Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 33

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 33
Sunnudagur 14. júll 1974. tíminn 33 Gos I eldfjallinu Kljútsjevskaja á Kamtsjatka. friði upp frá þvi-Og hann hafði sitt fram. Nokkrum árum seinna fékk hinn ungi og upprennandi visindamaður Markhinin að starfa undir handleiðslu pró- fessors V.I. Vlodavets, og 1958 varði hann doktorsritgerð um eldfjallafræði og var settur yfirmáður eldf jallarannsóka- stöðvar Visindaakademiu Sovét- rikjanna á Kamtsjatka. Oft braut Markhinin heilann um það, þar sem hann fylgdist með stórbrotnum eldgosum skammt frá uppljómuðum gigunum, hvað lesa mætti út úr þvi, sem við augum blasti. Hvaða þátt áttu eldfjöll i sköpunarsögu jarðar? Hann settist niður við útreikninga og fékk fram formúlu, sem hægt' var að nota til að ákvaðra magn þeirra gastegunda, sem eru fylgi- fiskar eldgosa. Hann greindi efnasamsetningu gastegunda og hrauna úr ýmsum eldstöðvum og hélt áfram hugleiðingum sínum: — Árið 1964 þeytti eldfjallið Sivelúts rúmlega 1 rúmkilómetra af gosefnum upp úr iðrum jarðar, i Krakatá-gosinu var magnið um 18 rúmkilómetrar, og i Tambora, árið 1815, 186 rúmkólómetrar. Þetta voru að visu mikil gos. En á okkar öld einni saman er tala eld- gosa komin yfir þúsund. Að jafnaði bera eldfjöli árlega upp á yfirborð jarðar að minnsta kosti 3 milljarða tonna af gosefnum. Og hve lengi hafa eldstöðvar verið að verki? Frá þvi elztu bergtegundir mynduðust hafa ekki komið þau timabil i sögu jarðar, að þau hafi verið „atvinnulaus”. Þvi hlýtur að hafa safnazt fyrir svo mikið af gosefnum, sem eldfjöll hafa spúið upp á þeim 4,5 milljörðum ára, sem jarðsagan næryfir, að massi þeirra sé þvi sem næst jafnmikill og massi allrar jarðskorpunnar. Niðurstöður hans eftir marga ára heilabrot, fjölda rannsóknar- leiðangra og útreikninga eru þær, að meginlönd jarðar hafi orðið til af völdum eldgosa. Eldvirkni er losun gastegunda úr möttli jarðar. í mörg hundruð milljónir ára hafa eldstöðvar dælt efni úr jarðmöttlinum upp á yfirborð jarðar eins og risavaxnar dælur. Þannig var heimur okkar byggður, og sams konar byggingarstarf á sér ennþá stað á mótum úthafsbotns og megin- landa, þar sem „keðja Plútons” — eldfjöllin — lykur um viðáttur Kyrrahafsbotnsins. Meðfram þessari eldfjallakeðju liggja hyl- djúpar botnrennur með ginandi sprungum, og hér hefja efni úr iðrum jarðar — bergkvika, hreint vatn og gastegundir — göngu sina i hringrás jarðfræðilegra ferla i efri lögum jarðar. Samkvæmt útreikningum Markhinins hefur helmingur alls vatns heimshafanna komið upp við gos, hinn helmingurinn með vatnshverum og gufuhverum. Og loftið, sem við öndum að okkur, á einnig ætt sina að rekja til gas- tegunda úr eldstöðvum. — Ég held þvi hiklaust fram, ■ segir visindamaðurinn, að meginlönd, höf og lofthjúpur jarðar, og þá lika sjálft lifið á jörðinni, sé til orðið fyrir eldvirkni. Hann situr ásamt starfs- bræðrum sinum við nýkulnaðan gigbarminn. Á tveimur vikum, i hamförum og eldhrið gossins, hefur fæðzt nýtt keilulaga fjall. „Barnið” er um það bil 150 metrar á hæð og nokkur hundruð metrar i þvermál. Skammt frá sjást tveir griðarstórir sprengi- gigar og mikil gossprunga nokkur hundruð metrar á lengd. Ný kennileiti hafa myndazt á ásjónu jarðar, og þeim þarf að gefa nöfn. Það er i verkahring Markhinins og samstarfsmanna hans, sem fyrstir litu þau augum. — Hvað eigum við þá að láta barnið heita? Þeir þrefuðu um þetta stundar- korn, urðu svo sammála um að nefna nýja giginn „Ofurhuga” i höfuðið á rannsóknarskipi þeirra. Annar sprengigigurinn var nefdnur Vlodavtsa til heiðurs kennara Markhinins, sem varð sextugur sama dag og gosið hófst. Jevgeni Markhinin er nú að koma á fót rannsóknarstöð i ýmsum greinum jarðfræði á eyjunni Kúnasir. Eitt af verk- efnum stöðvarinnar er að finna leiðir til að sjá jarðskjálfta fyrir. Auk þess verða gerðar jarðefna- fræðilegar athuganir á jarðhita, kannað jafnvægi efnisins og hringrás þess i efri lögum jarðar. Reynt verður að rekja slóð efnisins i jarðfræðilegum ferlum, þar sem það tekur furðulegustu breytingum. Þegar þetta er skrifað, er Markhinin kominn aftur til Kúril- eyja. Aður en hann fór þangað, kom út önnur útgáfan af bók hans „Keðja Plútons”, Verið er að undirbúa útgáfu hennar erlendis. Þetta verk visindamannsins er sérstæður skerfur til samstarfs jarðeðlisfræðinga viða um heim. — Elvirkni segir Markhinin, — kemur fyrir viðar i geimnum en á plánetu okkar. Áður en langt um liður verðum við margs visari um það, sem er að gerast á Venus og Mars. Horfur eru á að öra þróun geti orðið um að ræða i nýrri visindagrein — eldfjalla- rannsóknum úti i geimnum. Claas múgavélar AR4 5 hjóla lyftutengd. BSM6 6 hjóla dragtengd. • Raka mjög vel, og skilja eftir sig litla dreif. • Raka frá skurðbökkum og girðingum. • Afköst eru um 2—3 ha/klst. • Léttar og einfaldar í meðförum. • Vinnslubreidd BSM6 2.80 m, AR4 1.70—2.20 m. Tilbúnar til afgreiðslu strax. IIIIISUDURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SÍMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS Hraöi, þægindi Hinar vinsælu Friendship skrúfuþotur Flugfélagsins sameina lands- byggðinameð tíðum ferðum, hraðaog þægindum. Áætlunarferðir bifreiða milli flestra flugvalla og nærliggjandi byggðar- laga eru í beinum tengslum við flugferðirnar. Njótið góðrar og skjótrar ferðar með Fiugfélaginu. SKRIFSTOFUR FLUGFÉLAGSINS OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT VEITA NÁNARI UPPLÝSINGAR OG FYRIRGREIÐSLU FLUCFÉLAC ÍSLAJVDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.