Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 14. júll 1974. Frank Usher A TÆPU VAÐI v___________________________________________________; — Ef ég þá fæ þá. Hvers vegna erum viö eiginlega aö tala um þetta? Ég hef haft ofan af fyrir okkur báöum hér í Kaltenburg, og við gerum þaö eitt,er ég ákveð. Þú hef ur ekkert um það að segja. Þú gerir aðeins það sem ég segi þér að gera, þinn stóri auli. Óskar horfði á hana vonaraugum. — Ég var aðeins að hugsa um þig — um hættuna. — Þetta er ekkert hættulegt. Þú hefur ekkert að óttast. — En hvað um Stanislov? Hvað vill hann hafa í staðinn fyrir þetta ef hann vill ekki fá þig? — Hann vill áreiðanlega fá mig. En ég kýs hann fremur en að vera tekin af heilum hóp Araba í Marokko. Þetta er aðeins spurning um að velja það skárra af fvennu illu. Þar að auki er Nickolai geðslegur maður. Þér mun geðjast að honum þegar frá líður. — Það eina sem hann óskar sér ert þú, og það færir mér löngun til að brjóta á honum hausinn. Óskar kreppti hinn feikilega hnefa meðan hún sveif um herbergið og tók saman dót sitt til að setja það ofan í tösku. Allt í einu stóð hún við stól Óskars og beygði sig yfir hann. Hún kyssti hann á munninn ofsalega freistandi. — Þarna missýnist þér, sagði hún. — Hann er að sækjast eftir því sem er langtum þýðingarmeira fyrir hann en ég er. Það er því ekki bráðnauðsynlegt fyrir þig að æsa þig svona upp, bjáninn þinn. Gerðu eins og ég segi þér og haltu svo kjafti. Ég er viss um að við græðum á þessu, Óskar. Ég hef aldrei svikið þig f ram að þessu, eða hef ég gert það? Óskar tók hana i fangið og kyssti hana vítt og breitt. Hún hló og stimpaðist á móti. — Hættu þessu Óskar! Slepptu mér! — Hún var alveg varnarlaus í þessum sterku örmum, en að ven ju var hún herra yf ir kringumstæðunum. Óskar lét hana algjörlega ráða yfir sér, og það var ekkert sem hann vildi eða gat við því gert. — Þér líkar vel við þennan Rússa, ekki satt? sagði hann. Hún drap fingri á nefið á honum. — Vertu ekki að neinni vitleysu. — Gott og vel, það verður bezt fyrir hann að passa sig. — Passaðu sjálfan þig Óskar. Hegðaðu þér sæmilega. Ég vil ekki komast í nein vandræði með þig. Hún sló hann á kinnina, sem ekki var eingöngu vinarhót. — Slepptu mér. Hann hlýddi. Hún hélt áfram að búa ofan í töskurnar. — Hvaðsagðirðu að hann héti — Stanislov? — Vertu ekkert að hugsa um hann, Óskar, ekki einu sinni nafnið. Hann sagði að við skyldum gleyma sér og ekk- ert aðtala um hann þangað til að við hittumst á umtöluð- um stað. — Hver er sá umtalaði staður? — Vertu ekki að brjóta þinn meistara-heila um það. Ég hef gengið frá því öllu við hann. — Hann ræksti sig. — Mér líkar þetta ekki — alls ekki. En haf irðu ákveðið þig, fæ ég ekkert við því gert. En gaman hef ði ég af að f á að vita hvað þessi rússneski náungi er að vil ja. Á þessu augnabliki gekk Nickolai Stanislov um borð í hraðlestina til Varsjár á Kaltenburg stöðinni. Gabels- berger fylgdi honum að lestinni sem umboðsmaður yf ir- valdanna í Kaltenburg. — Ég fæ leiðinlegan dag í Varsjá við hliðina á Konsfanz Rusineck. Þekkir þú hann? — Ég hef einu sinni séð hann, svaraði Gabelsberger. Hann er yfirmaðurinn á skrifstofu bæjarfélagsins, ekki satt? — Það er rétt. Gabelsberger sendi Stanislov undirförult augnatillit. — Kvaddirðu þína ensku vinkonu? Stanislov brosti. — Já, nú skil ég hana eftir í þínum höndum. — Hún fer til Vestur-Þýzkalands á morgun. Hún var uppi á skrifstofunni minni núna síðdegis. Þú varst heppinn, félagi, aðfá svona indæli upp í rúmiðtil þín. — Svona svona, félagi Gabelsberger. Hver hefur sagt þér aðég haf i haft hana í rúminu hjá mér? — Gott og vel, þú gerðir henni greiða. Og ég þekki vel það orð sem fer af þér sem kvennamanni, félagi. Hann brosti elskulega til mín í dag, en ég ætla ekki að taka upp samkeppni við háttvirtan félaga frá sjálfri Moskvu. Stanislov sló yfirlætislega út hendinni. — Það mundi nú ekki gera svo mikið. Gafstu henni það sem hún bað um? Gabelsburger hló kuldalegum hlátri. — Nei, ég helt að þú mundir gera það. En ég gaf henni úfflytjandaleyfið og útflutningsleyfi fyrir bílnum. — Það mun hafa glatt hana. Nú flautaði eimlestin og Stanislov rétti Gabelsberger höndina- — Hafðu það nú reglulega gott, vinur minn. — Vertu sæll, félagi Stanislov. Góða ferð. Gleymdu ekki Kaltenburg þegar þú kemur aftur til Kreml. Stanislov gekk inn í lestina þegar hún for að hreyfa sig, og fann vel hvað það var sem hann meinti: Gieymdu ekki Gabelsberger. En eitt var víst: Gabelsberger mundi seint gleyma dvöl Stanislovs í Kaltenburg. Brjóttu styttuna i' tvennt. helmingana i sinn hvorn.^^ I l\. Nei! ribbaidinní "HHZttTmirÉt* ( Jaki... hér er dýrgripur! ... j En ... bara of stór til að komast !|N—f inn i bilinn!-------y' j Allt Farðu úr vegi min- um, þú gamla fifl ...eða ég skýt þig!: lagi Cole nei þinn. brjálæðing’ur! i _____________ lllHii 1 1 SUNNUDAGUR 14. júli 8.00 Morgunandakt. Séra 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.25 Mér datt það 1 hug. Séra Bolli Gústafsson rabbar við hlustendur. 13.45 tslenzk einsöngslög. Guðrún A. Simonar syngur, Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 14.00 A listabrautinni. Jón B. Gunnlaugsson kynnir. 15.00 Miðdcgistónleikar: Frá listahátlð í Björgvin 1974 16.00 Tiu á toppnum. örn Pet- ersen sér um dægurlaga- þátt. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Barnatimi: Eirikur Stefánsson stjórnar.a. Sá er nú meira en trúr og tryggur. Sagan „Offi” eftir Sigurð Heiðdal flutt nokkuð stytt, Þorkell Björnsson frá Hnefilsdal segir frá vitrum hundi og frásögn er af hundi, sem gat talað, reikn- að o.fl. b. Útvarpssaga barnanna: „Strokudreng- irnir” eftir Bernhard Stokke Sigurður Gunnarsson les þýðingu sina (2). 18.00 Stundarkorn með franska pianóleikaranum Alfred Cortot. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00. Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Eftir fréttir. Jökull Jakobsson við hljóðnemann I þrjátiu mínútur. 19.55 Frönsk tónlist. a. 20.30 Frá þjóðhátið Arnesinga. Lúðrasveit Selfoss leikur undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar, Kristinn Kristmundsson skólameist- ari flytur hátfðarræðu. Jón Sigurbjörnsson leikari les íslandsljóð eftir Gunnar Benediktsson og Hátiðarkór Árnesinga syngur undir stjórn Sigurðar Agústssonar I Birtingarholti við undirleik Einars Mrkússonar, Stefán Magnússon kennari flytur ávarp, Þóra Grétarsdóttir flytur. Avarp Fjallkonunnar eftir Jóhannes úr Kötlum, Rósa B. Blöndals flytur Óð íslands og Matthias Johannessen ritstjóri flytur þjóðhátiðarræðu. — Að lok- um syngur Karlakór Selfoss undir stjórn Asgeirs Sigurðssonar við undirleik Jóhönnu Guðmundsdóttur og Björgvins Valdimarsson- ar. — Hafsteinn Þorvalds- son kynnir dagskráratriðin. Dagskráin var hljóðrituð á Selfossi 16. og 17. f.h. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög — Guðrún Iilif Pálsdóttir velur. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 15. júli 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15, (og for- ustugreinar landsm.bl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.55. Séra Björn Jónsson flytur. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Asdis Skúla- dóttir les framhald sögunn- ar „Lauga og ég sjálfur” eftir Stefán Jónsson (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Suisse Romande hljómsveitin leikur Sinfóniu nr. 4 I a-moll op. 63 eftir Sibelius/Izumi Tateno og Fllharmonfuhljómsveitin i Helsinki leika Pianókonsert nr. 2 op. 33 „Fijótið” eftir Palmgren. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og Veðurfregnir. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: Crr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.