Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 40

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 40
J > ,—-S"?--------- g::ði fyrir góéun mut ^ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Miklar hafna- framkvæmdir — en dregizt hefur talsvert að hefja mörg verkanna vegna afgreiðsluvandræða á efni —hs—Rvík. — Ekki hefur verið unnt að hefjast handa við allar þær framkvæmdir, sem fyrir- hugaðar voru, og eru til þess ýmsar ástæður, sagði Aðalsteinn Júliusson, vita- og hafnamála- stjóri, í viðtali við blaðið. Má t.d. nefna það, að þó að efnispantanir hafi farið óvenjusnemma að þessu sinni, hcfur dregizt mjög að fá efnið og kemur mikið af þvi óvenju seint til landsins, en spenna er mikil á mörkuðum er- lendis og t.d. er mjög mikil eftir- spurn eftir stáli. Sending, sem átti að koma um mánaðarmótin aprfl- maf kemur t.d. ekki fyrr en f ágúst-september. Auk þcss var fjárveiting til framkvæmdanna f sumar miðuð við verðlag i fyrra, og veldur það því, að minnka verður framkvæmdir um allt að þvi einn þriðja hluta, sagði Aöal- steinn. Þrátt fyrir þetta, er viða verið að vinna að miklum endurbótum i höfnum landsins, Aðalsteinn sagði, að ekki væri beinn skortur á verkamönnum i þessa vinnu. Aðalsteinn taldi siðan upp það helzta.sem er að gerast i hafnar- framkvæmdum á landinu, Hann sagöi, að I næstu viku yrðu opnuð tilboð i höfnina i Þorlákshöfn og unnið er af fullum krafti að endurbótum hafnarinnar i Grindavik, sem lýkur væntanlega i haust. Það stendur til að gera aðstöðu fyrir Akranessfer juna i Reykjavikur- og Akranesshöfn, en ekki hafa enn verið teknar ákvarðanir um það hvernig þeim verður háttað og hver borgar brúsann. Reiknað er með að fara af stað með heilmikið stálþil i Ölafsvik þegar frá liður, og verið er að hefja hafnargerð i Karlsey við Reykhóla, en höfn þar er algjör forsenda þörungaverk- smiðjunnar, sem þar á að risa. Verið er að vinna að frágangi brimbrjóts i Súgandafirði og i Bolungavik. Ennfremur er verið að dæla og dýpka sundin i ísa- firði, og jafnframt er verið að dýpka við Hvammstanga. Bryggjuna á Blönduósi er verið að endurbæta og i undirbúningi er þil i Ólafsfirði. A Siglufirði fer fram botnrann- sókn, mikil i sniðum, i sambandi við væntanlega bryggjugerð og ennfremur er verið að gera heildarbotnsrannsókn við Oddeyrina á Akureyri með tilliti til hafnargerðar. A grundvelli þeirrar þekkingar, sem fæst við rannsóknirnar á Akureyri, verður tekin ákvörðun um hvað verður aðhafzt, en auk þess fer fram burðarþolsrannsókn á bryggjunni, sem þarna er fyrir. A Húsavfk er verið að byggja 80-90 metra langan hafnargarð, og er það verk komið i fullan gang, en siðan er unnið að lengingu garðs i Borgarfirði eystra. Verið er að steypa þekju á hafnarmannvirkin á Eskifirði, sem er nokkuð stórt svæði. Talað hefur verið um byggingu dráttar- brautar á Fáskrúðsfirði og á Stöðvarfirði og á Djúpavik er unnið að endurbótum og lag- færingum Á Höfn i Hornafirði er verið að gera mikið þil fyrir framan nýtt frystihús kaupfélagsins. Ekki hefur enn verið hafizt verulega handa i Vestmannaeyjum, en þar eru mörg verk, sem þarf að vinna og mætti til nefna skipalyftu og ýsmilegt annað varðandi þjónustu skipanna, en það er samdóma álit allra, að höfnin sjálf hafi lagazt mikið, vegna hraunsins sem rann þar. Þetta er það helzta i hafnar- framkvæmdum á landinu, en ýmis smærri verk hafa hér ekki verið talin upp. Eins og áður sagði, þefur dregizt talsvert að hefja mörg verkanna, vegna af- greiðsluvandræða. Hreinlátir Strandamenn — Helmingur af beztu grásleppu- hrognunum kemur úr Strandasýslu % —hs—Rvik. A s.l. ári reyndust 4 af hverjum 5 grásleppuhrogna- saltenduin á Gjögri í Stranda- sýslu verða meöal þeirra fram- leiðenda, sem ininnst gerlainni- hald reyndist i hrognum hjá, segir f fréttabréfi Fiskmats rikis- ins um framleiðendur heil- næmustu grásleppuhrognanna samkvæmt geríarannsóknum. Skýrslan er samin af Jóni Þ. Ólafssyni, skrifstofustjóra. Þar segir auk heldur, að enn- fremur hafi komið 6 sýni úr næsta nágrenni Gjögurs, sem hafi verið svipuð að gæðum. Sé það þvi rannsóknarefni út af fyrir sig þegar 50% af beztu fram- leiðslunni samkvæmt rannsökuðum sýnum skuli koma af takmörkuðu svæði, t skýrslunni segir ennfremur, aö fyrsta árið.sem þessi fram- leiðsla hafi verið undir opinberu eftirliti þ.e. 1971 hafi aðeins 3 sýni reynzt innihalda innan við 4000 gerla pr. 1 gr. Arið þar á eftir þ.e. 1972 voru sýnin 6 og á s.l. ári voru þau 24. Sést hér greinilega að miklar framfarir hafa átt sér stað i þess- ari tegund fiskverkunar og eiga þeir Strandsýslingar hrós skilið fyrir mjög góðan árangur, Betur væri, ef allir fiskverkendur skildu nauðsyn hreinlætis i matvæla- iðnaði eins vel og þessir virðast gera, þvi tæplega er hér um tilviljun að ræða. Hér liggur útselur á steini og kjáir framan i kunningja sinn, sem mókir i vatnsborðinu. Timamynd: Gunnar Selveiðin gengur vel og verðið er hátt — AAeira má veiða án þess að stofninum sé hætt — Náið samband á milli selaf jölda og tíðni orms í fiski -hs-Rvik. — Selveiðarnar eru sums staðar yfirstaðnar, en ennþá hefur iitið borizt til okkar af skinnum. Við gerum þó ráð fyrir að fá milli 5-6 þúsund skinn, sagði Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri búvörudeild- ar SÍS þegar Timinn spurði hann hvernig selveiðarnar hefðu geng- ið, en búvörudeildin kaupir skinn- in af veiðimönnum og kemur þeim á markað erlendis. Þar eru þau mest megnis notuð i dýran tizkufalnað. Agnar sagði, að gott útlit verði með verðið erlendis og myndu þeir hjá Sambandinu greiða a.m.k. 5000 krónur fyrir 1. flokks skinn, jafnvel meira. Hann sagði ennfremur að eftir svo sem mán- uð færu skinnin að berast frá veiðimönnum, en talsverður timi fer i það hjá þeim að fituhreinsa og þurrka skinnin, og hefur veðráttan talsverð áhrif á hvern- ig það verk gengur. Agnar sagði, að það færi mjög eftir verði á skinnunum svo og veðráttu, hveru mikið væri veitt, en yfirleitt væri erfitt að fá mann- skap til að stunda þessar veiðar. Selurinn mun nær eingöngu skot- inn, en áður fyrr var hann veidd- ur i net, lagnet og svokallaða hleypinót. Er samband var haft við Jón Sturluson, bónda á Fljótshólum, sagði hann, að veiðin væri búin hjá þeim, við Þjórsárósa og upp með Þjórsá. Sagði hann, að ver- tíðin hefði gengið svo, og selur verið með meira móti. Þess má svo geta hér, ef ein- hverjum skyldi finnast það Framhald á 34. siðu. ' r“ Landselskópurinn er óneitanlega snotur skepna, en hann gefur af sér verðmætt skinn og þess geldur liann með lifi sinu, ef mennirnir komast I færi viö hann. Auk þess er talið, að selirnir hýsi hringorm þann, sem gerir fiskverkendum lifiö leitt. Timamynd: Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.