Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 28

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 28
Sunshine ný hljómsveit með frumsamda músík: „Það er ekkert líf án sólskins" Vinsældalistar ýmissa landa Bandariska músikblaOiA Bill- board birtir reglulega vinsælda - lista ýmissa landa, og það getur verið forvitnilegt að kynna sér þessa lista, en blaðið, sem vitnað er i i þessari grein, kom út 6. júli sl. Vinsælasta lagið i Bretlandi er She með Charles Aznavour. 1 öðru sæti er Always yours flutt af Garry Glitter. Þriðja vinsælasta lagið i Bretlandi er The Streak flutt af Ray Stevens. Þetta sama lag er reyndar vin- sælasta lagið i Nýja Sjálandi, no. 4 þar i landi er Billy don’t be a hero. Lagið i fimmta sæti er hið góðkunna, Seasons in the sun, en það er númer tvö i Vestur-Þýzka- landi, og þegar litið er á vin- sældarlistann i Suður-Afriku kemur i ljós, að það er i sama sæti þar i landi og sömuleiðis i Dan- mörku. Hins vegar er það i fimmta sæti i Nýja Sjálandi no. 8 i Brasiliu, og Seasons in the sun er sjötta vinsælasta lagið i Frakk- landi. Úr þvi að við erum farin að tala um Frakkland er ekki úr vegi að glugga ögn nána'r i vinsælda - listann þar i landi. Á toppnum hjá Fransmönnum er hið eina og sanna Waterloo flutt af sænsku hljómsveitinni Abba, i öðru sæti er Je veux etre un homme, flutt af Romeo, — en Júliu er ekki getið. Þá skulum við kanna vinsældir Waterloo nánar, og ef við förum frá Frakklandi til Danmerk- ur þá munum við að öllum likindum heyra Waterloo, en Danir skipa þvi i niunda sæti. Þeir, sem fara til Spánar um þessar mundir, munu að öllum likindum heyra þar jafnvel oftar umrætt lag en hér heima, þvi að samkvæmt heimildum Billboard er það þriðja vinsælasta lagið þar i landi um þessar mundir. Water- loo er einnig vinsælt i Vestur- Þýzkalandi, en þar er það reynd- ar i efsta sætinu. Sviar skipa þessu lagi hins vegar i annað sætið, en þá er átt við LP. plötuna með „Abba”. Vinsælasta lagið i Suður-Afriku er sungið af Andy Williams og nefnist Solitaire. Þegar litið er yfir listann yfir tuttugu vin- sælustu lögin i Japan botnar maður satt að segja hvorki upp né niður i neinu, þvi öll eru þau japönsk, — allavega með japönskum nöfnum. Til gamans má geta þess að vinsælasta lagið þar i landi ber heitið, Hageshii koi og er flutt af Hideki Saijo. Vinsælasta lagið i Belgiu nefn- ist Sugar baby love með The Rubettes, og i efsta sæti i Brasiliu er I am falling in love with you. Að lokum er hér listinn yfir fjögur vinsælustu lögin i Banda- rikjunum. 1. Rock the boat — The Hues corparation. 2. Sundown — Gordon lightfoot. 3. Billy don’t be a hero — Bo Donaldson and Heywoods. 4. Rock your baby — Georg McCrae. Þegar litið er á listann yfir vin- sælustu LP. plöturnar i Banda- rikjunum kemur i ljós, að Band on the run með Paul MacCartney og Wings er i efsta sætinu Ný hljómsveit, sem ber heitið Sunshine, er að koma fram i sviðsljósið þessa dagana. Sl. föstudag spiluðu þeir i Tónabæ og i gærkveldi léku þeir fyrir dansi að Brautartungu i Borgarfirði. Tiðindamaður þáttarins leit inn á æfingu hjá þeim sl. miðvikudag og spjallaði stuttlega við þá. En áður en kemur að spjallinu skul- um við kynna meðlimi hljóm- sveitarinnar, en það eru þeir Hannes Jón, sem áöur var i Brim- kló, Herbert Guðmundsson, en hann söng siöast með Ástar- kveðju og þar áður með Tilveru. Agúst Birgisson og Ólafur Kol- beins, en þeir voru áður i Stein- blómi og loks Thomas Lands- down, en hann var siðast einn af meðlimum i Roof Tops. — Hver er ástæðan fyrir nafn- giftinni Sunshine. — Þetta hljómar prýðilega og eins og allir vita er ekkert lif án sólskins. Þó að við notum enska orðið ber ekki að skilja það svo að við séum meö nokkrar hugmynd- irfyrirfram varðandi hugsanlega frama hljómsveitarinnar erlend- is, hins vegar, ef eitthvað gerist i þeim efnum, þá er það auðvitað ánægjulegt, en sem sagt, við göngum ekki með neina heims- frægð i maganum. En við viljum leggja áherzlu á það, að við stefn- um að þvi að láta hljómsveitina lifa lengur en niu mánuði. — Hvernig músik verðið þið með á ykkar dansleikja-pró- grammi. — Það sem við flytjum verður að mestu leyti frumsamið, þetta er létt rokkmúsik, sem er fyrst og fremst samin og flutt með það i huga að fá fólk til að dansa eftir henni. Að öðru leyti viljum við ekki skýra þetta nánar, fólk verður bara einfaldlega að komast að raun um það sjálft, með þvi að koma og hlusta á okkur. Þá barst talið að þvi hvað Sunshine ætlaði að gera á veturr.a, og piltarnir svöruðu þvi til, að þá ætlaði Sunshine að veita birtu og yl. — En væruð þið ekki tilkippi- legir til að leika fyrir skrúðgöngu þegar sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátiðlegur næst. — Ef það verður rigning, þá er hljómsveitin Sunshine reiðubúin til að taka þátt i slikri skrúð- göngu. Þá var farið að ræða um poppið hér heima, og piltarnir kváðust ánægöir með þróunina, það væri greinilega á uppleið. — Að lokum beindum við þeirri spurningu til Hannesar Jóns hver væri hans skýring á brottför hans úr Brimkló. — Ástæðan er sú, að Brimkló var orðin stöðnuð hljómsveit, og þar var rikjandi leiði og stefnu- leysi. Eins og komið hefur fram ætla piltarnir i Sunshine að vera mest með frumsamda músik og þess vegna er ekki fjarri lagi að álita, að ef allt gangi að óskum þá komi að þvi að þeir spili inn á hljóm- plötu. Piltarnir vildu ekkert láta hafa eftir sér um þetta, en gátu þess þó að nægilegt efni væri fyrir hendi. Tónlistin er útsett af þeim i sameiningu, en sú frumsamda er eftir þá Thomas og Herbert.... Það verður forvitnilegt að fylgjast með Sunshine i framtíð- inni og það er ekki óviðeigandi að velta þvi fyrir sér hvort þeim tekst að veita birtu og yl inn i is- lenzka poppheiminn. —B.V. „Gamli Nói”, nýtt popp- blað í undirbúningi — Nýr SAMLJEL að koma út Nýtt tölublað af tímaritinu SAMÚEL er að koma út um þess- ar mundir. En útgáfan Sam SF., er gefur þetta blað út, hefur nú I hyggju að fæða af sér nýtt mánaðarbiað, sem eingöngu verður helgað poppinu, og mun það bera heitið GAMLI NÓI, og kemur það út á þessu ári. Meðal efnis i Samúel er viðtal við Hljóma. Þá er rætt við þann, sem stendur að útgáfu plötunnar með Abót, en i þeirri hljómsveit eru þeir félagar Magnús og Johann. Þá eru greinar um báta, bíla og flug, en þar á meðal er viðtal við þann, sem á dýrustu einka- snekkju hér á landi. Þórarinn J. Magnússon, ritst. Samúels, gat þess, að það væri misskilningur, að Samúel væri eingöngu popp-blað: auðvitað reynum við alltaf að hafa efni af þvi tagi með, en það er meiningin með skrifum okkar að ná til sem stærsta lesendahóps, og auðvitað miðum við efnisvalið við það. Þetta virðist vera vinsælt, sagði ÞJM enda hefðu bæði „gamlingj- ar” og skólastúlkur verið meðal þeirra, sem hringt hefðu til þeirra til að gerast áskrifendur. Þórarinn kvað það rétt vera, að Samúel hefði ekki verið spáð langlifi, en kvað þessar hrakspár hafa fallið um sjálfar sig. Eins og er kemur Samúel út á tveggja mánaða fresti, en stefnt er að þvi að gera Samúel að mánaðarriti, sagði Þ.J.M. að lok- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.