuldir sínar, og annað hafði dáið án þess að hafa borgað þær, svo að engrar borgunar var von. Þegar búið var að afgreiða þetta mál, skipaði sýslumaður 6 menn i nefnd til að mæta hér (i Keflavik) næstkomandi mánudag til að skoða og meta „handelshus- en hér með tilheyrandi inventari- er á þessum stað i nefnds kaup- mannsins og tveggja hans manna viðveru. Voru það Árni Jónsson og Jakob Halldórsson, áður eið- svarnir, og Gisli Illugason, Eyjólfur Ólafsson, Nikúlás Hall- dórsson og Egill Sveinbjarnar- son. En með þvi að 4 siðastnefndu menn voru óeiðsvarnir, var þeim svolútandi eiður fyrirlagður, hvern þeir allir aflögðu með uppréttum þremur fingrum að áður heyrðri eiðsútskýringu: Ég, Eyjólfur Ólafsson, Gisli Illugason, Nicholaus Halldórsson, Eigell Sveinbjörnsson sver þann eið og segi það Guði almáttugum og þessum Rétti, að þá forrétting, sem ég er nú útnefndur að fram- kvæma viðvikjandi búðanna Taxation hér á Kieblaviick, og þeim fylgjandi Inventarium skal ég gjöra eftir beztum vitsmunum og þekkingu, sem Guð hefur mér gefið. Sömuleiðis skal ég trúlega útrétta öll þau erindi, sem mér uppá réttarins vegna verða af mlnum yfirvöldum héreftir til- sögð. Svo sannarlega hjálpi mér Guð og hans Heilaga Orð. Þingskjalið frá 6. ágúst 1774 með eiginhandarundirskriftum allra 10 þingmanna er geymt i þjóðskjalasafninu i Reykjavik. Matskjalið sjálft, sem er samið á dönsku, liggur i Rikisskjalasafni Dana i Kaupmannahöfn, og hefur Sigfús Haukur Andrésson skjala- vörður vinsamlegast látið mér i té Ijósprentuð af atriði þvi, sem hann hefur tekið af matskjalinu. Það eru ekki litlar upplýsingar, sem eitt slikt skjal getur veitt. Og þó að þetta vit — ef vit má kalla — verði ekki i askana látið, þá kenn- ir það okkur a.m.k., að ekki er hægt að skrifa Islandssögu án þess að kanna erlend söfn. Rafgeymar í miklu úrvali HLOSSI! Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 s Höggdeyfar í flestar gerðir bifreiða frá Japan og Evrópulöndum — HLOSSI!! Skipholti 35 • Simar: 1-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi ■ 8-13-52 skrifstofa Viðgerðir á rafmagns- og diesel-kerf um r'-% wmm MT/MnBi HLOSSL! Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun -8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa CAV Olíu- og loftsíur í flestar tegundir bif reiða og vinnu véla 33LOSSI3 Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa Kveikjuhlutir í flestar tegundir bíla og vinnuvéla HLOSSI! Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa _ - ^ hefur Margar gerðir mæla í bifreiðir, báta og vinnuvélar Radiomobile Hátalarar y HLOSSI! Skipholti 35 • Simar. 8^3-5^ei^lur^M^r^erkstæð^^^Þ52j»kr|fstof^^ 33LCSSSI! Permobel Blöndum bílalökk — BLOSSK------------- Skipholti 35 ■ Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa — LockheeJ Hemlahlutir í flestar gerðir bifreiða frá Japan og Evrópulöndum Loclclieecl Stýrisendar í brezkar vöru- og fólksbifreiðar og dráttarvélar y— hlossit— Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa HLOSSI? Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun 8-13-51 verkstæði ■ 8-13-52 skrifstofa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.