Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 39

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 39
Sunnudagur 14. júll 1974. TÍMINN 39 í 'l Framhaldssaga !| FYRIR' Jbörn Anna Erslev: FANGI KONUNGSINS. (Saga frá dögum Loð- viks XI. Frakkakon- ungs). Sigriður Ingimarsdóttir þýddi. úr sér og neri stirurnar úr augunum. Þá mundi hann, hvar hann var og hvaða dagur var i vænd- um.,, Á f ætur þ vi I flýti”, sönglaði hann og svipað- ist um eftir Berthold. „Berthold! ” kallaði hann, þvi að rúm ferða- félagans var autt! Georg leit forviða i kringum sig! Nei, það sást ekki nokkur lifandi maður þar nærri. Nú gramdist Georg, þótt góðlyndur væri. Var þaðekkilika von! Skárri var það nú ókurteisin að laumast svona i burtu og láta hann ekkert vita. „Og svo þykist hann vera prins! Ja, svei! Mér er nær að halda, að hann sé ekki með öllum mjalla.” Með þessum orðum afsakaði Georg vanþakklæti Bertholds, þvi að varla var hægt að krefjast kurteisi af rugl- uðum manni. Drengurinn lagði þvi af stað einn sins liðs og kom eftir tveggja stunda gang til Dijon. Hann spurði til vegar og fann brátt klaustrið, þar sem bróðir húsbónda hans bjó. Hann barði að dyr- um og bað um áheyrn hjá ábótanum. Munkur- inn, er lauk upp fyrir honum, horfði góðlát- lega i hreinskilnisleg augu hans og svaraði: „Eruð þér með áriðandi skilaboð til ábótans? Hann er nefnilega önn- um kafinn nú sem stend- ur. Get ég skilað nokkru til hans?” „Nei, ég verð að fá að tala við föður Vilhjálm i einrúmi. Ég er með skilaboð til hans frá Reykholtshátfðin fór hið bezta fram J.E.-Borgarnesi — Þjóðhátlö Borgfirðinga fór fram I Reykholti laugardaginn 6. júll s.l. I björtu og góðu veðri. Dagskrá þjóðhátiðar- innar var mjög fjölbreytt og til hennar vandað I alla staði. Asgeir Pétursson, sýslumaður setti há- tiðina. Þá flutti Böðvar Guð- mundsson kvæði föður sins: 1974, Jón Helgason, rithöfundur, flutti hátíðarræðu og slðan var sam- felld hátiðardagskrá fram eftir degi. Ennfremur var opnuð sýn- ing á hátiðinni á ritverkum Snorra Sturlusonar. Geta má þess, að málverkið sem afhent var Listasafni Borgarfjarðar er málað af Jó- hannesi Kjarval árið 1938 og er frá Þingvöllum. Málverkið var nýlega keypt af nokkrum stofnun- um I Borgarfirði, en hafði verið úti I Noregi i fjöldamörg ár og er i mjögfögrum ramma, sem gerður er af norskum Utskurðar- meistara. Að afloknum flutningi hátiðar- ljóðs Guðmundsar Böðvarssonar tók til mals frú Þórunn Eiriks- sóttir á Kaðalstöðum, formaður Sambands borgfirzkra kvenna, og tilkynnti að ákveðið hefði verið að varðveita hús og innbú Guð- mundar Böðvarssonar, skálds á Kirkjubóli, og stæðu að þvi áformi börn skáldsins, ásamt Sambandi borgfirzkra kvenna, Ungmennasambandi Borgar- fjarðar, Búnaðarsambandi Borgarfjarðar og Rithöfunda- sambandi Islands. Þjóðhátlðarnefnd Boragar- fjarðar hefur gefið út hátlðarljóö Guðmundar Böðvarssonar I veg- legum búningi, myndskreytt af Einari Hákonarsyni, og var það selt I Reykholti og mun verða selt áfram svo sem upplag leyfir, en það er takmarkað. Einnig lét nefndin gera barmmerki, fána og veifur með héraðsmerki Borgar- fjaröar. Hátlðin I Reykholti var vel sótt og fór hið bezta fram. Var það al- mennt mál hátlðargesta að til dagSkrár hefði verið vel vandað og þetta hafi verið sannur hátlðis- dagur með menningarbrag. Að hátlðinni stóðu þjóðhátiðarnefnd Borgarfjarðar og þjóðhátíöar- nefnd Akraness. I þeirri fyrr- nefndu eru: Asgeir Pétursson, Friðjón Sveinbjarnarson og Sigurður R. Guðmundsson, en I hinni slðarnefndu eru: Þorvaldur Þorvaldsson, Þorgils Stefánsson, Bjarnfriður Leósdóttir, Haraldur Sturlaugsson og Magnús Odds- son. I í Reykholti var haldin sameiginleg hátlð fyrir Borgarfjarðarsýsiti og þar var afhent málverk eftir Kjarval, gjöf ýmissa félagasamtaka I Borgarfirði. Mun þaö veröa varðveitt á Listasafni Borgfirðinga. MikiII mannfjöldi var saman kominn I Reykholti og hlýddu á margþætta dagskrá, sem þótti hin vandaö- asta. Myndir: Asgrlmur Guðmundsson. Súluhlaup í vændum? —hs—Rvlk — Þegar starfsmenn Vegagerðarinnar flugu yfir Grænalón á dögunum kom i ljós, að vatnsborðið var jafnvel Ivið hærra heldur en þegar hlaup kom I Súlu, I byrjun ágúst I fyrra. Slðan hefur komið úr lóninu smá skvetta, nánar tiltekið á miðviku- dagskvöld, en það hefur enn- fremur gerzt einu sinni fyrr i sumar. — Vatnsstaðan er nú orðin það há I Grænalóni, að ekki kæmi á óvart, þó að hlaup kæmi I Súlu hvað úr hverju, sagði Helgi Hall- grlmsson, verkfræðingur hjá Vegageröinni I viötali við Tlmann I gær. — Þó gæti farið svo, að vatnið minnkaði I smá skömmtum, eins og gerzt hefur áður, en þó aö hlaup verði, þ.e. vatnsborðshækkun 15-20 metrar. þá er tæplega hægt að tala um hlaup I þess orðs fyllztu merkingu þvl vatnið nær ekki hámarki á ör- skömmum tlma, heldur er á þvl verulegur fyrirvari, einn til tveir sólarhringar. A.mk. hefur raunin verið þessi undanfarin ár, þótt sagnir séu til af stórhlaupum fyrir okkar daga sagði Helgi Hann sagöi ennfremur, að þótt vegasambánd rofnaði, þá stæði MEIRI VANDI ER AÐ GÆTA ^SAMVINNUBANKINN það Hklega mjög stutt yfir, um eða innan við sólarhring. Engu vildi hann spá um það, hvernig næsta hlaup yrði, ef það yrði þá hlaup, en vatnshæðin I Grænalóni benti til þess, að það þyrfti að fara að létta á sér. Hringið • og við sendum blnðið um ieið C r Frá skrifstofu ^ Framsóknarflokksins Flokksskrifstofan er flutt að Rauðarárstig 18. ^___________Skrifstofa Framsóknarflokksins. ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.