Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 15
Sunnudagur 14. júll 1974. TÍMINN 15 Minnisvarðinn um Maginot hernaðarmálaráðherra, sem tók þátt I striðinu við Verdun. Minnisvaröinn er náiægt heiðurskirkjugaröinum Bandamanna i Frakklandi neyddi þá til aö flýja yfir. Þeir geröu hvaö sem þeir gátu til að sprengja mannvirkin, áður en þeir fóru, en það sá varla högg á vatni. Það er samt ekki allskostar rétt, að þýzkir hermenn hafi verið þeir fyrstu að ráðast inn i varnar- mannvirki Maginotlinunnar, eftir að franskir hermenn yfirgáfu þau. Þvi það gerðu nefnilega nokkrir strákar frá Luxembourg með 15 ára strák, Roger Quintus i broddi fylkingar. Þeir áttu heima i landamærabænum Mondorfles- Bains. Hann er nú fjármála- fulltrúi i Luxembourg. Hann hefur ennþá heimili sitt i Mon- dorf-les-Bains. Roger segir um það, sem gerðist vorið 1940: — Það voru um 20 hús i þorpinu á þeim árum. Af þeim voru a.m.k. 50 skotin i rústir i stórskotaliðs- árás. Eftir að á þessu hafði gengið i þrjá daga, fengu ibúar þorpsins leyfi til að flýja til Frakklands. Tveimur mánuðum siðar var striðið á enda og við gátum snúið aftur til heimkynnis okkar. — Hverjir voru þá i varnarbyggingum við Maginot- linuna? — Enginn. Frönsku herirnir höfðu dregið sig þaðan og Þjóðverjarnir veigruðu sér við að taka þau. En við þorðum það, strákarnir i þorpinu. Það var ekki svo litið, sem við fundum þarna inni. Frá þeim hluta, sem við fórum inn i, lá 25 km. löng neðan- jarðarjárnbraut til annarra mannvirkja meðfram linunni. Við fundum ails konar hergögn. Þegar ég hugsa til þess i dag, finnst mér ganga kraftaverli næst, að við drápumst ekki allir. Dýr gróðurhús Og nú er Maginotlina eins og sofandi dreki i ofurlitið mis- hæðóttu landslaginu á landa- mærum Þýzkalands og Frakk- lands. Maginotlinan átti að bjarga Frakklandi frá miklum hernaðarátökum. Hún átti að losa Frakkland við hina óbifanlegu stöðu, sem einkenndi vigstöðvarnar i fyrri heimsstyrj- öldinni. Maginotlinan var svo stór og krafðist svo mikils mannafla, að engir voru eftir til að skipa hreyfanlegar hersveitir. Her- mennirnir sátu öruggir i stein- Það er ótrúlegt að einhver hafi keypt loftvarnabyrgin til að nota sem sumarbústaði. Fáir þrifast á stað, þar sem dagsbirtan kemur aðeins gegnum fallbyssuopið Grasiö, sem sáð var, hylur ekki mishæðirnar I iandslaginu Heiðurskirkjugarðurinn I Verdun. Þar eru 15000 skjannahvitir krossar. Það var martröðin hér I fyrri heimstyrjöldinni, sem kom hernaðarmálaráðherranum André Maginot að byggja Maginotlínuna á iandamærunum við Þýzkaland. steypubáknum búnir vopnum, þegar óvinirnir fóru allt aðra leið. Það er sagt, að nokkrar franskar fjölskyldur hafi keypt sér loftvarnarbyrgi og látið inn- rétta þau sem sumarbústaði. Kannski er þetta rétt, en engin slik hús fundust samt, þrátt fyrir ianga gönguferð meðfram landa- mærunum. I rauninni er maður efins um, að nokkurn langi til að vera i slikum sumarbústað, þar sem dagsbirtan kemur aðeins i gengum þröngt op, þar sem fallbyssurnar stóðu áður. Aftur á móti þarf maður ekki að óttast, að rigni gegnum þakið! Eina notagildið, sem hægt hefur verið að finna við þessar steinsteypubyggingarnar, er ræktun ætisveppa. Niðri i þessum neðanjarðargöngum er hæfilega dimmt og rakt fyrir ætisveppina. En sé litið á heildarkostnaðinn við bygginguna, verður þetta æði dýrt gróðurhús. Nokkur loftvarnabyrgjanna hafa greinilega áður verið notuð sem aðalstöðvar drengjaklúbba i nágrenninu og elskendur hafa einnig leitað þar öruggs felu- staðar. Það drýpur niður úr þakinu og það bergmálar draugalega i hvelfingunum, þegar gengið er niður i göngin. Fyrir 35 árum var hér lýst upp með rafmagni, en nú er þarna niðamyrkur. Það er þvi engin skemmtiganga að fara um Maginotlinuna, þegar allt er svona dimmt og kalt. En þegar Maginotlina var og hét, voru þarna bókasöfn, sjúkrahús, o.s.frv. Franski herinn svaf Þyrnirósarsveíni þarna inni og franska þjóðin andaði rólega, þvi að hún trúði þvi, að Maginotlinan hlifði þeim til eilifðarnóns. Til eilifðarnóns? Þróunin leiddi brátt i ljós hernaðarþýðingu Maginot- linunnar. Gildi hennar sem varnarmannvirki varaði heldur ekki lengi. En Maginotlinan sem slik á áreiðanlega eftir að standa lengi enn. Hve mörg tonn af steinsteypu og járni hafa farið i þessar byggingar, er enginn leið að komast að. En hitt er vist, að ef einhver reyndi að má út bygging- arnar og öll merki um þær, væri það ennþá meira brjálæði, en það var að byggja Maginotlinuna á sinum tima. (Þýtt og endursagt — gbk)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.