Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 29

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 29
Sunnudagur 14. júli 1974. TÍMINN 29 f £4&jW $<+úiW4V^ -i 4>«<>-tW// ‘ C3 ■it'lf INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 TÆKI handhæg og ódýr SUÐUVIR 2,5 og 3,25 mm RAFSUÐUKAPALL nýkominn 16, 25, 35, 50 sq-mm ARMULA 7 - SIMI 84450 ta skjaliö, sem afhent veröur, er konungleg jaröabók frá 1597, en þar eru skráöar eignir konungs og jur á íslandi fyrir 400 árum. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMl 26844 Örlög, kvartanir og bænaskrór Norðmenn gefa okkur gömul skjöl Tilboð óskast i eftirtaldar framkvæmdir viö bænda- skóiann á Hvanneyri, Borgarfiröi 1) Loftræstikerfi 2) Hurðasmiöi Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 2.000.- kr. skilatryggingu Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 26. júli 1974 Tilboð i loftræstikerfi verða opnuð kl. 11:00 f .h. en tilboð i hurðasmiði verða opnuð kl. 11:30 f.h. **íís'°- T«t# bók frá 1597 með upplýsingum um eignir konungs á eynni og tekjur hans af þeim. öll skjölin eru skráð á pappir gerðan úr taui. — Pappir frá gömlum tima varðveitist ágæta vel. Sömu sögu er að segja um blekið. Bók- stafirnir á þessum skjölum eru eins greinilegir og þeir hefðu ver- ið ritaðir i fyrra, segir Hamre. Þverskuröur af hversdagslífi Skjölin eru þverskurður dag- legs lifs á Islandi á einveldis- timianum. Mannleg örlög, kvartanir og bænaskrár. Einnig er að finna yfirlit yfir styrjaldar- hjálp frá tslandi 1681, og konungsákvarðanir. frá 18. öld, skýrslu frá æðsta fulltrúa kon- ungs á Islandi um ástandið i landinu, umsóknir sýslumanna um að fá fleiri löggæzlumenn, og hátiðlega kaupmála hjóna. Svo eru kvartanir frá prestum, sem vilja fá betri brauð. — Við upphaf einveldis 1660 leysti amtmaður lénsherra af hólmisem æðsti fulltrúi konungs. öfugt við lénsherra réði amt- maður ekki yfir neinu vopnuðu liði. Fyrir 1660 fengu aðalsmenn slikar stöður. En eftir 1660 eru menn meira upp á konungs náð komnir og verða fremur em- bættismenn, segir Hamre og sýn- ir skýrslu amtmanna á íslandi i skjalabunkanum. Ein þeirra hef- ur að geyma kvörtun um einn lög- mannanna á tslandi. A skjalið er ritað að konungurinn óski itar- — Ég er vesæll gamall maður viðurkenndi fyrir Guði og Hans konunglegu hátign að fyrir átta árum drýgði ég hór í þriðja sinn. — Þannig skrifar gam- a 11 íslenzkur bóndi í náðunarbeiðni til konungs Danmerkur, Islands og Noregs í hinni fjarlægu Kaupmannahöfn á 18. öld. Náðunarumsókn þessi hefur nú ásamt fjölmörg- um öðrum gömlum og gulnuðum skjölum verið dregin fram úr rykugum og gleymdum hillum á Þjóðskjalasafninu í Osló. Noregsstjórn hefur ákveðið að afhenda þau okkur íslendingum, og telur þau réttilega eiga heima hér á landi. Eftir- farandi grein um af- hendinguna birtist fyrir skömmu í norsku dagblaði. Það var á árunum 1820-22 að Norðmenn fengu mikið af göml- um skjölum frá Danmörku. Arið 1814 skildust Norðmenn frá danska einveldinu og eignuðust i staðinn konung i félagi yið Svia. Um margar aldir hafði Noregi verið stjórnað frá Kaupmanna- höfn. Skjölin, sem afhent voru, tilheyrðu þessu tímabili og fjöll- uðu um sérnorsk málefni. Mikill fjöldi böggla voru sendir milli landanna, auk bóka með afritum af bréfum, sem konungsstjórnin hafði sent út. Bréfin sjálf eru enn eign Dana. Meðal þessara skjala voru einnig íslenzk skjöl, sem lentu með i hálfgerðu ógáti. tslandi var stjórnað frá Kaupmannahöfn sem dönsku skattlandi alveg eins og Noregi allt til 1814. Eftir það var tsland enn eign Dana, en Noregur var fenginn Svium i hendur i friðarsamningunum i kjölfar lokaósigurs Napóleons. A þessari öld hafa islenzku skjölin verið tekin út úr skjalasafninu þegar farið var i gegnum það af ýmsum ástæðum. tslenzku skjölin rúmast i fjórum bögglum, sem fara eiga til islenzkra stofnana. — Þau skjöl, sem nú verða af- hent snerta innanlandsmál á ts- landi frá lokum 16. aldar til byrjunar þeirrar nitjándu. Flest skjölin eru frá 1660—1814, segir prófessor Lars Hamre skjala- vörður. Elzta skjalið er frá 1597 — Afhending þessa mikla skjala safns frá Kaupmannahöfn 1820—22 er tengd uppgjörinu við Dani 1819. Fleiri skjöl voru afhent 1851 en islenzku gögnin komu með fyrri sendingunni. Megnið af skjölunum er skrifað i danska kanselliinu og svonefndu Rentu- kammeri. Kanselliið var stjórnarskrifstofa konungs. Á einveldistimanum frá 1660 svaraði það að meira eða minna leyti til kirkjumála og dómsmála- ráðuneytis. Rentukammerið var nokkurn veginn samsvarandi fjármála-, atvinnumála-, útvegs- málaráðuneytum o.sv.frv. Undir það heyrðu öll hagnýt málefni, segir Hamre prófessor. Elzta skjalið,. sem tslendingar fá nú afhent, er konungleg jarða- Óhugsandi er að meta opinber skjöl til fjár. Þau eru aldrei til sötu, heldur ómissandi þjóðareign, segir Lars Homre prófessor, sem starfar við Rikisskjalasafnið I Osló. Fyrir framan hann á myndinni er hluti skjalanna, sem við eigum nú að fá aftur. legra upplýsinga og umsagnar um málið. Undirskriftin er D. Vibe. Arið 1721. Þessi sami Vibe varð skömmu siðar landstjóri i Noregi. — Hve mikils virði eru þessi skjöl, prófessor Hamre? — Skjöl er ekki hægt að meta i krónum og aurum. Slikt selja menn ekki. Þau eru opinber eign, og megingrundvöllur söguritunar og einnig þjóðareign — alveg ómissandi gripur. Lauslega þýtt SJ. c ili ElOf\ Tilboö óskast I framkvæmdir við byggingu heilsugæzlu- stöðvar á Höfn i Hornafirði. Innifalið i útboði er aö skila byggingunni fokheldri auk múrhúðunar að utan. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama staö fimmtudaginn 8. ágúst kl. 11.00 f.h.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.