Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 32

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 32
32- TÍMI'NN' rr Sunnudagur 14. júli 1974. BÖRN ELDFJALLA Eldf jallafræðingurinn Jevgeni Markhinin, 47 ára gamall doktor i jarð- fræði og starfsmaður náttúrurann- sóknarstofnunar Visindaakademiu Sovétrikjanna á Sakhalin, hefur i tvo áratugi rannsakað hið mikla eldfjalla- svæði á Kamtsjatka og Kúrileyjum. Á grundvelli þessara rannsókna hefur hann sett fram þá kenningu, að eldvirkni sé undirstaða að myndun jarðskorpunnar, vatns- og lofthjúps jarðar og sjálfs lifsins á jörðinni. í eftirfarandi grein segir blaða- maðurinn Sérgej Rjazantsev frá kynnum sinum af Jevgeni Markhinin. T.d. vélar, gírkassar, drif i Benz ’59-’64, Opel ’62-’66, Moskvitch ’59-’69, Vauxhall Viva, Vauxhall Victor, og flest annað i eldri teg. bila, t.d. hurðir og boddihlutir i miklu úrvali. Ýmislegt i jeppa. BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga. Ég kynntist Markhinin i júli 1973, er hann leyfði okkur, nokkrum blaðamönnum, að slást i för með sér til eldstöðvanna i Tjatja. Daginn áður, 14. júli, hafði þetta mikla eldfjall vaknað af dvala, sem það hafði legið i frá þeim tima, er Napóleon hélt með her sinn inn i Rússland, og tók nú að drynja og sáldra ösku yfir eyjarnar Kúnasir. Sikotan og allt til Hökkaido. Leiðangursmenn voru að koma sér og farangri sinum um borð i skip, ætluðu að brjótast gegnum gosmökkinn frá sjó og taka land við rætur eldfjalisins. Kona Markhinins, irina, var komin niður á hafnarbakka að kveðja mann sinn. Hún virtist hin rólegasta. Maður hennar hafði gert rannsóknir eldfjalla, þessara „eldstæða djöfulsins”, að ævi- starfi sinu, og þegar hann fer burt slikra erinda, er ekki annað fyrir hana að gera en biða eftir honum, án þess að vonast eftir bréfum eða skeytum. Engin pöstþjónusta er á þeim slóðum, þar sem Mark- hinin vinnur mikinn hluta ársins, og ekki væri til mikils að senda honum bréf með utanáskriftunum „eldfjallið Sivelúts — Kamt- stjatka” „gigurinn Teketomi — Alaid”, „Hátindur Tjatja — Kúnasir”. Við komum á áfangastað um nótt. Rauðir eldblossar lýstu upp kolsvart myrkrið, og knippi af glóandi hraunkúlum þeyttust upp i loftið eins og flugeldar. Eftir hálftima vorum við öll komin i land og ösluðum öskulagið á ströndinni. Þessa daga, sem við dvöldum i námunda við eldstöðv- arnar, sannfærðumst við um, að Markhinin hafði haft rétt fyrir sér, er hann sagði, að hvorki rit- höfundar né málarar gætu lýst stórfenglegri og óhugnanlegri fegurð eldgosa. Það væri þá helzt á færi tónskálda á borð við Beethoven eða Bach. Flesta stráka dreymir i bernsku um að ferðast og kanna ókunn lönd. Margir láta svo þar við sitja, en Markhinin lét einskis ófreistað til að gera þennan draum bernskuáranna að veru- leika. — Þegar ég var i 4. bekk varð mér ljóst, að lil þess að hægt sé að ferðast af einhverju viti nú á dögum, verður maður að verða jarðfræðingur,- segir hann. A námsárum sinum við Ordzonikidze-jarðfræði- stofnunina i Moskvu ferðaðist hann til Mið-Asiu, Kazakstan, Altaj-fjalla, Primorje. Um þeð leyti barst honum fyrst til eyrna, að i Moskvu væri starfandi rann- sóknarstofa i eldfjallafræði. Hugsunin um hana lét hann ekki i | AugtýsicT ITImamim 1 Visindamenn fra eldfjallastofnun Siberiudeildar Visindaakademiu Sovétrikjanna safna sýninshornum af gosbergi BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ Gos i eldfjallinu Kljútsjevskaja á Kamtsjatka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.